Morgunblaðið - 15.04.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.04.1998, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Utandagskrárumræða um ráðstöfun sýslumannsembættisins á Hólmavík YFIR 200 Strandamenn hafa skrifað undir yfirlýsingu og mótmælt því að sýslumaðurinn á Akranesi, Sigurður Gizurarson, verði fluttur til starfa til Hólmavíkur. Hvetja þeir þingmenn Vestfjarða til þess að koma í veg fyr- ir að þau áform dómsmálaráðherra komi til framkvæmda. Þetta kom m.a. fram í utandag- skrárumræðu um ráðstöfun sýslu- mannsembættisins á Hólmavík á Al- þingi í gær, en þar gagnrýndu þing- menn bæði úr stjórn og stjórnarand- stöðu Þorstein Pálsson dómsmála- ráðherra fyrir fyrirhugaðan flutning sýslumannsins á Akranesi til Hólmavíkur. Sögðu þingmenn m.a. að það væri lítilsvirðing við íbúa Hólmavíkur og nágrennis að flytja þangað embættismann sem ekki þætti nógu góður starfskraftur í stærri umdæmum. Þrátt fyrir áskorun nokkurra Þingmenn gagnrýna fyrirhugaðan flutning staðið að slíkum ákvörðunum áður og að hann minntist þess ekki að þá hefðu menn haft slíka gagnrýni í frammi. Óskynsamleg ákvörðun Víðsfjarri að verið sé að sýna íbúum Hólmavíkur lítilsvirðingu, segir ráðherra þingmanna gaf ráðherra ekki til kynna að hann hygðist breyta áformum sínum í þessum efnum, en ítrekaði þó að sýslumaðurinn á Akranesi hefði andmælarétt til 20. apríl nk. og að endanleg ákvörðun um þetta efni verði ekki tekin fyrr en að þeim tíma liðnum. Ráðherra sagði ennfremur um ástæðu flutn- Utanlandsferðlr í boði á næstunnl Beint flug til Budapest 30. maf og 11. sept. Vikudvöl í stórborginni Budapest, drottningu Dónár. Stóra Evrópuferðin 2. jóní Sautján daga rútuferð um Luxemborg, Belgíu, Holland, Þýskaland, Danmörku, Noreg, Færeyjar og ísland. Beint flug til Prag 6. og 27. ágúst Sex daga ferð til ævintýraborgarinnar Prag. Granninn í vestri Stangveiðiferðir til Suður Grænlands. ' FerðaskrHstofa GUDMUNDAR JÓNASSONAR HF. ' Borgartúni 34, sími 511 1515. Hraðnámskeið í tungumálum Næstu námskeið hefjast 20. apríl Enska • Danska • Sænska • Norska Þýska • Franska • Spænska • ítalska Rússneska • Japanska *Kínverska Portúgalska • íslenska fyrir útlendinga Myndlistar- og enskunámskeið fyrir börn í júní og ágúst. hvn;'iiin Grensásvegi 16A • Sími 588 7222 inganna að það færi vel á þvi að sýslumaðurinn á Akranesi stýrði minna embætti en hann hefði gert og að því færi víðsfjarri að verið væri að sýna íbúum Hólmavíkur lít- ilsvirðingu með þeim flutningum. Sighvatur Björgvinsson, þingmað- ur þingflokks jafnaðarmanna, hóf umræðurnar í gær og spurði m.a. um ástæðu þess að sýslumaðurinn á Akranesi væri fluttur „nauðugur til Hólmavíkur", eins og hann orðaði það. Sighvatur benti ennfremur á að Vestfirðingar væru mjög ósáttir við þessa fyrirhuguðu flutninga og sagði að fyrsta þingmanni Vestfirðinga, Einari K. Guðfinnssyni, hefðu verið afhent mótmæli frá yfir 200 Stranda- mönnum þar sem þingmenn Vest- firðinga væru hvattir til þess að koma í veg fyrir umrædd embættis- mannaskipti. Hefur gefíst vel að flytja menn á milli embætta Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- heiTa sagði í svari sínu að ráðuneytið teldi að það færi betur á því að sýslu- maðurinn á Akranesi stýrði minna embætti en hann hefði gert. „Það er að vísu ekki mjög algengt að emb- ættismenn séu fluttir á milli emb- ætta,“ sagði hann, „en það kemur alltaf fyrir öðru hverju og oft hefur það gefist mjög vel að flytja menn þannig á milli. Menn hafa staðið sig með ágætum þegar þeim hafa verið fengin ný verkefni sem eru betur við þeirra hæfi. Og ég vona satt best að segja að sú verði einnig raunin á í þessu tilviki,“ sagði ráðherra. Dómsmálaráðherra gat þess einnig að þrátt fyrir að embættissýsl- an á Akranesi hefði ekki verið sem skyldi væri það mat ráðuneytisins að ekki væri tilefni til þess að víkja sýslumanninum úr embætti. Sagði ráðherra að í þessu efni væri eðli- legra að taka tillit til meðalhófsreglu stjórnsýslulaganna og ekki síst lag- anna um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins. Þau gerðu beinlínis ráð fyrir því að embættismenn væru fluttir til með þessum hætti. Hið sama gerði stjómarskráin. „Það er rétt að geta þess að samkvæmt stjórnarskránni eiga embættismenn rétt á því að haína því að taka við embætti og taka við eftirlaunum í staðinn," sagði ráðherra og benti á að sýslumanninum á Akranesi hefði ver- ið veittur andmælaréttur vegna þess- ara áforma til 20. þessa mánaðar. Um það hvers vegna Hólmavík hefði orðið fyrir valinu sagði ráð- herra að það hefði verið eðlilegra að finna minna sýslumannsembætti fýr- ir sýslumanninn á Akranesi, þ.e. embætti sem væri minna að umfangi og hefði færri mál til afgreiðslu. „Það kom svo heim og saman að á Hólmavík var einnig sýslumaður sem við treystum mætavel til þess að takast á við stærra embætti og því var afráðið að þeir tveir embættis- menn hefðu skipti á embættum." Ráðherra sagði ennfremur varðandi andmæli íbúa á Hólmavík og á Ströndum að því færi víðsfjarri að með þessari ráðstöfun væri á nokkurn hátt verið að óvirða íbúa á þessum svæðum. Sagðist hann hafa Hér er ein ómissandi! Þessi dýna er svo þægileg að hún ætti að vera til í öllum svefnherbergjum landsins. Bara með því að horfa á hana langar mann virkilega til að leggjast. Komdu til okkar og prófaðu. Við finnum örugglega réttu dýnuna fyrir þig. *<£ X Z *o betur! HÚSGAGNAHÖLUN — 20 -112 Rvílt - S:510 8000 Gunnlaugur M. Sigmundsson, þingmaður Framsóknarflokks, sagði eftir svar ráðherra að umrætt mál hefði vakið mikla reiði í Strandasýslu og víða um Vestfirði og kvaðst hann vonast til þess að ráðherra fyndi aðra lausn á því. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði ákvörðun dómsmálaráðherra í málinu óskyn- samlega og skoraði á ráðheira að endurskoða afstöðu sína „Málið er það að það á að senda sýslumann til Hólmavíkur sem dómsmálaráðu- neytið telur með réttu eða röngu að ráði ekki við starf sitt á Akranesi," sagði hann. „Það er óneitanlega mjög sérkennilegt að úr því að það er mat dómsmálaráðuneytisins að þessi viðkomandi sýslumaður ráði ekki við starf sitt á einum stað þá sé svarið það að senda hann til starfa á öðrum stað,“ sagði Einar m.a. Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður Alþýðubandalags og óháðra, sagði m.a. að þessi ákvörðun dóms- málaráðherra væri afar undarleg stjórnsýsla. „Verði þetta að fordæmi, við hverju má þá búast?“ spurði hann. „Verða þá hinir brottreknu bankastjórar Landsbankans ráðnir sem útibússtjórar í litlum útibúum af því að það sé í lagi þar ef þau eru nógu lítil?“ sagði hann m.a. Agúst Einarsson, þingflokki jafn- aðarmanna, og Sigríður Jóhannes- dóttir, Alþýðubandalagi, tóku í svip- aðan streng og aðrir þingmenn og töldu ráðherra sýna íbúum á Hólma- vík lítilsvirðingu með umræddri ákvörðun sinni. Guðjón Guðmunds- son, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tók fram að hann teldi að búseta á viðkomandi svæðum ætti að vera skilyrði þegar sýslumannsembætti væru veitt, en sýslumaðurinn á Akra- nesi hefði á síðustu árum haft fasta búsetu á Seltjarnamesi. Dómsmála- ráðherra tók undir þessi sjónarmið. í i t í I i i I I í I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.