Morgunblaðið - 04.04.1998, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Er verslunar-
hyggjan orðin
einráð?
— /
„Egget skrifað það sem mér dettur í
hug. Allt hringsnýst í kollinum á mér.
Er eitthvað sem mér hefur aldrei verið
leyft að segja? Á ég að létta á hjarta
mmu
?“
Jan Henrik Swahn
SÆNSKA tímaritið
BLM er meðal helstu
bókmenntatímarita á
Norðurlöndum og hef-
ur tekið ýmsum breyt-
ingum að undanförnu. Aberandi
er sú viðleitni að endurnýja rit-
ið.
Nýr ritstjóri BLM, Jan Hen-
rik Swahn, skrifar leiðara í 1.
tölublað 1998 sem er ekki aðeins
ábending um ágæti efnisvalsins
heldur að því er virðist þörf
ádrepa.
Swahn segir um leiðarann að
hann sé fýrsti textinn á tólf ára
blaðamennskuferli sínum sem
hann skrifi án
VIÐHORF
Eftir Jóhann
Hjálmarsson
þess að þurfa
að fá einhvern
til að lesa yfir
og samþykkja
hann: „Eg get
skrifað það sem mér dettur í
hug. Allt hringsnýst í kollinum á
mér. Er eitthvað sem mér hefur
aldrei verið leyft að segja? A ég
að létta á hjarta mínu?“
Swahn fínnur að því í leiðar-
anum hve lítið fari fyrir bók-
menntaskrifum í sænskum dag-
blöðum, einkum stórblaðinu
Dagens Nyheter sem sækist
meira eftir almennum umræðu-
greinum, félagslegri og menn-
ingarlegri umfjöllun, málfrelsis-
greinum og pólitík á kostnað
bókmenntanna. Swahn líst eng-
an veginn á að bókmenntir séu
settar til hliðar í dagblöðum.
Kannski er Swahn óþarflega
svartsýnn því að þótt greina
megi að bókmenntaumíjöllunin
sé minni í dagblöðunum en til
dæmis þegar Olof Lagercrantz
var ritstjóri Dagens Nyheter má
alltaf öðru hverju rekast á mjög
gott bókmenntaefni þar og í
Svenska Dagbladet og fleiri
blöpum.
Eg kann aftur á móti að segja
frá fremur Ijótu dæmi um áhuga
Dagens Nyheter á íslenskri
menningarumræðu. Fyrir
nokkrum árum var send hingað
blaðakona frá Dagens Nyheter í
því skyni að segja frá háværum
deilum sem áttu að geisa í reyk-
vísku blöðunum vegna skiptra
skoðana um takmark menning-
arumræðunnar og aðferðir við
að tjá sig, jafnvel einstakar per-
sónur. Þegar hringt var til mín
frá Dagens Nyheter og ég
spurður um þetta „eldfima" efni
kom ég að mestu af fjöllum. Eg
spurði hvaðan upplýsingarnar
kæmu um íslenska „menningar-
stríðið“ og fékk það svar að
heimildarmenn væru „bók-
menntafólk í Uppsölum".
Þegar blaðakonan tók mig tali
ræddi ég einkum við hana um ís-
lenska rithöfunda og hvað þeir
væru að fást við og freistaði
þess að eyða misskilningi henn-
ar og drepa samsæriskenning-
um á dreif. Hún náði aftur á
móti í fólk hér sem gaf nógu
mikið í skyn til þess að unnt
væri fyrir hana að gera sér mat
úr því.
Þegar ég loksins fékk að sjá
greinina, árangur þeirrar ferðar
sem Dagens Nyheter kostaði til
Islands, var hún í styttra lagi og
aðeins ein setning um bók-
menntirnar, hitt var að mestu
leyti af því tagi sem þykir að
vísu gjaldgengt manna á milli
þegar önnur umræðuefni skort-
ir. I bréfi til mín frá blaðakon-
unni var ljóst að hún var sjálf
miður sín eftir að yfirmenn
hennar á menningamtstjórn
Dagens Nyheter höfðu klippt
greinina og skorið og sniðið
hana eftir sínu höfði.
En ég þekki dálítið til á er-
lendum blöðum og veit að vinnu-
brögðin þar eru ekki öll upp á
marga fiska. Til dæmis skildi ég
eftir að hafa lesið minningar
Olofs Lagercrantz að þeir
mörgu róttæku vinstrimenn sem
hann safnaði kringum sig og
settu mestan svip á blaðið lengi
og gera sumir enn voru að
minnsta kosti að töluverðum
hluta mótleikur hans gegn hin-
um efnuðu hægrimönnum sem
eiga blaðið og vildu ráða ferð-
inni.
Það er mikið rætt um menn-
inguna sem verslunarvöru og
ákaft fundið að slíkum sjónar-
miðum, ekki síst í tímaritum
eins og BLM. Einn þeirra sem
taka þetta efni til umfjöllunar í
viðkomandi tölublaði BLM er
norski rithöfundurinn Dag Sol-
stad sem hefur m.a. fengið Bók-
menntaverðlaun Norðurlanda-
ráðs og er meðal kunnari rithöf-
unda Norðmanna.
Upphafsorð greinar Solstads,
Um skáldsöguna, vöktu athygli
mína og hljóta að vekja athygli
annarra: „Ég get bara viður-
kennt: Ég er í miklum vandræð-
um með að segja eitthvað af viti
um það efni sem ég hef verið
beðinn að tala um og tekið að
mér að gera. Ég vil bara segja
það að ég hef lítið sem ekki neitt
að segja um skáldsöguna og
þrátt fyrir það að ég hafi fengist
við að skrifa skáldsögur og velta
fyrir mér í hverju það fælist í
meir en þrjátíu ár.“
Að mati Dags Solstad hefur
verslunarhyggjan orðið einráð,
tekið völdin af andlegu lífi Evr-
ópu. Síðastliðin þrjátíu ár hefur
þetta gerst þegjandi og hljóða-
laus og án mótstöðu, telur Sol-
stad: „List verslunai-mennsk-
unnar hefur náð að drottna og
hefur breytt upplýstu menning-
arfólki í neytendur.“
Sjálfur kvartar Dag Solstad
yfir því að fólk (neytendurnir)
skilji ekki bækur sínar. Hann
hefur þá tilfinningu að hann
skrifi fyrir tómið, að hann eigi
alls ekki neina lesendur heldur
óhamingjusmama neytendur.
Solstad kvartar yfir því að fá
lítil sem engin viðbrögð frá les-
endum sínum þótt hann sé alls
ekki meðal þeirra rithöfunda
sem þurfi að harma að bækur
hans liggi óseldar í bókabúðum.
Augljóst er þó að hann vakti
meiri athygli áður fyrr þegar
hann var uppreisnargjarnari og
beittari. Kannski má skýra
vandamál hans þannig að les-
endur fyrri bóka sem margir
voru jafnaldrar hans og sam-
herjar séu hættir að lesa bækur
og orðnir háðir verslunarsamfé-
laginu, keppninni um afkomuna
og lífsgæðin. Bækur breyta ekki
lífi þess fólks, að minnsta kosti
ekki úr þessu.
Vef mig vængj-
um þínum
Jesús er Guð þinn,
því aldrei skalt gleyma.
Hann gengur við hlið þér
ogleiðaþigvill.
Þú eilífa lífið,
átt honum að þakka,
hann sigraði dauðann
og lífið gaf þér.
Guðs son á himni
núvakirþéryfir.
Hann gleymir ei bæn þinni
hver sem hún er.
Líf mitt sé falið þér,
eilífi faðir.
Faðminum þínum ég hvfla vil í.
Hvað er betra en fá
að hvfla í örmum Jesú,
vera eins og umvafinn vængjum
engla hans?
Er nokkuð dýrmætara en að geta
lagt sig og þá sem manni eru kærir
og þau málefni sem okkur snerta og
á okkur hvíla í hendur kærieiksríks
og almáttugs Guðs fóður skapara
okkar, sem lætur sér annt um okk-
ur?
Hann kom til okkar í syni sínum
Jesú Kristi til þess að frelsa okkur
mennina frá synd og dauða með því
að taka á sig misgjörðir okkar og
syndir, til þess að við réttlættumst
og yrðum hrein frammi fyrir honum
og eignuðumst líf um alla eilífð í
hans nafni.
Biðjum og þökkum
Það er hverjum manni hollt og
ætti að vera ljúft að biðja fyrir ná-
unga sínum og málefnum sem hann
snerta eða þjóðfélag okkar eða
heimsbyggðina á einn eða annan
hátt.
Þá er mikilvægt að við gleymum
ekki að þakka Guði fyrir alla hluti,
því það er vilji hans með okkur í
Kristi Jesú.
Stuttur lestur úr Biblíunni og
stutt bæn kvölds og morgna eða
hvenær dagsins sem hentar getur
ekki gert okkur annað en gott. Slík
guðrækni iðkuð á heimilum eða
annars staðar af einstaklingi eða í
hóp getur gefið okkur ferskan og
djúpan andardrátt til að lifa lífinu
og takast á við amstur daganna.
Með því að biðja til Guðs getum
við létt áhyggjum af
okkur. Fáum Guð sjálf-
an til að bera áhyggj-
urnar með okkur. Þú
einn veist hvað á þér
hvílir. Komdu orðum að
því í bæn til Guðs.
Þannig hreinsum við
hugann. Felum Guði líf
okkar allt í því trausti
að hann muni vel fyrir
sjá.
Stutt bænavers
Einnig er gott að
lesa eða fara með stutt
bænavers eða sálma
sem aðrir hafa samið og
gera þá að bænum okk-
ar. Saminn hefur verið fjöldi inni-
haldsríkra bæna og sálma sem fylgt
hefur þjóð okkar jafnvel í margar
aldir og margar kynslóðir hafa
kunnað og kennt. Leiðandi bænir og
sálmar sem gott er að hugleiða og
Bænin má aldrei bresta
þig. Sigurbjörn Þor-
kelsson segir hverjum
manni holt að biðja fyr-
ir náunga sínum.
gera að sínum. Þá eru slík bæna-
vers upplagður farvegur til að orða
bænir frá eigin brjósti.
Bæn í einrúmi og með börnum
Til almáttugs Guðs getum við
leitað hvar og hvenær sem er.
I öllum kringumstæðum lífsins.
Ekkert er svo smátt að hann vilji
ekki taka á því með okkur og ekkert
svo stórt að hann ráði ekki við það.
Þau börn sem ekki venjast á það
að biðja með foreldrum sínum á
kvöldin eða öðrum tímum þegar
betur hentar fara ólýsanlega mikils
á mis. Þvílíkt slys. Varast skal þó að
hafa slíkar stundir of langar og alls
ekki má þrengja slíkum stundum
upp á börn.
Faðir vor
Hver kann ekki bænina, Faðir
vor, bænina sem Jesús kenndi læri-
sveinum sínum. Hún segir í raun-
inni allt sem segja þarf. Hún nær í
rauninni yfir allar þær bænir sem
við kunnum að vilja bera fram fyrir
Guð.
Signingin
Þá er gott að hefja hvern dag
með því að signa sig. Gera kross-
mark frá enni niður á brjóst og frá
öxl til axlar eins og mér var kennt
það. Við felum okkur þannig þríein-
um Guði föður, sonar og heilags
anda. Signingin er ekki marklaust
handapat eitthvað út í loftið heldur
sterkt tákn kristinna manna. Djúp
bæn án orða þar sem við viðurkenn-
um fyrir sjálfum okkur, náunga
okkar og Guði að við séum hans og
viljum fá að vera það áfram fyrir
kraft upprisu frelsarans okkar Jesú
Krists frá dauðum. Það er því
blessuð athöfn að signa sig bæði að
morgni og kvöldi og í rauninni
hvenær sem okkur þykir ástæða til.
I signingunni er fólgin áhrifamikil
bæn, vitnisburður og trúarjátning.
Heimilisguðrækni
Mætti guðrækni einstaklinga og í
hópum aukast og efiast nú þegar
brátt verða 1000 ár frá því við bless-
unarlega tókum kristinn sið og trú á
hinn krossfesta og upprisna frelsara
manna Jesú Krist. Mættum við
hljóta þá náð að þiggja þá blessun
sem borist hefur okkur frá fyrri
kynslóðum er við vorum færð Kristi
og fyrir okkur var beðið.
Mundi ekki líf okkar auðgast ef
við hvert fyrir sig tækjum upp á því
að leggja stund á að biðja fyrir okk-
ur sjálfum og hvert fyrir öðru?
Biðja fyrir þjóð okkar og þeim mál-
efnum sem okkur snerta og eru
kær.
Þær kynslóðir sem nú eru að
vaxa úr grasi og þær kynslóðir sem
vaxa fram á næstu öld mega ekki
verða af þeirri blessun að læra að
biðja til Guðs og finna það að fyrir
þeim sé beðið.
Bænin má aldrei bresta þig.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Gídeonfélagsins á íslandi og höf-
undiir nýiítkomimmr bænabókar:
Vefmig vængjum þínum.
Sigurbjörn
Þorkelsson
Skoðanakönnun
Fjarðarlistans
UNDANFARNAR
vikur og mánuði hefur
um allt land verið unn-
ið að því að sameina
krafta þeirra stjórn-
málaaíla sem leggja
áherslu á félagshyggju
og jafnrétti í reynd. í
hverju sveitarfélaginu
á fætur öðru hafa kom-
ið fram sameiginlegir
framboðslistar þessara
afla, sem þar með hafa
lagt til hliðar lítilsverð-
an ágreining um titt-
lingaskít en í staðinn
einbeitt sér að því sem
meira máli skiptir:
sameiginlegri lífsskoðun og samfé-
lagssýn.
Fyrirfram hefði mátt ætla að
Hafnfirðingar yrðu með í þessari
öflugu bylgju. En fáeinum flokks-
leiðtogum þar tókst að koma mál-
um þannig fyrir að úr því varð
ekki og í framhaldi af því ákvað
Alþýðuflokkurinn að efna til sér-
framboðs. Þau málalok urðu
mörgum bæjarbúum mikil von-
brigði, enda leikur ekki á því
neinn vafi að meðal al-
mennra kjósenda er
mikill og einlægur
áhugi á samstarfi og
síðan sameiningu
flokkanna.
Fjarðarlistinn er
sprottinn upp úr þess-
um vonbrigðum. Segja
má að hann hafi verið
stofnaður til að bjarga
einhverju af heiðri
Hafnfirðinga í samein-
ingarmálinu og bjóða
upp á nýjan vettvang
til að vinna því braut-
Kristján Bersi argengi. í þeim sam-
Ólafsson tökum sem hafa nú
verið stofnuð í þessu augnamiði
hafa tekið höndum saman óflokks-
bundnir einstaklingar, Alþýðu-
bandalagið í Hafnarfirði, hópur
kvenna úr Kvennalistanum og
margir félagar úr Alþýðuflokkn-
um, aðallega Jafnaðarmannafélag-
inu.
Skoðanakönnun um fólk á fram-
boðslista er liður í framboðsundir-
búningnum. Hún fer fram laugar-
daginn 4. apríl í Smiðjunni á
Strandgötu 50. Þangað er stuðn-
ingsfólk listans beðið að koma og
merkja við 6 nöfn (af 25 sem hafa
gefið kost á sér) sem það vill sjá
ofarlega á listanum. Niðurstaðan
er ekki bindandi, en á að geta orð-
ið mikilvægt hjálpartæki fyi'ir
kjörnefndina sem hefur það hlut-
verk að gera tillögur um skipan
listans.
Mér þykir rétt að minna á þessa
Ég hvet hafnfirskt
félagshyggjufólk,
segir Kristján Bersi
Olafsson, til að
taka þátt í skoðana-
könnuninni.
skoðanakönnun um leið og ég hvet
hafnfirskt félagshyggjufólk til að
taka þátt í henni. I henni felst
stuðningur við málstað Fjarðar-
listans, en stuðningur við hann er
um leið stuðningur við þann
draum að fyrr en síðar megi fé-
lagshyggjufólk bera gæfu til að
sameina kraftana í einni voldugri
fylkingu og hjálpast að við að
móta farsæla framtíð.
Höfundur er formaður stjórnar
Fjarðarlistans.