Morgunblaðið - 04.04.1998, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 04.04.1998, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ „Hlýja handa þinna“ sýnd í bíósal MÍR KVIKMYNDIN Hlýja handa þinna verður sýnd sunnudaginn 5. apríl kl. 15 í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Kvikmynd þessi var gerð í Georgíu, einu af Kákasuslýðveldunum árið, 1972 og voru leikstjórar Sjota og Nodar Mamagadze. í myndinni segir frá konunni Sidonju og hvernig meiriháttar atburður í viðburðaríkri sögu Georgíu fléttast inn í ævi henn- ar. Lýst er afdrifaríkum póli- tískum atburðum, hatrammri baráttu bolsévíka og mensévíka á árunum 1918 og 1919, erfíð- leikum sem við var að etja eftir lok borgarastríðsins og síðar innrás og herför Þjóðverja á ár- inu 1941. í upphafí myndarinnar er eiginmaður Sidonju kallaður í herinn og verður hún þá ein að sjá fyrir börnum og íjölskyldu, en síðar gerist maðurinn lið- hlaupi og snýr heim. Þrátt fyrir áföll og erfíðleika getur Sidonja í myndarlok tekið þátt í ósvik- inni veislu að hætti Georgíu- manna ásamt börnum sínum og barnabörnum. Myndin er svart- hvít með skýringartextum á ensku. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Sambandsþing ungra jafnaðarmanna SAMBANDSÞING ungra jafnað- armanna verður haldið í dag 4. apríl að Hverfisgötu 8-10 (nánar tiltekið Alþýðuhúsinu) í sal AI- þýðuflokksins, 2. hæð. Þingsetning verður kl. 12 og mun þinghald að öllum líkindum ljúka um kl. 18. Fyrir utan venjulega málefna- vinnu mun almenn stjórnmálaá- lyktunum verða lögð fyrir þingið sem og ályktanir varðandi sveita- stjómarkosninga- og sameiningar- mál einnig lagðar þar fyrir. Að lokum munu kosningar fara frma í framkvæmdastjórn sam- bandsins sem og önnur embætti innan þess. Núverandi formaður SUJ mun ekki sækjast eftir endur- kjöri en tveir aðilar hafa gefið kost á sér í embætti formanns, þau Kol- beinn Hólmar Stefánsson og Aðal- heiður Sigursveinsdóttir. Óvíst er um endanlega mynd framboða í önnur embætti en framboðsfrestur rennur út á þinginu sjálfu. Allir félagar í aðildarfélögum SUJ em fullgildir fulltrúar á þing- inu og eru bæði með fullan kosn- ingarétt og eru kjörgengir í emb- ætti á vegum sambandsins. LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998 57 x . FRÉTTIR Framboðslisti framsókn- arfélaganna í Kópavogi Á FUNDI fulltrúaráðs framsóknar- félaganna í Kópavogi, fimmtudaginn 19. mars, var samþykktur svohljóð- andi framboðslisti fyrh’ bæjarstjóm- arkosningarnar 23. maí nk.: 1. Sigurður Geh’dal bæjarstóri, 2. Hansína Ásta Björgvinsdótth’ kenn- ari, 3. Ómar Stefánsson rekstrar- stjóri, 4. Sigurbjörg Vilmundai’dóttir leikskólakennari, 5. Gestur Val- garðsson verkfræðingur, 6. Una María Óskarsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur, 7. Sigríður Konráðsdótth’ kennari, 8. Bergþór Skúlason tölvunarfræðingur, 9. Sveinn fasteignasölumaður, 10. Stef- án Arngrímsson markaðsstjóri, 11. Sigrún Ingólfsdóttir fjármálastjóri, 12. Willum Þór Þórsson rekstrar- hagfræðingur, 13. Páll Magnússon guðfræðinemi, 14. Guðrún Alísa Hansen húsmóðir, 15. Þorvaldur R. Guðmundsson vélfræðingur, 16. Guðlaug Elfa Ragnarsdóttir mennta- skólanemi, 17. Ómar Ingi Bragason háskólanemi, 18. Sigi’ún Edda Eð- valdsdóttir, uppeldis- og menntunar- fræðingur, 19. Ragnheiður Sveins- dótth- ritari, 20. Haukur Hannesson, fyri-verandi yíh’verksstjóri, 21. Birna Árnadóttir húsmóðir og 22. Bragi Árnason prófessor. Listinn er ákveðinn að undan- genginni skoðanakönnun og er upp- röðun efstu manna í samræmi við niðurstöður hennar. Á fulltiúaráðs- fundinum var ofangreindur listi ein- róma samþykktur og mótatkvæða- laust, segh’ í fréttatilkynningu. HUNDAR sem fengu 2. einkunn í prófinu. P.v. Kjartan Guðbrandsson með Vorsteh-hundinn Gæfu-Alex, Erlendur Jónsson dómari, Egill Berg- mann aðstoðardómari, Hilmar Kristinsson með enska pointerinn Orm- ogas Jet Set, Guðjón Arinbjörnsson dómari og Alfreð K. Alfreðsson með Vorsteh-hundinn Gæfu-Axel. Veiðipróf fyrir fugla- hunda VEIÐIPRÓF fyrir standandi fugla- hunda á vegum veiðihundadeildar HRFÍ var haldið helgina 21. og 22. mars sl. Næsta próf fyrir standandi fuglahunda verður núna um helg- ina, 4. og 5. apríl, við Sólheima- kotsafleggjara hjá Hafravatni og hefst kl. 9. Fuglahundapróf snýst um að kanna eiginleika hundsins til að finna rjúpu og benda á bráðina. Þegar sljórnandi hundsins gefur merki á hundurinn að reka rjúpuna upp. Hundarnir eni prófaðir tveir og tveir saman, til að kanna hæfi- leika þeirra til að vinna sjálfstætt. Veiðipróf fyrir sækjandi veiði- hunda verður 11. aprfl við Kalmars- braut/Esjubraut á Akranesi og hefst kl. 9. Gjöf til sambýlis fatlaðra KIWANISKLÚBBURINN Eldey í Kópavogi, gaf sam- býli fatlaðra, Hi-auntungu 54, Kópavogi, húsgögn til heimilisins og fór afhendingin formlega fram 25. mars sl. Á myndinni eru Ólafur Karlsson, Haukur Hannes- son, Gestur Ólafur Karlsson, Þorvaldur Guðmundsson í styrktamefnd Kiwanisklúbbsins Eldeyjar; Halldóra Traustadóttir forstöðukona sambýlisins, og Kristinn Richardsson forseti, Kiwanisklúbbsins Eldeyjar. Sjálfstæðisflokkurinn Bæjarstjórinn í efsta sæti í Borgarbyggð FRAMBOÐSLISTA Sjálfstæðis- flokksins í Borgarbyggð í sveitar- stjórnarkosningunum 23. maí nk. skipa eftirtaldir: 1. Óli Jón Gunnarsson, bæjar- stjóri, 2. Guðrún Fjeldsted, bóndi, 3. Andrés Konráðsson, fram- kvæmdastjóri, 4. Helga Halldórs- dóttir, skrifstofumaður, 5. Bjarni Helgason, garðyrkjubóndi, 6. Guð- jón Gíslason, bóndi, 7. Magnús Guðjónsson, rafverktaki, 8. Vil- hjálmur Diðriksson, bóndi, 9. Jónína Ai-nardóttir, tónmennta- kennari, 10. Björg Jónsdóttir, hús- freyja, 11. Ari Björnsson, rafverk- taki, 12. Sigurbjörn Björnsson, bóndi, 13. Sigi-ún Símonardóttir, tryggingafulltrúi, 14. Þórdís Reyn- isdóttir, bóndi, 15. Arilíus Sigurðs- son, framkvæmdastjóri, 16. Jó- hannes Harðarson, verslunarmað- ur, 17. Kristín Siemsen, reiknings- haldari og 18. Skúli Bjarnason, heilsugæslulæknir. Framboð Tinda á Seyðisfírði FRAMBOÐSLISTI Tinda, félags jafnaðar- og vinstrimanna, við bæj- arstjórnarkosningarnar á Seyðisfh’ði 23. maí nk. hefur verið ákveðinn. Listann skipa: 1. Ólafía Þórunn Stefánsdóttir, sérkennari, 2. Sigurður Þór Kjart- ansson, leiðbeinandi, 3. Egill Sölva- son, fiksverkamaður, 4. Lukka Sig- ríður Gissurardóttir, hjúkrunarfor- stjóri, 5. Guðni Sigmundsson, verka- maður, 6. Guðrún Katrín Árnadótth’, leikskólakennari, 7. Ása Ki-istín Árnadótth’, hárgreiðslusveinn, 8. Magnús Svavai’sson, sjómaður, 9. Þorgeir Sigurðsson, vélamaður, 10. Sigrún Ólafsdóttir, hjúkrunarfræð- ingur, 11. Stefán Smári Magnússon, bóndi, 12. Margrét Vera Knútsdótt- h’, skrifstofumaður, 13. Pétur Böðvarsson, skólastjóri, og 14. Magnús Guðmundsson, fjármála- stjóri. Listi framsóknarmanna í Garðabæ samþykktur Á FÉLAGSFUNDI í Framsóknar- félagi Garðabæjar og Bessastaða- hrepps hinn 1. april var samþykkt- ur framboðslisti vegna bæjar- stjórnarkosninganna í Garðabæ í vor. Á listanum eru: 1. Einar Svein- bjömsson veðurfræðingur, 2. Inga Hrönn Hjörleifsdóttir deildarstjóri, 3. Össur Brynjólfsson flugkennari, 4. Eyþór Rafn Þórhallsson verk- fræðingur, 5. Soffía Guðmunsdóttir Fræðslu- fundur um sjófugla FUGLAVERNDARFÉLAG ís- lands heldur fræðslufund í Odda, stofu 101, mánudaginn 6. aprfl kl. 20.30 og eru allir velkomnir. Fuglafræðingarnir Guðmundur A. Guðmundsson og Kristinn H. Skai-phéðinsson segja frá íslenskum sjófuglum og heimkynnum þeirra í tilefni af ári hafsins og sýna lit- skyggnur Jóhanns Óla Hilmarsson- ar. Á íslandi eru um 25 tegundir sjó- fugla, sumar í milljónatali og hér er að finna nokkrar af stærstu fugla- byggðum í Norður-Atlantshafi. ---------------- Páskabingó í Hjallakirkju PÁSKABINGÓ verður í safnaðar- heimili Hjallakirkju á vegum safn- aðarfélags kirkjunnar mánudaginn 6. apríl. Bingóið hefst kl. 20 og eru allir velkomnir, ungir sem aldnir. Bingóvinningar eru margvíslegir, páskaegg, páskakraut, sælgæt- iskörfur og fleira. Bingóspjaldið kostar 200 kr. kennari, 6. Ásmundur Jónsson skrifstofumaður, 7. Elín Dóra Hall- dórsdóttir háskólanemi, 8. Ámi Geir Þórmarsson kerfisfræðingur, 9. Guðný Guðlaugsdóttir ganga- vörður, 10. Ágúst Karþsson tækni- fræðingur, 11. Lilja Óskarsdóttir húsmóðir, 12. Vilhjálmur Ólafsson forstöðumaður, 13. Guðrún Thorstensen hjúkrunarfræðingur og 14. Einar Geir Þorsteinsson starfsmannastjóri. LEIÐRÉTT Setning féll niður EIN setning féll niður í grein Guð- björns Jónssonar, Siðfræði og sam- viska, sem birtist í blaðinu í gær. Lesendum til glöggvunar kemur hún hér ásamt setningum á undan og eftir. „Annað var að enginn nefndi til- felli þar sem farið væri vel með vald. í þriðja lagi var það staðhæf- ing Þorsteins Gylfasonar heim- spekiprófessors að spilling fylgi valdi. Þetta fannst mér halla óþægi- T lega stoðunum undir því sem hann hafði verið að segja í erindi sínu.“ Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum. Japönsk pappírsgerð RANGHERMT var í blaðinu í gær að námskeið á vegum MHI um jap- anska pappírsgerð hefjist í dag, laugardag. Hið rétta er að það hefst ekki fyrr 24. aprfl næstkomandi og stendur til 26. apríl. Beðist er vel- virðingar á þessu ranghermi. Rangt nafn í SJÓNMENNTAVETTVANGI Braga Ásgeirssonar í blaðinu á fimmtudag var nafn myndlistar- kennarans undir mynd ekki rétt. Hið rétta er Sesselja Björnsdóttir. Beðist er afsökunar á þessum mis- tökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.