Morgunblaðið - 15.04.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.04.1998, Blaðsíða 37
36 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. MaJJhías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. LANDSBANKINN ÞAÐ VAR við því að búast að bankastjórar Landsbankans segðu störfum sínum lausum. Trúnaðarbresturinn var orðinn slíkur að án afsagnar þeirra hefði enginn friður getað orðið um þessa virðu- legustu bankastofnun landsins. Almenningsálitið krafðist ábyrgðar fyrir þau mistök sem uppvís hafa orðið og engin leið önnur en taka tillit til þess eins og fram hefur komið í greinargerðum fyrir afsögn- unum. Samt er engin trygging fyrir því að þær nægi sem friðþæg- ing fyrir reiði almennings, undrun hans og hneykslun. Bankastjór- arnir hafa starfað í skjóli endurskoðaðs bókhalds og bankaráðs sem kosið hefur verið af Alþingi og starfað á ábyrgð þess. Það er þannig hin pólitíska ábyrgð sem er ekki síst undir smásjánni og enginn veit hvernig almenningur lítur á hana þegar reikningarnir verða gerðir upp að lokum. I skjóli þessarar ábyrgðar hafa stjórnmálamenn get- að notað eða misnotað aðstöðu sína og þjónað hagsmunum skjól- stæðinga sinna eða stjórnmálaflokka. Af þessum viðskiptum hefur bankinn skaðast og er nærtækt dæmi það sem forsætisráðherra nefndi í umræðum um þetta mál á Alþingi nú fyrir skemmstu. Öll hafa þessi viðskipti farið fram með bankaleynd sem hefur ekki haft við nein rök að styðjast þegar slík pólitísk viðskipti hafa átt sér stað, þótt þau séu jafnsjálfsögð þegar fyrirtæki og einstaklingar eiga í hlut. Ástæðan er auðvitað sú nástaða sem hefur verið milli stjórnmálaflokkanna og bankaráða sem hafa starfað í skjóli þeirra. Þegar Samband íslenskra samvinnufélaga hrundi mátti litlu muna að Landsbankinn tapaði hundruðum milljóna, og vel það, en það var ekki síst fyrir atbeina Sverris Ilermannssonar að komið var í veg fyrir það á sínum tíma eins og raunar mátti lesa út úr frægum greinaflokki hér í blaðinu. Bankaleynd í þeim viðskiptum var til þess eins að koma í veg fyrir að almenningur gæti fylgst með þeim stórpólitísku viðskiptum sem þarna áttu sér stað. Það sem einkum hefur gengið fram af almenningsálitinu er þrennt: Að Alþingi skyldi hafa fengið rangar upplýsingar um lax- veiðikostnað bankans, upphæðin sjálf, þ.e. 42 milljónir króna, og loks viðskipti vegna Hrútafjarðarár. Um þetta sagði m.a. í forystu- grein hér f blaðinu 8. apríl sl.: „Að vonum er allur almenningur furðu lostinn vegna þeirra miklu fjárhæða, sem laxveiðar hafa kost- að Landsbankann og reyndar aðrar opinberar stofnanir. En nú keyrir um þverbak, fólk stendur agndofa andspænis 42 milljónum króna í veiðileyfi og kostnað. Þessa eyðslu er ekki hægt að réttlæta, enda reynir það enginn, og kominn tími til að taka þá ákvörðun í eitt skipti fyrir öll, að laxveiðar á kostnað hins opinbera, þ.e. skatt- borgara og viðskiptavina, verði með öllu óheimilar. Slíkt bann þarf að ná yfír allar stofnanir og fyrirtæki í eigu ríkis og sveitarfélaga. Engin sátt verður í þjóðfélaginu um aðra lausn eins og komið er . .. (Fyrrverandi formaður bankaráðs Landsbankans og núverandi varaformaður sagði á blaðamannafundi í gær að farið hefði verið út fyrir öll mörk og sér þætti sjálfgefið að Landsbankinn hætti öllu bruðli eins og hann komst að orði og ber að fagna því en um það var lögð fram tillaga 1993 í bankaráðinu að laxveiðum yrði hætt, en var ekki samþykkt - innsk.) . . . Það er að sjálfsögðu stórvítavert, að réttar upplýsingar skuli ekki hafa borist Alþingi um veiðar þessar og verður ekki hjá því komist að upplýsa orsakir slíkra mistaka . . . Þeir sem ábyrgðina bera verða að axla hana . . . en í augum almenn- ings hefur verið varpað skugga á þennan virðulegasta banka lands- ins. Það þarf átak til að rétta við álit bankans, en hjá því verður ekki komist." Það er rétt sem forsætisráðherra nefndi í fjölmiðlasamtali fyrir skemmstu þegar hann var spurður um mál þetta að fólk virðist vera viðkvæmast fyrir vínveitingum og bíla- og laxveiðikostnaði ríkisfyr- irtækja. En þar hefur einnig fleira komið til, t.a.m. dagpeningar. Er þessi viðkvæmni að vonum. Annað virðist ekki fara eins fyrir brjóstið á fólki og má í því sambandi nefna taumlausar leyfisveit- ingar fyrir skemmtistöðum í miðborg Reykjavíkur (tillitsleysi gagn- vart íbúum og umhverfi) svo að ekki sé nú talað um glataðar rann- sóknir á fíkniefnamálum og hvarf þessara efna í vörslu lögreglu (stjórnleysi). Slíkt virðist fremur haft í flimtingum en þess sé kraf- ist af almenningi, að embættisafglöp og óreiða kalli þá til ábyrgðar sem hafa breytt umhverfi okkar í eins konar Spaugstofu. Dóms- málaráðherra hefur þó brugðist rétt við og reynt að upplýsa málið með því að skipa sérstakan ríkislögreglustjóra til að kanna það. Slík rannsókn hefur raunar farið tvisvar fram á þessum vettvangi. Það verður víst ekki á allt kosið þegar reynt er að horfast í augu við siðferðisbrest samtíðarinnar. Þá er engu líkara en haft sé mið af einhvers konar afstæðiskenningu sem enginn veit hvort framkallar spaug og hlátur eða dauðans alvöru eins og í laxveiðimálum Lands- bankans. Það fer að öllum líkindum eftir þanþoli almenningsálits- ins. En þá væntanlega einnig réttlætiskennd sem á ekkert skylt við pólitíska skinhelgi, heldur kröfu almennings um réttlátt og heiðar- legt samfélag sem byggir á aðhaldi og gerir miklar kröfur til þeirra sem taka að sér mikilvæg störf í þágu lands og þjóðar. En hvað sem því líður, þá er afsögn bankastjóranna þriggja nán- ast einsdæmi hér á landi og hlýtur að teljast til stórtíðinda. En hjá henni varð ekki komist og full ástæða til að fagna því að í þessu efni tóku þeir réttan pól í hæðina, mátu stöðu sína og samfélagið rétt, og veita nú svigrúm til endurreisnar virðulegrar stofnunar sem fær þá væntanlega tækifæri til að starfa í friði, svo mikilvæg sem hún er í íslensku þjóðlífi. Af þeim sökum ber að fagna þessari niðurstöðu hvað sem fyrri mistökum líður og án tillits til þess hver málalok verða þegar upp er staðið. Og þá er að síðustu ástæða til að óska hinum nýja bankastjóra velfarnaðar í vandasömu starfi. MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998 3£ + MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLADIÐ S Sögulegt samkomulag í höfn um framtíð N- Irlands Vonin víkur hatrinu úr vegi ÞRJATIU ARA AÐDRAGANDI SAMKOMULAGS A NORÐUR-IRLANDI • 1968: Mínnihluti kaþólikka á Norður-ítlandi hefur baráttu fyrir auknum réttindum frá mótmælendum, sem eru við stjórnvölinn. Til óeirða kemur. • 1969: Breski herinn sendurtil Norður-írlands. Mestu átökin þar i 50 ár. • 1971: Yfirvöld áskilja sér rétt til að fangelsa gmnaða hryðjuverkamenn kaþólikka og mótmælenda án réttarhalda. • 1972: Breskar hersveitir fella 14 kaþólska mótmælendur blóðuga sunnudaginn' í Londonderry. Ellefu láta lífið í bílsprengju IRA I Belfast. Bresk stjórnvðld binda enda á stjórn mómælenda á Norður-írlandi og taka hana f sínar hendur. • 1974: Norður-írska þingið kynnt og 78 fulltrúar kosnir hlutfallskosningu. Framkvæmda- stjóm fer frá í mai í kjölfar verkfalls mótmælenda, sem boðað vartil í mótmælaskyni við þvf að kaþólikkar og mótmælendur deildu vðldum. Sprengjutilræði IRA á tveimur krám i Birmingham kosta 21 mann lifið.. • 1976: IRA myrðir sendiherra Breta á irlandi, Christopher Ewart-Biggs. • 1979: IRA myrðir Sir Richard Sykes, sendiherra Breta í Hollandi, Airey Neave, talsmann íhaldsflokksins í málefnum N-írlands, og AA Mountbatten lávarð, frænda Elísabetar Bretadrottningar. • 1981: Tfu fangar IRA fara i hungurverkfall og svelta sig (hel til að reyna að tryggja sér réttindi pólitískra fanga. • 1982: írski þjóðfrelsisherinn (INLA) kemurh/rir sprengju á krá í Ballykelly, sem kostar 17 manns lífið. Nýtt þing kjörið á N-írlandi en kaþólikkar hunsa kosningamar. • 1983: Sex manns láta Iffið i sprengingu IRA ( Harrods-versluninni i London. • 1984: Sprengjutilræði IRA m á flokksþingi íhalds- manna í Blackpool rerðurfimmað bana. ■■ Margaret Thatcher W L forsætis-ráðherra sleppur ómeidd. • 1985: Bretar og Irar ná samkomulagi um rétt írskra stjómvalda til að hafa áhrif á stjóm N-irtands. Sambandssinnar mótmæla. • 1987: Átta liðsmenn IRA falla í umsátri sérsveita breska hersins. Ellefu manns láta lífið er sprengja IRA springur við minningarathöfn í Enniskillen. • 1988: Breskir ik hermenn skjóta og • 1989: Á • 1991: & • 1992: • 1993: * Ellefu manns falla í sprengingu IRA í tón- listarskóla breska hersins í Suður-Englandi. IRA skýtur flugskeyti á bústað breska íorsætisráðherrans. Enginn slasast. Bílsprengja IRA springur í fjármálahverfinu í London. Þrír falla og 91 særist. Þrír láta lífið í sprengingum IRA í Warring- ton og miðborg London. Tíu manns falla í sprengingu (verslunarhúsi í hverfi mótmæl- enda i Belfast. Hryðjuverkamenn mótmæl- enda myrða sjö manns í hefndarskyni. Bresk yfirvöld reyna að stilla til friðar í des- ember með tilkynningu um að þau muni ekki koma I veg fyrir að endir verði bundinn á stjórn Breta á Norður-írlandi, sé það vilji meirihluta íbúanna og bjóða Sinn Fein, stjórnmálaarmi IRA, aðild að friðarviðræð- um, verði endir bundinn á hryðjuverk IRA. • 1994: IRA lýsir yfir vopnahléi i september og hryðjuverkamenn mótmælenda fylgja í kjölfarið nokknim vikum síðar. Breskir embættismenn eiga fyrstu viðræði við Sinn Fein í sjötíu ár. • 1995: Bretar binda endi á 23 ára bann við viðræðum ráð- herra við fulltrúa Sinn Fein en Sinn Fein hættir viðræðun um nokkrum vikum sfðar. Nóv.: Stjómir Bretlands og írlands stefna að því Xfft að hefja viðræður allra flokka á Norður- H írlandi í febrúar 1996 og afhending vopna il hryöjuverkahópa hefst. • 1996: Bandaríski samninga- Xra maðurinn George Ul Mitchell leggur til að 11 viðræöur hefjist í tengslum við afhend- ingu vopnanna. John Major, forsætisráð- herra Bretlands, leggur til að gengið verði til kosninga á Norður-írlandi, og bregðast lýðveidissinnar æfir við. Feb.: IRA rýfur vopnahléð með sprengingu i London sem kostar tvo lifið auk þess sem 100 manns særast. Júní: Fjðlflokkaviðræður um framtíð Norður- (rlands hefjast í Belfast. Sinn Fein fær ekki að taka þátt i þeim vegna hryðjuverka IRA. Um 200 manns særast f sprengingu IRA í verslunargðtu í Manchester. • 1997: IRA lýsir yfir vopnahléi og sex vikum síðar hefur Sinn Fein þátttöku i friðarviðræðum. Breska stjórnin fyrirskipar rannsókn á atburðum „blóðuga sunnudagsins" 1972. Sautján manns falla á þremur mánuðum i tílræðum hópa kaþólikka og mótmælenda sem ekki virða vopnahléð. Sinn Fein og UDP, flokki sambandssinna, vikið tlma- bundið frá friðarviðræðunum vegna árása sem hryðjuverkahópar er tengjast flokkunum, eru gmnaöir um. 25. mars: Mitchell setur samningamönnum tímamörk, þeir verði að ná samningum fyrir 9. apríl. 7. aprít: Mitchel! kynnir flokkunum drög að sam- komulagi sem stærsti flokkur sambandssinna hafnar. 8. apríl: Forsætisráðherrar Bretlands og írlands segjast telja að samkomulag muni nást á tilsettum tíma. 10. apríl: Samkomulag mótmælenda og kaþólikka í höfn, síðdegis á föstudaginn langa. NORÐUR-IRLAND Belfast BRETLAND FRESTURINN sem sátta- semjarinn George Mitehell gaf mönnum til að ná sam- komulagi rann út á mið- nætti síðastliðinn fimmtudag en áfram var haldið fram eftir nóttu. Síðdegis á föstudag náðist loks sam- komulag og fulltrúar átta fiokka þjóðernissinna og sambandssinna skrifuðu undir samning sem felur í sér umfangsmiklar breytingar á stjórnskipan Norður-írlands. Jafn- framt er það von flestra að samning- ur þessi bindi enda á þriggja áratuga átök sem kostað hafa 3.200 manns lífið. Samningum fagnað Viðræðurnar sigldu nánast í strand fyrri hluta síðustu viku þegar Sam- bandsflokkur Ulster (UUP) hafnaði samningsdrögum Mitchells. Tony Blair, forsætisráðheiTa Bretlands, sá sig tilneyddan að halda þegar til Belfast í þeirri von að hann gæti að- stoðað við að miðla málum. Blair sat við samningaborðið í þrjá sólarhringa og fagnaði ákaft þegar Ijóst varð að samkomulag væri í höfn. Hann sagði samningamenn hafa sýnt hugrekki og valið von í stað haturs, bjartari fram- tíð í stað eiturs fortíðarinnar. Blair varaði menn hins vegar við að margt stæði enn í vegi þess að varanlegur friður kæmist á. „Dagurinn í dag markar aðeins upphafíð. Hann mark- ar ekki endalokin. I dag finnum við einungis smjörþef þess sem gæti beð- ið okkar. Við þurfum áfram að vinna að hinu endanlegu takmarki okkar,“ sagði breski forsætisráðherrann við fjölmiðla. Næst á dagskrá er þjóðar- atkvæðagreiðsla um samningana, en hún mun fara fram 22. maí, baeði sunnan og norðan landamæra Ir- lands. Viðbrögð við samkomulaginu hafa •Viðurkenndur er réttur íbúa N- Irlands til að ráða því sjálfir hvort þeir tilheyri Bretlandi eða sameinist Irlandi. Jafnframt er viðurkennd sú staðreynd að meirihluti íbúa N-Irlands vilji sem stendur halda sambandinu við Bretland. • Bresk stjórnvöld munu fella úr gildi frlandslög frá 1920 en í þeim er írland allt talið í umsýslu Breta. Sömuleiðis munu írsk stjórnvöld fella úr gildi afar um- deilt sijórnarskrárákvæði frá 1937 sem gerir kröfu til land- svæðis N-Irlands og í raun yfir- ráða Ira yfír því. Þetta ákvæði hefur lengi verið mikill þyrnir í augum sambandssinna. • Sett verður á stofn 108 manna n-írskt þing sem kosið verður til með hlutfallskosningu. Slíkt kosningafyrirkomulag á að tryggja að líklegur meirihluti sambandssinna sé ekki með al- gert meirihlutavald og auk þess eru frekari ákvæði sem tryggja áhrif kaþólskra. • Þingið mun kjósa sér fram- kvæmdavald með forsætisráð- herra og aðstoðarforsætisráð- herra, auk allt að tíu annarra ráðherra. Uthlutun þessara emb- ætta verður í hlutfallslegu sam-. ræmi við styrk flokkanna á þing- inu og því eins konar samstjórn allra flokka. Líklegt er talið að Eftir langar og tvísýnar samningaviðræður náðu fulltrúar mótmælenda og kaþólikka samkomu- lagi um framtíð Norður- —?-------------------- Irlands. Davfð Logi Sig- urðsson fjallar um sam- komulagið og þær hætt- ur sem ryðja verður úr vegi áður en friður kemst á. víðast hvar verið jákvæð. Elísabet Bretadrottning var að sögn tals- manna „afar ánægð“ og Mary McA- leese, forseti írlands, tók í sama streng. John Major, fyrrverandi for- sætisráðherra og leiðtogi breska íhaldsflokksins, sagði samkomulagið stórt skref fram á við og jós lofi á Tony Blair fyrir að hafa tekið póli- tíska áhættu til að ná mætti samning- um. Bent hefur verið á að Blair hefur, síðan hann tók við embætti forsætis- ráðherra í maí síðastliðnum, átt fleiri fundi með fulltrúum flokkanna á Norður-írlandi en allir forverar hans í starfi síðustu þrjátíu árin áttu sam- anlagt. Ekki síður hefur sáttasemjarinn George Mitchell hlotið lof manna rétt eins og margir hafa orðið til að hrósa Bill Clinton Bandaríkjaforseta fyrir hans hlut. Kom fram í frétt í The Washington Post á laugardag að for- setinn hefði átt fjölmörg símtöl við samningamenn þegar viðræðumar virtust ætla að fara út um þúfur á David Trimble, formaður stærsta flokks sambandssinna (UUP), verði forsætisráðherra og John Hume, leiðtogi hófsamra kaþ- ólikka (SDLP), sem er næst- stærsti flokkur á N-írlandi, að- stoðarforsætisráðherra. • Þingið kemur til með að hafa löggjafarvald yfír málefnum N- frlands. Fyrst um sinn starfar það hins vegar einungis sem bráðabirgðastjórn og á að undir- búa störf löggjafarsamkundunn- ar og eigin starfshætti auk þess sem það undirbýr störf nýs „norður-suður“-þings og „austur- vestur“-stofnana. • „Norður-suður“-þing er eins konar samráðsþing N-Irlands og írlands þar sem tekið verður á málefnum sem snerta bæði samfé- lög, svo sem ferðamálum, um- hverfísmálum og öðru slíku. Þetta þing á sjálft að þróa umrætt sam- ráð og hrinda í framkvæmd. Full- trúar á þessu þingi heyra bæði undir þing N-írlands og írska þingið og samstaða verður að vera um ákvarðanir þess. Líklegt er að nokkrir sambandssinna muni beita sér gegn því að þetta ráð hljóti nokkur völd en í samn- ingnum eru ákvæði sem tryggja að það verði sett upp þrátt fyrir slíka andstöðu. Einnig er ákvæði um að þing N-írlands og Irlands geti í framtíðinni aukið hlutverk samráðsins og þar sjá væntanlega föstudag. Trimble staðfastur Það er ljóst að það eru þeir Tony Blair, Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin, og David Trimble, leiðtogi Sam- bandsflokks Ulster (UUP), sem eiga mest hrós skilið fyrir frammistöðu sína. Blair fyrir frumkvæði sitt í mál- inu, Adams fyrir að hafa sýnt það hugrekki að berjast á lýðræðislegum vettvangi, sem sannarlega er hættu- spil fyrir leiðtoga stjórnmálaarms írska lýðveldishersins IRA, og Trimble fyrir að hafa tekið á málum af meira raunsæi en forverar hans og margir félagar. Jafnt Trimble og Ad- ams sögðust sjá samkomulagið sem mikilvægt skref til friðsamlegrar framtíðar á Norður-írlandi, en báðir eiga þeir það erfiða verkefni framundan að sannfæra fylgismenn sína um ágæti samningsins. Skiptar skoðanir eru meðal sam- bandssinna og um miðjan dag á fostu- dag virtist jafnvel líklegt að UUP myndi ekki geta sætt sig við endan- legan samning þar sem ekki væri nægjanlega skýrt kveðið á um af- vopnun öfgahópa. Blair bað þá Bill Clinton að róa Trimble, leiðtoga UUP. Að loknu samtalinu við Clinton virtist sem Trimble væri öllu sáttfús- ari og staðráðinn í að samþykkja samninginn. Áfram voru þó uppi raddir innan flokksins sem voru and- snúnar samningnum og Jeffrey Don- aldson, varaformaður UUP, gekk á dyi- stuttu áður en skrifað var undir hann. Lýsti hann yfir andstöðu við af- stöðu Trimbles. Trimble tókst hins vegar á laugar- dag að fá samninginn samþykktan á fundi flokksstjórnar UUP. Aðeins fjórir af tíu þingmönnum flokksins hafa hins vegar lýst yfir stuðningi við samninginn og allt eins víst að hinir fulltrúar Sinn Féin sóknarfæri í framtiðinni en sambandssinnar að sama skapi hættu. • „Austur-vestur“-stofnanir eru settar upp að kröfu sambands- sinna sem vilja tryggja samband- ið við Bretland. Þar munu hittast fulltrúar ekki aðeins íra og N-íra heldur einnig Skotlands, Wales og annarra hluta Bretlands. Þar verða rædd sameiginleg verkefni, t.d. í landbúnaði, umhverfísmál- um og Evrópumál. • f samkomulaginu er lögð áhersla á nauðsyn þess að af- vopnun öfgasamtaka hefjist þeg- ar í júní. Bresk stjórnvöld munu um leið draga úr fjölda her- manna á N-Irlandi. Ymis mann- réttindaákvæði munu hljóta auk- ið vægi og jafnrétti þegnanna skal verða tryggt án hliðsjónar af því hvort þeir eru sambandssinn- ar/mótmælendur eða þjóðernis- sinnar/kaþólskir. • Framtíðarskipan löggæslu- mála verður endurskoðuð. Þetta er væntanlega gert að kröfu þjóðernissinna, sem lengi hafa talið n-írsku lögregluna and- snúna sér. Gert er ráð fyrir að fangar sem nú afplána dóma vegna ódæðisverka og sprengju- herferða síðustu árin hljóti lausn fyrr en ella. Þau öfgasamtök sem ekki hahla algert vopnahlé munu þó ekki njóta góðs af þessu. sex lýsi yfir andstöðu við hann. Þegar við bætist að þrír þingmenn sam- bandsflokkanna, þ.e. flokks Ians Pa- isleys (DUP) og Roberts MacCart- neys (UKUP), eru allir hatrammir andstæðingar þessa samkomulags er ljóst að Trimble á við nokkurn vanda að stríða og því er jafnvel spáð að reynt verði að fella hann úr sæti for- manns UUP. Að minnsta kosti sagði William Ross, þingmaður UUP á breska þinginu, að Trimble ætti afar erfiða daga framundan: „Fólk er mjög, mjög, mjög ósátt.“ EINRÓMA lof hefur verið borið á framgöngu Banda- ríkjamannsins George Mitchell í friðarviðræðunum á Norður-írlandi og eru menn sam- mála um að líklega eigi hann skildai- mestar þakkir fyiTr að samkomulag stríðandi fylkinga er nú í höfn. Mitchell á að baki mikla reynslu í stjórnmálum og dómsmálum og hefði getað sest í helgan stein, orðinn 64 ára gamall. Hann kaus hins vegar að stýra löngum og ströngum samningaviðræðum á Norður-írlandi og þegar hann var spurðui- um ástæðu þess nefndi hann fæðingu hálfs árs gamals sonar síns. Daginn sem drengurinn fæddist, í október sl., lét Mitchell kanna hversu mörg börn hefðu fæðst sama dag á Norður-írlandi. Þau reyndust 61. „Ég trúi því að þau eigi rétt á sömu mögu- leikum í lífinu og ég óska syni mínum,“ sagði Mitchell. „Friður, pólitískur stöð- ugleiki og sættir eru ekki of stór krafa. Það eru lágmarksskilyrði sem setja verður í siðmenntuðu þjóðfélagi.“ Er samningar voru í höfn luku deiluaðilar lofsorði á þolinmæði Mitchells, þrautseigju og samn- ingalipurð. „Ekki veit ég hvemig þú þoldir okkur allan þennan tíma,“ sagði einn samningamanna, David Ervine, leiðtogi Framfaraflokks Ul- sters, sem er stjómmálaarmur hryðjuverkasamtaka sambandssinna. Og Alderdice lávarður, formaður Sambandsflokksins, sem er flokkur hófsamra mótmælenda og kaþólikka, sagðist á stundum hafa kennt í brjósti um Mitchell. „Bandaríkin sendu okk- ur einn af hæfustu og hógværastu stjórnmálamönnum sínum, frábæran málamiðlara, og í einlægni sagt verð- skulduðum við hann ekki.“ Sjálfur sagði Mitchell að ekki hefði fallið styggðaryrði í sinn garð og standist sú fullyrðing er hann líklega sá eini fundarmannanna sem ekki varð að sitja undir skömmum. Mitchell Það er hins vegar ólíklegt að 800 manna miðstjórn UUP hafni samn- ingnum og því þrátt fyrir allt senni- legt að Trimble takist að afla honum nægilegs stuðnings, enda þrá flestir íbúar Norður-írlands frið. Það er þessi stuðningur sem er lykilatriði ef nokkur von á að vera til að samning- urinn haldi. Klerkurinn Ian Paisley hefur þeg- ar tilkynnt að flokkur sinn DUP muni gera allt til að tryggja að samkomu- lagið verði fellt í þjóðaratkvæða- greiðslunni sem efna á til hinn 22. maí hefur notið virðingar og vinsælda á Norður-írlandi þá 22 mánuði sem samningaviðræðurnar hafa tekið. Margir vilja heilsa sáttasemjaranum er hann gengur um götur Belfast og gantast við hann. Mitchell hefur enda lagt óhemjuvinnu í viðræðurnar, síð- astliðna 22 mánuði hefur hann að jafnaði verið þrjá daga vikunnar í Belfast, og hina fjóra í Washington, þar sem hann starfar á virtri lög- mannsstofu. Fyrstu kynni hans af málefnum Norður-írlands vom þegar Bill Clint- on Bandaríkjaforseti skipaði hann efnahagsráðgjafa í málefnum svæðis- ins. Blaðamaður The Irísh Times, sem hitti Mitchell árið 1995 er hann var nýlega tekinn við embættinu, seg- ist hafa tekið eftir því af hve miklum skilningi og hlýju hann talaði um óbreytta borgara hins stríðshrjáða Norður-írlands, mótmælendur og kaþólikka. Rómaður fyrir þolinmæði Mitchell var síðan fenginn til að stýra þriggja manna alþjóðanefnd um afvopnun á N-írlandi en það var ein helsta hindrunin í friðarviðræðunum. Mitchell sýndi þar að reynsla hans af dómarastörfum kom að góðum notum og til þess var tekið hversu skýr og skorinorð skýrsla hans um málið var. og strax á morgun hefst auglýsinga- herferð á vegum þeirra sambands- sinna sem ekki vilja sætta sig við samkomulagið. I kvöld fundar stjórn Óraníureglunnar, sem hefur mikil ítök í röðum sambandssinna, og bíða menn spenntir eftir viðbrögðum hennar við samningunum. Sinn Féin fundar á laugardag Þjóðemissinnar, sem vilja samein- ast írlandi, eru öllu sáttari við samn- inginn. John Hume, formaður flokks hófsamra kaþólikka (SDLP), sagðist í Reuters LÉTTIR George Mitchell var að vonum mikill er samningarnir á Norður-Irlandi voru í höfn. Er til tals kom að Mitchell yrði fenginn til að stýra friðarviðræðunum voru þó ekki allir á eitt sáttir. Herskáustu sambandssinnarnir þver- tóku í fyrstu fyrir tilnefningu hans, töldu hann fulltrúa írsksættaðra Bandaríkjamanna og kaþólikka. Engu að síður þótti mörgum and- stæðingum hans mikið til rósemi hans og staðfestu koma. Mitchell er rómaður fyiir einstaka þolinmæði. Á fyrstu vikum samninga- viðræðnanna leyfði hann til dæmis gær sannfærður um að mikill meiri- hluti íbúa á Norður-írlandi myndi samþykkja samkomulagið. Forysta Sinn Féin hefur lýst yfir stuðningi við samkomulagið. Gerry Adams, leiðtogi flokksins, hefur lagt áherslu á það við stuðningsmenn sína að samningurinn sé skref í rétta átt þótt baráttan fyrir sameinuðu Irlandi haldi áfram. Óg í páskayfirlýsingu frá æðstaráði IRA sagði: „Við emm áfram staðráðnir í því að binda enda á bresk yfirráð á Irlandi og vinna að sameiningu lands- ins. Við munum grandskoða sam- komulagið og meta kosti þess í ljósi lokatakmarks okkar, sem er samein- að lýðveldi, lýðræðislegt og sósíal- ískt.“ Eftir er að sjá hvort Adams tekst að fylkja Sinn Féin á bak við samkomulagið án þess að til klofnings komi og ljóst er að margir fulltrúar flokksins eru ekki sáttir. Sjálfsagt verður deilt hart um samkomulagið næsta laugardag þegar miðstjórn Sinn Féin kemur saman til að taka af- stöðu til þess. Afstaða smærri og róttækari hópa lýðveldissinna, sem sagt hafa skilið við IRA vegna vopnahlés samtak- anna, er hins vegar þegar ljós og samtökin INLA hafa hótað því að efna til sprengjuherferða á næstu vikum til að mótmæla samkomulag- inu, sem þeir telja svik við hugsjónina um sameinað írland. Afvopnun gæti orðið vandamál Þá er það óleyst vandamál hvernig tekið verður á þeim aragrúa vopna og drápstóla sem öfgasinnar úr röðum jafnt sambandssinna sem þjóðernis- sinna hafa yfir að ráða. Lögreglu- stjórinn á Norður-írlandi, Ronnie Fl- anagan, fagnar samkomulaginu en segist óttast að öfgahópar hyggi á herferð ódæðisverka á næstunni til að lýsa andstöðu sinni. Þótt sam- bandssinnar segist hafa fengið trygg- ingu fyrir því að Sinn Féin, stjórn- málaarmur IRA, fái ekki að taka þátt í stjórnun Norður-írlands fyrr en Irski lýðveldisherinn hafi látið af hendi vopn sín er ekki minnst á þetta atriði í samningnum sjálfum. Hefur sú staðreynd valdið mörgum áhyggj- um. John Major lýsti því yfir um helg- ina að markmið samkomulagsins myndi einungis verða að veruleika ef afvopnun ætti sér stað sem fyrst. „Það er ekki hægt að setja á laggirn- ar lýðræðislegt þing með sprengibún- að undir fundaborðinu. Því er ljóst að herskáum sambandssinna að láta móðan mása í sjö klukkustundir án þess að gera nokkra tilraun til að grípa fram í fyrir honum. Rök Mitchells fyrir því vora þau að sú stað- reynd að stjómmálaleiðtogar á Norð- ur-írlandi ræddu saman í stað þess að berjast væri framför. Mitchell hefur langa reynslu af því að ná samningum. Hann sat fyrir Demmókrataflokkinn í öldungadeild Bandaríkjaþings í fimmtán ár og var leiðtogi meirihluta deildarinnar í sex ár. Segir Mitchell að munurinn á Norður-írlandi og öld- ungadeildinni sé fyrst og frenist ógn ofbeldisverkanna á fyrmefnda staðn- um. Hver dagur samningalotunnar hófst á því að aðstoðarmaður Mitchells taldi upp sprengju- og morðtilræði undangenginnar nætur. Mitchell tók fljótlega eftir því að samningamenninrir vora mun her- skárri í yfirlýsingum sínum utan Stormont-kastala, þar sem viðræð- urnar fóru fram, en inni á fundum. Því lagði hann til að þær yrðu fluttar frá Norður-írlandi, t.d. til Wales, en það féllust fulltrúar samningamanna ekki á þar sem þeir óttuðust að slíkt myndi ýta undir ótta almennings á Norður-írlandi um að hvor um sig væri að svíkja sitt fólk. Mitchell segir að ein aðalástæða þess að Bandaríkjamaður var fenginn skjótur árangur verður að nást hvað afvopnun varðar. Sjálfsagt mun Sinn Féin reynast erfitt af fá stuðnings- menn sína til að sætta sig við það, en þetta er vandamál sem þeir verða að takast á við.“ John Hume, leiðtogi SDLP, sagði hins vegar í gær að menn ættu ekki að leggja of mikla áherslu á afvopni un, enda væri ekld víst að hún tryggði frið á Norður-írlandi. „Málið snýst um það hvort hópar öfgasinna, beggja vegna borðsins, meina það sem þeir segja þegar þeir segjast hafa snúið baki við ofbeldi. Ef þeir standa ekki að þessu að heilindum gætu þeir líka hvort sem er látið af vopn sín af hendi á mánudegi og keypt ný með leynd á þriðjudegi.“ Hvað nú? Erfitt er að vita hvað framtíðin ber í skauti sér og hvort samkomulagið verður raunverulega til að tryggja varanlegan frið á Norður-frlandi. Margir sjá von í þeirri staðreynd að fyrstu skrúðgöngur hinnar árlegu „göngutíðar", sem hófst um páska- helgina, fóru fram í kyrrþey og án vandkvæða. Göngutíðinni hefur á undanfömum áram fylgt mikið of- beldi og enn er að sjá hvað gerist í sumar þegar hún nær hámarki. Bresk og írsk stjórnvöld munu beita sér af alefli fyrir því á næstu vikum að almenningur samþykki samningana í þjóðaratkvæðagreiðslu og með það í huga hefur Tony Blair hvatt Bill Clinton Bandaríkjaforseta til að hafa stutta viðdvöl í Belfast um miðjan maí þegar hann verður stadd-' ur á Bretlandi. Þessu hafa margir sambandssinnar hins vegar hafnað og sagði Reg Empey, einn samninga- manna UUP, að best væri að slíkri ferð yrði frestað þar til um hægðist. „Menn gætu misskilið það ef Clinton beitti sér með beinum hætti í kosn- ingunum.“ Fulltrúar DUP vora ómyrkir í máli og afþökkuðu boð Clintons um heimsókn sem þeir töldu að yrði ekkert nema áróðursferð. Þeir sögðu Clinton hlutdrægan, draga taum þjóðernissinna og að íbiV ar Norður-írlands væru fullkomlega færir um að gera upp hug sinn án af- skipta hans. Sjálfur lagði Clinton áherslu á að þeir Blair og Bertie Ahern, forsætis- ráðherra írlands, yrðu að ákveða hvort af för sinni yrði. „Ég vil ekki verða til þess að draga úr líkunum á árangri í kosningunum." til að stýra viðræðunum hafi verið vonin um að óbilandi trú Bandaríkja- manna á að hægt sé að ná samkomu- lagi myndi auka vonir manna á Norð- ur-írlandi, þar sem hnúturinn hafði verið óleysanlegur um langt skeið. Hann segist enda hafa messað yfir samningamönnum um sögu Banda- ríkjanna og hvernig tekist hafi að leysa málin þar. Aldrei upplifað annað eins þakklæti Þegar leið á febrúar taldi Mitchell ljóst að þau skilyrði sem Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, setti um kosningar í maí myndu ekki nást nema hann setti samningamönnum enn strangari mörk. Skírdagur varð fyrir valinu, enda reynsla Mitchells sú úr öldungadeildinni að tímamörk skömmu fyrir sumarfrí hefðu reynst mönnum hvatning til að ná sáttum. Sú reyndist raunin, en Mitchelþ sagði á blaðamannafundi eftir atT* samningamir vora í höfn að fréttir um að hryðjuverkasamtök hefðu í hyggju að ráða háttsettan embættismann af dögum hefðu ýtt við samningamönn- um. Þá bar Mitchell lof á framlag Clintons, sem hann sagði hafa hringt í forsætisráðherra Bretlands og ír- lands, svo og helstu leiðtoga and- stæðra fylkinga, aðfaranótt fóstudags, síðustu klukkstundirnar áður en sam- komulagið var í höfn. Unnu samninga- menn sér ekki hvfldar, Mitchell kvaðst aðeins hafa sofið tvær klukkustundir á nóttu í kyrraviku. Þegar Mitchell kvaddi samninga- menn og hélt heim á leið eftir samn- ingalotu, sem hann segir þá erfiðustu sem hann hafi nokkum tíma upplifað, var honum Jdó efst í huga gleði og þakklæti. „Ég hef verið stjórnmála- maður í þrjátíu ár og ég hef aldrei fundið fyrir eins miklu þakklæti og ábyrgð og ég upplifi í dag.“ <' Helstu atriði samkomulagsins Lof borið á milligöngu George Mitchells „Yeit ekki hvernig þú þoldir okkur“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.