Morgunblaðið - 15.04.1998, Blaðsíða 48
~^8 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
INGVAR
ODDSSON
' _l_ Ingvar Oddsson
I fæddist í Kefla-
vík 28. mars 1923.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur 6.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Sigríður Bergsteins-
dóttir og Oddur
Pálsson. Bræður
Ingvars eru Ari, f.
2.8. 1924, og Óli, f.
31.1. 1907, d. 27.4.
1988.
** Hinn 1. apríl 1944
kvæntist Ingvar
Soffíu Axelsdóttur,
f. 19.8. 1923. Þau eignuðust sex
syni. Þeir eru Axel, f. 30.7.
1944, Oddur, f. 5.2. 1947, Ingv-
ar, f. 3.7. 1949, Friðrik, f. 16.12.
1950, Ágúst, f. 1.8. 1957, og Óm-
ar, f. 30.1. 1961.
Útför Ingvars fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Er söfnumst við að kveðja þig hér í hinsta
sinn
á horfna tímann lítum við til baka.
Pó gröfm okkur skilji nú góði vinur minn,
þú gleymist ei en minningamar vaka.
Þegar við sambýlisfólkið á
Kirkjuvegi 1 kveðjum Ingvar Odds-
son þá söknum við góðs drengs sem
með samvist sinni hafði bætandi
áhrif á meðbræður og -systur með
umgengni og framkomu sem bar
vott um þroskaðan félagsmálamann
sem tók þátt í öllu sem við tókum
okkur fyrir hendur í því að styrkja
og bætá samskipti einstaklinganna
innan veggja þess sameignarhúss
sem við bjuggum í.
Ingvar var að eðlisfari rólegur og
( yfirvegaður en fastur fyrir ef því var
að skipta. Hjálpsemi var ríkur þátt-
ur í fari hans ef til hans var leitað.
Sorg og tregi fylltu hugi okkar þeg-
ar við fréttum að hann væri haldinn
ólæknandi sjúkdómi en það er nú
svo að allt sem lifír er dæmt til þess
að deyja, hjá því verður ekki komist
og það hverfur aftur til uppruna
síns, jarðarinnar sem við erum líf-
fræðilega tengd við. Hann er horf-
inn sjónum okkar sem áttum sam-
leið með honum, en í minningunni
geymum við þær stund-
ir sem við áttum saman
og látum þær deyfa þær
tilfinningar sem mynda
eftirsjá í hugum okkar.
Það er ekki hægt að
komast hjá því að það
eru mörg atvik og
gjörðir sem á ólíkan
hátt renna fyrir hug-
sjónum okkar við fráfall
Ingvars, sumar trega-
blandnar, aðrar hugljúf-
ar. Þannig eru einu
sinni mannleg sam-
skipti og ekki hægt að
komast hjá að þau skilji
eftir sig hryggð í hjörtum þeirra
sem áttu með honum samleið.
Að lokum viljum við þakka fyrir
árin sem við fengum að njóta þess
að eiga hann sem einn hlekk í þeirri
samskiptakeðju sem við eigum í
okkar fjöleignarhúsi. Það er nú svo
að þegar samferðamaður hverfur,
þá myndast eftirsjá sem seint verð-
ur útmáð og með virðingu og þökk
fyrir samfylgdina þökkum við af al-
hug þessi ár sem við áttum samleið.
Við vottum eiginkonu, börnum og
fjölskyldum þeirra okkar dýpstu
samúð.
Pótt brjóstið hylji brostinn streng,
bráðum minnkar tregi,
þvi minningin um mætan dreng
mun lifa þótt hann deyi.
(H.H.)
Blessuð sé minning Ingvars
Oddssonar.
Magnús Þór.
Votar hendur liljunnar
heilsa og kveðja
hvítur engill fer hratt
heimurinn hleypur hraðar en þig grunar
hjartað slær ört
hendur þínar teygja sig
eftir kvöldsól sem drukknar áður en varir
- þú ert einn á ströndinni
með of stórt hjarta
- allt of stórt -
(A.S.)
Þetta fallega ljóð kemur upp í
hugann þegar við kveðjum einlægan
vin okkar allra. Yfír 30 ára samstarf
með Ingvari skilur eftir sig ótal
minningar sem allar eru bjartar og
góðar. Ingvar var einn af fyrstu
starfsmönnum Fríhafnarinnar og sá
fyrirtækið vaxa úr smáverslun í það
veldi sem það er. Á engan er hallað
þegar við segjum að hann var vin-
sælasti starfsmaður meðal okkar
allra. Kímni hans var með eindæm-
um, en aldrei á kostnað þess sem
minnimáttar var. Við brosum þegar
við minnumst Ingvars, hann var ein-
stakur. Hjálpsemi hans við yngri
starfsmenn, sem voru að byrja í
vinnu, var slík að margir búa að því
ævilangt. Hann var hamur til vinnu
og hafa fáir komist til jafns við hann.
Á yngri árum stundaði Ingvar sjó-
mennsku og sú reynsla fylgdi hon-
um ævilangt. Oft skrapp hann í róð-
ur ef hann átti frí frá sínu aðalstarfi.
Alstaðar kom hann sér vel og var al-
staðar beðið eftir honum í vinnu.
Hann vann einnig við akstur þegar
færi gafst.
Eftir að hann hætti störfum fyrir
fimm árum var hann í sambandi við
sinn gamla vinnustað og var alltaf
tekið opnum örmum. Hann var al-
staðar velkominn og afar kær okkur
öllum.
Síðustu árin undi hann glaður við
sitt með konu sinni í fallegri íbúð
fyrir aldraða. Aldrei fannst okkur
Ingvar vera gamall, enda varð hann
„aðeins" 75 ára. Hann átti svo glaða
og góða lund og fylgdist af áhuga
með þeim sem yngri voru. Við sökn-
um hans. Það var svo gott að vita af
honum.
Við vottum Soffíu, sonum þeirra
og þeirra fjölskyldum okkar dýpstu
samúð. Guð blessi minningu góðs
manns.
Starfsfólk Fríhafnarinnar.
Elsku afi, ég sakna þess að fara
ekki í pútt með þér. Núna ert þú
kominn upp til Guðs og ég vona að
þér líði vel þar. Ég sakna þín.
Kveðja,
Magni Omarsson.
Elsku afi, það var gaman að pútta
með þér. Núna kemur þú ekki oftar
í heimsókn til Vestmannaeyja. Ég
sakna þín mikið.
Kveðja.
Sigurgeir Ingi Ágústsson.
Elsku afi, nú ert þú kominn til
Guðs, ég vil koma til þín. Það var
gaman að lita myndir með þér.
Núna er ég búin að teikna tvær
myndir handa þér. Ég elska þig svo
mikið og sakna þín. Ég bið bænirn-
ar á kvöldin og tala þá við þig.
Bless afi,
Ylfa Eik Ómarsdóttir.
Ingvar Oddsson var starfsmaður
Fríhafnarinnar í nær 35 ár. Hann
lét af störfum fyrir fimm árum þá
sjötugur að aldri. Fyrir þremur ár-
um greindist hann með krabba-
mein. Hann náði sér til heilsu þá og
naut þess að vera til í rúm tvö ár.
Hann var virkur í púttklúbbi aldr-
aðra í Keflavík og hafði einnig gam-
an af spilamennsku, þá aðallega
brids. Nú í vetur tók sjúkdómur
hans sig upp aftur og í þetta sinn
tókst ekki að yfirbuga hann. Hann
lést 6. apríi síðastliðinn. Fyrir hönd
fjölskyldunnar vil ég þakka krabba-
meinsdeild Landsspítalans fyrir við-
mót þeirra gagnvart Ingvari og að-
standendum. Starfsfólk deildarinn-
ar er alveg einstakt og hefur reynst
okkur vel.
Það er komið stórt tóm, eftir frá-
fall Ingvars, en minningarnar lifa.
Þetta eru fá orð, en söknuðurinn er
þeim mun meiri.
Kveðja,
Hulda Einarsdóttir.
Við hjónin höfðum eytt þremur
vikum á Kanaríeyjum, vorum á
heimleið og biðum þess sem oft áð-
ur í ferðum okkar að upplifa há-
punkt ferðarinnar, koma aftur
heim og sjá á ný ættingja og vini.
Varla höfðum við stigið okkar
fyrstu skref á fósturjörðinni þegar
okkur barst sú fregn að góður vin-
ur okkar, Ingvar Oddsson, væri all-
ur.
Ég vissi þegar ég fór að heiman
að veikindi hans voru alvarleg, ég
hafði heimsótt hann skömmu áður
en ég fór. Þá var ekki að sjá að
svona stutt væri eftir, hann var svo
hress að vanda. Ég spurði hann þá:
Verður þú ekki sjötíu og fimm 28.
mars? Og eins og honum var einum
lagið klemmdi hann neðri vörina
saman milli þumalfingurs og vísi-
fingurs, svaraði með sinni einstöku
hógværð: „Jú, ef ég lifi.“ Svona svar
stingur mann í hjartað og maður
+ Guðbjörg Guð-
mundsdóttir
fæddist í Urriðakoti
í Garðahreppi 25.
október 1906. Hún
andaðist á sjúkra-
húsinu Sólvangi að
morgni 6. apríl síð-
astliðins. Foreldrar
hennar voru Guð-
mundur Jónsson,
bóndi í Urriðakoti í
Garðahreppi f. 26.
jan. 1866, d. 31. des.
1942, og Sigurbjörg
Jónsdóttir kona
hans, f. 26. febr.
1865, d. 12. okt. 1951. Þau
bjuggu öll sín búskaparár í
Urriðakoti. Fyrst í tvíbýli við
föður Guðmundar, Jón Þor-
varðsson frá Vötnum í Ölfusi, f.
1. sept. 1817, og Jórunni Magn-
úsdóttur frá Litlaiandi í Ölfusi.
Þau hófu búskap í Urriðakoti
1846. Þau eignuðust tólf börn,
en tvö dóu í frumbernsku. Þau
sem náðu fullorðinsaidri voru:
Bjargmundur, f. 16. apríl 1890,
rafstöðvarstjóri í Hafnarfírði,
“ Jónína Guðmundsdóttir, f. 2.
nóv. 1892, fyrrv. húsfreyja í
Hafnarfirði, Viiborg Guð-
mundsdóttir, f. 24. aprfl 1894,
fyrrv. húsfreyja á Vífilsstöðum
og Reykholti við Hafnarfjörð,
Guðmundur S., f. 31. okt. 1896,
fyrrv. vörubílstjóri í Reykjavik,
tp Guðlaugur, f. 1. mars 1899,
bryti og síðar veit-
ingamaður í Reykja-
vík, Katrín, f. 19.
nóv. 1900, fyrrv.
húsfreyja í Viðey og
Minna-Mosfelli í
Mosfellssveit, Guð-
rún, f. 28. nóv. 1902,
húsfreyja í Reykja-
vík, Jórunn, f. 13.
nóv. 1904, fyrrv.
húsfreyja á Akur-
eyri og Reykjavík,
Guðbjörg, f. 25. okt.
1906, fyrrv. hús-
freyja á Minni-Völl-
um, Landsveit og
Hafnarfirði. Yngstur af Urriða-
kotssystkinunum var Dagbjart-
ur, sem var-2,2 lengi verkstjóri
hjá Rafveitu Hafnaríjarðar, f. 6.
nóv. 1910. Af þessum systkina-
hópi er Guðrún á lífi á 96. ald-
ursári.
Hinn 21. júní 1935 giftist
Guðbjörg Páli Kjartanssyni, f.
18. nóv. 1902, d. 4. des. 1968,
síðar bónda á Minni-Völlum,
Landsveit og síðast verkamanni
í Hafnarfírði. Sonur þeirra er
Svanur Pálsson landfræðingur,
sérfræðingur hjá Orkustofnun
ríkisins, kvæntur 2. des. 1989
Marcelinu Velasco, f. 24. febr.
1955 á Filippseyjum.
títför Guðbjargar fer fram
frá Hafnarfjarðarkirkju mið-
vikudaginn 15. apríl og hefst at-
höfnin klukkan kl. 13.30.
Guðbjörg móðursystir var náinn
vinur minn allt frá því ég fæddist á
heimili foreldra hennar í Urriðakoti
árið 1917, er hún var á ellefta ári, til
hinstu stundar. Þar sem ég var alinn
upp hjá afa mínum og ömmu í Urriða-
koti allt til 10-11 ára aldurs hef ég litið
á Guðbjörgu sem systur mína og
besta vin. Á bemskuárum mínum
voru öll systkinin farin að heiman
nema Guðbjörg og Dagbjartur, sem
var yngstur systkinanna.
Guðbjörg ólst upp á fjölmennu,
sæmilega bjargálna heimili. Hún var
níunda bam Urriðakotshjónanna af
tíu, sem komust upp. Guðmundur,
faðir Guðbjargar, hóf búskap í Urriða-
koti árið 1887 á móti fóður sínum, Jóni
Þorvarðssyni, sem hafði búið á jörð-
inni frá 1846. Guðmundur lét af bú-
skap árið 1942 og skorti því ekki nema
fjögur ár í heila öld að jörðin væri set-
in af þeim feðgum.
Það fer lítið fyrir Urriðakotinu í
dag. Þegar farið er um svokallaðan
Flóttamannaveg sjást aðeins vall-
grónar rústir í túninu þar sem gamli
bærinn stóð í túninu norðan Urriða-
kotsvatns. Þeir sem ekkert þekkja til
munu eiga bágt með að ímynda sér að
á þessari öld hafi stórfjölskylda orðið
að framfleyta sér og skilað til framtíð-
arinnar stórum hópi nýtra borgara,
sem öll hlutu farsælar gáfur í vöggu-
gjöf, komust vel til manns og urðu
dugandi og vel metnir borgarar.
Urriðakotið taldist ekki til stórjarða.
Afkomendur Urriðakotshjóna eru
þegar komnir vel yfir tvö hundruð.
Faðir Jóns Þorvarðssonar, fóðurafa
Guðbjargar, var Þorvarður Jónsson
bóndi að Vötnum í Ölfusi, en kona
hans var Guðbjörg Eyjólfsdóttir,
bónda og hreppstjóra á Kröggólfs-
stöðum. Þorvarður var sonur Jóns
Sigurðssonar á Bíldsfelli í Grafningi,
sem var fæddur 1746 í Nýjabæ í Ölf-
usi. Föðuramma Jórunnar var Jórunn
Magnúsdóttir frá Litlalandi í Ölfusi,
Magnússonar, Beinteinssonar útvegs-
bónda í Þorlákshöfn, en móðir Jór-
unnar Magnúsdóttur var Herdís Þor-
geirsdóttir bónda í Litlalandi. Móður-
foreldrar Guðbjargar Guðmundsdótt-
ur voru Jón Guðmundsson, bóndi á
Setbergi í Garðahreppi, sem er næsti
bær við Urriðakot og kona hans, Vil-
borg Jónsdóttir, sem ættuð var frá
Einholti í Biskupstungum. Jón á Set-
bergi var sonur Guðmundar Eiríks-
sonar, sem nefndur var,jiinn ríki eða
sauðglöggi“ og löngum hefur verið
kenndur við Haukadal í Biskupstung-
um en bjó síðast í Miðdal f Mosfells-
sveit. Kona hans var Guðbjörg Jóns-
dóttir frá Ósabakka af Hörgshólsætt.
Jón á Setbergi átti 18 böm með
tveimur konum. Er hann ættfaðir Set-
bergsættarinnar og er margt kjama-
fólk komið af þeirri ætt eins og af
Bíldfellsættinni.
Af framansögðu sést að Guðbjörg
var af góðum stofni í báðar ættir og
erfði í ríkum mæli margt það besta
frá báðum ættum s.s. dugnað og far-
sælar gáfur.
Eftir að hafa lokið námi við bama-
skólann í Hafnarfirði fór Guðbjörg
strax að vinna foreldrum sínum, en
réð sig ekki I vist annars staðar eins
og Jómnn, systir hennar, gerði. Hygg
ég að hún hafi af ræktarsemi við for-
eldra sína ekki leitað annarrar virmu á
meðan þau stunduðu búskap í Urriða-
koti allt til 1935. Án hennar hjálpar og
vinnukrafts hefðu foreldrar hennar
vart getað búið í Urriðakoti öllu leng-
ur. Bæði vom þau farin að reskjast og
búið gaf ekki það mikið af sér að hægt
væri að greiða þeim, sem gengið
hefðu í störf Guðbjargar, full laun og
erfitt hefði verið að fá þann vinnu-
GUÐBJÖRG
GUÐMUNDSDÓTTIR
situr orðlaus um stund. Hann hafði
nefnilega svarað mér á svipaðan
máta í heimsókn minni til hans á
sjúkrahúsið, er ég spurði hann eitt-
hvað á þá leið hvort hann færi heim
um helgina. Svarið var einlægt og
alvömþrungið. „Þetta er búið hjá
mér.“
Hann vissi örugglega hvernig
komið var. Hann sýndi vinum sínum
og kunningjum sem heimsóttu hann
sama æðruleysið og yfii-vegunina
sem alla jafna einkenndu framkomu
hans.
Leiðir okkar lágu fyrst saman
1947, en þá ókum við leigubíl frá
Aðalstöðinni í Keflavík. Ingvar var
að allra mati lista-ökumaður og
allir sem með honum óku gáfu
honum hæstu einkunn. Enn lágu
leiðir okkar saman þegar hann hóf
starf hjá Fríhöfninni árið 1959.
Þar störfuðum við saman þar til að
starfslokum kom vegna aldurs.
Ingvar átti hug allra samstarfs-
manna sinna sem minntust hans á
dánardaginn með því að kveikja á
tveimur kertum sem látin voru
loga á kaffistofu starfsmanna Frí-
hafnarinnar svo lengi sem vaktin
hans var að störfum þann daginn.
Ingvar átti ekki síður hug og
virðingu þeirra tugþúsunda við-
skiptavina sem nutu frábærrar
þjónustu hans og ljúfmannlegrar
framkomu hans við afgreiðslustörf
hjá Fríhöfninni um þrjátíu og fimm
ára skeið.
Ingvar skipti aldrei skapi, hann
var alltaf sami ljúfi persónuleikinn
hvar og hvenær sem var, hafði
gaman af hverskonar veiði-
mennsku, var sérlega laginn með
veiðistöngina og það var gaman að
vera nálægur á árbakkanum og sjá
einbeitinguna sem skein úr andliti
veiðimannsins.
Jú, það er margs að minnast á
langri leið, sem ekki er hægt að
rifja upp í fáum orðum, við geym-
um það til betri tíma, vinur, þegar
leiðir okkar liggja saman á ný. Því
enginn veit sína ævina fyrr en öll
er.
Kæri vinur, hafðu bestu þakkir
fyrir ánægjulega samfylgd. Þú
brást aldrei. Þú varst alltaf eins og
klettur, sama á hverju gekk. Þú
varst vinur, alltaf vinur.
Elsku Soffía, við hjónin sendum
þér og fjölskyldunni allri innilegar
samúðarkveðjur.
Gunnar Kristjánsson.
kraft. Guðbjörg var aldrei kröfuhörð.
Hún var ósérhlífin og gekk í svoneíhd
karlsmannsstörf bæði sumar og vetí
ur. M.a. gekk hún að slætti, smalaði
og rúði og vann flest útistörf. Eins og
hún átti ætt til var hún handlagin og í
frístundum fékkst hún við fína handa-
vinnu.
Guðbjörg giftíst vorið 1935 Páli
Kjartanssyni, ættuðum úr Landsveit.
Tóku þau þá Urriðakotið á leigu og
hófu þar búskap. Guðbjörgu var
sveitabúskapur í blóð borinn og þráði
að búa áfram í Urriðakoti. Höfðu for-
eldrar hennar þá byggt sér lítið íbúð-
arhús áfast bænum á þeim stað, sem
gamli vesturbærinn hafði verið. Árið
1937 fæddist síðasta bamið í Urriða-
kotið, Svanur sonur þeirra Guðbjarg-
ar og Páls.
Örlögin höguðu því þannig að þau
hættu búskap eftir tvö ár. Um það
leyti var að ganga í garð bylting á öll-
um landbúnaðarháttum og um að-
keyptan vinnukraft var ekld að ræða.
Fluttust þau þá til Hafnarfjarðar og
áttu þar heima skamma hríð. Þau
bjuggu á Minni-Völlum í Landsveit í
nokkur ár og fluttust aftur til Hafnar-
fjarðar til þess að auðvelda syni sínum
að stunda nám, sem hugur hans stóð
til. Eftir lát manns síns vann Guð-
björg í fiskvinnu og í niðurlagningar-
stöð í nokkur ár. Guðbjörg hafði yndi
af að kynnast landinu og ótaldar eru
þær ferðir er Svanur keyrði þær syst-
ur, Jórunni og Guðbjörgu, bæði um
hálendið og byggðir landsins. Guð-
björg var ekki allra en átti marga
góða vini. Henni var kærleikur í blóð
borinn og hugsaði meira um annarra
hag en sjálfrar sín, sem er aðall góðs
manns.
Við hjónin sendum Línu og Svani
samúðarkveðjur.
Guðmundur Bjömsson.