Morgunblaðið - 04.04.1998, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Skíðamót í blíðskaparveðri
SKÍÐALANDSMÓT íslands
hófst í Illíðarfjalli við Akureyri í
gær í sól og sumaryl og nutu
bæði keppendur og áhorfendur
blíðunnar. Á myndinni má sjá
eina stúlkuna í risasvigi kvenna
takast á loft. Keppni verður
fram lialdið um helgina og í
næstu viku verða nokkur alþjóð-
leg mót nyrðra.
■ Landsmótið / B2
Lýst eftir fjórum íslenskum sakamönnum erlendis
Gefa út alþjóðlega
handtökuskipun
EMBÆTTI ríkislögreglustjóra gaf
í gær út fjórar alþjóðlegar hand-
tökuskipanir á hendur fjórum ís-
lenskum einstaklingum sem fóru af
landi brott á sínum tíma áður en
afplánun refsidóma sem þeir höfðu
hlotið hófst. Dómarnir eru mis-
langir samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins eða frá fimm mán-
uðum til tveggja ára.
Handtökuskipanir eru gefnar út
að undirlagi Fangelsismálastofnunar
ríkisms og hefur embætti ríkislög-
reglustjóra haft veg og vanda af frá-
gangi þeirra og framkvæmd málsins
ásamt þýðingu gagna o.s.frv.
Lausafregnir um aðsetur
Handtökuskipanimar eru gefnar
út í tengslum við átak Fangelsis-
málastofnunar til að hremma það
fólk sem flúið hefur réttvísina hér á
landi seinustu árin. Að sögn Smára
Sigurðarsonar aðstoðaryfirlög-
regluþjóns er óvíst hvort og
hvenær þær beri árangur.
„Aðsetur þessa fólks er ekki
staðfest og því er um alþjóðlega til-
kynningu að ræða, en jafnframt er
viðkomandi yfirvöldum bent á að
fólkið kynni að vera í ákveðnum
löndum. Það eru hins vegar lausa-
fregnir sem við höfum ekki fengið
staðfestar,_“ segir Smári.
Sigrún Agústsdóttir, lögfræðing-
ur hjá Fangelsismálastofnun, segir
að beiðnir stofnunarinnar um
handtökur þeirra aðila sem um
ræðir hafi verið að berast embætti
ríkislögreglustjóra á undanfórnum
mánuðum og sé við því að búast að
nokkur bið verði áður en þær beri
árangur. „Oft er vitað í hvaða landi
þetta fólk dvelst en ekki mikið
meira en það. Við höfum fengið tvo
þeirra sem við leituðum að heim og
vonum að jafn vel gangi að ná í þá
sem eftir eru,“ segir hún.
VEÐURBLÍÐAN dregur fram
iðandi mannh'f og er óhætt að
fullyrða að íbúar höfuðborgar-
innar hafí verið komnir í sumar-
skap í gær. Margir höfðu dregið
fram sólgleraugun og sumarföt-
in og spókuðu sig í góða veðr-
I sól og
sumaryl
Morgunblaðið/RAX
inu, á meðan aðrir sötruðu
svaladrykki á kaffíhúsum borg-
arinnar. Veðurstofan spáir
áframlialdandi sól og blíðu
næstu daga.
■ Iðandi mannlíf/6
Nefnd fjallar
. einkavæðingu
Landssímans
HALLDÓR Blöndal samgönguráð-
herra skipaði í gær starfshóp til að
meta áhrif eignarhalds ríkisins á
stöðu og möguleika Landssíma Is-
lands og hvort æskilegt sé að ríkið
selji af eignarhluta sínum í fyrir-
tækinu. Þetta kom fram í ræðu
samgönguráðherra á aðalfundi
Landssímans hf. í gær.
„Starfshópurinn á að gaumgæfa
sérstaklega hvaða áhrif breytt eign-
arhald geti haft á hagsmuni fyrir-
tækisins, viðskiptamanna þess og
starfsmanna," sagði Halldór.
Tveggja milljarða króna
hagnaður
Póstur og sími hf. skilaði 1.955
milljóna króna hagnaði á síðasta
ári. Guðmundur Björnsson, for-
stjóri félagsins, þakkaði árangurinn
einkum sterkri stöðu fjarskiptanna
og sagði að GSM-farsímaþjónustan
hefði fengið sérstaklega góðar við-
tökur hjá fýrirtækjum og einstak-
lingum.
Utiloka ekki
erlenda eignaraðild
Hlutafélagið Landssími Islands
hf. tók til starfa um seinustu áramót
er starfsemi Póst og síma var skipt í
tvö félög. Þórarinn V. Þórarinsson,
stjórnarformaður félagsins, sagði á
aðalfundinum í gær, að myndun við-
skiptablokka í símaþjónustu kynni
að kalla á nánari samvinnu við eitt
eða fleiri erlend símafyrirtæki.
„Þótt ég sé sjálfur sannfærður
um mikilvægi þess að tryggja stöðu
íslensks símafyrirtækis hygg ég að
óvarlegt sé að útiloka sölu á litlum
hluta til erlends samstarfsaðila,"
sagði hann.
■ Starfshópur/18
Fjölmennur fundur læknaráðs Landspítalans um gagnagrunnsfrumvarp
Ofsaakstur
á Snæfellsnesi
Ottast að málið verði
knúið fram án umræðu
MIKILVÆGI rækiiegrar og opinberrar umræðu
um frumvarp um gagnagrunn heilsufarsupplýsinga
var ítrekað á fundi læknaráðs Landspítalans, sem
haldinn var í gær að viðstöddum tæplega 200 lækn-
um. Gagnrýndi Guðmundur Bjömsson, formaður
Læknafélags Islands, meðferð frumvarpsins.
Guðmundur tók fyrstur til máls og sagði að ótt-
ast væri að með frumvarpi heilbrigðisráðherra
væri verið að knýja fram lög með hraði án nægi-
legrar umræðu.
Kvaðst hann telja að aldrei hefði jafn stórt og
merkilegt komið upp með jafn skömmum fyrir-
vara.
Á fundinum var spurt hvort þörf væri á sam-
hæfðum gagnagrunni á heilsufarsupplýsingum og
ef svo væri hver ætti að ráða yfir honum. Lögð
**«pr áhersla á mikilvægi framþróunar í vísindum,
en um leið að ekki mætti stefna vernd einstak-
lingsins og persónuupplýsinga í hættu.
Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfða-
greiningar, sem komið hefur fram að hafi áhuga á
að vinna gagnagrunninn, var á fundinum og ítrek-
aði að sinn skilningur á frumvarpinu væri sá að
ekki ætti að takmarka aðgang að upplýsingum.
„Grundvallarhugsunin á bak við frumvarpið er
eingöngu sú að þær upplýsingar, sem hér liggja
og má búa til úr verðmæti, verði komið í verð,“
sagði hann. „Ekkert annað.“
Hömlur á vísindavinnu?
Gunnar Sigurðsson, læknir og nýkjörinn for-
maður Hjartavemdar, sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær, að í stofnuninni hefðu menn
áhyggjur af eignarréttinum á þeim vísindagagna-
grunni, sem Hjartavernd hefði safnað undanfarin
30 ár.
„Þarna er verið að leggja hömlur á vísinda-
vinnu og væntanlega er það ekki ætlunin með
frumvarpinu," sagði Gunnar. „I skýringum með
frumvarpinu er þess getið að Hjartavernd verði
að sækja um starfsleyfi til reksturs þessa gagna-
grunns síns og til áframhaldandi söfnunar. Hins
vegar er gagnagrunnur Hjartaverndar ekki
venjulegar heilsufarsupplýsingar heldur vísinda-
grunnur."
Samkeppnisstofnun hefur fengið frumvarp
heilbrigðisráðherra til umsagnar og mun stofnun-
in væntanlega skila áliti í kringum páska.
■ Góð og ítarleg/10
■ Kapp er best/36
Tekinn á
140 og 120
LÖGREGLAN í Stykkishólmi stöðv-
aði ungan ökumann á 140 km hraða
við Hítará um kvöldmatarleytið í
gærkvöldi. Þessi sami maður var
stöðvaður við Vegamót, við veginn
upp í Kerlingarskarð, nokkrum mín-
útum seinna, þá á 120 km hraða.
Að sögn Einars Guðjónssonar
varðstjóra hefur þessi maður verið
tekinn áður fyrir ofsaakstur á Snæ-
fellsnesi og hefiu- lögregla orðið að
elta hann þegar hann hefur reynt að
stinga af. Maðurinn mun þurfa að sjá
af ökuskírteini sínu vegna athæfisins
um einhvern tíma, væntanlega ein-
hverja mánuði.
Einar segir að lögreglan í Stykkis-
hólmi sé í umferðarátaki þessa dag-
ana og fylgist hún sérstaklega með
ökuhraða og bílbeltanotkun. Um 20
ökumenn voru kærðir í gær vegna
ýmissa umferðarlagabrota.