Morgunblaðið - 15.04.1998, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998 25
VIÐSKIPTI
Nations Bank
og Bank Amer-
ica i eina sæng
BAe ræðir
samruna
við GEC
London. Reuters.
BREZKA flugiðnaðarfyrir-
tækið British Aerospace Plc
hefur aftur tekið upp viðræð-
ur við General Electric Co
Plc um samruna og íhugar
viðræður um hlut í sænska
flugvélaframleiðandanum
SAAB.
Blaðið Observer segir að
BAe og GEC hafi endurvakið
gamlar viðræður í því skyni
að gera Breta samkeppnis-
hæfa í flugiðnaði.
Sunday Times segir að
BAe reyni að víkka út gild-
andi samning við SAAB til að
auka útflutning á Grippen-
herflugvélum SAAB með því
að fá 30% hlut í SAAB
Aircraft.
Líkur eru á að BAe og
SAAB fái pöntun frá Suður-
Afríku í 40 Grippen-flugvélar
að andvirði um einn milljarð-
ur punda. Fyrirtækjunum
berast einnig pantanir frá
Chile og Austur-Evrópu.
Airbus-samtök flugiðnað-
arins í Bretlandi, Frakklandi,
Pýzkalandi og Spáni hafa
samþykkt í meginatriðum að
koma á fót sameiginlegu flug-
iðnaðar- og landvarnafyrir-
tæki vegna harðrar sam-
keppni frá Bandarfkjunum.
Bankarisar
sameinast
gegn alda-
mótavírus
London. Reuters.
HÓPUR bankarisa hefur
skýrt frá stofiiun samstarfs-
hóps, sem á að koma í veg
fyrir að aldamótavírus geri
usla á fjármálamörkuðum.
í tilkynningu frá bönkun-
um segir að safnað verði upp-
lýsingum til að kanna viðbún-
að í löndum, borgum og fyrir-
tækjum gegn tölvuhruni, sem
kann að draga dilk á eftir sér
á fjármálamörkuðum heims
þegar árið 2000 gengur í
garð.
Sagt er að tilgangurinn sé
að semja leiðbeiningar, sem
notaðar verði í greininni og af
eftirlitsyfirvöldum.
Þátttaka er ótakmörkuð,
en í tilkynningu eru nefndir
24 áhrifamiklir samstarfsaðil-
ar, þar á meðal Barclays
Bank, Tokyo-Mitsubishi-
banki, Hong Kong Bank, Citi-
bank og Deutsche Bank.
Flestir
Bretar
gegn evro
London. Reuters.
MIKILL meirihluti brezkra
kjósenda er enn andvígur
aðild að sameiginlegum evr-
ópskum gjaldmiðli, evro,
samkvæmt skoðanakönnun í
Guardian.
Af þeim sem spurðir voru
vildu 26% aðild, 61% voru á
móti og 13% óákveðnir.
í febrúar 1995 voru 26%
hlynntir, 51% á móti og 23%
óákveðnir.
Kjósendur allra flokka
voru á móti aðild: 55% kjós-
enda Verkamannaflokksins,
73% kjósenda íhaldsflokks-
ins og 60% kjósenda Frjáls-
lynda demókrataflokksins,
sem styður evro.
New York. Reuters.
BANDARÍSKU bankamir Bank
America Corp. og Nations Bank
Corp. hafa samþykkt að sameinast
með því að skiptast á hlutabréfum
upp á 60 milljarða dollara og koma
á fót stærsta banka Bandaríkj-
anna. Nýja fyrirtækið verður með
eignir upp á 570 milljarða dollara
og er þetta mesti bankasamningur
sögunnar.
Nokkrum klukkustundum áður
sameinaðist Banc One Corp. First
Chicago NBD Corp. með 29 millj-
arða dollara samningi og aðeins
vika er liðin frá samruna Citicorp
og Travelers Group Inc.
Þegar fyrirhuguðum samruna
lýkur verða starfsmenn hins nýja
BankAmerica 180.000. Hann verð-
ur tengdur 29 milljónum heimila í
22 ríkjum Bandaríkjanna og mun
þjóna tveimur milljónum fyrir-
tækja í 39 löndum.
Samkvæmt samningi, sem stjórn-
ir BankAmerica og NationsBank
hafa samþykkt, verður komið á fót
nýju eignarhaldsfyrirtæki, BankA-
merica Corp. Hluthafar í hinum
gamla BankAmerica fá 1,1316
hlutabréf í hinum nýja BankAmer-
ica fyrir hlutabréf sín. Hluthafar
NationsBank fá eitt hlutabréf í nýja
bankanum fyrir hlutabréf sín.
Miðað við lokaverð á föstudag
verður hvert bréf í hinum gamla
BankAmerica 86,50 dollara virði
við samrunann. Lokaverð hluta-
bréfa í BankAmerica var 86,10
dollara á föstudag í kauphöllinni í
New York, en lokaverð bréfa í
NationsBank var 76,44. dollara
„Markar þáttaskii"
Hugh McColl frá NationsBank,
sem verður stjórnarformaður nýja
fyrirtækisins, kvaðst telja að sam-
runinn „markaði þáttaskil í banka-
geiranum, þar sem komið yrði á fót
banka á landsvísu sem rekinn yrði
af harðfylgi." David Coulter frá
BankAmerica verður stjórnarfor-
seti nýja fyrirtækisins.
NationsBank hefur bækdstöð í
Charlotte, Norður-Karólínu, og
BankAmerica í San Francisco.
BankAmerica hefúr einnig ákveðið
að selja fasteignaþjónustu sína, sem
er önnur stærsta húsnæðislánastofn-
un landsins, húsnæðis- og fjái-mála-
fyrirtækinu GreenPoint Financial
Corp. fyrir 703 milljónir dollara.
Hugsaðu fyrst!
Hugsaiu hratt!
Hugsaðu sjálfstætt!
Nú eru þessar eflugu Power Macinlosh 6500/250 á sérlega géðu verði.
________________,......•'
“ | . j
I t I » f f I# I • t *l | I • II I I I
í * » » i * i * * * > » » 111»
• i i i i 4 i i e • I i i i i i i
/ / % * /...........* I . I, M .
I
Tölvurnar eru meö 250 MHz PowerPC 603e örgjörva, 32 Mb vinnsluminni,
4 Gb harðdiski, SD-hrööunarkoríi, 24-hraöa geisladrifi, L2 flýtiminni,
innbyggöu ZlP-drifi, 36W hátalara-pari meö 3-D og LivePix-myndvinnsluforriti.
Tilboð 1: m/15" MulHple Display-skjá:
199.900,•
TilboS 2: m/17" 720-skjá:
V
239.900,-
Umboð Akureyri:
ÍU
Haftækni
CD
VtSA
Apple-umboðið
Skipholti 21, 105 Reykjavík, sími: 511 5111
Netfang: sala@apple.is Veffang: http://www.apple.is