Morgunblaðið - 15.04.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.04.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998 25 VIÐSKIPTI Nations Bank og Bank Amer- ica i eina sæng BAe ræðir samruna við GEC London. Reuters. BREZKA flugiðnaðarfyrir- tækið British Aerospace Plc hefur aftur tekið upp viðræð- ur við General Electric Co Plc um samruna og íhugar viðræður um hlut í sænska flugvélaframleiðandanum SAAB. Blaðið Observer segir að BAe og GEC hafi endurvakið gamlar viðræður í því skyni að gera Breta samkeppnis- hæfa í flugiðnaði. Sunday Times segir að BAe reyni að víkka út gild- andi samning við SAAB til að auka útflutning á Grippen- herflugvélum SAAB með því að fá 30% hlut í SAAB Aircraft. Líkur eru á að BAe og SAAB fái pöntun frá Suður- Afríku í 40 Grippen-flugvélar að andvirði um einn milljarð- ur punda. Fyrirtækjunum berast einnig pantanir frá Chile og Austur-Evrópu. Airbus-samtök flugiðnað- arins í Bretlandi, Frakklandi, Pýzkalandi og Spáni hafa samþykkt í meginatriðum að koma á fót sameiginlegu flug- iðnaðar- og landvarnafyrir- tæki vegna harðrar sam- keppni frá Bandarfkjunum. Bankarisar sameinast gegn alda- mótavírus London. Reuters. HÓPUR bankarisa hefur skýrt frá stofiiun samstarfs- hóps, sem á að koma í veg fyrir að aldamótavírus geri usla á fjármálamörkuðum. í tilkynningu frá bönkun- um segir að safnað verði upp- lýsingum til að kanna viðbún- að í löndum, borgum og fyrir- tækjum gegn tölvuhruni, sem kann að draga dilk á eftir sér á fjármálamörkuðum heims þegar árið 2000 gengur í garð. Sagt er að tilgangurinn sé að semja leiðbeiningar, sem notaðar verði í greininni og af eftirlitsyfirvöldum. Þátttaka er ótakmörkuð, en í tilkynningu eru nefndir 24 áhrifamiklir samstarfsaðil- ar, þar á meðal Barclays Bank, Tokyo-Mitsubishi- banki, Hong Kong Bank, Citi- bank og Deutsche Bank. Flestir Bretar gegn evro London. Reuters. MIKILL meirihluti brezkra kjósenda er enn andvígur aðild að sameiginlegum evr- ópskum gjaldmiðli, evro, samkvæmt skoðanakönnun í Guardian. Af þeim sem spurðir voru vildu 26% aðild, 61% voru á móti og 13% óákveðnir. í febrúar 1995 voru 26% hlynntir, 51% á móti og 23% óákveðnir. Kjósendur allra flokka voru á móti aðild: 55% kjós- enda Verkamannaflokksins, 73% kjósenda íhaldsflokks- ins og 60% kjósenda Frjáls- lynda demókrataflokksins, sem styður evro. New York. Reuters. BANDARÍSKU bankamir Bank America Corp. og Nations Bank Corp. hafa samþykkt að sameinast með því að skiptast á hlutabréfum upp á 60 milljarða dollara og koma á fót stærsta banka Bandaríkj- anna. Nýja fyrirtækið verður með eignir upp á 570 milljarða dollara og er þetta mesti bankasamningur sögunnar. Nokkrum klukkustundum áður sameinaðist Banc One Corp. First Chicago NBD Corp. með 29 millj- arða dollara samningi og aðeins vika er liðin frá samruna Citicorp og Travelers Group Inc. Þegar fyrirhuguðum samruna lýkur verða starfsmenn hins nýja BankAmerica 180.000. Hann verð- ur tengdur 29 milljónum heimila í 22 ríkjum Bandaríkjanna og mun þjóna tveimur milljónum fyrir- tækja í 39 löndum. Samkvæmt samningi, sem stjórn- ir BankAmerica og NationsBank hafa samþykkt, verður komið á fót nýju eignarhaldsfyrirtæki, BankA- merica Corp. Hluthafar í hinum gamla BankAmerica fá 1,1316 hlutabréf í hinum nýja BankAmer- ica fyrir hlutabréf sín. Hluthafar NationsBank fá eitt hlutabréf í nýja bankanum fyrir hlutabréf sín. Miðað við lokaverð á föstudag verður hvert bréf í hinum gamla BankAmerica 86,50 dollara virði við samrunann. Lokaverð hluta- bréfa í BankAmerica var 86,10 dollara á föstudag í kauphöllinni í New York, en lokaverð bréfa í NationsBank var 76,44. dollara „Markar þáttaskii" Hugh McColl frá NationsBank, sem verður stjórnarformaður nýja fyrirtækisins, kvaðst telja að sam- runinn „markaði þáttaskil í banka- geiranum, þar sem komið yrði á fót banka á landsvísu sem rekinn yrði af harðfylgi." David Coulter frá BankAmerica verður stjórnarfor- seti nýja fyrirtækisins. NationsBank hefur bækdstöð í Charlotte, Norður-Karólínu, og BankAmerica í San Francisco. BankAmerica hefúr einnig ákveðið að selja fasteignaþjónustu sína, sem er önnur stærsta húsnæðislánastofn- un landsins, húsnæðis- og fjái-mála- fyrirtækinu GreenPoint Financial Corp. fyrir 703 milljónir dollara. Hugsaðu fyrst! Hugsaiu hratt! Hugsaðu sjálfstætt! Nú eru þessar eflugu Power Macinlosh 6500/250 á sérlega géðu verði. ________________,......•' “ | . j I t I » f f I# I • t *l | I • II I I I í * » » i * i * * * > » » 111» • i i i i 4 i i e • I i i i i i i / / % * /...........* I . I, M . I Tölvurnar eru meö 250 MHz PowerPC 603e örgjörva, 32 Mb vinnsluminni, 4 Gb harðdiski, SD-hrööunarkoríi, 24-hraöa geisladrifi, L2 flýtiminni, innbyggöu ZlP-drifi, 36W hátalara-pari meö 3-D og LivePix-myndvinnsluforriti. Tilboð 1: m/15" MulHple Display-skjá: 199.900,• TilboS 2: m/17" 720-skjá: V 239.900,- Umboð Akureyri: ÍU Haftækni CD VtSA Apple-umboðið Skipholti 21, 105 Reykjavík, sími: 511 5111 Netfang: sala@apple.is Veffang: http://www.apple.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.