Morgunblaðið - 15.04.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.04.1998, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Allar hliðar Jökuls Jóhanna Kristjónsdóttir FYRIR tæpum fímm árum kom út bókin Perlur og steinar eftir Jó- hönnu Kristjónsdóttur. Þar segir höfundur frá hjónabandi sínu og Jökuls Jakobssonar sem hófst seint á sjötta áratugnum og varði í um ellefu ár. Jóhanna er þekkt fyrir að hafa skrifað skáldsögur, ferðabækur og ljóð og unnið sem blaðamaður á Morgunblaðinu f fjöldamörg ár. Jökull var eijtt af- kastamesta leikritaskáld á íslandi en hann lést langt fyrir aldur fram, fyrir tuttugu árum nú í apr- fl. Bókin hefur verið uppseld frá því árið sem hún kom út og eftir- spurn eftir henni þónokkur. Því hefur Jóhanna nýlega endurút- gefið verkið sjálf í kilju. Jóhanna hefur einu sinni áður stjórnað bókaútgáfu heiman frá sér, en það var þegar liún og Jökull gáfu út skáldsögu hennar, Ast á rauðu ljósi, árið 1960. Jóhanna Kristjónsdóttir er því hér í sæti höfundar og útgefanda þegar hún er spurð út í endurút- gáfu verksins og af hveiju hún sé BÆKIIR Siðfræði FJÖLSKYLDAN OG RÉTTLÆTIÐ Ráðstefnurit. Ritsljórar: Jón Á. Kalmansson, Magnús D. Baldursson og Sigriður Þorgeirsdóttir. 218 blað- síður. Siðfræðistofnun Háskóla íslands og Háskólaútgáfan. Reykja- vík 1997. HUGTÖKIN fjölskylda og réttlæti eru viðfangsefnið í úrvali erinda af ráðstefnu Siðfræðistofnunar sem haldin var fyrir þremur árum. Til- gangurinn var sá að fjalla um hlut- verk, aðbúnað og skipulag fjölskyldu dagsins í dag, meðal annars hvort réttlæti ríkti í fjölskyldulífi samtím- ans, misrétti eða ofbeldi og hvort réttlátt fjölskyldulíf væri forsenda góðs þjóðfélags. Höfundar bókarinn- ar skoða viðfangsefni sitt ýmist af sjónarhóli heimspeki eða félagsvís- inda og vekja athygli á vanda fjöl- skyldunnar og mikilvægi, hver með sínum hætti. Róttækar breytingar hafa orðið á hugmyndum um eðli fjölskyldunnar og gerir Magnús D. Baldursson „upplausn hinnar borgaralegu smá- fjölskyldu" að umtalsefni í grein sinni. Segir hann meðal annars að stjómmálamenn hafí verið mun seinni en fræðimenn að átta sig á þeim breytingum og að því leyti misst sjónar á veruleika þeirra sem þeim sé ætlað að þjóna. Þá vitnar hann í Hartmut Tyrell sem talar um „afnám stofnunarein- kenna smáfjölskyldunnar“ og að „menningarlegar uppsprettur hjóna- bandsins séu uppþomaðar“. Axel Honneth fjallar um aukið sjálfræði kjamafjölskyldunnar í grein sinni og hættunni á eyðilegg- ingu fjölskyldutengsla af þeim sök- um. Hann nefnir að stofnunin fjöl- skylda hafi orðið fyrir miklum „hefð- arrofum" þegar hjónabandið varð óháð félagslegum og efnahagslegum væntingum. .Ákvörðunin um að stofna fjölskyldu verður nú í æ ríkara mæli bundin af þeim tilfinningum sem báðir aðilar bera hvor til annars ... böndin byggjast þá einvörðungu á tilvist jákvæðra tilfinninga, þannig að ending þeirra ræður alfarið afdrifum sambandsins." (23) Axel nefnir að frjálsræði tilfinning- anna hafi í för með sér aukið einstak- lingsfrelsi en geti jafnframt leitt til „duldrar afskiptingar“ sem bitni einkum á konum og bömum. Að hans mati vex sú hætta, samfara ístöðu- lausu háttemi foreldranna, að bömin annað hvort gleymist tilfinningalega eða verði leiksoppur erfiðleika í sam- bandinu. Fari hjónabandserjurnar úr böndunum geti konumar síðan hæg- lega orðið fómarlömb ofbeldis. Halldór Guðjónsson segir í erindi sínu að fjölskyldan hafi glatað því hlutverki að vera efnislegt umhverfi mannsins og efnahagsleg undirstaða svona óvenju gjafmild á líf sitt og sögu. „Ég hef skrifað sögur úr mínu eigin lífi vegna þess að mér finnst þær eiga erindi við annað fólk og líka vegna þess að mig langar til að hreyfa við viðkvæmum málum í samfélagi okkar, segja frá hlut- um sem fólk vill oft á tíðum halda í þagnargildi. I Perlum og stein- um talaði ég um áfengisvandamál fyrrverandi manns míns án þess að fela nokkuð, af því að ég vissi að þótt við værum þekkt fólk væri saga okkar ekki einstök. Hún gerist kannski í fjórða hverju húsi og er ekkert sem fólk á að þurfa að skammast sín fyrir. I bók minni sem kom út í fyrra og hét Kæri Keith, tók ég á öðru vandamáli, nefnilega sambandi mínu við giftan mann. Það er nefnilega tabú. Og ef ég hefði fært þá sögu yfir í skáldsöguform - sem hefði alls ekki verið svo erfitt - hefði bókin ekki orðið jafn hættuleg lögmálum þagnarinnar. I þjóðfélagi okkar ríkir skamm- sýni og fordómar fyrir tilfinning- um og breyskleika okkar mann- anna en af einhveijum ástæðum hef ég með aldrinum eignast þor til að klífa hindranirnar sem óskráðu lögin setja manni, bæði til þess að sigrast á eigin hindr- unuin í sjálfri mér og í von um að aðrir geti við lesturinn sigrast á sínum. Ég segi ekki að ég hafi skrifað þessar bækur af hugsjón, kannski næstum því. í Perlum og steinum langaði mig líka til þess að segja fólki, og ekki síst börnum okkar Jökuls, frá öllum liliðum hans. Krakkarn- ir voru alltaf að heyra skrautleg- ar sögur af honum sem fyllibyttu en hann átti miklu fleiri hliðar og það var sjaldnast fjallað um þær. Mér fannst hann þess virði að ég segði frá honum í krók og kima en ekki með augum goðsögunnar eða klisjunnar um hann. Og ég held að mér hafi tekist að auka t.d. við myndirnar sem krakkarn- ir okkar áttu af honum. Ári eftir að bókin kom fyrst út gáfu þau út heildarsafn leikrita hans og með frumsýningum Borgarleikhússins á Dónn'nó í fyrra og Sumarinu 37 fyrir skömmu virðist mér sem höfundaverk hans og persóna hafi skiptingu möguleika, tækifæra og gæða. „Formlegur réttur kvenna til frelsis verður að finna samsvörun í athafnai'ými sem er í samræmi við það frelsi sem karlar búa við. I því skyni þurfa að koma til aðgerðir sem búa þannig að fjölskyldunni að hún geti orðið að réttlátri stofnun.“ (92). Ástríður Stefánsdóttir vekur at- hygli á frelsisskerðingu kvenna og þeirri óréttlátu kröfu samfélagsins um að konur annist umönnun veikra fjölskyldumeðlima sem stofnanir senda heim. „Það verður að leiðrétta óréttlætið sem felst í því að skerða frelsi kvenna á þennan hátt. Þessa ábyi-gð verða konur og karlar að bera í sameiningu,“ segir hún. (168) Sigrún Júlíusdóttir bendir hins vegar á að konur séu ekki einar um rétt til persónulegs svigrúms innan fjölskyldunnar. „I rannsóknum mín- um kemur fram að þetta óréttlæti er ekki bundið við kyn. Hjá íslenskum fjölskyldum sem halda velli kemur fram að vinnukvöð karlanna kemur í veg fyrir að þeir geti notið eðlilegrar hvfldar og samskipta við sín eigin börn. Konurnar í sömu rannsókn segjast hins vegar vera ánægðar með svigrúm sitt til persónufrelsis og með þann tíma sem þær eiga með bömunum, en óánægja þeirra með skort á barnagæslu og vannýtta menntun er engu að síður greini- leg.“ (185) I erindi Stefáns Erlendssonar vitnar hann í Nancy Fraser þar sem hún segir, samkvæmt Habermas, að feðraveldið sé innbyggt í markaðs- þjóðfélagið en ekki tilviljanakennd aukaafleiðing þar sem meginstofnan- ir þess eru reistar á grandvelli kynjaskiptingai'. „Yfirráð karla eru því ekki forneskjulegar leifai' frá fyrri tímum eins og kenningin gerir ráð fyrir, „heldur nútímaleg í sjálfu sér“ samkvæmt skilningi Habennas, vegna þess að aðskilnaður launa- vinnu og ríkisins frá uppeldisstörfum kvenna og heimilishaldi er ein meg- inforsenda þeirra," segir hann. (112) Sem sjá má af þessu stikli steðja hin fjölbreytilegustu vandamál að fjölskyldunni og liðsmönnum henn- ar. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir bendir á að við íslendingar verjum minna fé til fjölskyldumála en ná- grannar á Norðui'löndum og Magn- ús D. Baldursson segh' að afstaða stjórnvalda til fjölskyldunnar, eins og hún birtist í lagalegum, efnhags- legum, félagslegum, og atvinnupóli- tísku aðgerðum, taki enn þann dag í dag að miklu leyti mið af hinni hefð- bundnu fjölskyldugerð. Af því má vera ljóst að Fjölskyld- an og réttlætið sé skyldurit á lestr- arlista nútímalegs stjórnmálamanns við upphaf nýrrar aldar. Bókin er auk þess vel upp sett og í flottri kápu, og mjög vel til þess fall- in að upplýsa þá sem velta fyrir sér hvort Fjölskyldan rambi á barmi gjaldþrots, eða sé hreinlega dauð. Helga Kr. Einarsdóttir fengið nýtt endurmat. Nú sýnist mér sem áhorfend- ur skilji verk hans á þann hátt sem þeir skildu þau ekki þegar þau voru frumsýnd fyrir þrjátíu ár- um. Að mörgu leyti held ég að Jökull hafi verið á undan sinni samtíð. Um þessar mundir stjórna ég því bókaútgáfu heiman frá mér, hef dreift bókinni í bókabúðir og hef svo verið í gamni mínu að prófa að fara í hús síðustu kvöld með bókina. Það er voðalega gaman og bókinni er vel tekið. Fólki finnst gaman að fá höfunda heim til sín í spjall. En þess utan er ég á leiðinni til Sýrlands í stutta ferð en stefni í Iengri ferð og í nám þang- að í haust því ég er að læra arabísku. Ég hef þá lifsskoðun sem ég vil endi- lega koma á framfæri við sem flesta og sérstaklega konur, að með aldrinum sé hægt að byija á nýjum hlutum, ferðast á fram- andi slóðum og hefja nám. Og síð- ast en ekki síst að skrifa og gefa út bækur.“ N$ar bækur • MÁL og menning hefur gefið út bókina Ljóðasafn Tómasar Guðmundssonar. í fréttatilkynningu stendur: „Tómas Guðmundsson er eitt ástsælasta skáld þjóðarinnar á tuttugustu öld. Hann varð landskunnur á svipstundu með annarri ljóðabók sinni, Fögru veröld, sem kom út í miðri kreppu árið 1933, þar sem hann yrkir um fegurð mannlífsins og Reykjavíkur. Höfuðstaðurinn hafði til þess tíma verið kenndur við flest annað en fegurð, en eftir að ljóð Tómasar urðu fleyg opn- uðust augu margra fyrir töfr- um borgarinnar. Að launum hlaut hann nafnbótina borgar- skald. Ástin og fegurðin í víðum skilningi eru raunar helstu yrkisefni Tómasar í flestum ljóðanna og hárfínn húmor hans nýtur sín til fullnustu í léttum og leikandi brag.“ Ljóðasafn Tómasar Guð- mundssonar hefur að geyma allar ljóðabækur hans. Ljóða- safn Tómasar Guðmundsson- ar er 669 bls., prentað í Sví- þjóð. Kápuna hannaði Mar- grét E. Laxness en málverk á kápu er eftir Louisu Matthí- asdóttm-. Verð: 3.980 kr. • VEF mig vængjum þínum er bænabók eftir Sigurbjöm Þorkelsson. I bókinni eru bænir sem höfundur hefur orðað fyrir hvern morgun og hvert kvöld mánaðarins auk orða úr Biblíunni til Sigurbjörn íhugunar. Þorkeisson Einnig eru í bókinni göm- ul og ný kvöldbænavers, morgunbænavers, borðbænir og bænin sem frelsarinn kenndi, Faðir vor. Auk þess er að finna í bókinni trúar- játninguna, Boðorðin 10, gullnu regluna, tvöfalda kær- leiksboðorðið, óðinn um kær- leikann, litlu Biblíuna, bæna- ljóð og -sálma og Biblíulestr- artöflu. Þetta er fjórða bók höfund- ar á jafn mörgum árum. Útgefandi er höfundur. Vef mig vængjum þínum er inn- bundin bók, 100 bls. JJmbrot, fílmuvinna og prentun: Offset- þjónustan hf. Er Fjölskyld- an dauð líka? samfélagsins. „Börn og foreldrar eyða nú mestu af tíma sínum utan heimilisins í umhverfi sem aðiTr en fjölskyldan hafa mótað, umhverfi sem fjölskyldan eða meðlimir hennar geta að vísu stund- um valið en geta sjaldnast mótað fyr- ir sig. Athafnir manna og bama beinast út á við og greinast sund- ur efth' kerfi samfé- lagsins sem ber at- hafnimar uppi. Vel- ferð fjölskyldunnar allrar og meðh- manna hvers um sig byggist fremur á að- lögun að kerfi sam- félagsins en auði fjölskyldunnar,“ seg- ir hann. (148) Fjölskyldan og réttlætið eru um- fjöllunarefni Vil- hjálms Árnasonar og mótun réttlætis- kenndarinnar innan fjölskyldunnar. „I þessu efni er [John] Rawls á gamalkunn- um slóðum; helstu Ljósmynd/Presslink CLEAVER-fólkið var ein helsta sjónvarpskjarna- fjölskylda sjötta áratugarins í Bandaríkjunum. siðfræðingar hafa verið á einu máli um að uppeldið skipti sköpum fyrir siðferðið." (44) Vilhjálmur veltir því íyrir sér hvernig ranglæti geti birst innan fjöl- skyldu þai' sem kærleikshlutverk er ræktað, sem Rawls segi búa í haginn fyrir réttlætiskennd, en hlutverka- skiptingin í fjölskyldunni er ranglát. „Næi-tækasta dæmið um þetta væri að móðirin sæi nær algjörlega um heimilið og uppeldi barnanna og þyrfti að fórna öðrum lífsáformum sínum fyrir það. Draga má í efa að sú „réttlætiskennd" sem bömin öðluð- ust í slíki-i fjölskyldu yrði mótuð með sanngjörnum hætti. Harðari útgáfa af þessari tegund ranglætis væri sú þegar makinn er beittur ofbeldi eða kúgun af einhverju tagi. Hitt meginbirtingarform óréttlæt- is í fjölskyldum myndi aftur á móti stafa af því að fjölskyldan rækti kær- leikshlutverk sitt illa eða ekki, þannig að segja mætti að börnin væru vanrækt." (45) Heimilisranglæti er á margan hátt samofið samfélagslegu ranglæti segh' Vilhjálmur líka. „Það er ótvírætt réttlætismál að samfélagið skapi leik- reglur og félagsleg skilyrði þess að fjölskyldufólk geti hagað málum sín- um á sanngjarnan hátt fyrir alla að- ila.“ (59) Sigríður Dúna Ki'istmundsdóttir tekur í sama streng er hún segir að réttlátt fjölskyldulífs sé forsenda góðs þjóðfélags og góðra siða í mannlegum samskiptum, viðskiptum og stjórnmálum. „Böm alast upp í fjölskyldum og það réttlæti sem þau alast upp við, og þar með sú hug- mynd um réttlæti sem þau tileinka sér í uppvextinum, kemur til með að móta samskipti þeirra við aðra á öðr- um sviðum þjóðfélagsins þegar þau vaxa úr grasi ... Fjölskyldan getur ekki verið óháð því þjóðfélagi sem hún er hluti af og þess vegna skiptir miklu máli hvernig við sem heild skilgreinum fjölskylduna og frelsi okkar sem einstaklinga, og hvernig við skiljum réttlætið í þeirri skil- greiningu." (211) Sigríður Þorgeirsdóttir fjallar um tvöfalda vinnubyrði kvenna sem enn er við lýði í meirihluta fjölskyldna og kemur í veg fyrir sanngjarna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.