Morgunblaðið - 15.04.1998, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998
AKUREYRI
MORGUNB LAÐIÐ
Hross veiktust á Bakka í Svarfaðardal
Vægur grun-
ur um hitasótt
ÞRJÚ folöld og eitt trippi veiktust
um páskana í hesthúsinu á Bakka í
Svarfaðardal. Einkenni voru að
mörgu leyti áþekk og á hitasóttinni
sem herjað hefur á hesta syðra, slen
og staðfest var að eitt folaldanna
var með hita, en Ólafur Valsson
dýralæknir sagði að ekki væri hægt
að staðfesta enn sem komið væri að
veikin hefði borist norður.
Sýning á
verðlauna-
gripum
SÝNING á verðlaunagripum í
samkeppni sem bæjarráð
Akureyrar efndi til um hönnun
og framleiðslu minjagripa sem
ætlaðir eru til gjafa fyrir Akur-
eyrarbæ verður opnuð á Lista-
safninu á Akureyri í dag, mið-
vikudaginn 15. apríl og stendur
hún fram á sunnudag, 19. apríl.
Verðlaunaafhending fer fram á
Listasafninu næstkomandi
laugardag, 18. apríl.
Markmið keppninnar var að
fá fram tillögur að hönnun og
framleiðslu tækifærisgjafa og
var óskað eftir að þær væru í
þremur verðflokkum, þ.e. mun-
ir sem kosta undir 500 krónum,
undir 3000 krónum og loks
munir sem kosta allt að 10 þús-
und krónur. Æskilegt þótti að
munimir tengdust á einhvern
hátt eða minntu á Akureyri og
höfðuðu til þjóðlegra einkenna,
en það var þó ekki skilyrði.
Alls skiluðu 17 einstaklingar
inn munum og litu margar at-
hyglisverðar tillögur ljós, en
dómnefnd þótti þó töluvert
skorta á að margar hugmynd-
anna væru tæknilega og hug-
myndalega fullnægjandi út-
færðar. Af þeirri ástæðu valdi
dómnefnd þann kost að veita
engin fyrstu verðlaun í flokk-
unum.
Dagatal og lyklakassi
I ódýrasta flokknum voru
veitt tvenn önnur verðlaun,
annars vegar fékk George
Hollanders verðlaun fyrir
dagatal og Snæbjörn og Hrafn
Þórðarsynir fyrir lyklakassa.
Næla eftir Önnu Gunnarsdótt-
ur og bókahnífur úr hrosslegg
eftir Guðrúnu Steingrímsdótt-
ur hlutu þriðju verðlaun. Kassi
með lás eftir Beate Stormo og
George Hollanders hlaut verð-
laun í þriðja verðflokki. Einnig
ákvað dómnefnd að kaupa
grunnhugmynd af einum þátt-
takanda og semja við hann um
þróun hennar svo henti Akur-
eyrarbæ sem sérstakur minja-
gripur, en eigandi tillögunnar
er George Hollanders.
Hitasóttin breiddist hratt út í
Borgarfírði um páskahelgina og er
sóttin nú einnig komin austur yfir
Markarfijót.
Hjá embætti yfirdýralæknis hef-
ur verið ákveðið að fella niður aðrar
vamarlínur en Mýrdalssand og
Holtavörðuheiði, auk þess sem
Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla
verður áfram sérstakt varnarsvæði,
svo nú em svæðin einungis þrjú, að
sögn Sigríðar Bjömsdóttur, dýra-
læknis hrossasjúkdóma.
Enn er ekki staðfest hvað veldur
sleninu í Svarfaðardal. „Þetta er
bara vægur gmnur ennþá, en kem-
ur væntanlega í ljós á næstu dögum
hvað þama er á ferðinni því það em
fleiri hross í húsinu og þau hafa þá
líklega smitast einnig," sagði Ólaf-
ur. „En þetta getur allt eins verið
eitthvað allt annað, það em til ýmis
afbrigði af hestaveitó sem hafa svip-
uð einkenni."
Ólafur sagði að ekki væri hægt að
rekja nein ferðalög fólks til eða frá
hesthúsinu og yfir á sýkt svæði,
„þannig að við trúum því mátulega
að þama sé um hitasótt að ræða, en
höfum allan vara á og fylgjumst vel
með þessu,“ sagði Ólafur.
Morgunblaðið/Guðmundur Þór
KRISTINN Bjömsson hlaut æðstu orðu Kiwanishreyfingarinnar, Hixon
orðuna, Sveinbjöm Árnason, forseti Súlna, afhenti Kristni orðuna.
Kristinn sæmdur
Hixon orðunni
ólafsfirði. Morgunblaðið.
KIWANISKLÚBBURINN Súlur í
Ólafsfirði veitti Kristni Bjömssyni
skíðamanni æðstu viðurkenningu
Kiwanishreyfingarinnar, Hixon
orðuna á sérstökum hátíðarfundi
síðastliðinn sunnudag.
Fær hann þessa orðu fyrir frá-
bæran árangur á skíðum og fyrir
að halda nafni Ólafsfjarðar og ís-
lands á lofti. í ræðu Sveinbjöms
Ámasonar, forseta Súlna, kom
fram að Hixonfélagsskapurinn var
stofhaður tii heiðurs fyrsta forseta
Alþjóðasambands Kiwanis, Georg
F. Hixon. Andvirði orðunnar renn-
ur til joðverkefnis Kiwanis en það
er að útrýma joðskorti í heiminum
árið 2000. Kristinn er annar íslend-
ingurinn sem ekki tengist Kiwanis-
hreyfingunni á íslandi til að hljóta
þessa orðu en hinn er Vigdís Finn-
bogadóttir, fyrrverandi forseti Is-
lands, en hún er jafnframt verndari
joðverkefnisins. Bæjarstjóra Ólafs-
fjarðar hélt Kristni Björnssyni og
fjölskyldu kvöldverðarboð í kjöifar
Islandsmeistaramótsins á skiðum.
Afhenti forseti bæjarstjómar, Þor-
steinn Ásgeirsson Kristni 150 þús-
und krónur að gjöf frá Ólafsfjarð-
arbæ sem viðurkenningu fyrir frá-
bæran árangur á skfðum í vetur.
Norðurlandsmót í snjókrossi haldið í Ólafsfirði
Ólafsfirði. Morgunblaðið.
NORÐURLANDSMÓT í snjó-
krossi var haldið í Ólafsfirði síð-
astliðinn laugardag. Keppt var í
tveimur fiokkum í mótinu, vanir
og óvanir. Alls var keppt á 21
sleða, 13 keppendur í fiokknum
óvanir og 8 í fiokknum vanir.
Norðurlandsmeistari hjá vön-
um var Alexander Kárason, í
öðru sæti var Finnur Aðalbjarn-
arson og í þriðja sæti var Stefán
Bjamason.
I fiokknum óvanir var Helgi
Ólafsson Norðurlandsmeistari,
Alexander og
Helgi Norður-
landsmeistarar
Gunnlaugur Gunniaugsson var í
öðm sæti og Helgi Schiöth í því
þriðja.
Evrópumót eftir tvö ár
Keppnin fór fram í bliðskapar-
veðri og var keppnissvæðið í miðj-
Morgunblaðið/Guðmndur Þór
um bænum. Undanfarið hefur
tekið mikinn snjó upp í bænum og
þurftu menn að grípa til þess ráðs
að keyra snjó á mótsstað.
Keppnisbrautin er einn kíló-
metri og vom farnir íjórir hring-
ir í einni umferð. Samanlagður
tími úr þremur umferðum réð
úrslitum um hver bar sigur úr
býtum. Mikill fjöldi fólks fylgdist
með keppninni sem þótti takast
mjög vel. Rætt hefur verið um að
Evrópumót í snjókrossi fari fram
í Ólafsfirði eftir tvö ár.
Mannauður og menntun
f sjávarútvegi
Ráðstefna á vegum sjávarútvegsráðuneytisins
og Háskólans á Akureyri.
Haldin á Akureyri í Fiðlaranum, Skipagötu 14,
4. hæð, föstudaginn 17. apríl 1998.
Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis.
Skráning fer fram í síma 463 0900, fax 463 0999,
netfang sigharis@unak.is
Skákþing Norðlend-
inga framundan
SKÁKÞING Norðlendinga í yngri
flokkum verður haldið í Skákheimil-
inu við Þingvallastræti á Akureyri
dagana 18.-19. apríl nk. Skákþing
Norðlendinga í eldri flokkum verð-
ur haldið á sama stað dagana 23.-26.
apríl.
í keppni yngri flokka er stefnt að
7 umferðum og verða tefldar skákir
með 20 mínútna umhugsunartíma
fyrir hvem keppanda til að ljúka
skák. Teflt verður í kvennaflokki,
drengjaflokki, unglingaflokki og
þarnaflokki.
Veitt verða vegleg verðlaun sem
eru bikar fyrir hvern flokk og verð-
launapeningar fyrir þrjú efstu sæti í
hverjum flokki. Skráningu í mótið
skal lokið í síðasta lagi 10 mínútum
fyrir mót.
í eldri flokki verða tímamörk ein
og hálf klukkustund á 36 leiki og 30
mínútur til að ljúka skák. Verðlaun
verða bikar til eignar, svo og pen-
ingaverðlaun fyrir fimm efstu sætin
og fær sigurvegarinn 20.000 krónur
í sinn hlut. Skráningu skal lokið í
síðasta lagi 10 mínútum fyrir mót.
Aflýsa varð frum-
sýningu á Markús-
arguðspjalli
Góðar
undirtekt-
ir á hátíð-
arsýningu
LOFTMENGUN af völdum
málningar í húsi áföstu Renni-
verkstæðinu við Strandgötu
varð tU þess að aflýsa varð
frumsýningu LeUcfélags Akur-
eyrar á Markúsarguðspjalli
sem vera átti á fóstudaginn
langa. Af sömu sökum féll niður
forsýning á verkinu sem verða
átti síðastliðið miðvikudags-
kvöld.
Fyrsta sýning á Markúsar-
guðspjalh var að kvöldi annars
páskadags og var það jafnframt
hátíðarsýning í tilefm af 30 ára
leUcafmæh Aðalsteins Bergdals
sem leikur einleik í þessu verki.
Nær húsfyllir var á sýningunni
og undirtektir áhorfenda góðar.
Næstu sýningar á Markúsar-
guðspjalh verða annað kvöld,
fimmtudagskvöldið 16. apríl, kl.
20.30 og sunnudagskvöldið 19.
aprU kl. 20.30. Frumsýningar-
gestir eru sérstaklega boðnir á
fimmtudagssýninguna og gilda
miðar þeirra þá. Gestir sem
urðu frá að hverfa á forsýning-
unni eru boðnir velkomnir á
sýninguna á sunnudagskvöld,
en fólk er beðið um að hafa
samband við miðasölu Leikfé-
lags Akureyrar.
Sextán
umferðaróhöpp
Harður
árekstur í
Víkurskarði
SEXTÁN umferðaróhöpp voru
skráð hjá lögreglunni á Akur-
eyri í páskavikunni, flest minni-
háttar og lítið um meiðsl nema í
einu tilfelli þegar tvær bifreiðar
rákust saman í vestanverðu
Víkurskarði um kl. 21 á föstu-
daginn langa.
Areksturinn var harður og
voru þrír fluttir á slysadeild
Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri, tveir reyndust vera
með brotna úlnliði en einn slapp
með skrámur og mar án bein-
brots.
Alls voru 69 ökumenn staðnir
að of hröðum akstri og var einn
sviptur ökuréttindum fyrir að
aka á 101 kílómetra hraða á
klukkustund innanbæjar þar
sem hámarkshraði er 50 kíló-
metrar. Fimm voru teknir fyrir
ölvun við akstur og af þeim
voru þrír réttindalausir, einn
sviptur ökuréttindum, annar
með útrunnið ökuskírteini og sá
þriðji hafði ekki fengið réttindi
sökum ungs aldurs.
Sólveig sýnir
í Galleríi +
MYNDLISTARKONAN Sól-
veig Þorbergsdóttir opnaði sýn-
ingu með gjömingum í Galleríi
+ í Brekkugötu 35 á Akureyri á
annan í páskum.
Sólveig nam myndlist í
Utrecht í Hollandi en hefur ver-
ið búsett á íslandi síðustu ár.
Nýlega hafði Sólveig eftir-
minnilega sýningu í Nýlista-
safninu og hún mun taka þátt í
hinu stóra verkefni Flagð og
fögur skinn, í vor. Sýning Sól-
veigar stendur til sunnudagsins
19. apríl og er opin um helgar
frá kl. 14-18 eða á öðrum tímum
eftir samkomulagi.