Morgunblaðið - 15.04.1998, Side 2

Morgunblaðið - 15.04.1998, Side 2
2 MIÐVTKUDAGUR 15. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Umhverfísráðherra fellst á lagningu Búrfellslínu GUÐMUNDUR Bjarnason um- hverfisráðherra hefur fallist á lagn- ingu 400 kV Búrfellslínu 3A frá Búr- fellsvirkjun að Lyklafelli við Sand- skeið. Að því er fram kemur í frétt frá umhverfisráðuneytinu hefur lagning línunnar að mati ráðuneytisins nei- kvæð áhrif á umhverfið á svonefndri Ölkelduhálsleið, þ.e. frá Sogi um Öl- kelduháls að Orustuhólshrauni, en á hinn bóginn er ljóst að Landsvirkjun hafði ótvírætt leyfi iðnaðarráðherra frá árinu 1991 til að leggja 220 kV eftir þeirri leið. I fréttinni segir að í úrskurði skipulagsstjóra frá 23. janúar sl. um mat á umhverfísáhrifum 400 kV Búr- fellslínu 3A hafi verið krafíst frekari mats og að borin yrðu saman um- hverfisáhrif línunnar á Ölkelduháls- leið annars vegar og svonefndri Ölf- usleið hins vegar, þ.e. frá Sogi um Grafningsháls og Ölfus að Orustu- hólshrauni. Landsvirkjun hafí kært þennan úrskurð til umhverfisráð- herra, sem hefur nú fallist á lagn- ingu línunnar. Rýrir útivistargildi svæðisins I úrskurði ráðuneytisins segir orð- rétt: ,Að mati ráðuneytisins er Ijóst að hin fyrirhugaða lagning 400 kV Búrfellslínu 3A og sú röskun á landi sem fylgir framkvæmdinni, þar með talið vegna vegagerðar, hafa nei- kvæð áhrif á umhverfíð á svonefndri Ölkelduhálsleið. Umrætt svæði er að miklu leyti ósnortið og mun framkvæmdin tví- mælalaust rýra útivistargildi þess.“ í frummatsskýrslu og kæru Lands- virkjunar kom fram að hún myndi nýta sér heimild sína til að reisa 220 kV Búrfellslínu 3A fengist ekki leyfi fyrir 400 kV línu. Um það segir í niðurstöðu ráðuneytisins: „Það er mat ráðuneytisins að spennuhækk- un Búrfellslínu 3A úr 220 kV í 400 kV ásamt breytingu á möstrum og leiðurum muni ekki hafa í för með sér umtalsvert skaðlegri áhrif á umhverfið en lagning 220 kV línu á svonefndri Ölkelduhálsleið. Breyting vegna lagningar 400 kV línu í stað lagningar 220 kV línu er einkum af sjónrænum toga. A móti kemur að flutningsgeta linunnar eykst verulega, sem til lengri tíma litið verður til þess að þörf fyrir nýjar raflínur frá Þjórsársvæðinu til höfuðborgarsvæðisins verður minni en ella. . m JUTd f5$ Beið bana í bílslysi TÆPLEGA þrjátíu og þriggja ára gamall maður, Arni Þorkelsson, beið bana í bílslysi undir Ólafsvíkurenni snemma á mánudagsmorgun, þegar bifreið sem hann ók fór út af vegin- um og hafnaði á hlöðnum grjótgarði. Bifreiðin var á leið til Ólafsvíkur frá Hellissandi, þegar hún virðist lenda í lausamöl með þeim afleiðing- um að ökumaður missti stjóm á bif- reiðinni og missti hana utan vegar. Hún valt síðan og hafnaði á hlöðnum sjóvarnargarði utan með veginum. Tilkynning um slysið barst til lög- reglu Ólafsvík tíu mínútur í sex á mánudagsmorgun en Árni var látinn þegar að var komið. Farþegi sem var í bifreiðinni slapp lítið slasaður. Arni heitinn var fæddur 26. maí árið 1965, til heimilis að Skólabraut á Hellissandi. Ámi var fráskilinn og lætur eftir sig tvö börn. Ráðherraskipti á morgun Friðriki þökk- uð störfin NOKKRIR þingmenn stjómar- andstöðu sáu ástæðu til þess að þakka Friðriki Sophussyni frá- farandi fjármálaráðherra sér- staklega fyrir samstarfíð á liðn- um árum við umræður um fjár- aukalög íyrir árið 1997 á Aiþingi í gær. Friðrik lætur af embætti fjár- málaráðherra á morgun, fímmtudag, en mun áfram gegna þingmennsku. Við emb- ætti fjármálaráðherra tekur Geir H. Haarde. Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður Alþýðubandalags og óháðra, Kristín Ástgeirsdóttir, þingmaður utan flokka, Sighvatur Björgvinsson og Ágúst Einars- son, þingmenn þingflokks jafnað- armanna, voru meðal þeirra sem þökkuðu ráðherra fyrir samstarf- ið í ráðherratíð hans og óskuðu honum velfamaðar í framtíðinni. Fjármálaráðherra þakkaði sömu- leiðis alþingismönnunum kærlega fyrir samstarfið og fyrir hlý orð í sinn garð. Morgunblaðið/Emil Þór Brúargerð yfir Gígju gengur vel SMÍÐI nýrrar brúar yfir Gígju- kvísl í stað þeirrar sem Skeiðar- árhlaupið hreif með sér gengur yómandi vel að sögn Guðmundar Helga Gunnarssonar verksljóra við brúarsmíðina og er vinnu- flokkurinn þessa dagana að und- irbúa sig undir að steypa mið- hluta brúargólfsins, sem er um 130 metrar að lengd. Alls er brú- in um 300 metra löng, auk þess sem 18 metra landbrýr eru við hvom enda hennar. Hafíst var handa við verkið í lok nóvember og gert er ráð fyrir að brúin verði tilbúin um mitt sumar. Ár- mannsfell er verktaki. Frakki j gafst upp á göngu yfir landið LÖGREGLAN á Selfossi sótti á laugardag franskan ferðamann | sem hafði gefíst upp á göngu sinni P þvert yfir landið sökum meiðsla á fótum. Landi hans og ferðafélagi gekk að Gullfossi og bað um hjálp. Mennirnir voru tveir á ferð, ann- ar tuttugu og níu ára gamall og hinn hálffertugur. Þeir lögðu upp frá Laugarfelli í Eyjafirði og héldu þaðan til Hveravalla og síðan Hvít- ámess og þaðan til Hagavatns það- j an sem ganga átti til Laugarvatns j en við svo búið gafst maðurinn upp i á göngu sinni. Fætumir illa famir Hann var þá með hælsæri, tæm- ar vom illa marðar og einnig ristin. Svo slæm voru sárin eftir þrammið að sldnn hafði farið af á mörgum stöðum og úr blæddi samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Talið er j að hann hafi verið illa skóaður. Félagi hans skildi hann eftir við I vatnið og fór að Gullfossi, þar sem j hann fékk vegfaranda til að hringja úr bílasíma sínum í lögreglu og til- kynna að ferðafélagi sinn væri meiddur á fæti og kæmist ekki hjálparlaust til byggða. Lögreglu- menn fluttu hann síðan á heilsu- gæslustöðina á Selfossi þar sem búið var um meiðsli hans. Strandamenn i mótmæla flutningi sýslumanns VIÐ utandagskrámmræðu á Al- j þingi í gær gagnrýndu þingmenn i úr stjóm og stjórnarandstöðu Þor- ' stein Pálsson dómsmálaráðherra P fyrir þá hugmynd að ætla að flytja Sigurð Gizurarson, sýslumann á Akranesi, í sýslumannsembættið á Hólmavík. Yfir 200 Strandamenn hafa skrifað undir mótmæli við hugmyndina og hvetja þingmenn Vestfjarða til að koma í veg fyrir þessi áform. Þorsteinn Pálsson gaf við um- j ræðuna til kynna að ekki stæði til j að falla frá hugmyndinni en benti á , að sýslumaðurinn á Akranesi hefði * andmælarétt til 20. apríl. Einar K. Guðfínnsson, þingmaður Sjálfstæð- isflokks, sagði ákvörðun ráðherra óskynsamlega og skoraði á hann að endurskoða afstöðu sína. Gunn- laugur M. Sigmundsson, þingmað- ur Framsóknaifiokks, sagði málið hafa vakið reiði í Strandasýslu og vonaðist til að ráðherra fyndi aðra lausn á málinu. Steingrímur J. Sig- fússon, þingmaður Alþýðubanda- lags og óháðra, sagði þessa ákvörð- un mjög undarlega stjórnsýslu. ■ Þingmenn gagnrýna/20 Sérblöð í dag Fyrir hverja skal votta? Ördeyða á »Hryggnum‘7C2 ÍS framleiddi minna 1997/C3 Andsnúnir hvalveiðum/C8 SH2ÍI D UM SJAVARÚTVSQ »•••••••••• oröimblnbib Framarar náðu síðasta sætinu í undanúrslitunum/B3 Spennandi toppbarátta á Englandi og Ítalíu/B8 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.