Morgunblaðið - 04.04.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.04.1998, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NEI, nei, hann sér ekkert illa, læknir, hann er bara svo svakalega bláeygur... :: K Rafrænn afsláttur! Hringiðan Dunhaga 8 * Reykjavík COnX4CT ÓKUR€VRI — Skipagötu 2 • Akureyri A ÓÐINSVÉ Laugavegi 5* * Reykjavík Óðinstorgi • Reykjavík g-|||r- JohnCasálancas 1 C E L A N D Höfðabakka i • Reykjavík Skeifunni 7 • Reykjavík ^y^AllyAkureyri Nethyl SÓLBAÐSSTOFA REYKJAVlKUR Geislagötu 7 • Akureyri • Nethyl 2 • Reykjavík Eddufelli 2-a ■ Reykjavík ÚR OQ SKARTGRIPIR Gullsmiðir KjLJJKl£ANv V.UJ Sigtryggur & Pétur sf. Hamraborg 10 * Kópavogi Brekkugötu 5 • Akureyti Þessi fyrirtæki veita öllum sem greiða með VISA kreditkorti rafrænan afslátt Fjöldi annarra fyrirtækja veitir einnig afslátt FRÍÐINDAKLÚBBURINN www.fridindi.is • www.visa.is Gísli Júlíusson verk- fræðingur um rafbíla Mikil þró- un í blý- geymum BILAR framtíðarinnar, vélar, orkunotkun og fleira var til um- ræðu á fundi sem kynningarnefnd Verk- og tæknifræðingafélags fs- lands efndi til á fimmtudag og fjall- aði Gísli Júlíusson verkfræðingur um málið. Hann sagði að mikil þró- un væri nú í rafbílum og mest væri sennilega að gerast í þróun blý- geyma. Gísli sagði að geymslurými í blý- geymum hefði meira en tvöfaldast og hægt væri að ná 50% hleðslu á fimm mínútum. Aðrir rafgeymar eins og málmhýdratgeymar og lití- um jónageymar væru efnilegir, m.a. vegna þess að þeir væru létt- ari. Gísli fjallaði einnig um álloft- geyma og sinkloftgeyma og sagði að þýska póstþjónustan væri nú með tilraunir vegna þeirra síðar- nefndu. Gísli sagði að Daimler- Benz fyrirtækið stefndi að því að árið 2005 yrðu komnir um 50 þús- und rafbílar frá þeim í umferð. Þeir myndu ganga fyrir metanol- efnarafölum en þar væri orkan mun betur nýtt en í venjulegum sprengihreyfii. Landsvirkjun íhugar kaup á rafbíl í samtali við Morgunblaðið sagði Gísli að mögulegt væri að nota inn- lenda orku, þ.e. raforkuna til að knýja bfla og fagnaði hann kaupum Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Rafmagnsveitu Akureyrar sem keyptu hvor sinn rafbflinn. Einnig sagði hann Landsvirkjun vera að íhuga kaup á rafbíl til notkunar í snúningum á höfuðborgarsvæðinu. Gísli á sæti í nefnd á vegum Lands- virkjunar og sagði hann að tillagna væri að vænta á næstunni til stjómar fyrirtækisins um málið og taldi líklegt að kaup á slíkum bíl yrðu boðin út. Fæðingarþunglyndi Þetta er ekki dekursjúkdómur TALIÐ er að um 14% kvenna fái fæðingarþung- lyndi eftir barnsburð. Ragna Olafsdóttir sál- fræðingur gaf nýlega út bækling um fæðingar- þunglyndi, þar sem fjall- að er m.a. um tíðni þunglyndisins, einkenni, orsakir og úrræði. Bæk- lingnum hefur verið dreift á allar heilsu- gæslustöðvar og til fag- fólks. „Það hefur tilfinnan- lega vantað aðgengilegt efni á íslensku um fæð- ingarþunglyndi. Fræðsla er mikilvæg leið til að koma í veg fyrir að þunglyndið nái að þróast. Landlæknis- embættið dreifði bæklingnum á allar heilsugæslustöðvar á land- inu og síðan var hann sendur til fagfólks, m.a. til allra starfandi ljósmæðra á landinu.“ - Hvenær fá konur fæðingar- þunglyndi? „Það er algengast að það komi fram á fyrstu vikum eða mánuðum eftir fæðingu barns, en það getur komið fram allt að hálfu ári síðar. Þetta er ekki dekursjúkdómur og hann fer ekki í manngreinarálit. Fæðing- arþunglyndi getur komið fram hjá hvaða konu sem er. Þetta er ekki heldur afsprengi hraða nú- tímans, því lýsingar á geðlægð kvenna eftir fæðingu barns má finna í ritum frá því fyrir Kristsburð." Ragna segir misjafnt hversu lengi fæðingarþunglyndi vari, það sé einstaklingsbundið og síðan skiptir máli hvenær og hvort konan fær faglega aðstoð. Því fyrr sem konan fær aðstoð fagfólks því fyrr losnar hún úr þessu ástandi. - Hversvegnu fá konur fæð- ingarþunglyndi? „Það er engin einhlít skýring á því. Rannsóknir sýna að líf- fræðilegir þættir eins og horm- ónabreytingar geta átt hlut að máli. A móti kemur að konur sem ættleiða böm fá fæðingar- þunglyndi. Það þýðir að ekki er hægt að útskýra fæðingarþung- lyndi eingöngu útfrá hormóna- breytingum. Þá er talað um að sálfræðilegir þættir kunni að hafa áhrif eins og t.d. væntingar konu til móðurhlutverksins, samskiptaþættir sem varða gæði sambúðar eða hjónabands og sá stuðningur sem konan býr við.“ - Hver eru einkenni fæðing- arþunglyndis? „Konu með fæðingarþung- lyndi finnst kannski að hún hafi litla stjóm á lífi sínu. Hlutirnir séu ekki eins og þeir ættu að vera en hún geti lítið við því gert. Oft er konan hrædd og fær það á tilfinninguna að hún sé að missa vitið. Þunglyndi er algengasta einkennið og birtist í depurð, kvíða og óhamingju. Önug- lyndi fylgir gjarnan, sífelld þreyta og jafnvel svefntmflan- ir. Oft hefur móðirin ekki matarlyst en á hinn bóginn borða sumar mæður óhóflega til að öðlast vellíðan. Þá fyllast sumar konur vanmáttarkennd, finnst þær hafi of lítinn tíma til allra hluta, geri ekkert nógu vel og hafi engin ráð til að breyta þar um. Ragna Ólafsdóttir ►Ragna Ólafsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1954. Hún lauk BA-prófi í sálarfræði frá Há- skóla Isiands árið 1981. Hún lauk MA-prófi frá London School of Economics árið 1983. Ragna hefur kennt sálfræði við framhaldsskóla, Ljós- mæðraskóla fslands og er stundakennari við Háskóla ís- lands. Ragna starfar hjá námsráð- gjöf Háskóla íslands og rekur eigin stofu - Sálfræðiráðgjöf- ina. Hún á þijú börn. Um 14% kvenna fá fæðingar- þunglyndi Margar konur með fæðingar- þunglyndi era einmana og halda að þær séu einar á báti. Almennt áhugaleysi gerir gjarnan vart við sig, konan er oftast þreytt, spennt og óánægð með útlit og líkama. Ahugi á kynlífi minnkar og kvíði og sektarkennd setur oft mark sitt á samband konunnar og maka hennar. Kvíðinn sem fylgir oft fæðingarþunglyndi kann að birtast á marga vegu og oft fyr- ir einhverju óraunhæfu. Konan er áhyggjufull vegna eigin heilsu. Minnstu líkamsbreyting- ar eru þá túlkaðar sem upphaf á alvarlegum sjúkdómi og því ekki óalgengt að konan leiti fyrst til læknis vegna líkam- legra einkenna. Konur sem era haldnar fæðingarþunglyndi finna ekki fyrir öllum þessum einkennum, það er einstaklings- bundið hvaða einkennum þær finna fyrir.“ - Hvernig ná konurnar bata? „Þetta ástand getur leyst af sjálfu sér og án inngrips eftir nokkrar vikur, mánuði eða eitt ár. Margar konur gera sér ekki grein fyrir því að þær séu haldnar fæðingarþunglyndi. Það hjálpar þeim ef þær geta greint ástand sitt og áttað sig á því. Fæðingarþunglyndi er álagsástand sem hefur víðtæk áhrif á samskipti konunnar við sína nánustu og hefur ekki síst neikvæð áhrif á sjálfsmynd hennar. Því er mikilvægt að __________ bregðast við sem fyrst. Starfsfólk á heilsugæslustöðvum __________ sem annast ung- barnavernd þarf að geta greint fæðingarþunglyndi og finna úrræði með þeim mæðrum sem það hafa. Sam- talsmeðferð hjá sálfræðingi gagnast vel og í öðrum tilfellum getur þunglyndið verið þess eðl- is að inngrip geðlæknis sé þörf.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.