Morgunblaðið - 15.04.1998, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Ásdís
Sala hlutafjár í Járnblendifélaginu
Kaupþing með
hæsta boðið
ÞRJÚ tilboð voru samþykkt í
eignarhlut ríkisins í Islenska
járnblendifélaginu hf. en tilboðin
voru opnuð í gær. Meðfylgjandi
mynd var tekin er tilboðin voru
opnuð af Davíð Björnssyni, frá
Viðskiptastofu Landsbanka ís-
lands, en Hreinn Loftsson, for-
maður einkavæðingarnefndar
ríkisstjórnarinnar (t.v.), fylgist
með.
Fjárfestingarbanki atvinnu-
h'fsins fékk samþykkt kauptil-
boð upp á 20 m.kr. að nafnvirði
á genginu 8,05 eða 61 milljón
króna að markaðsvirði, Kaup-
þing hf. bauð að nafnvirði kr.
119.760.000 á genginu 3,01 en
fékk samþykktar kr.
103.760.000 eða 312 milljónir að
markaðsvirði og Hlutabréfa-
sjóðurinn Auðlind hf. sem bauð
30 m.kr á genginu 3,01 fékk
samþykktar 26 milljónir króna
eða 78 milljónir að mark-
aðsvirði.
Alls barst 51 tilboð í bréfin að
nafnvirði 149.760.000 milljónir
króna. Meðalgengi samþykktra
tilboða var 3,02 og kaupverðið
451.577.600 milljónir.
Áskriftir hátt á þriðja þúsund
Þá er ljóst að sala á hlutabréf-
um til almennings og starfs-
manna fyrirtækisins gekk fram-
ar vonum. Þegar talning var
langt komin í gær var ljóst að
áskriftir voru hátt á þriðja þús-
und þrátt fyrir að enn lægju
áskriftarblöð í nokkrum útibúum
bankans. Útlit er því fyrir að til
nokkurrar skerðingar komi með-
al almennings.
SEMENTSBUNDIN
FLOTEFNI
Uppfylla ströngustu gæðakröfur
• Rakaheld án próteina • Níðsterk
• Hraðþornandi • Dælanleg eða handílögð
• Hentug undir dúka, parket og til ílagna
147 PR0NT0
154PRESTO
316 REN0V0
OPTIROC
n
Gólflagnir
(ÐNAÐARGÓLF
Smlðjuvegur 72, 200 Kópavogur
Símar: 564 1740, Fax: 554 1769
Auknar líkur á byggingu magnesíumverksmiðju
Astralskir fjárfestar
kaupa 40% hlut í Islenska
magnesíumfélagin u
ÁSTRALSKA fyrirtækið Australian
Magnesium Investments Pty Ltd.,
hefur keypt 40% hlut í íslenska
magnesíumfélaginu hf. fyrir 174
milljónir króna með rétti til að auka
eignarhlut sinn í 51% síðar, sam-
kvæmt fréttatilkynningu IMF í gær.
Þá er útlit fyrir að horfið verði frá
upphaflegum hugmyndum um að
vinna léttmálminn úr sjó en reyna
þess í stað nýja ódýi-ari framleiðslu-
aðferð sem Ástralarnir hafa þróað,
þar sem magnesíum er unnið úr
magnesítgrjóti.
Ástralska fyrirtækið er að stærst-
um hluta í eigu Normandy Mining
Ltd., sem leggur stund á margskonar
námuvinnslu en þó aðallega á gulli.
Fyrirtækið er t.a.m. með stærstu
gullvinnslu Ástralíu og fjórðu
stærstu í heimi, með um eina og hálfa
milljón únsa á síðasta ári. Vegna
lækkandi heimsmarkaðsverðs á gulli
undanfarið og mats sérfróðra manna
á að verðið muni ekki stíga á næstr
unni, telja forsvarsmenn Noi-mandy
rétt að hverfa frá þeirri framleiðslu
og snúa sér að öðru og varð magnesí-
um fyrir valinu sem framtíðar-
vinnsluafurð, bæði vegna tiltölulega
lítils framleiðslukostnaðar og síauk-
innar eftirspurnar á heimsmarkaði.
Dótturfyrirtæki Australian Mag-
nesium Corp. Ltd. vinnur nú að því
að ljúka við hagkvæmniathugun á
byggingu magnesíumverksmiðju í
Queensland fylki í Ástralíu þar sem
fyrirhugað er að reisa 90 þúsund
tonna magnesíumverksmiðju á
næstu árum. Hluti af þeirri athugun
felst m.a. í byggingu 1.500 tonna
verksmiðju tfi að sannreyna nýja
tækni við framleiðsluna sem felst í
því að vinna málminn úr magnesít-
grjóti. Niðurstöður þessara hag-
kvæmniathugana ættu að liggja fyr-
ir í lok ársins og standi þær undir
væntingum liggur einungis fyrir að
heimfæra þær upp á íslenskar að-
stæður sem ætti hvorki að verða
tímafrekt né kostnaðarsamt verk-
efni, áður en hægt verður að hefjast
handa hér á landi hugsanlega í lok
næsta árs.
Breytt vinnsluform gæti tryggt
lægri framleiðslukostnað
Eins og kunnugt er hefur undir-
búningsvinnan á Reykjanesi tekið
mið af því að vinna málminn úr sjó
og hefur þegar verið varið um fimm
milljónum dollara í rannsóknarvinnu
þar að lútandi. Að sögn Júlíusar
Jónssonar, stjórnarformanns Is-
lenska magnesíumfélagsins, eru
þessir fjármunir ekki glataðir þótt
ákveðið hafi verið að reyna aðrar
vinnsluaðferðir. Mikið af þeirri
vinnu nýtist mönnum áfram en ann-
að verður einfaldlega lagt til hliðar
þar til niðurstöðurnar frá Ástralíu
liggja fyrir. Um 70 milljónum
bandaríkjadala hefur þegar verið
varið tfi þeirra rannsókna sem talið
er að skili bæði minni framleiðslu-
kostnaði og minni mengun en
vinnsla magnesíums úr sjó. Bregðist
sú aðferð hins vegar, verður sjó-
vinnslan aftur tekin upp á borðið án
þess að nokkuð tapist.
Ársframleiðslan á bilinu
50-60 þúsund tonn
Verði ráðist í magnesíumfram-
leiðslu með þeirri vinnsluaðferð sem
Ástralirnir leggja til, mun afkasta-
geta verksmiðjunnar aukast úr fyr-
irhuguðum 50 þúsund tonnum í 60
þúsund tonn á ári. Júh'us segir þær
áherslubreytingar sem fylgt hafi er-
lendu fjárfestunum ekki verða til að
tefja upphaflegar vonir manna um
að verksmiðjan verði komin í gagnið
upp úr aldamótunum. Þvert á móti
sé nú kominn tfi sögunnar aðili með
tæknilega og fjárhagslega getu tfi
að klára verkefnið, auk þess sem
ástralska fyrirtækið hafí ákveðið að
byggja afkomu sína í framtíðinni að
stærstum hluta á magnesíumfram-
leiðslu og eigi því mikilla hagsmuna
að gæta að verkefnið gangi vel.
TölvuMyndir kaupa helmingshlut í Hópvinnukerfum ehf.
Stefnt að nánu samstarfi
milli fyrirtækjanna
KAUP TölvuMynda á helmingshlut í Hópvinnukerfum handsöluð. Frá
vinstri: Friðrik Sigurðsson forstjóri TölvuMynda, Kristín Björnsdóttir
markaðssljóri Hópvinnukerfa og Hörður Olavson framkvæmdastjóri
Hópvinnukerfa.
TÖLVUMYNDIR hafa keypt 50%
hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu Hóp-
vinnukerfum ehf. af Herði Olavsyni
og Kristínu Björnsdóttur. Tölvu-
Myndir og samstarfsfyrirtæki þeirra
eru því orðin ein stærsta hugbúnað-
arsamsteypa landsins með tæplega
80 starfsmenn. Fyrir eiga
TölvuMyndir 50% hlut í Forritun
ehf. og 100% í Skyggni hf. Fyrirtæk-
in stefna að víðtæku samstarfi á sviði
útflutnings að sögn Friðriks Sig-
urðssonar, forstjóra TölvuMynda, en
vörur frá þeim eru þegar í notkun í
níu löndum.
Skrifað hefur verið undir sam-
starfssamning milli fyrirtækjanna
sem felur meðal annars í sér sam-
vinnu við rekstrarumsjón, tæknileg-
ar lausnir, markaðsstarf og útflutn-
ing. TölvuMyndir Norðurlands verða
með umboð fyrir Notes-lausnir Hóp-
vinnukerfa á Norðurlandi og sjá um
þjónustu þar.
Hjá Hópvinnukerfum vinna nú 8
starfsmenn og sérhæfir fyrirtækið
sig í lausnum fyrir Lotus Notus.
Helstu vörur fyrirtækisins eru
skjalavörslukerfið Skjalavörður,
gæðastjórnunarkerfið Gæðavörður,
starfsmannakerfi, Markaðsvörður til
markaðsstjórnunar og Web-Guard
til vefsíðugerðar. Hópvinnukerfi
bjóða að auki fjölda annarra lausna.
Hörður Olavson verður áfram
framkvæmdastjóri Hópvinnukerfa,
en stjómarformaður verður Þorkell
Sigurlaugsson.
Um sextíu starfsmenn vinna nú
hjá TölvuMyndum og á síðasta ári
keyptu þær 50% hlut í Forritun ehf.
sem er eitt öflugasta hugbúnaðarfyr-
irtækið á sviði AS 400 lausna. Með
kaupum á Hópvinnukerfum hyggjast
TölvuMyndir bæta vöruúrval sitt og
bjóða viðskiptavinum sínum alhliða
upplýsingalausnir.
Microsoft
he i I d a r
I a u s
Tæknival
www.tapkniva