Morgunblaðið - 04.04.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.04.1998, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998 37 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÚRBÆTUR í SKATTAMÁLUM FJÁRMÁLARÁÐHERRA, Friðrik Sophusson, hefur kynnt í ríkisstjórn breytingar á lögum um yfirskatta- nefnd. Verður frumvarp þess efnis væntanlega lagt fyrir Alþingi nú í vor og mikilvægt er, að það verði afgreitt fyrir þinglok. Um verulegar úrbætur er að ræða fyrir skatt- greiðendur í meðferð mála þeirra í skattkerfinu. Hér er þó aðeins stigið fyrsta skrefið, sem nauðsynlegt er að taka til að bæta stöðu skattgreiðenda, sem umræða um skattamál í vetur hefur ljóslega sýnt, að er algerlega óviðunandi. í því sambandi má minna á, að forsætisráðherra telur nauð- synlegt að stofna sérstakt embætti umboðsmanns skatt- greiðenda og er væntanlega unnið að undirbúningi þess. Tillögur fjármálaráðherra um yfirskattanefnd gera ráð fyrir því, að kærufrestur til hennar verði lengdur úr þrjá- tíu dögum í þrjá mánuði. Jafnframt verður lengdur frestur nefndarinnar til að kveða upp úrskurði sína úr þremur mánuðum í sex. Sú nýjung er og í tillögunum, að heimiluð verði endurupptaka máls hjá skattstjóra leggi skattgreið- andi fram ný gögn, sem leitt gætu til breyttrar niðurstöðu. Tvær grundvallarbreytingar eru fyrirhugaðar á núver- andi málsmeðferð í skattkerfinu. Annars vegar verður yf- irskattanefnd heimilt að fresta réttaráhrifum úrskurðar síns á meðan mál er til meðferðar fyrir dómstólum og hins vegar, að nefndin geti úrskurðað kæranda málskostnað, þegar málsniðurstaða er honum í vil og fylgt hefur verið nauðsynlegri upplýsingagjöf til skattstjóra. Þetta þýðir, að málskostnaður fæst endurgreiddur þegar röng álagning verður rakin til mistaka skattyfírvalda. Þessar úrbætur eru góðra gjalda verðar, en þær hljóta aðeins að vera fyrsta skrefið til að bæta það ójafnræði, sem er á milli skattborgarans og ríkisins. Þær upplýsing- ar, sem komu fram á ráðstefnu endurskoðenda og lög- manna í janúar sl. um starfshætti skattkerfísins, kalla á heildarendurskoðun núverandi fyrirkomulags. Hún þarf að miða að því, að borgararnir njóti óskoraðs jafnræðis á við ríkisvaldið í meðferð skattamála. Nægir að benda á það, að sú regla er enn við lýði, að gengið er að skattgreiðanda með fjárnámi, sem leitt getur til gjaldþrots, á meðan kæra hans er til meðferðar hjá yfirskattanefnd. Slík valdbeiting er óþolandi á meðan niðurstaða er ekki fengin í málinu. Þetta byggist á úreltum hugmyndum fyrr á öldum um óskeikulleika konungsvalds og síðar á kenningum komm- únista og sósíalista um alræði ríkisins í nafni öreiganna. Hugsunarháttur, sem byggist á svo úreltum hugmynd- um, á ekki heima í lýðræðisríki nútímans, þar sem áherzl- an er á mannhelgi og mannréttindi. Ut frá því þarf að ganga við endurskoðun skattalaga og hvar sem réttarstaða einstaklingsins er til umfjöllunar. SKEMMTISTAÐIR OG MIÐBORGIN + , IBUAR í Grjótaþorpi hafa með bréfi til borgarráðs mót- mælt áframhaldandi vínveitingaleyfí skemmtistaðar í húsi í Aðalstræti 4B. Sótt hefur verið um leyfi fyrir skemmtistað undir nafninu „Reggae Pub“ og hefur það nú fengizt frá lögreglustjóra og hefur verið opnaður. Málið er til umfjöllunar í borgarkerfínu. Verði hún neikvæð verður bráðabirgðaleyfið afturkallað. Morgunblaðið hefur lýst skoðun sinni á þeim fáránleika að hafa skemmtistað með áfengisveitingum í svo til öðru hverju húsi í Kvosinni. Enn er það svo, að í miðbænum býr fólk, sem verður vart svefnsamt um helgar fyrir ólátum og háreysti drukkins fólks. íbúar í Grjótaþorpi hafa ítrekað kvartað undan veitingahúsinu í Fischersundi og m.a. er fullyrt, að þar hafi gestir reynzt undir lögaldri. Það hlýtur að vera ábyrgðarhluti að veita slíkt leyfi, sem nú hefur verið veitt til bráðabirgða, ef ekki hefur reynzt unnt að halda rekstrinum innan marka laga og reglna og einhver hljóta réttindi íbúanna að vera. Þeir geta ekki endalaust þolað drykkjulætin. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði í Morg- unblaðinu nú í vikunni, að „sér sýndist að það væri að verða fullreynt að reka veitingastað þarna í sæmilegri sátt við umhverfið“. Ef svo er, hvers vegna er þessi dráttur á umfjöllun borgarkerfisins á leyfisumsókninni? Borgarstjórn Reykja- víkur þarf að taka þetta mál föstum tökum og endurreisa Kvosina úr þeirri öskustó, sem hún virðist fallin í. Frumvarp heilbrigðisráðherra um gagnagrunn með upplýsingum úr íslenska heilbrigðiskerfínu Kapp er best með forsjá Ef ráðgert er að afgreiða frumvarp heil- brigðisráðherra til laga um gagnagrunna á heilbrigðissviði fyrir sumarið gefst ekki svigrúm til opinberrar umræðu um mörg mikilvæg atriði þess mikla frumvarps. Að mati Páls Þórhallssonar hefði verið eðlilegra að efna til víðtækrar umræðu um þessi álitamál áður en frumvarpið, sem snið- ið er að þörfum eins fyrirtækis, var samið. FYRIR nokkrum árum sagði forstjóri Ríkisspítalanna í viðtali við Morgunblaðið að tölvuvæðing sjúkraskrár- kerfa í landinu og samtenging gæti vissulega verði gagnleg í læknisfræði- legu skyni en vandasamar spurningar risu um vemd persónupplýsinga. Nú nokkmm árum síðar má lesa í framvarpi heilbrigðisráðherra kafla sem gæti alveg eins verið úr visinda- skáldsögu: „Starfsleyfishafí gæti þannig sett saman gagnagrann, sem t.d. hefði að geyma allar aðgengilegar upplýsingar síðustu tveggja til þriggja áratuga úr íslensku heilbrigð- iskerfi í ónafngreindu formi og síðan safnað til viðbótar upplýsingum úr heilbrigðiskerfinu um leið og þær verða til. Starfsleyfishafi myndi væntanlega ekki einvörðungu safna í gagnagranninn upplýsingum um sjúkdóma og heilsu heldur einnig um árangur af meðferð, aukaverkanir af meðferð og kostnað af meðferð. Enn- fremur upplýsingum um ættfræði þjóðarinnar og sameindaerfðafræði- legum upplýsingum um stóran hluta hennar." Ráðgert að 400 manns muni vinna að söfnun upplýsinganna, skráningu og starfrækslu gagnabankans. Þarna er áformað svo stórkostlegt samsafn upplýsinga á einn stað að allt það sem tölvunefnd hefur verið verið að fást við undanfarin ár verða smámunir í samanburði. Það er ástæða til að staldra fyrst við vinnubrögðin við gerð framvarps- ins. Framvarpið er samið í heilbrigð- isráðuneytinu og kemur eins og skrattinn úr sauðarleggnum án þess að fram fari víðtækt samráð og um- ræða í þjóðfélaginu. Slíkt hlýtur þó að teljast eðlilegt þegar um jafn þýð- ingarmikið mál er að ræða og þetta. Þessi vinnubrögð era reyndar alls ekki einsdæmi við íslenska lagasetn- ingu heldur miklu frekar reglan. Það er að segja að fullbúið frumvarp er lagt fram á Alþingi án þess að þar sé í athugasemdum eða fylgigögnum að finna lýsingu á þeim kostum sem til greina hafi komið. Þar með er um- ræðan strax sett í ákveðinn farveg sem erfitt er að komast út úr. Ríkis- stjómin er búin að binda sig við ákveðna lausn og Alþingi getur ekki gert annað en krakkað í smáatriði. Hinar pólitísku ákvarðanir um meg- inatriði löggjafar era því teknar inni í ráðuneytunum, ef þær eru þá teknar þar, án þess að opinber umræða fari fram um þá kosti sem til greina hafi komið og val á leiðum. Norsk skýrsla Lögfræðingar þekkja að öðravísi er staðið að málum í nágrannalönd- um. Þegar að því kemur að setja lög um mikilvæga málaflokka er fyrst skipuð nefnd sérfræðinga úr ýmsum áttum. Henni er falið að gera skýrslu um málefnið, löggjöf hjá öðram þjóð- um, helstu vandamái sem tengjast lagasetningunni, markmið og leiðir. Sem nærtækt dæmi má nefna Norg- es offentlige udredningar (NOU) 1997:26, Tilgang til helseregistre (sem hægt er að kynna sér á slóðinni http://odin.dep.no/nou/1997-26). Slík skýrsla getur svo þjónað sem mikil- væg leiðsögn við opinbera umræðu og fyrir þingmenn þegar þeir, sem fulltrúar þjóðarinnar, gera upp hug sinn um það hvort ráða eigi sameigin- legum málefnum til lykta með þeim hætti sem framlagt frumvarp gerir ráð fyrir. Framvarp heilbrigðisráðherra geymir hins vegar ítarlega útfærða lausn á því hvernig eigi að haga lög- gjöf á þessu sviði, sniðna að þörfum eins fyrirtækis. Athugasemdimar með frumvarpinu era svo allar í því skyni að réttlæta þessa lausn. Al- menningi og þingmönnum er því á engan hátt hjálpað til að móta sér sjálfstæða skoðun eða fara yfir það hvort sú leið sem valin var hafi verið sú heppilegasta. En eiga þessir ekki heimtingu á því að þegar um jafn- stórt mál er að ræða og þetta láti stjórnvöld í té rækilegar upplýsingar um hvaða markmiðum sé verið að þjóna með framvarpinu, hvaða leiðir hafi verið færar, meðal annars með samanburði við önnur lönd, og hvers vegna þessi leið varð fyrir valinu fremur en önnur? Nefna má 28. gr. nýgerðs sáttmála Evrópuráðsins um mannréttindi og líflækningar sem undirritaður var fyrir ári síðan, 4. apríl 1997. Þar segir að aðildarríkin skuli sjá til þess að fram fari viðeig- andi opinber umræða um grundvall- arspurningar sem rísa vegna þróunar líffræði og læknisfræði einkum í ljósi læknisfræðilegra, félagsfræðilegra, efnahagslegra, siðferðilegra og laga- legra áhrifa. Við þetta bætist auðvitað að fram- varpið er samið í mikilli skyndingu og þrýstingur er á þingið að afgreiða það fyrir sumarið. Þannig kom fram hjá Guðmundi Björnssyni, formanni Læknafélags Islands, í Morgunblaðinu síðastlið- inn fimmtudag að hann hafi fengið framvarpið sent á faxi og fengið einn dag til að gera athuga- semdir! Það er vonandi að hann hafi ekki verið mjög upptekinn þann daginn. Fram hefur ktjmið hjá Kára Stefánssyni, forstjóra íslenskr- ar erfðagreiningar ehf., að „eftir tíu til 15 ár verði búið að finna alla þessa erfðavísa" eins og hann orðar það í Morgunblaðinu í gær. Miklu máli skipti að fyrirtækið geti hafist handa sem fyrst. Þetta er auðvitað mat helsta hagsmunaaðilans í málinu sem stjórnvöld geta ekki gert að sínu án nánari skoðunar. Og jafnvel þótt rétt væri að annaðhvort þyrfti að setja lögin í hvelli eða sleppa þvi, er það nægileg ástæða til að una því að nauðsynleg opinber umræða og sam- ráð fari ekki fram? En þótt finna megi að aðferðafræð- inni við frumvarpssmíðina er ekki þar með sagt að efni þess sé athugavert. Eins og fram kemur í NOU 1997:26 er almennt talað þörf á aukinni skráningu heilbrigðisupplýsinga vegna vísindarannsókna og eftirlits og stjórnunarhlutverks yfirvalda. Vísindarannsóknir era auðvitað ekki eingöngu læknisfræðilegar heldur einnig til dæmis félagsfræðilegar. Það er því engin ástæða til að draga í efa að almannahagsmunir mæli með því að upplýsingar um heilbrigðis- kerfið, nýtingu fjármuna, tíðni sjúk- dóma og þess háttar séu almennt að- gengilegri en verið hefur að því gefnu að tryggt sé meðal annars öryggi gagna, áreiðanleiki og persónuvernd. Eðlilegt verkefni ríkisins? Hver á að sjá um skráninguna? I norsku skýrslunni er ekki annað ráð- gert en það sé hið opinbera eða stofn- anir á vegum þess og af henni má ráða að það sama eigi við annars stað- ar á Norðurlöndum. Við skulum samt ekki draga af því aðrar ályktanir en þær að vert væri að ræða þann kost að ríkið annist skráninguna. I frum- varpi heilbrigðisráðherra er hins veg- ar gert ráð fyrir að einkaaðilar fái starfsleyfi til slíkrar skráningar en skráningin fari ekki fram á vegum ríkisins. Ennfremur er gert ráð fyrir heimild til ráðherra til að veita einum aðila einkaleyfi til allt að tólf ára til skráningar af þessu tagi. Fram kem- ur í athugasemdum með frumvarpinu að hugmyndin er sú að Islensk erfða- greining ehf. fái slíkt sérleyfi. Það sem mælir með því að ríkið annist skráninguna er auðvitað að heilbrigðisþjónustan er ríkisrekin og söfnun upplýsinga um sjúkdóma og heilbrigðismál er eitt af verkefnum ríkisins. Einnig er þá hægur vandinn að tryggja jafnan aðgang að upplýs- ingunum og vernd persónuupplýsinga. Segja má að með skilmálum fyrir starfsleyfi og ströngu eftirliti ríkisins megi tryggja nægilega að ofangreind: um verkefnum ríkisins' sé sinnt. í frumvarpinu er þannig ráðgert að ráðherra geti bundið leyfi skilyrði „um aðgang íslenskra heilbrigðisyfir- valda að gagnagranni leyfishafa til hagnýtingar innan heilbrigðiskerfís- ins á leyfistíma og eftir að leyfistíma lýkur“ (6. gr.). Öðra máli gegnir um aðgang annarra vísindamanna að upplýsingunum. Ekki er samkvæmt framvarpinu gert ráð fyrir að setja megi sem skilyrði fyrir skráningar- leyfi að veita beri almennan aðgang að gagnagrunninum. I 5. gr. laganna er tekið á rétti annarra vísindamanna en þeirra sem hafa starfsleyfi. Þar segir að heilbrigðisráðherra geti ákveðið að tiltekinn starfsleyfishafi hafí f tiltekinn tfma einn „leyfi til aðgangs að heilsufarsupplýsingum frá nánar tilgreindum aðilum til flutnings í gagnagrunn á heilbrigðissviði". Slíkt skuli þó „í engu takmarka aðgang að upplýsingum úr sjúkra- skrám, samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga, vegna vísindarannsókna." Nærtækast er að skilja þetta svo að aðrir vísindamenn mega áfram vinna upplýsingar úr sjúkraskrám en mega ekki koma sér upp eigin gagnagrunni (sem skilgreindur er í 2. gr. sem safn sjálfstæðra verka, gagna eða annars efnis er hefur að geyma heilsufars- upplýsingar og aðrar upplýsingar þeim tengdar sem komið er fyrir með skipulegum eða kerfisbundnum hætti og hægt er að komast í með rafræn- um aðferðum eða öðram hætti). Til ýmissa rannsókna þarf þá væntan- lega að leita á náðir Islenskrar erfða- Skortir svigrúm til opinberrar umræðu? greiningar ehf. Rétt er að geta þess að engin ákvæði era í frumvarpinu um hvaða gjald fyrirtækið megi taka fyrir að veita öðram aðgang að upp- lýsingum sínum né skyldu til að láta upplýsingar af hendi við aðra en rík- ið. Ennfremur vakna spumingar um hvort skráning Hjartavemdar og Krabbameinsfélagsins fái staðist verði lögin samþykkt og einkaleyfi veitt á granni þeirra. Kostnaðurinn í athugasemdum með framvarpinu kemm’ fram að rökin íyrir því að ríkið annist ekld þessa upplýsingasöfnun séu þau að kostnaðurinn sé svo mikill. „Það er ljóst að það myndi kosta gífur- legt fé að hrinda því í framkvæmd og þeir fjármunir yrðu þá ekki til ráðstöf- unar til annarra þátta heilbrigðisþjón- ustunnar," segir í athugasemdunum. Fram hefur komið að kostnaðurinn sé áætlaður 12 milljai’ðar. Rétt er þó að benda á að þær tölur koma frá ís- lenskri erfðagreiningu ehf. og miðast þá við að sett sé upp kerfi sem hentar því fyrirtæki. En er víst að kerfi sem þjónaði almannaþörfum fyrst og fremst myndi kosta jafn mikið? Framvarpið gerir ráð fyrir að starfsleyfishafi megi veita beinlínuað- gang að gagnagranninum til dæmis til lyfjafyrirtækja og er ekki annað að skilja á forstjóra Islenskrar erfða- greiningar en selja eigi þennan að- gang. Stjórn siðfræðiráðs lækna hef- ur varpað fram þeirri spurningu hvort það sé yfirleitt rétt að selja með þessum hætti aðgang að persónuupp- lýsingum. Það er vissulega spurning en frá öðram sjónarhóli mætti líka spyrja hvort ekki sé þá rétt að ein- staklingarnir eigi þess kost að veita samþykki fyrir skráningunni í gagna- granninn og fá í staðinn greitt fyrir? Þannig myndu gallharðir hagfræð- ingar að minnsta kosti spyrja. En eins og tölvunefnd hefur bent á era engin ákvæði í framvarpinu um sam- þykki einstaklinga fyrir skráningunni og eðlilegt að álykta að lögin yrðu túlkuð þannig að þau vikju til hliðar ákvæðum nýsamþykktra laga um réttindi sjúklinga um þetta efni. Endurgjaldslaus afhending auðlindar En jafnvel þótt eðlilegt teldist að veita sérleyfi af þessu tagi einum að- ila í allt að tólf ár má spyrja hvort hagsmuna almennings sé nógu vel gætt í útfærslu frumvarpsins á því fyrirkomulagi? í raun og veru er ver- ið að veita einum aðila einkarétt á að nýta sameiginlega auðlind þjóðarinn- ar, sem er fólgin í smæð hennar, eins- leitni og því að miklar upplýsingar N afnleyndarkerfi fyrir gagnagrunn IE ÍSLENSK erfðagreining hefur lagt gmnn að nafnleyndarkerfí fyrir gagnagrunn á heilbrigðis- sviði og fylgir tillaga fyrirtækis- ins hér á eftir: Gagnagrunnur þessi mun inni- halda upplýsingar um ættfræði, erfðafræði, heilsufar og kostnað- artölur. Tilgangur þessa gagna- grunns er að nota hann til að öðl- ast þekkingu og skilning á sjúk- dómum og heppilegustu meðferð þeirra á þjóðfélagslegum grunni en ekki til þess að fá upplýsingar um sjúkdómsástand tiltekinna einstaklinga. Engu að síður er nauðsynlegt að upplýsingarnar í grunninum séu ekki einungis safntölur heldur geymdar í sínum frumeiningum þannig að hægt sé að tengja upplýsingar frá tiltekn- um einstakling saman. Þar af leiðandi er nauðsynlegt að geyma gögnin á dulkóðuðu formi. Fyrirhugaður grunnur sker sig úr Mikilvægt er að nafnleynd sé tryggð á sem bestan hátt. Víða erlendis eru til sambærilegir gagnagrunnar með heilsufars- upplýsingum sem geymdar eru með dulkóðuðum persónunúmer- um. Fyrirhugaður gagnagrunnur ÍE sker sig úr frá sambærilegum erlendum grunnum á þann hátt að hann kemur til með að inni- halda ítarlegar ættfræðiupplýs- ingar auk erfðafræðiupplýsinga. Þetta eru einmitt þeir þættir sem koma til með að gefa aukna vit- neskju um hcgðun sjúkdóma. I meginatriðum byggist kerfið á eftirfarandi: 1. Ejölþættri dulkóðun. 2. Aðskilnaði gagna. 3. Vel skilgreindum aðgangs- heimildum. 4. Öflugu eftirlitskerfi með notk- un gagnagrunnsins. 5. Viðurkenndum og merktum hugbúnaði. Sérstök dulkóðunarstofnun sæi um að afmá persónuupplýsingar af gögnum sem henni bærust frá heilbrigðisstofnunum, t.d. frá spítulum eða heilsugæslum. Þessi gögn færu frá þeirri stofnun til IE. IE dulkóðar svo gögnin á sinn eigin hátt þannig að ekki sé mögulegt fyrir neina aðila að beita dulkóðunarstofnunina þrýstingi til þess að afhjúpa nafn- leyndina. Mikilvægt er að gagnasafnið verður hvergi til í heild sinni nema hjá IE, og þar á dulkóðuðu formi. Hver utanaðkomandi heil- brigðisstofnun kemur til með hafa gagnabanka sem inniheldur gögn tengd viðkomandi stofnun en þau sameinast ekki gögnum frá öðrum stofnunum fyrr en hjá ÍE. Auk persónutengsla verða dulkóðaðar allar upplýsingar sem tengja gögn við lækna. Ættfræðigrunnur í höndum ábyrgra aðila Nafntengdur ættfræðigrunnur verður í höndum ábyrgra aðila, óháðum ÍE. Ættargrunnurinn verður læstur og einungis læsi- legur með sértilgerðu forriti. Ættfræðigögn munu svo berast IE á sama hátt og heilsufarsgögn, þ.e. í gegnum dulkóðunarstofn- unina. Mikilvægustu þættirnir í nafn- leyndarkerfínu yrðu vel skil- greindar aðgangsheimildir og ör- uggt eftirlitskerfi með notkun gagnagrunnsins. Aðgangur að dulkóðuðum persónunúmerum í kerfi ÍE væri aðeins á færi fárra vel skilgreindra aðila. Rannsóknaraðilar, sem ynnu með kerfið, þyrftu t.d. ekki að sjá hin eiginlegu persónunúmer IE heldur þess í stað auknefni (alias) þeirra. Auknefnin gætu verið mis- munandi eftir því um hvaða rann- sóknaraðila væri að ræða. Mögu- legt væri að fylgjast með óeðli- legri notkun gagnagrunnsins með því að skrá notkun á gögnum og viðkomandi beitingu þeirra. Til þess að tryggja fyllsta ör- yggi mætti einnig hafa eftirlits- aðila sem yfirfæri allan þann hugbúnað sem notaður væri til vinnslu á gögnunum í gagna- grunni ÍE og til samskipta við ÍE. Mögulegt væri að merkja þann hugbúnað á rafrænan hátt þannig að hver notandi gæti stað- fest að um réttan hugbúnað væri að ræða. liggja fyrir um ættir og skyldleika. Kæmi ekki til greina að bjóða upp réttinn til að nýta þessa auðlind og reyna þannig að fénýta hana í þágu alls almennings í stað þess að af- henda hana einu fyrirtæki endur- gjaldslaust? í 3. gr. framvarpsins segir nefnilega að heilbrigðisráðherra geti ákveðið gjald er greiða skuli fyrir veitingu starfsleyfis til að „mæta kostnaði við undirbúning og útgáfu leyfis". Og í athugasemdum er árétt- að að þarna sé ekki um tekjuöflun fyrir ríkissjóð að ræða. Af hverju ekki? Það blasir við að engin leið er að meta á þessu stigi hversu verð- mætur þessi gagnagrunnur verður þegar fram líða stundir. Væri ekki ástæða til að hafa einhvern varnagla um að sameiginlegur sjóður lands- manna geti fénýtt sér þessa auðlind meðal annars í ljósi þess að enginn veit hvaða auður kann að leynast þarna? Eins og frumvarpið er úr garði gert vekur það líka spurningar um hvort þama sé ekki verið að afhenda auðlind fyrir fullt og allt. Eftir að einkaréttartímabili lýkur, sem getur varað í allt að tólf ár, geta aðrir vissu- lega róið á sömu mið að minnsta kosti svo fremi sem einkaleyfið sé eklri fi’amlengt. Þeir era hins vegar auð- vitað í vonlausri aðstöðu til að keppa við fyrirtækið. Það hefur að einka- réttartíma loknum engar skyldur til að afhenda öðrum, hvorki einkaaðil- um né rílrinu gagnagranninn. Hverj- um dytti í hug að fara að leggja út í mikinn kostnað við að búa til gagna- grunn sem þegar er fyrir hendi ann- ars staðar og ekki er hægt að setja upp nema í nánu samstarfí við stjóm- völd? Leiða má líkur að því, þótt ann- að megi ráða af greinar- gerð með framvarpinu, að gagnagrunnurinn teldist eign fyrirtækisins sem nyti verndar stjórnar- skrárinnar og mannrétt- indasáttmála Evrópu sem ............. ekki mætti skerða nema fullar bætur kæmu fyrir. fslenskt fyrirtæki? Heilbrigðisráðherra hefur lagt áherslu á að gagnagrunnurinn verði í höndum íslenskra aðila og í athuga- semdum með frumvarpinu segir að „fjöldi hámenntaðs fólks“ geti fengið vinnu við starfræksluna. En era ein- hverjar raunverulegar tryggingar fyrir því að fyrirtækið komist ekki al- farið í eigu erlendra aðila? Segir skil- yrði 3. gr. frumvarpsins um að starfs- leyfishafi sé íslenskur lögaðili nokkuð annað en það að um sé að ræða fyrir- tæki (þess vegna dótturfyrirtæki er- Leggja þarf áherslu á varúðarráð- stafanir lends íyrirtækis) sem skráð sé hér á landi? Fræðilega séð er ekki hægt að útiloka að allar mikilvægustu upplýs- ingar um sjúkdóma, ætterni íslend- inga og erfðasamsetningu verði komnar í einkaeigu erlends stórfyrir- tækis eftir nokkur ár og því verði ekki breytt nema Islendingar greiði miklar bætur fyrir. Væri ekki ástæða til að setja það sem skilyrði starfsleyfis að íslenska ríkið gæti hvenær sem er að loknu einkaréttartímabili slegið eign sinni á gagnagrunninn gegn því til dæmis að greiða sannanlegan kostnað sem starfsleyfishafi hafi haft af því að koma grunninum á stofn að frádregn- um tekjum? Þá þyrfti jafnframt að huga að skyldu starfsleyfishafa til að viðhalda granninum eða jafnvel afhenda ríkinu reglulega afrit af honum í tryggingar- skyni. Það er nefnilega eklri ósenni- legt að þegar fram líða stundir verði gagnagrunnurinn ómissandi stjóm- tæki í íslenskri heilbrigðisþjónustu og lykillinn að margháttuðum vísinda- rannsóknum. Það er eins gott að huga að þessum atriðum fyrirfram því þegar starfsleyfið hefur verið gef- ið út má líta á það sem samning sem ekki verður breytt einhliða. Til hvers dulkóðun? Umræðan undanfarna daga hefur snúist um vemd persónuupplýsing- anna sem verða í gagnagrunninum. Það er engin ástæða til að draga í efa að tæknilega sé hægt að búa svo um hnútana að upplýsingar í grunninum verði ekki raktar til einstaklinga, að minnsta kosti ekki nema einn og sami aðilinn hafi aðgang að upplýsingum úr grunninum og dulkóðunarlykli sem verður geymdur væntanlega hjá opinberam aðilum. Það er auðvitað mjög sennilega hægt að ganga svo frá að persónuvernd sé í sjálfu sér nægi- lega tryggð. En hugum þá að annarri hlið málsins. Til stendur að í gagna- grunninum megi tengja saman erfða- fræði-, ættfræði- og heilsufarsupplýs- ingar. Væntanlega verða einhverjar upplýsingar um aldur viðkomandi. Eru þetta ekki það ítarlegar upplýs- ingar í litlu samfélagi að yfirleitt megi finna út hver viðkomandi ein- staklingur sé? (Era til dæmis margir Islendingar sem era 56 ára, eiga eng- in systkini, kvæntir konu sem er 46 ára, eiga tvo syni, sem era 22 og 26 ára, hafa þrisvar sinnum farið í áfengismeðferð, tvisvar farið í kransæðaaðgerð o.s.frv...?) Þetta er ekki sagt til að vekja tor- tryggni heldur benda á að sama hversu dulkóðunin verður rækileg og þótt tölvunefnd sé falið eftirlit með henni þá verður eðli gagnagrannsins þannig að spyrja má hvort dulkóðun- in hafi mikið að segja. Að minnsta kosti er fyllsta ástæða til að grípa til allra hugsanlegra varúðarráðstaftia við meðhöndlun á upplýsingunum í gagnagranninum jafnvel eftir að þær hafa verið dulkóðaðar. Sýnist ekki skipta máli í því sambandi þótt reynt sé í framvarpinu að skilgreina sig fram hjá vandanum í 2. gr. með því að segja að upplýsingar í gagnagrannin- um séu ekki persónupplýsingar í skilningi laganna. Frelsi vísinda og jafnrétti Yfirleitt eru lög almenns eðlis en beinast ekki að einum aðila. Það er þó ekki undantekningarlaust sbr. til dæmis lög sem sett hafa verið í tengslum við samn- inga um stóriðju. Þótt framvarp heilbi’igðisráð- hei’ra sé að formi til al- menns eðlis þarf ekki að leita lengra en í athuga- semdir með því til að sjá að það er sniðið að þörfum eins fyrirtækis. Frumvarpið gerir því óumdeilanlega ráð fyrir að veita einum aðila forskot á aðra og jafnvel takmarka frelsi til vísindarannsókna í þágu viðskipta- hagsmuna þess fyrirtækis. Þetta vek- ur auðvitað ýmsar spurningar í ljósi alþjóðasamþykkta og stjórnarskrárá- kvæða um fi-elsi vísinda og jafnrétti fyrir lögum. í landi eins og okkar þar sem ekki er stjómlagadómstóll, sem leggur mat á lög áður en þau ganga í gildi, reynir auðvitað þeim mun meira á löggjafarvaldið að meta sjálft hvort nægilegt tillit sé tekið tii þessara hagsmuna og réttinda. 'C < *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.