Morgunblaðið - 15.04.1998, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ
60 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998
íslandsmeistaramót 1998
í pílukasti
verður haldið á Lyngási 7-9 í Garðabæ,
föstudaginn 17., laugd. 18. og
sunnud. 19. apríl nk.
Skráningu í mótið lýkur
fimmtud. 16. apríl kl. 20.00.
Skráning og upplýsingar
í síma 896 4635.
BRÆÐURNIR
CPORMSSONHF
BORGARBYGGÐ
Auglýsing
um aðalskipulag
Borgarbyggðar 1997-2017
Samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga
nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með
lýst eftir athugasemdum við tillögu að aðal-
skipulagi Borgarbyggðar er tekur til þéttbýlis í
Borgarnesi. Skipulagsuppdrættir, skýringarkort
og greinargerð mun liggja frammi til sýnis á
bæjarskrifstofu Borgarbyggðar, Borgarbraut 11,
Borgarnesi frá 15. apríl til 15. maí nk. Ennfremur
er tillagan til sýnis hjá Skipulagsstofnun, Lauga-
vegi 166, Reykjavík.
Athugasemdum skal skila til bæjarverkfræðings
Borgarbyggðar fyrir 29. maí nk. og skulu þær
vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemdir
innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni.
Bæjarverkfræðingur Borgarbyggðar.
Rannsóknaráætlun
Evrópusambandsins
— árangur og
framtíðarmöguleikar —
Morgunverðarfundur
haldinn föstudaginn 17. apríl á Hótel
Sögu — Skála, kl. 8.15—10.00.
Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna og Samband
íslenskra prófunarstofa standa fyrir kynningarfundi
um árangur íslands í fjórðu rammaáætlun ESB, sem
lýkur á þessu ári. Við tekur ný áætlun, sem nær yfir
tímabilið 1998—2002 og verða megin þættir hennar
kynntir. Sérstök áhersla verður lögð á upplýs-
ingatæknisviðið, sem fulltrúi framkvæmdastjórnar
ESB, Óskar Einarsson, mun kynna.
Dagskrá:
• Þátttaka íslands í 4. rammaáætlun ESB, yfirlit
yfir árangur. Elísabet M. Andrésdóttir, deildar-
stjóri alþjóðasviðs RANNÍS.
• Rammaáætlun ESB varðandi rannsóknir og
þróun, tímabilið 1998—2002. Hákon Ólafsson,
stjórnarmaður í SÍP greinir frá stöðunni í dag, en
undirbúningur áætlunarinnar er á lokastigi.
• Upplýsingatækniáætlun ESB, yfirlit yfir áherslur
undir 4. rammaáætluninni og þær breytingar
sem eru fyrirsjáanlegar undir 5. rammaáætlun-
inni.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Rannsóknarráðs
íslands í síma 562 1320, frekari upplýsingar veitir
Elísabet M. Andrésdóttir í sama síma.
í DAG
VELVAKAMH
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Mistúlkun hjá
borgarstjóra
„ÉG heyrði borgarstjóra
tala um það í útvarpi í vik-
unni fyrir páska að sam-
kvæmt stefnuskrá R-list-
ans verði haldið áfram
uppbyggingu fyrir alla ald-
urshópa. Ég tel þetta
klaufalega orðað hjá borg-
arstjóra því að hjá eldri
borgurum hefur verið mik-
ið um niðurskurð, t.d. er
búið að fella niður ýmis
hlunnindi eins og fótaað-
gerðir, hárgreiðslu og
styrki í sambandi við ferðir
aldraðra. Svo eru náttúru-
lega allir aldurshópar í
leiguíbúðum sem borgin
átti en eins og allir vita er
búið að selja þær og leigan
á að hækka. Ég tel þetta
ekki vera uppbyggingu
fyrir alla aldurshópa.
Kt: 181029-3589.
Akraborgina áfram!
í MORGUNBLAÐINU
30. mars sl. var athyglis-
verð grein og viðtal við
Önnu Maríu Maier en hún
kom til Islands til að fara
með Akraborginni.
Ég er sama sinnis, hef
ferðast með Akraborginni
nokkrum sinnum á hverju
ári og mun því sjá eftir
henni. Hún styttir akst-
ursleiðina til Vesturlands
og í Borgarfjörð um 80
km, en göngin stytta hana
aðeins um 40 km, eða
helmingi minna. I raun
borgar sig betui' að aka
fyrir Hvalfjörð um Drag-
háls og Skorradal heldur
en fara göngin.
Mér er spurn hvort ekki
sé möguleiki að halda
áfram siglingu Aki-aborgar
eina ferð daglega, svo að
þeir sem áhuga hafa á sjó-
ferð geti notið þess. Eðli-
legt er lika að göngin fái
keppinaut.
Hefur annars verið
íhugað hvort bílferja frá
Reykjavík til Brjánslækjar
gæti verið áhugaverður og
framkvæmanlegur kostm-,
t.d. einu sinni í viku. Sú
sigling tæki sennilega 8-10
tíma, en er fögur og
skemmtileg leið að sumr-
inu.
Kristinn Björnsson.
Tapað/fundið
Kvenúr týndist
KVENIJR með svartri
leðuról týndist á leiðinni
Álfheimar - leið 2 og niður
á Lækjartorg, miðviku-
daginn 8. apríl. Skilvís
finnandi hafi samband í
síma 553 5205.
SKAK
llm\j»n Margeir
Pétursson
STAÐAN kom upp í viður-
eign tveggja Svía á Excelsi-
or Cup mótinu í Gautaborg
í janúar. Ralf Ákesson
(2.520) var með hvítt og átti
leik, en Stellan Brynell
(2.465) hafði svart.
28. Bxh5! - Hd4 (Svartur
mátti ekki þiggja biskups-
fómina: 28. - gxh5 29. Hg3
- Hdl+ 30.
Kh2 - Kf8
31. Rh7+ -
Ke8 32.
Hg8+
Kd7 33.
Hxa8 og
hvítur vinn-
ur) 29. Dg3
- Rd8 30.
Bf3 - Bxf3
31. Hxf3 -
Dd7 32. h5!
(Nú munar
heldur bet-
ur um það
að hafa unn-
ið svarta h
peðið. Hvíta
sóknin er
óstöðvandi) 32. - Hdl+ 33.
Kh2 - De7 34. Hf6 - Hd5
35. f4 - Da7 36. hxg6 - Hdl
37. Rf3 - Kf8 38. g7+ -
Kg8 39. Hh6 og Brynell
gafst upp.
Daninn Sune Berg Han-
sen sigraði á mótinu með 7
vinninga af 9 mögulegum og
náði áfanga að stórmeist-
aratitli. Eistinn Rytsjagov
og Einar Gausel, Noregi,
deildu öðru sætinu með 6 v.
en stigahæsti keppandinn,
Litháinn Viktor Gavrikov,
sem nú teflir fyrir Sviss,
varð að láta sér nægja
fjórða sætið með 514 v.
leikur og vinnur
HVÍTUR
HÖGNI HREKKVÍSI
ÉG keypti blóm handa
þér, af því þú hefur stað-
ið þig svo vel í megrun-
inni alla vikuna.
Víkveiji skrifar...
AFTÆKJAVÖRUÆÐIÐ sem
að undanförnu hefur runnið á
landsmenn varð Víkverja að um-
fjöllunarefni fyrir skömmu. Nú er
páskahátíðin liðin og hversdags-
leikinn tekinn við. Á pálmasunnu-
dag eru jafnan margar fermingar
og sama máli gegnir um skírdag og
annan í páskum. Segja má að raf-
tækjavöruæðið hafi flust yfir til
fermingarbamanna síðustu daga
fyrir pálmasunnudag, eftir því sem
fermingarnar nálguðust. Mörg
fermingarböm settu á blað lista yf-
ir ýmsa hluti sem þau gætu hugsað
sér að fá í fermingargjöf. Eins og
Víkverji hefur kynnst slíkum list-
um í gegnum tíðina, hefur mátt sjá
óskir um viðlegubúnað, orðabækur,
skíði, skauta, úr, jafnvel tölvur,
sjónvarp og hljómflutningstæki.
Auðvitað era slíkir óskalistar
margbreytilegir.
XXX
NÚ HEFUR Víkverji hins veg-
ar fregnað að algengt hafi ver-
ið að fermingarböm settu fram
óskina um að fá GSM-síma í ferm-
ingargjöf! Þetta finnst Víkverja
svolítið sérkennileg ósk, því venju-
legt fermingarbarn heftir engin
efni á því að halda úti GSM-síma
með einhverri notkun, nema það
ætli kannski að nota peningana
sem það fær í fermingargjöf til
þess að borga fyrir afnotin af sím-
anum. Auðvitað er það svo að þessi
ósk bamanna er bara beint fram-
hald af því sem þau sjá í kringum
sig - þar sem annar hver maður, er
með GSM-síma sér við eyra í tíma
og ótíma. Börnin hafa ugglaust
ekki hugsað lengra en svo að
þarna sé um þægilegan kost að
ræða sem þau vilji komast yfir.
Fróðlegt gæti verið, í kjölfar ferm-
inganna, að eitthvert skoðana-
könnunarfyrirtækið gerði alvöru
könnun á því, hvað fermingarbörn-
in fengu nú helst í fermingargjöf í
ár.
xxx
EKKI sviku þeir Spaugstofu-
bræður sl. laugardag frekar en
íýrri daginn. Reyndar fannst Vík-
verja sem þessi blanda þeirra af al-
veg einstökum aulahúmor, tvíræðri
fyndni og síðan skerandi háðskri
þjóðfélagsádeilu væri ein besta,
fyndnasta og dýpsta ádeila á sam-
tímann sem hann hefur séð í lang-
an tíma. Á hálftíma settu þeir sam-
an í svo einstaklega miklu háðs-
ljósi, Landsbankaveiðimálin,
kvótabraskið og fíkniefna- og
skuldaklúður lögreglunnar, ásamt
ýmiskonar álitamálum úr nýlegri
fortíð, að segja má að þeir hafi gert
flestum öðram sem eiga að vera í
hlutverki þess eða þeirra sem rýna
í þjóðféiagið og gerðir þess, skömm
til.
XXX
VÍKVERJI man vart eftir pásk-
um undanfama áratugi sem
hann hefur ekki að einhverju leyti
eytt í hlíðum Bláfjalla á skíðum.
Sem betur fór varð sú hin sama
raunin um þessa páska - Víkverji
og fjölskylda komust til fjalla. Að
vísu var snjórinn af mjög svo
skornum skammti og því þurftu
menn að gæta að því hvar þeir
renndu sér - stundum var snjórinn
aðeins þunn föl á fjalli. Hvað sem
því leið, þá var veðrið, bæði á skír-
dag og sl. laugardag svo dýrlegt,
að það eitt að komast til fjalla,
njóta útsýnisins, jafnt austur úr, til
Vestmannaeyja og víðar og norð-
vestur úi' til Snæfellsjökuls að
fjallaferð var virkilega þess virði.
Auk þess vora svo fáir gestir í Blá-
fjöllum þessa daga, að viðstöðu-
laust var hægt að renna sér niður
hlíðarnar og komast beint upp með
lyftu aftur. Einu biðraðimar sem
mynduðust þessa daga vora við
bamalyftuna!