Morgunblaðið - 15.04.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.04.1998, Blaðsíða 2
2 MIÐVTKUDAGUR 15. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Umhverfísráðherra fellst á lagningu Búrfellslínu GUÐMUNDUR Bjarnason um- hverfisráðherra hefur fallist á lagn- ingu 400 kV Búrfellslínu 3A frá Búr- fellsvirkjun að Lyklafelli við Sand- skeið. Að því er fram kemur í frétt frá umhverfisráðuneytinu hefur lagning línunnar að mati ráðuneytisins nei- kvæð áhrif á umhverfið á svonefndri Ölkelduhálsleið, þ.e. frá Sogi um Öl- kelduháls að Orustuhólshrauni, en á hinn bóginn er ljóst að Landsvirkjun hafði ótvírætt leyfi iðnaðarráðherra frá árinu 1991 til að leggja 220 kV eftir þeirri leið. I fréttinni segir að í úrskurði skipulagsstjóra frá 23. janúar sl. um mat á umhverfísáhrifum 400 kV Búr- fellslínu 3A hafi verið krafíst frekari mats og að borin yrðu saman um- hverfisáhrif línunnar á Ölkelduháls- leið annars vegar og svonefndri Ölf- usleið hins vegar, þ.e. frá Sogi um Grafningsháls og Ölfus að Orustu- hólshrauni. Landsvirkjun hafí kært þennan úrskurð til umhverfisráð- herra, sem hefur nú fallist á lagn- ingu línunnar. Rýrir útivistargildi svæðisins I úrskurði ráðuneytisins segir orð- rétt: ,Að mati ráðuneytisins er Ijóst að hin fyrirhugaða lagning 400 kV Búrfellslínu 3A og sú röskun á landi sem fylgir framkvæmdinni, þar með talið vegna vegagerðar, hafa nei- kvæð áhrif á umhverfíð á svonefndri Ölkelduhálsleið. Umrætt svæði er að miklu leyti ósnortið og mun framkvæmdin tví- mælalaust rýra útivistargildi þess.“ í frummatsskýrslu og kæru Lands- virkjunar kom fram að hún myndi nýta sér heimild sína til að reisa 220 kV Búrfellslínu 3A fengist ekki leyfi fyrir 400 kV línu. Um það segir í niðurstöðu ráðuneytisins: „Það er mat ráðuneytisins að spennuhækk- un Búrfellslínu 3A úr 220 kV í 400 kV ásamt breytingu á möstrum og leiðurum muni ekki hafa í för með sér umtalsvert skaðlegri áhrif á umhverfið en lagning 220 kV línu á svonefndri Ölkelduhálsleið. Breyting vegna lagningar 400 kV línu í stað lagningar 220 kV línu er einkum af sjónrænum toga. A móti kemur að flutningsgeta linunnar eykst verulega, sem til lengri tíma litið verður til þess að þörf fyrir nýjar raflínur frá Þjórsársvæðinu til höfuðborgarsvæðisins verður minni en ella. . m JUTd f5$ Beið bana í bílslysi TÆPLEGA þrjátíu og þriggja ára gamall maður, Arni Þorkelsson, beið bana í bílslysi undir Ólafsvíkurenni snemma á mánudagsmorgun, þegar bifreið sem hann ók fór út af vegin- um og hafnaði á hlöðnum grjótgarði. Bifreiðin var á leið til Ólafsvíkur frá Hellissandi, þegar hún virðist lenda í lausamöl með þeim afleiðing- um að ökumaður missti stjóm á bif- reiðinni og missti hana utan vegar. Hún valt síðan og hafnaði á hlöðnum sjóvarnargarði utan með veginum. Tilkynning um slysið barst til lög- reglu Ólafsvík tíu mínútur í sex á mánudagsmorgun en Árni var látinn þegar að var komið. Farþegi sem var í bifreiðinni slapp lítið slasaður. Arni heitinn var fæddur 26. maí árið 1965, til heimilis að Skólabraut á Hellissandi. Ámi var fráskilinn og lætur eftir sig tvö börn. Ráðherraskipti á morgun Friðriki þökk- uð störfin NOKKRIR þingmenn stjómar- andstöðu sáu ástæðu til þess að þakka Friðriki Sophussyni frá- farandi fjármálaráðherra sér- staklega fyrir samstarfíð á liðn- um árum við umræður um fjár- aukalög íyrir árið 1997 á Aiþingi í gær. Friðrik lætur af embætti fjár- málaráðherra á morgun, fímmtudag, en mun áfram gegna þingmennsku. Við emb- ætti fjármálaráðherra tekur Geir H. Haarde. Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður Alþýðubandalags og óháðra, Kristín Ástgeirsdóttir, þingmaður utan flokka, Sighvatur Björgvinsson og Ágúst Einars- son, þingmenn þingflokks jafnað- armanna, voru meðal þeirra sem þökkuðu ráðherra fyrir samstarf- ið í ráðherratíð hans og óskuðu honum velfamaðar í framtíðinni. Fjármálaráðherra þakkaði sömu- leiðis alþingismönnunum kærlega fyrir samstarfið og fyrir hlý orð í sinn garð. Morgunblaðið/Emil Þór Brúargerð yfir Gígju gengur vel SMÍÐI nýrrar brúar yfir Gígju- kvísl í stað þeirrar sem Skeiðar- árhlaupið hreif með sér gengur yómandi vel að sögn Guðmundar Helga Gunnarssonar verksljóra við brúarsmíðina og er vinnu- flokkurinn þessa dagana að und- irbúa sig undir að steypa mið- hluta brúargólfsins, sem er um 130 metrar að lengd. Alls er brú- in um 300 metra löng, auk þess sem 18 metra landbrýr eru við hvom enda hennar. Hafíst var handa við verkið í lok nóvember og gert er ráð fyrir að brúin verði tilbúin um mitt sumar. Ár- mannsfell er verktaki. Frakki j gafst upp á göngu yfir landið LÖGREGLAN á Selfossi sótti á laugardag franskan ferðamann | sem hafði gefíst upp á göngu sinni P þvert yfir landið sökum meiðsla á fótum. Landi hans og ferðafélagi gekk að Gullfossi og bað um hjálp. Mennirnir voru tveir á ferð, ann- ar tuttugu og níu ára gamall og hinn hálffertugur. Þeir lögðu upp frá Laugarfelli í Eyjafirði og héldu þaðan til Hveravalla og síðan Hvít- ámess og þaðan til Hagavatns það- j an sem ganga átti til Laugarvatns j en við svo búið gafst maðurinn upp i á göngu sinni. Fætumir illa famir Hann var þá með hælsæri, tæm- ar vom illa marðar og einnig ristin. Svo slæm voru sárin eftir þrammið að sldnn hafði farið af á mörgum stöðum og úr blæddi samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Talið er j að hann hafi verið illa skóaður. Félagi hans skildi hann eftir við I vatnið og fór að Gullfossi, þar sem j hann fékk vegfaranda til að hringja úr bílasíma sínum í lögreglu og til- kynna að ferðafélagi sinn væri meiddur á fæti og kæmist ekki hjálparlaust til byggða. Lögreglu- menn fluttu hann síðan á heilsu- gæslustöðina á Selfossi þar sem búið var um meiðsli hans. Strandamenn i mótmæla flutningi sýslumanns VIÐ utandagskrámmræðu á Al- j þingi í gær gagnrýndu þingmenn i úr stjóm og stjórnarandstöðu Þor- ' stein Pálsson dómsmálaráðherra P fyrir þá hugmynd að ætla að flytja Sigurð Gizurarson, sýslumann á Akranesi, í sýslumannsembættið á Hólmavík. Yfir 200 Strandamenn hafa skrifað undir mótmæli við hugmyndina og hvetja þingmenn Vestfjarða til að koma í veg fyrir þessi áform. Þorsteinn Pálsson gaf við um- j ræðuna til kynna að ekki stæði til j að falla frá hugmyndinni en benti á , að sýslumaðurinn á Akranesi hefði * andmælarétt til 20. apríl. Einar K. Guðfínnsson, þingmaður Sjálfstæð- isflokks, sagði ákvörðun ráðherra óskynsamlega og skoraði á hann að endurskoða afstöðu sína. Gunn- laugur M. Sigmundsson, þingmað- ur Framsóknaifiokks, sagði málið hafa vakið reiði í Strandasýslu og vonaðist til að ráðherra fyndi aðra lausn á málinu. Steingrímur J. Sig- fússon, þingmaður Alþýðubanda- lags og óháðra, sagði þessa ákvörð- un mjög undarlega stjórnsýslu. ■ Þingmenn gagnrýna/20 Sérblöð í dag Fyrir hverja skal votta? Ördeyða á »Hryggnum‘7C2 ÍS framleiddi minna 1997/C3 Andsnúnir hvalveiðum/C8 SH2ÍI D UM SJAVARÚTVSQ »•••••••••• oröimblnbib Framarar náðu síðasta sætinu í undanúrslitunum/B3 Spennandi toppbarátta á Englandi og Ítalíu/B8 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.