Morgunblaðið - 04.04.1998, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998 53
FRÍÐA
KRISTJÁNSDÓTTIR
+ Fríða Kristjáns-
dóttir fæddist í
Þórshöfn í Færeyjum
5. janúar 1917. Hún
lést á hjúkrunarheim-
ilinu Eir 12. mars síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Anna Soffía og Krist-
ján Michael Mikkel-
sen Á. Dunga. Systk-
ini hennar voru Anna
Kristína, f. 1918, d.
1986, Betty, f. 1920,
ída, f. 1922, og Niclas
Jóhann, f. 1925, d.
1987.
Fríða var tvígift. Sonur hennar
er Krislján, f. 1944, og fósturson-
ur er Tómas, f. 1937.
Fríða vann við ýmis þjónustu-
störf.
Útför Fríðu fór fram í kyrr-
þey.
Fríða móðursystir mín er látin
eftir margra ára erfið veikindi.
Fyrstu kynni mín af Fríðu
frænku voru þegar ég
sem stelpa fluttist til
Islands. Það er alltaf
erfitt að flytja á milli
landa og þurfa að yfir-
gefa ættingja og vini.
Fríða fyllti vel upp í
það skarð og naut ég
þess að vera vinkona
hennar og eina frænk-
an til margra ára. Gott
var að koma til Fríðu á
Hofteiginn og seinna á
Flókagötuna. Ófáar
ferðir voru farnar í
gömlu sundlaugarnar
og á eftir var boðið upp
á hressingu. Oft var bara farið í
heimsókn til að láta frænku sína
stjana svolítið við sig og jafnvel fá
að gista.
Fríða var stórglæsileg og svip-
mikil kona með stór blá augu sem
sögðu allt sem segja þurfti. Það var
eins gott að fara eftir því sem hún
sagði því annars horfði hún þannig á
mann að maður vissi á stundinni ef
henni mislíkaði eitthvað.
Aldrei gleymi ég jóla- og afmælis-
AÐÓLF
FRIÐFINNSSON
+ Aðólf Friðfinns-
son fæddist á
Skriðu í Hörgárdal í
Eyjafjarðarsýslu 6.
júlí 1911. Hann and-
aðist á Landspítalan-
um 27. mars síðastlið-
inn og fór útfór hans
fram frá Árbæjar-
kirkju 3. apríl.
A kerti mínu ég kveiki í dag
við krossmarkið helgi og friðar,
því tíminn mér virðist nú standa
í stað,
en stöðugt þó fram honum miðar.
Ég fínn það og veit að við erum
ei ein,
að almættið vakir oss yfir,
því ljósið á kertinu lifír.
Fið flöktandi loganna falla nú tár,
það flýr enginn sorgina lengi.
Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár
hún brýtur þá viðkvæmu strengi,
er blunda í hjarta og í brjósti hvers manns.
Nú birtir, og friður er yfír,
því ljósið á kertinu lifir.
Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör
sem gist hefur þjáning og pínu.
Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl,
sem eygir í hugskoti sínu,
að sorgina við getum virkjað til góðs,
í vanmætti sem er oss yfír,
ef ljósið á kertinu lifir.
(Kristján Stefánsson.)
Með þessu ljóði og örfáum orðum
vil ég þakka afa mínum allt það fal-
lega og góða sem hann skilur eftir í
hjarta mínu, minningar sem ég á
eftir að varðveita alla tíð.
Samviskusemin og snyrti-
mennskan var honum í blóð borin
svo og umhyggjusemin við sína nán-
ustu.
Afa og ömmu á ég margt að
þakka allt frá bamæsku til uppvaxt-
arára minna sem þykir of langt að
rekja hér.
Það mun verða ömmu erfitt að fá
ekki að sjá afa aftur í þessu lífi en
við sem eftir lifum uppfyllum auð-
vitað óskir hans og hugsum um
hana. Með þessum fátæklegu orð-
um kveð ég afa minn og bið guð að
varðveita hann og styrkja ömmu í
hennar miklu sorg.
Guði þakka ég fyrir að hafa gefið
mér besta afa í heimi. Blessuð sé
minning hans.
Georg.
Hratt flýgur stund!
Það var veturinn 1933-34, þegar
ég var einn aukavetur á Lauga-
skóla í Þingeyjarsýslu, að ég hitti
Hörgdælinginn Aðólf Friðfinnsson
frá Skriðu. Hann hafði þá ungur að
ámm sigrast á erfiðum
sjúkdómi og fengið
bata, sem entist hon-
um fram á elliár. Við
stofnuðum fljótlega til
kunningsskapar, sem
síðar leiddi til vináttu
sem staðið hefur fram
á þennan dag. Ekki
voram við þó líkir að
upplagi. Addi var ein-
staklega vandvirkur og
mikill hagleiksmaður,
sem skilaði aldrei frá
sér verki öðmvísi en
trautt væri að finna
þar missmíð á. Eg er
aftrn- á móti göslari sem hef lagt
meiri áherslu á að ljúka verkinu,
þótt það kæmi þá niður á gæðun-
um. Einhvem samhljóm höfum við
þó fundið hvor hjá öðmm, því ann-
ars hefði vináttan tæpast staðið
tímans tönn í sextíu og fjögur ár
eins og þó varð raunin á. Eg get
því ekki látið hjá h'ða að minnast
þessa góða drengs að dagsverki
loknu með nokkram fátæklegum
orðum. Leiðir okkar lágu alltaf
saman, fyrst úr sveitinni til Akur-
eyrar og síðar frá Akureyri til
Reykjavíkur. Ég vil minnast með
þakklæti allra samverastunda okk-
ar fyrr og síðar og ég vil þakka vin-
áttu þína sem hefur verið mér dýr-
mætt veganesti gegnum árin. Nú
þegar leiðir skilur að sinni mun ég
ylja mér við minninguna um sam-
skipti okkar, sem mér finnst nú að
aldrei hafi borið skugga á, þótt þau
hafi ekki alltaf verið hnökralaus,
sem ekki er hægt að búast við á
langri samfylgd. Það er ekkert eft-
ir í minningunni nema þakklæti
fyrir órjúfanlega vináttu þína, sem
mun ylja mér það sem ég á eftir á
þessu tilverastigi. Ég trúi á endur-
fundi, en ekki meir um það, allt
hefur sinn tilgang. Ég læt hér stað-
ar numið með virðingu og þökk
fyrir að hafa átt samleið með þér.
Didda mín, við hjónin sendum
þér og fjölskyldu þinni okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Höskuldur Egilsson.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
gjöfunum frá henni því það vora oft-
ast stóra pakkarnir, bæði harðir og
mjúkir.
Þegar farið var með henni í bæinn
varð að klæða sig upp, því sjálf var
hún alltaf mjög fín. Ef hún var með
hattinn þýddi nú lítið að vera bara í
hversdagsfótum. Þessar ferðir era
mér ógleymanlegar vegna þess að
enga konu hef ég hitt enn sem ber
hatt jafn glæsilega og hún gerði.
Mikið var ég stolt af frænku minni.
Þegar ég var unglingur átti Fríða
svarta Bjöllu og síðar lítinn Daf.
Hún hafði ekki mikla reynslu í
akstri og þáði að hafa hjálparmann.
Auðvitað var ég til í að fara með
henni því oft var komið við á Hjarð-
arhaganum á heimleiðinni til að fá
sér ís. Ég veit að heima hjá mér
voru allir mjög fegnir þegar við
komum til baka, vegna þess að
stundum voru þessar ferðir okkar
skrautlegar og ýmislegt kom upp á
sem við Fríða mín vitum einar, en
hún var ekki besti ökumaðurinn í
bænum.
Ferð okkar til Færeyja að halda
upp á áttræðisafmæli afa verður
ávallt minnisstæð. Þá voru Dunga-
systkinin öll upp á sitt besta og syst-
urnar frá Islandi gerðu sitt til þess
að afmælisveislan varð ein sú mesta
sem haldin hefur verið í fjölskyld-
unni. Enn þann dag í dag þegar
komið er til Færeyja er talað um
hve stórglæsileg hún var og
skemmtileg. Það má segja mér að
Fríða hafi stjórnað ýmsu í þessari
ferð, a.m.k. man ég eftir því að oft
heyrðist hátt og vel í Fyíðu minni,
bæði á færeysku og íslensku við
undirbúninginn. Fríða talaði ágæta
íslensku en þó vora það nokkur orð
sem hún sagði með blönduðum
hreim sem við hin gerðum óspart
góðlátlegt grín að. Þessi orð era í
dag notuð innan fjölskyldunnar við
sérstök tækifæri og borin fram eins
og hún gerði.
Fríða mín, ég hefði viljað íylgja
þér síðustu sporin en í staðinn
kveikti ég á kerti þar sem ég var og
hugsaði til þín eins og þú munt
ávallt vera í mínum huga, fallega
frænka mín með hattinn.
Megi Guð blessa minningu hennar
og gefa ástvinum styrk.
Þín frænka,
Ann.
KRISTRÚN SIGRÍÐUR
SIGURÐARDÓTTIR
+ Kristrún Sigríður
Sigurðardóttir
fæddist á Brekku í
Þingi 19. júlí 1905.
Hún lést á sjúkrahús-
inu á Hvammstanga
21. mars siðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru; Sigurður
Bjarnason, f. 1.1.
1880, d. 29.12. 1940,
bóndi á Vigdísarstöð-
um, og Ingibjörg
Daníelsdóttir, f.
19.11. 1879, d. 11.10.
1970. Sigríður var
önnur í röð systkina
sinna en þau voru: Jón Frímann,
f. 12.7. 1903, d. 26.2. 1979, Ósk
Margrét, f. 14.9. 1906, Bjarni, f.
12.8. 1910, Hólmfríður María, f.
1.10. 1914, Kristín, f. 18.5. 1917,
d. 15.4. 1942, og Jónina Sigur-
laug, f. 4.2. 1919. Einnig átti hún
tvö uppeldissystkini, þau Nátt-
fríði Jósafatsdóttur, f.
4.4. 1927, og Hannes
Jósafatsson, f. 4.6.
1934.
Eiginmaður Sigríð-
ar var Magnús Sigur-
geirsson, bóndi á Vig-
dísarstöðum, f. 16.10.
1892, d. 13.7. 1943.
Börn þeirra eru: 1)
Helga, f. 8.4. 1933,
maki: Guðmundur Jó-
hannesson, f. 4.6.
1934, börn þeirra:
Elín Kristín, Þorbjörg
Vigdís og Magnús
Sigurður. 2) Sigur-
geir, f. 22.5. 1934. 3) Sigurður, f.
14.4. 1936, maki Sólveig Magnús-
dóttir, f. 18.3. 1941. Börn j>eirra:
Bjarni, Magnús, Sigríður, Asthild-
ur, Ingibjörg og Kristín Margrét.
Utför Sigríðar fer fram frá
Melstaðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Elskuleg amma okkar, þá er dag-
ur hvfldarinnar runninn upp. Með
henni er gengin einstök kjarna-
kona, sem hafði trúna og kærleik-
ann að leiðarljósi. I minningunni
lifa allar góðu stundirnar sem við
áttum með henni í leik og starfi.
Amma var afar fínleg og lágvaxin
en hafði mikið lífsþrek og hélt því
alla tíð. Hún var bamgóð og hafði
alltaf fullt af börnum í kringum sig.
Til hennar komu í sveitardvöl
tvær til þrjár kynslóðir af börnum
og var hún komin hátt á sjötugsald-
urinn þegar við systkinin fóram til
hennar koll af kolli í sveitina. Vig-
dísarstaðir var okkar annað heimili
og var ætíð mikið tilhlökkunarefni
að hitta fólkið á Vigdísarstöðum,
ömmu, frænda, Möggu og Geira.
Okkur era minnisstæð kvöldin með
ömmu, þar var sungið, farið með
vísur og talað um heima og geima,
samhliða sveitastörfunum. Af þess-
um samverustundum lærðum við
margt, s.s. bænir og vísur að
ógleymdu kjamgóðu máli alda-
mótakynslóðarinnar. Amma kenndi
okkur iðjusemi og gengum við að
öllum störfum með henni eftir því
sem við höfðum þroska til.
Hún var alltaf til staðar fyrir
okkur og sá um að við hefðum nóg
að borða og nóg að starfa, og nutum
við unaðssemda sveitalífsins undir
kærleiksríkri leiðsögn hennar.
Amma naut fegurðar náttúrunnar,
hún hafði unun af blómum og dýr-
um og vorið og sumarið vora henn-
ar besti tími. Hún gekk jafnt í störf
bóndans og húsfreyjunnar og alltaf
átti hún sér uppáhalds fé sem kom
til hennar úti á túni til að fá fóður-
köggla og vinalegar strokur mat-
móður sinnar.
Við lítum til baka með gleði og
þakklæti fyrir þær góðu stundir
sem við áttum með elsku ömmu,
minningar sem munu ylja okkur um
ókomna tíð. Góður Guð geymi
ömmu okkar og blessi.
Bjarni, Magnús, Sigríður,
Ásthildur, Ingibjörg
og Kristín Margrét.
JOHANNA
INGVARSDÓTTIR
ÁRNIJÓNASSON
+ Ámi Jónasson fæddist á
Grænavatni í Mývatnssveit
26. september 1916. Hann andað-
ist á Landspítalanum aðfaranótt
12. mars síðastliðinn. Jóhanna
Ingvarsdóttir fæddist á Núpi í
Axarfirði 13. apríl 1916. Hún lést
á Vífilsstaðaspítala aðfaranótt
16. mars. Sameiginleg útför
þeirra hjóna var gerð frá Foss-
vogskirkju mánudaginn 23. mars.
í veikleika mínum langar mig að
flytja góðvinum okkar, hjónunum
Jóhönnu Ingvarsdóttur og Áma
Jónassyni frá Ytri-Skógum, fáein
þakkarorð fyrir þeirra góðu við-
kynningu og órofa tryggð til hins
síðasta dags. Á þeim gullaldaráram
í sögu okkar Islendinga upp úr síð-
ari heimsstyrjöldinni, urðum við
Eyfellingar, aðrir Rangæingar, V-
Skaftfellingar og fleiri, þeirrar
gæfu aðnjótandi að ábúendur Ytri-
Skóga buðu fram eign sína Ytri-
Skóga. Þar skyldi reistur héraðs-
skóli og jafnframt rekið skólabú á
jörðinni og í kjölfar þess yrði ráðinn
bústjóri. Til þess starfs réðst Árni
með fjölskyldu sína, sem var bæði
skólabúinu og samfélaginu mikil
lyftistöng. Vann hann dyggilega að
ræktun bústofns og lands, fyrir
staðinn og sveitarfélagið í heild. Fór
saman ráðdeild og einstök samn-
ingslipurð, sem hann hefur lengi
verið þekktur fyrir í þágu bænda-
samtakanna og mun hans lengi
verða minnst sem einhvers dygg-
asta og ástsælasta þjóns sveitasam-
félagsins. Mikil umsvif á búinu
kröfðust endalausrar vinnu og ráð-
deildar hvort sem var utanbæjar
eða innan, en þar mátti ekki á milli
sjá, svo fullkomið sem allt var utan
bæjar, þar sem allar afurðir voru
nýttar í skólanum, og af starfsfólki
hans var gætt ýtrasta hreinlætis,
hvort sem var við meðferð sláturaf-
urða eða mjólkur. Þá var heimilið í
sérflokki á allan hátt. Jóhanna
kunni svo vel til verka að öðra eins
hefur maður ekki kynnst, sama
hvort var matargerð, handavinna,
umhverfi innanhúss eða utan. Alls-
staðar blasti við glampandi fegurð.
Blómaskrúðið og allskonar nytja-
gróður heillaði gesti og gangandi
utandyra en ekki urðu vonbrigði
þegar innfyrir kom, glampandi feg-
urð og snyrtimennska, ásamt ilm-
andi kræsingum á borðum.
Jóhanna var mjög hreinskiptin
manneskja og góður félagi okkar í
kvenfélaginu. Hún var sönn hús-
móðir sem helgaði sig algjöriega
sínu fallega heimili og lét sonum
sínum og eiginmanni í té allt sem
mætti verða þeim til heilla og ham-
ingju í lífinu. Jóhanna átti við
heilsuleysi að stríða seinni árin, sem
reyndi mikið á eiginmanninn þar
sem hann lagði sig fram um að
reyna að létta henni byrðarnar sem
mest hann mátti, þó gengi hann
ekki heill til skógar. Það er tákn-
rænt um samheldni þeirra hjóna að
þau skyldu fylgjast að við hinstu
kveðju.
Mér er minnisstæð síðasta heim-
sókn Árna til okkar hérna, en hann
hitti okkur ekki heima, þar sem ég
dvaldi um stundarsakir á Sjúkra-
húsi Suðurlands og Palli var í heim-
sókn hjá mér. Það var traustvekj-
andi þegar hann birtist með sitt fal-
lega bros og að finna innilegt hand-
tak hans. Auk þess sem hann var að
færa mér listaverk eftir konu sína
með kveðju hennar. Síðast áttum
við hlýlegt samtal símleiðis að
kvötdi 10. mars sl. sem mun ylja
mér um ókomna daga.
Sonum þeirra, Amaldi og
Ingvari og þeirra fjölskyldum,
sendum við fjölskyldan okkar inni-
legustu samúðarkveðjur með þakk-
læti fyrir liðna tíð.
í guðs friði.
Vilborg Siguijónsdóttir.
Skila-
frestur
minning-
argreina
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útfór er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. I mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útranninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi.