Morgunblaðið - 29.04.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.04.1998, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Á þriðja tug einstaklinga á gjörgæslu seinustu átta ár vegna heitavatnsbruna Fimm látist á 4 árum ALLS fímm manns hafa látist á gjörgæsludeild Landspítala vegna bruna af völdum hitaveitu- vatns á seinustu fjórum árum. Þeir sem létust voru allir fullorðnir, eða frá tvítugu til áttræðs. Tuttugu og tveir hafa verið vistaðir á deildinni á tímabilinu 1990 til 1997 vegna vatnsbruna. Samtals voru 106 sjúklingar vistaðir á gjör- gæsludeildinni á þessu tímabili vegna bruna og af þeim létust 16 eða 15%. Tuttugu og tveir, þar af níu böm, eða 20,7%, af þeim brunasjúklingum sem komu á deildina á þessum átta árum höfðu fengið brunasár af völdum hitaveituvatns að sögn Þorsteins Svarfaðar Stefánssonar yfírlæknis gjörgæsludeildar. Af þeim létust fimm, eins og áður sagði, eða 22,7%. 25% tilfella vegna hitaveituvatns ,Á síðustu þremur árum hafa 44 sjúklingar vistast á deildinni vegna bruna, þar af ellefu sjúklingar, eða 25%, vegna bruna af völdum hita- veituvatns. Fimm þessara sjúklinga voru böm,“ segir Þorsteinn. A gjörgæsludeild em svokallaðii' meiriháttar brunar meðhöndlaðir, en þeir em skilgreindir þannig að um sé að ræða ástand þar sem 15% eða meira af líkamsyfirborði fullorðinnar manneskju eða 10% eða meira af líkamsyfirborði bams hefur orðið iyrir branasámm af 2. eða 3. gráðu. Ef brani nær til andlits eða kynfæra telst hann meiriháttar þótt útbreiðsla hans sé minni en 15% hjá fullorðn- um eða 10% hjá bami. Hjá þeim einstaklingum sem hafa látist af völdum heitavatnsbrana á und- anfómum áram hafa allt að 100% líkamsyfirborðs orðið fyrir branasáram. Fjórir urðu fyrir brana- sáram í baðkeram sem þeir komust ekki upp úr en sá fimmti í heitum potti. Telur vatnið hættulega heitt Þorsteinn segir að þeir einstaklingar sem lét- ust hafi flestir átt við andlega eða líkamlega fötl- un að stríða, en það sé þó ekki algilt. ,Á öðram Norðurlöndum era menn ekki með svo heitt vatn í húsum sínum og ég veit raunar ekki hvar í heiminum svo er háttað annars staðar en hér. Vatnið sem streymir úr krönunum ætti ekki að vera heitara en 50 til 60 gráður á Celsíus en það er nú um 80 til 90 gráður," segir hann. „Vatnið er hættulega heitt og þyrfti að vera hægt að tempra hita þess á leið vatnsins inn í húsið en á meðan ekkert er gert þarf að fylgjast með blöndungum, merkja krana vel o.s.frv., auk þess að gæta vel að börnum og fólki sem á við andlega eða líkamlega fótlun að etja, svo sem vegna elliglapa. Þó þægilegt sé að fara í baðker komast ekki allir upp úr þeim sjálfir. Það þarf að minna fólk á að umgangast heita vatnið með mik- illi virðingu." Brunasár af völdum heita vatnsins era með- höndluð á svipaðan hátt og önnur branasár. Ef braninn er djúpur telst húðin ónýt og þarf að flytja nýja húð á þann hluta líkamans sem orðið hefur fyrir brananum. Þorsteinn segir ljóst að meðferð branasára sé erfið og hún taki mörg ár. „Sumir segja að meðferðin sé ævilöng, því ekki aðeins þurfi að meðhöndla sárin heldur einnig ör- in. Fólk þarf að fara í endurteknar svæfingar vegna endurtekinnar húðskiptingar, umbúða- skipti og þvotta, og þetta er mjög sársaukafullt," segir hann. NATO- ráðstefna hér á landi árið 2000 RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi sínum í morgun að halda áfram undirbúningi að ráðstefnu ríkja Atlantshafsbandalagsins, NATO, hér á landi árið 2000. Búist er við 250-300 gestum á ráðstefnuna. Hjálmar W. Hannesson sendi- herra sagði að um væri að ræða samvinnuverkefni íslendinga og herstjórnar Atlantshafsbanda- lagsins en það væri enn á vinnu- stigi. Hann sagði að umræðuefni ráð- stefnunnar yrði að öllum líkindum framtíð Atlantshafsbandalagsins og að það ætti að tengjast landa- fundum norrænna manna í Amer- íku. Það væri hins vegar ekki ákveðið og gæti breyst síðar. Stefnt að barnarás Stöðvar 2 í haust ÍSLENSKA útvarpsfélagið á nú í samningaviðræðum við bandarísk- an aðila um aðgang að efni til þess að fyrirtækið geti komið hér á fót rás með bamaefni. Náist samning- ar segir Hreggviður Jónsson, for- stjóri íslenska útvarpsfélagsins, að stefnt verði að því að hefja útsend- ingu í haust. Hreggviður segir að eins og fé- lagið lýsti yfir, þegar það fékk út- hlutað fjölmörgum nýjum sjón- varpsrásum á síðasta ári, hefur það unnið að áformum um nýjar sjón- varpsrásir, þar á meðal sérstaka barnarás og kvikmyndarás. „Vinna við þessar rásir hefur verið í gangi í langan tíma,“ segir Hreggviður en segir ekki komna tímasetningu á það hvenær þeim verði hleypt af stokkunum. „Við höfum sagt að við viljum að þessi barnarás verði íslensk rás og við viljum vera í loftinu mun lengur en þessi rás sem nú fer í loftið og kallar sig bamarás. Við eram í samvinnu við stóran erlendan aðila, eitt af kvikmyndaverunum í Hollywood, um að gera þetta með honum,“ sagði Hreggviður og bætti við að rætt væri um 6-12 klukkustunda útsendingu á dag. „Ef samningar nást við þennan er- lenda aðila, sem ég á von á, þá býst ég við að þetta gerist í haust. Eftir að samningar nást verðum við fljótir að koma stöðinni í loftið." Hreggviður sagði að ekkert hefði verið rætt um að draga úr út- sendingu talsetts bamaefnis á Stöð 2 með tilkomu nýju stöðvarinnar. íslendingurinn giftist tyrkneskri barnsmóður sinni s Þakklát utanríkisráðuneyti og RKI fyrir að koma fjölskyldunni saman Morgunblaðið/Kristinn MÚRUVET, Þráinn og Martin í blíðunni í Reykjavík í gær. TYRKNESKA konan Miiruvet Basaran, sem kom hingað til Iands ásamt syni sírnim í boði íslenskra stjórnvalda fyrir tveimur vikum, giftist næsta laugardag íslenskum barnsföður sínum, Þráni Meyer, «em hingað er kominn frá Þýskalandi. Þráinn sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að erfítt mál væri nú að fá farsælan endi. Þráinn sagði að hann hefði verið í sambandi við þau mæðgin en það hefði verið erfitt vegna þess að höf, lönd og trú hefði skilið þau að. Hann hefði viljað fá þau aftur til Þýska- lands en ekki hefði tek- ist að fá fyrir þau vegabréfs- áritanir. Miiruvet þurfti að yf- irgefa Þýskaland sl. sumar þegar hún lauk þar námi og dvalarleyfi hennar rann út. Þá fór hún til Tyrklands þar sem hún átti ekki sjö dagana sæla vegna þess að hún hafði átt barn utan hjónabands. Muruvet orðin hvekkt Þráinn segir að Múruvet hafi verið hvekkt yfir þessum erfíðleikum og þess vegna hafi hún sent Morgunblaðinu bréf sem sagt var frá 10. febrúar sl. og varð kveikjan að því að ut- anríkisráðuneytið bauð henni að koma hingað ásamt syni sín- um, Martin. Þá hefði hún talið að hann og ijölskylda hans hefðu snúið við sér baki. „Það var erfitt að ná sam- bandi við þau niðri í Tyrklandi þannig að ég vissi aldrei hver staðan var á hverjum tíma, ekki fyrr en þau birtust hér. Ég fór þarna sjálfur í desem- ber en þá var drengurinn veik- ur. Aðstæðurnar sem þau bjuggu við voru mjög bágborn- ar, engin húshitun, ekkert rennandi vatn og rafmagnið kom og fór. Ég hafði hug á að giftast Muruvet í Tyrklandi en þá var ekkert víst að hún kæmist úr landi,“ segir Þráinn. Óráðið hvar ijöl- skyldan sest að Þráinn segir að þau Múruvet séu mjög þakklát utanríkis- ráðuneytinu og Rauða krossin- um fyrir að hafa komið fjöl- skyldunni saman á ný. Múru- vet sé ánægð og þakklát fyrir hversu vel sé hlúð að þeim mæðginum og hve vel hafi ver- ið tekið á móti þeim. Múruvet býr í húsnæði í eigu Rauða krossins og hefur Þráinn feng- ið leyfí til að vera þar Iíka. Enn er óráðið hvar fjölskyldan sest að í framtíðinni. Þráinn hefur starfað við ráð- gjöf í Þýskalandi og ætlaði að taka þar við nýju starfi l.júníen óvíst er hvort Múruvet fær dvalarleyfi þar. Þráinn segist hafa fengið atvinnutilboð hérlendis þannig að svo geti farið að þau seljist að hér. Þráinn segir að þau hafi talað við borgar- dómara og þau verði gefin saman á laugar- dag og hyggist síðan fá blessun í kirkju. Hann langar að gera daginn fallegan og ógleyman- legan fyrir Múruvet en segist eiga erfítt með skipu- lagningu og því myndi hann vera þakklátur ef einhverjir gætu komið þeim til aðstoðar í þeim efnum. Sýnt frá brúðkaupinu í tyrknesku sjónvarpi Tyrkneskur blaðamaður, sem hér er staddur, ætlar að fylgjast með brúðkaupinu á laugardag og verður umfjöllun um það send út í sjónvarpi í Tyrklandi. Þá ætlar hann að skrifa greinaflokk, sem vænt- anlega verður bæði birtur í Tyrklandi og Þýskalandi. ------------------------------ Sérblöð í dag ssisuit ► VERIÐ fjallar meðal annars í dag um markaði af ýmsu tagi, umhverfissamtök, bætta nýtingu í fiskvinnslu og aukna sölu á saltfiski á Spáni. Þá kemur þar fram að stöðugildum farmanna hefur fækkað mikið. Samvinna | hjá Ármanni j og Þrótti : : Fimm í bann hjá Inter 4SÍIW BIOOVM _ . ... JlmsBleiki pardusirm 4 SÍÐUR Fyígstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.