Morgunblaðið - 04.04.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.04.1998, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Lestur Passíusálma FAÐIR minn, Tryggvi heitinn Ofeigsson útgerðarmaður, dvaldi löngum í Aberdeen í Skotlandi á árunum fyrir 1950 og fylgdist grannt með smíði tveggja togara, b.v. Neptúnusar og b.v. Marz, hjá skipasmíðastöð John Lewis & Sons og b.v. Úranusar hjá Alex- ander Hall. Var hann þar ýmist einn, með Bjarna Ingimarssyni skipstjóra eða Olafí skipstjóra, bróður sínum. Þar var svo sann- arlega ekki kastað til höndum. ®Eftirfarandi skráði faðir minn á bréfsefni Imperial Hotel í Aber- deen á þessum árum um efni, alls óviðkomandi skipasmíðum: „Bollaleggingar höf. um Suður- nesjamenn er rugl langskólageng- ins innanhússmanns sem ekki skilur verðmæti hins hrjúfa en líf- ræna athafnalífs sem alla ævi Suðurnesjamannsins var barátta milli lífs og dauða og einmitt um- hverfi. Við þessi skilyrði náði óvenju þroska mesti sálusorgari sem Island hefur alið. Ef til vill hafa þau lyft honum til þeirrar háu snilldar sem alltaf er að skír- ast, þótt síðan séu 300 ár.“ . > Ekki veit ég hver þessi „lang- skólagengni innanhússmaður" Passíusálmarnir eru af sumum taldir ----------------?------ helzta framlag Islend- inga til heimsmenn- ______ingarinnar.______ Rannveig Tryggva- dóttir leggur til að þeir verði lesnir í sjón- varpi og helgimyndir prýði skjá meðan lesið er. hefur verið en „mesti sálusorgar- inn“ var auðvitað séra Hallgrímur Pétursson (1614-74) sem var höf- uðskáld sinnar tíðar og mesta trú- arskáld Islendinga. Hann var fyrst prestur á Suðurnesjum en svo í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Passíusálmarnir hans (1666) hafa yljað mörgum manninum um hjartaræturnar en stór hluti þjóð- arinnar hefur jafnframt verið svikinn um að fá hlutdeild í að MYNDIN er úr bókinni Tryggva saga Ófeigssonar eftir Ásgeir Jak- obsson. Hún er tekin þegar botnvörpungnum Marz var hleypt af stokkunum. Frá vinstri: Guðmann Hróbjartsson vélstjóri, Tryggvi Ófeigsson útgerðarmaður, Rannveig Tryggvadóttir (sem gaf botn- vörpungnum nafn), Bjarni Ingimarsson skipstjóri og Andrew Lewis, forstjóri skipasmíðastöðvar. njóta þeirra því þeir eru aðeins lesnir í hljóðvarpi Ríkisútvarpsins á föstunni en ekki í sjónvarpi. Það ýtti við mér að skrifa þessa grein að ég heyrði mann segja (efnislega) í sjónvarpi fyrir nokkrum dögum að Passíusálmar Hallgríms Péturssonar væru helsta framlag þjóðarinnar til heimsmenningarinnar. Þessu er ég innilega sammála. Einn forfeðra minna í föðurætt, séra Kolbeinn Þorsteinsson, var nafntogað latínuskáld og þýddi meðal annars á þá tungu Passíu- sálma Hallgríms Péturssonar og hélt hvarvetna bragarhætti („Psalterium passionale", 1778). Hann er nú kunnastur fyrir Gils- bakkaþulu. Fyrir mörgum árum fór ég í dálkum Velvakanda tvívegis fram á það við Útvarpsráð að Passíu- sálmarnir yrðu jafnframt fluttir í sjónvarpi. Eg ræddi málið við Pétur Guðfinnsson þáv. sjón- varpsstjóra og var hann sammála mér. Hugmynd mín var sú að helgimynd yrði höfð á skjánum meðan á lestrinum stæði. Út- varpsráðsmenn létu beiðni minni ósvarað. Hollara sálarfóður tel ég Passíusálmana vera en þann yfir- þyrmandi ljótleika sem sjónvarps- stöðvarnar bjóða upp á í alltof miklum mæli. Höfundur er húsmóðir og þýðandi. ÍSLEIVSKT MAL Barnið vex en brókin ekki TORF AN/TORFIÐ * *' og (hiand)ketillinn UMSJÓNARMAÐUR birtir með þökkum svofellt bréf frá Halldóri Kristjánssyni frá Kirkjubóli: „Kæri Gísli! Mér finnst ég verði að segja þér frá orðtaki sem ég hef heyrt og lært, ef þú skyldir ekki kunna það fyrir. Það var um miðjan janúar að útvarpstæki var opið yfir mér. Eg veit ekki hvert það var eða hvaða fólk var að vinna. En þar voru karl og kona að verki og hafa eflaust átt að skemmta okk- ur hlustendum, sennilega með . „léttara hjali“. Þau voru eitthvað að tala um Clinton forseta og fannst mér ekki mikið til um það. En svo segir karlmaðurinn: „Þú vandar ekki torfið undir ketilinn þinn.“ Mér fannst að í þessu lægi það að hún væri ekki vandlát að efni til að birta það hún vildi birta, hirti jafnvel hvorki um heimildir né málavexti. Ég held að þetta orðtæki sé gamalt. Það hljóti að vera eldra en þeir sem nú eru ofan jarðar, og miklum mun eldra. Ég leit í Orðsifjabók en fann þar ekkert að gagni um ketil eða y torf. Hins vegar heyrði ég gam- alt fólk kalla svartasta og harð- asta móinn harðatorf. Og segir ekki sagan að Einar Rögnvalds- son væri nefndur Torf-Einar vegna þess að hann hafði mó til eldiviðar í Orkneyjum? Og var ekki ketill nafn á íláti sem kjöt var soðið í? Og eflaust hefur eldsneytið verið misjafnlega geðslegt. Ég hef engan hitt sem kannast við þetta orðtak. Gunnar Stef- ánsson, sveitungi þinn, taldi að fremur hefði þessa verið von frá eldri manni en yngri. En það var enginn öldungur sem ég heyrði þetta hjá. En mér finnst orðtakið gott.“ ★ Spumingum bréfritara svarar umsjónarmaður umsvifalaust játandi. En svo er að hyggja að Umsjónarmaður Gísli Jónsson 947. þáttur torfu og katli. Bréfið rifjaði upp fyrir mér orðtak sem ég heyrði stundum í æsku. Ég held það þurfi nú ekki að vanda torfuna undir hlandketilinn. Og í hvaða sambandi var þetta þá sagt? Ég man best eftir frænku minni sem var langdvölum heima og talaði stundum sérkennilega. Ef hún var að matbúa, eða hita kaffi, og vantaði eldivið, var hún vís til að segja það sem áður greindi. Mér fannst það eiga að merkja, að það sem hún væri að matbúa, væri ómerkilegt. Þetta var þá sagt í góðlátlegu niðrunarskyni um eigin athafnir. ílátið, sem maturinn/kaffið var í, var kallað „hlandketill“, og eldiviðurinn „torfa“, hvort tveggja til að gera lítið úr eigin athöfnum. Asgerður á Orðabók Háskól- ans sagði mér að í talmálssafninu þar væru um 20 dæmi, en ekkert í ritmálssafninu. Fyrir kom að þetta var notað í sambandi við ullarþvott, en langoftast notað líkt og frænka mín gerði, haft þá um það sem ekki þarf að vanda sérstaklega til, er alveg sama hvemig gert er. Ýmist sögðu menn torfið eða torfan. Ég er næsta viss um að orð- takið var einnig haft í mun óeig- inlegri merkingu. Við skulum hugsa okkur ljótan og leiðinlega karl í kvonbænarstandi. Var þá ógætinn maður vís til að segja þetta: Ég held það þurfi nú ekki að vanda torfuna undir hlandket- ilinn. Karlinn gat sem sagt sætt sig við mjög óvirðulegt kvon- fang. ★ Jón Isberg bekkjarbróðir minn sendir mér klippu úr Feyki, en þar stendur að Élín R. Líndal sé „vonarpeningur“ Framsóknarmanna varðandi þriðja sæti flokksins í kjördæm- inu fyrir næstu þingkosningar. Jón spyr hvort orðið vonarpen- ingur sé notað þama í réttum skilningi. Umsjónarmaður heldur að svo sé ekki. Spurning Jóns kemur á ágætum tíma, því að ég ætlaði einmitt að fara að fjalla um þetta eftir að hafa heyrt á Stöð tvö að „vonarpeningur“ væri notað í merkingunni vonarstjama. En mér til hægri verka, og með þvi að ég get ekki gert betur, leyfi ég mér að birta pistil Jóns Aðal- steins Jónssonar hér í blaðinu fyrir skemmstu: „Fyrir stuttu hafði lesandi þessara pistla samband við mig. Sagðist hann hafa heyrt orðið, sem er fyrirsögn þessa pistils, notað í einkennilegri merkingu í frétt í Ríkisútvarpinu og sér áð- ur óþekktri. Var hún á þá leið, að einhver maður væri vonar- peningur í málinu. Var ljóst af samhengi frettarinnar, að átt var við, að menn byndu vonir sínar við manninn í því máli. Er ljóst, að sá sem samdi þetta, hefur misskilið no. vonarpening- ur og merkingu þess. Er þetta enn eitt dæmi af of mörgum um það, að merkingar ýmissa orða eru farnar að brenglast í vitund manna. Eitt slíkra orða er no. gylliboð, sem ég hef séð haft um það að lofa gulli og grænum skógum, en merkir samkvæmt almennri málvenju ginnandi til- boð, sem er í raun mjög ótryggt. Og vonarpeningur hefur aldrei verið haft um eitthvað, sem hægt er að setja traust sitt á. Það er, eins og ég býst við, að flestir kannist við, haft í alveg þveröfugri merkingu. í OM er þessi merking gefin upp: „e-ð sem lítils er að vænta af; e-ð sem brugðið getur til beggja vona um.“ Um mann, sem talið er erfitt að treysta eða reiða sig á, má segja sem svo: Hann er nú hálfgerður vonarpeningur. Er því best að eiga sem fæst skipti við hann. Af framansögðu má því sjá, að fráleitt er að snúa merkingu orðsins algerlega við.“ ★ Nikulás norðan kvað: Bílda, sem borin var lút í, er bálskotin tvævetrum hrút í, en ef Sigga i Kofa á Kidda að lofa, þarf hún kaffi og brennivín út í. AFGREIÐSLUFÓLK í fata- verslunum þekkir að margir átta sig seint á að vaxtarlag breytist gjarn- an með auknum þroska og að það kallar á nýjan fatastíl. Þá kemur til kasta færs afgreiðslu- fólks að sýna stæðileg- um viðskiptavinum fram á að það fari betur að klæðast heldur stærri fötum, sniðnum að vaxtarlagi hvers og eins. Menntamálaráð- herra hefur gefið út nýja skólastefnu sem leggja á til grundvallar endurskoðun á aðal- námskrám fyrir grunn- skóla og framhalds- skóla. I henni er m.a. gert ráð fyrir fjölgun kennslustunda á næstu árum, breyttum áhersl- um og skóla sniðnum að þörfum allra. Allt er þetta til fyrirmyndar. Sá böggull fylgir hins vegar skammrifi að þó að stefna mennta- Grunnskólanum í Reykjavík, segir Þorgerður Ragnars- dóttir, hefur lengi verið of þröngur stakkur skorinn. málaráðherra gefi fögur fyrirheit er umgjörðin um grunnskólann í Reykjavík enn of þröng. Meðal þess sem þrengir að grunnskólanum er stærð bekkja og núverandi vinnutímaskipulag kenn- ara. Kennslutími í grunnskólanum miðast oft fremur við kjarasamn- inga kennara og sauðburð en þann skólatíma sem nemendum ber sam- kvæmt lögum. Lítum á nokkur dæmi: Börn eiga rétt á 170 kennsludög- um og ákveðnum kennslustunda- fjölda á ári eftir aldri. Dögunum fækkar t.d. fyrir það að skólarnir kalla foreldradaga og prófdaga kennsludaga. Þá eru þess dæmi að starfsdagar kennara séu haldnir á kennsludögum barnanna sé ekki hægt að koma þeim öðruvísi fyrir á skólaárinu. Vegna þess að bekkir eru óþægi- lega stórir er þeim gjaman skipt í heimilisfræði, myndmennt og tón- mennt. I fámennari hópi er auðveldara að veita einstaklingum athygli en við það fækkar lög- bundnum kennslustund- um á hvem nemanda í viðkomandi fógum. Margir kennarar ná ekki að uppfylla kennsluskyldu sína hjá sínum umsjónarbekk. Þeir verða því að taka að sér tíma í öðrum bekkjum, stundum í fögum sem þeir hafa ekki sérþekkingu á. Loks miðast skólaár- ið enn við það að börn komist í sauðburð og réttir þó að næsta fáum borgar- börnum standi það til boða nú orðið. Skólastarfið passar ekki lengur í umgjörðina sem þvi er ætluð. Til að koma í veg fyrir rýrnun á lögbundn- um námstima barnanna þurfa bekkirnir að verða fámennari eða skiptistundir fleiri, kennarar fleiri og viðvera þeirra skilgreind á annan hátt en nú tíðkast. Grunnskólanum í Reykjavík hef- ur lengi verið of þröngur stakkur skorinn. Ytri umgjörðin miðast við löngu úrelta skólastefnu. Ef ekki er gert ráð fyrir meira svigrúmi til að taka við þeim nýjungum og fram- förum sem samtíminn gerir kröfur um má líkja ástandinu við lotu- græðgi. Sé of mikið innbyrt verður að losa sig við eitthvað svo hægt sé að nota þröngu spjarirnar áfram. Lotugræðgi er sjúkdómur sem þarf að lækna. Nú gefst foreldrum bama í grunnskólum Reykjavíkur tæki- færi til að stuðla að bata með því að bregða sér í hlutverk hjálpsamra af- greiðslumanna í fatabúð og leiða frambjóðendum til borgarstjórnar fyrir sjónir að ef barnið á að vaxa og dafna verður að auka í brókina. Það fer svo miklu betur. Höfundur á sæti í stjórn SAMFOKS (Sambandi foreldrafélaga og for- eldraráða í skólum Reykjavíkur á grunnskólastigi). Þorgerður Ragnarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.