Morgunblaðið - 04.04.1998, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 04.04.1998, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/RAX BRYNHILDUR og Lilja tóku sér frí frá lestrinum og fóru í „lautarferð" niður í bæ í veðurblíðunni í gær. Morgunblaðið/RAX STRÁKARNIR sem böðuðu sig í Bláa lóninu í gær sáu til þess að engir sólar- geislar færu til spillis. Morgunblaðið/Porkell MENNINGARDAGUR ungs fólks var haldinn í gær og af því tilefni spiluðu nokkrar hljómsveitir á Ingólfstorgi. Iðandi mannlíf á sólardegi MANNLÍF Reykjavíkurborgar tekur lit þegar sólin fer að skína. Fólk þyrpist á kaffihús, baðar sig í geislum sólarinnar, röltir um bæinn og fær sér ís. Sumir taka sér jafnvel frí frá lestri námsbóka og fara í „lautarferð" niður í bæ, borða vínber og tilheyrandi. Aðrir sötra svala- drykki og sleikja sólina eins og meðfylgj- andi myndir bera með sér. Sólin skein ekki aðeins á borgarbúa. Hópur útlendinga baðaði sig í Bláa lón- inu í blíðunni í gær. Áætlunarflug Flug- leiða frá Kaupmannahöfn til Fort Lauderdale á Florída inniheldur nokk- urra tíma stopp á íslandi, að sögn bað- varðar í Bláa lóninu. Farþegum er þá boðið að skella sér í Bláa lónið og nutu margir íslenskrar veðurblíðu í gær. Þýsk ferðakona sem var á leið frá Hamborg til Flórída sagði undrandi og hristi höfuðið: „í Hamborg var rigning, í Kaupmanna- höfn snjór en á íslandi er sól og blíða!“ Ingólfstorgið var iðandi af lífi í gær þegar menningardagur ungs fólks var að heljast. Hitt húsið og Plóman stóðu fyrir margvíslegri dagskrá og var ýmis- legt í boði til skemmtunar, eins og til dæmis tónleikar á Ingólfstorgi þar sem fram komu nokkrar hljómsveitir. Plötu- snúðar þeyttu skífur og auk þess voru lesin ljóð á Kakóbarnum og trúbador spilaði. Veðurblíðan mun að öllum líkindum halda áfram að gleðja hjörtu lands- manna en Veðurstofan spáir áframhald- andi blíðu næstu daga. Morgunblaðið/RAX ÞAÐ er líka gaman að vera lítill í vagni úti í sólinni. Þá fær maður fi'n sólgleraugu til að geta sofið í friði. i j s I I Kaþólski biskupinn felur prestum sínum ný starfssvið Jakob Rolland sóknar- prestur í Reykjavík ÝMSAR tilfærslur eru að verða á starfi presta kaþólsku kirkjunnar á Islandi sem Jóhannes Gijsen biskup hefur ákveðið. Er greint frá þeim í nýju tölublaði Kaþólska kirkjublaðs- ins. Séra Jakob Rolland tekur við sem sóknarprestur í Reykjavík en hann hefur verið aðstoðarprestur við Kristskirkju frá því hann kom til landsins árið 1984. Verður hann settur inn í embætti 12. júlí. Hann verður áfram kanslari biskupsdæm- isins og æskulýðsprestur. Aðstoðar- prestur hans verður séra John McKeon sem lýkur námi sínu í Róm í sumar. Séra Hjalti Þorkelsson tekur við stjórn Landakotsskólans af séra Ágúst George, sem verður áfram staðgengill biskups og tekur jafn- framt að sér að sjá um fjármál bisk- upsdæmisins. Það gerði áður séra Patrick Breen, en hann verður nú sóknarprestur í Hafnarfírði auk þess sem hann mun áfram stjóma Péturssókn á Akureyri. Séra Patrick Breen mun áfram hafa með höndum sérstaka umsjón með Filippseyingum í landinu. Séra Hjalti Þorkelsson hefur síðasta ára- tuginn verið sóknarprestur í Hafn- arfirði og kveður hann söfnuðinn þar sunnudaginn 28. júní. Séra Hjalti mun í nýja starfinu sjá um stækkun Landakotsskólans og syngja messu og prédika í Krists- kirkju. Þá mun séra Aleksander Michalowsky búa hjá séra Patrick • Breen og heimsækja þaðan sérstak- j lega Pólverja á suðvesturhorni landsins og syngja messu fyrir þá. Hann mun einnig halda uppi sam- bandi við Pólverja og aðra kaþólska í dreifbýlinu, m.a. á Norður- og Austurlandi og þjóna þeim frá Akur- eyri. Þar mun séra Hubert Oremus annast guðsþjónustuhald áfram. Þá kemur fram í fréttabréfinu að séra Lanbert Terstroet, sem búið hefur í húsi St. Jósefssystra í Garða- bæ, flutti fyrir nokkru í prestahús Maríusóknar í Breiðholti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.