Morgunblaðið - 29.04.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 2 7
LISTIR
Ávarp á alþjóðlega dansdeginum
Eg er villigrösin
Morgunblaðið/EAX
ALÞJÓÐLEGI dansdagurinn er
haldinn hátíðlegur í dag, 29. apríl.
Hlutverk dagsins er að færa saman
allar tegundir dans og brjóta niður
pólitísk, menningarleg og þjóðfélags-
leg höft. Dagurinn á að færa saman
fólk í vináttu og friði í sameiginlegu
tungumáli - DANSI.
Dagurinn hefur verið haldinn frá
árinu 1982 þegar Alþjóða dansnefnd
ITI, Unesco ákvað að haldinn yrði
alþjóðlegur dansdagur hinn 29. apríl
ár hvert. Dagurinn er afmælisdagur
Jean-Georges Noverre sem fæddist
fyrir meira en 225 árum og vann
danslistinni mikið í hag.
I tilefni dagsins er ávarpi frá
þekktum danslistamanni dreift um
allan heim. Ávarpið í ár er skrifað af
japanska Butoh-dansaranum Kazuo
Ohno en hann er margverðlaunaður
fyrir verk sín og dans, auk þess sem
hann hefur dansað víða um heim og
leikið í kvikmyndum undanfarna
áratugi.
Skilaboð til alheimsins
Þegar dauðinn er á næsta leiti þá sækir mað-
ur í þær gleðistundir sem maður hefur átt í
lífinu.
Augun opnast upp á gátt þegar horft er í lóf-
ana, þau horfa á dauða, líf, gleði og sorg með
stóískri ró.
Þessi daglega innri sálkönnun, er þetta upp-
haf ferðalagsins?
Attavilltur sit ég á leikveili látinna. Hér lang-
ar mig til að dansa og dansa og dansa og
dansa, líf villigrasanna.
Eg sé viliigrösin, ég er villigrösin, ég og villi-
grösin verðum eitt. Þessi hamskipti eru
heimsmyndarfræði (e. cosmology) og könnun
sálarinnar.
í ríkugleika og gnægð náttúrunnar sé ég
grunn dansins. Er þetta vegna þess að sál
mín vill ná raunverulegri snertingu við sann-
leikann?
Þegar móðir mín lá á dánarbeðinum strauk
ég hár hennar alla nóttina án þess að geta
mælt eitt huggunarorð. Eftirá rann upp fyrir
mér að það var ekki ég sem var að sinna
henni heldur var það hún sem sinnti mér.
Lófar móður minnar eru mér sem dýrmæt
villigrös.
Ég vil dansa dans villigrasanna þar til hjarta
mitt slær sín síðustu slög.
Guðmimdur Helgason ritarí
Félags íslenskra listdansara þýddi.
Bæjar- og héraðsbókasafnið á Selfossi
Ljóðasam-
keppni
barna og
unglinga
SELFOSSI. MORGUNBLAÐIÐ.
BÆJAR- og héraðsbókasafnið á
Selfossi stóð fyrir ljóðasam-
keppni í tilefni af Alþjóðadegi
bókarinnar sem haldinn var há-
tíðlegur sumardaginn fyrsta. AIls
sendu 92 þátttakendur inn 207
ljóð. Flest ljóðin komu frá ljóð-
skáldum í aldurshópnum 9-12
ára.
Allir sem sendu inn ljóð í
keppnina fengu viðurkenningar-
skjal frá bókasafninu og þakkir
fyrir þátttökuna. Ein verðlaun
voru veitt í hveijum aldursflokki
en þeir voru 6-8 ára, 9-12 ára, 13-
15 ára og 16-20 ára og ein aðal-
verðlaun án tillits til aldurs.
Dómnefnd skipuð Þóru Grét-
arsdóttur, Steinunni Sigurðar-
dóttur og Ásmundi fékk það erf-
Morgunblaðið/Sig. Fannar.
VERÐLAUNAHAFAR í ljóðasamkeppni Bæjar- og héraðsbókasafnsins
á Selfossi.
Stórsveit á
tímamótum
TONLIST
ItÚðllIÍNÍ ð
STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR
Stórsveit Reykjavíkur: Snorri Sig-
urðsson, Andrés Björnsson, Bjarni
Freyr Ágústsson og Birkir Freyr
Matthiasson trompet; Edward Fred-
riksen, Björn R. Einarsson, Oddur
Björnsson og David Bobroff básúna;
Jöel Pálsson, Ólafur Jónsson, Stefán
S. Stefánsson, Kristinn Svavarsson
og Davíð Þór Jónsson saxófónn; Ást-
valdur Traustason pianó, Ársæll Más-
son gítar, Gunnar Hrafnsson bassi og
Jóhann Hjörleifsson trommur.
Stjórnandi Sæbjörn Jónsson, söng-
kona Tena Palmer og kynnir Ólafur
Stephensen. Ráðhús Reykjavíkur 25.
apríl 1998.
ÉG HEYRÐI síðast í Stórsveit
Reykjavíkur á RúRek-djasshátíð-
inni í haust þegar Frank Foster
kom í heimsókn til að stjórna henni.
Síðan hafa orðið nokkrar manna-
breytingar og enn sem oftar er
sveitin á tímamótum. Það er erfitt
að berjast fyrir tilveru stórsveitar
sem að mestu er skipuð atvinnu-
mönnum sem leika kauplaust. Það
er eins og baráttan fyrir sinfóníu-
hljómsveitinni á árum áður. Því
sárari er þessi barátta að áfanga-
sigur var unninn með stofnun
Léttsveitar Ríkisútvarpsins, síðar
Stórsveitar. Hún var lögð niður
með einu pennastriki. Það var því
fróm ósk sem kynnir tónleikanna,
Ólafur Stephensen, bar fram. „Að-
eins að ég mætti vera útvarpsstjóri
í tíu mínútur. Þá mundi ég ráða
Stórsveit Reykjavíkur sem út-
varpsstórsveit." En hversu Sæ-
björn og drengirnir halda út skal
ósagt látið - aðeins bent á að varia
er til það menningarríki í Evrópu
þar sem útvarpsstórsveit er ekki
starfandi á einn eða annan hátt.
Tónleikarnir á laugardag hófust
á leikandi léttum ópus eftir
japönsku stórsveitardrottninguna
og píanóvirtúósinn Toshiko Akiyos-
hi: Lasy day. Þar kom bæði styrkur
og veikleiki hljómsveitarinnar í ljós.
Vantaði herslumun á hið léttleik-
andi svíng, en kraftur góður - og
sólistar skínandi: Jóel Pálsson hinn
þaulreyndi tenóristi, Snorri Sig-
urðsson trompetistinn efnilegi og
nýliðinn Davíð Þór Jónsson á
barítónsaxófón. Það hefur ekki ver-
ið aðalhljóðfæri neins íslensks
djassleikara utan Finns Eydals og
vonandi á Davíð Þór eftir að rækta
þann garð - margt gott í sólóum
hans þótt tónninn sé enn ekki
þroskaður.
Efnisskráin var allblönduð. Eft-
irtektarverðasta verkið var Hello
and goodbye eftir básúnuleikarann
og stórsveitargúrúinn Bob Brook-
meyer, þar sem Jóel fór á kostum.
Þótt innkomur væru ekki allar ná-
kvæmar og samleikur ekki fullkom-
inn er miklu meiri nautn að hlusta á
slík verk en einhverjar innantómar
útsetningar af léttara taginu, sem
verða að engu ef einhverju skeikar í
spilamennskunni. Þannig fór um
Jersey bounce, sem Tena Palmer
söng. Sveiflan var ekki í lagi hjá
sveitinni og þá var ekkert eftir. Aft-
ur á móti tókst Tenu mjög vel upp
er hún söng útsetningu Lennies
Niehaus af Almost like being in
love og ekki heiglum hent að leggja
í það lag, er Ellý Vilhjálms söng svo
meistaralega á hljómdiski sveitar-
innar (Jazzís 301). Af öðrum lögum
er Tena söng skal minnst á Dam
that dream, þar sem titurlaus rödd
hennar og næm ballöðutúlkun nutu
sín vel.
Sambataktur og fönk á oft betur
við sveitina en einfalt svíng.
Hrynsveitin býr yfir þunga sem
naut sín vel í lögum á borð við Lat-
in import eftir John Fedchock þar
sem trommarinn, Jóhann Hjörieifs-
son, var í aðalhlutverki - og svo
kom blúsað verk frá Svíþjóð: No
future. Nokkuð skemmtilega samið
verk hjá Daniel Nolgard, sem hér
hefur verið gestakennari hjá Tón-
listarskóla FIH. Ársæll Másson var
með gítarsóló í upphafi, sem er
næstum eins sjaldgæft og Freddie
Green-sóló hjá Basie, og svo sax-
arnir Stefán S. á altó og frábær Jó-
el á tenór. I lokin má nefna að Ást-
valdur Traustason átti ágæta pí-
anóspretti og Gunnar Hrafnsson
fór á kostum á bassann. Svo er bara
að vona að Sæbjörn og drengirnir
láti ekki deigan síga og menningar-
yfirvöld landsins rumski af
Þyrnirósarsvefninum.
iða starf að velja verðlaunaljóðin.
Aðalverðlaun fyrir besta ljóðið
án tillits til aldurs höfundar fékk
Telma Sveinsdóttir, 15 ára, fyrir
ljóðið EF. Hún hlaut launum
Heimskringlu Snorra Sturlu-
sonar.
Aðrir verðlaunahafar: María
Dagbjört Sveinsdóttir 8 ára,
Helga Gyða Helgadóttir 9 ára,
Bergþóra Snæbjörnsdóttir 13
ára, Fanney Ragnarsdóttir 19
ára. Aukaverðlaun í flokknum 9-
12 ára hlutu: Jón Steinar Jóns-
son 9 ára, Árný Yrsa Gissurar-
dóttir 10 ára. Tryggvi E.
Mathiesen 9 ára.
• ÚT er komið tímaritið Bjart-
ur og frú Emilía nr. 27. Áskrif-
endalistinn, sem er langur, var
prentaður út og nokkrum rithöf-
undum falið að velja sér nöfn úr
skránni og skrifa um þau. Árang-
urinn er þetta 27. hefti Bjarts og
frú Emilíu sem er tileinkað
áskrifendum Bjarts og frú Emil-
íu. Og er forsíða þess Benedikts-
bleik að þessu sinni.
Guðbergur Bergsson lét eftir-
farandi orð falla í inngangi að
skrifum sínum: og er gott að hafa
þetta hugfast:
Tímarit
Leyndardómur nafnanna
Mannanöfn hafa ekki lengur
sérstaka merkingu í huga mér,
heldur mennirnir sem bera þau. I
æsku voru það aftur á móti nöfn-
in sem höfðu dularfulla merkingu,
ekki mennirnir sem báru þau.
Fyrir bragðið gæti ég skrifað bók
um leyndardóma nafnanna.
Höfundar efnis að þessu sinni
eru: Linda Vilhjálmsdóttir, Gerð-
ur Kristný, Inga Björk Ingadótt-
ir, Guðrún Eva Mínervudóttir,
Haraldur Jónsson, Bragi Ólafs-
son, Guðbergur Bergsson, Oddný
Eir Ævarsdóttir, Þórunn Valdi-
marsdóttir, Dagur Kári Péturs-
son, Þorsteinn J. Vilhjálmsson,
Árni Ibsen, Sjón, Kristján B.
Jónasson, Ásta Ólafsdottir, Mika-
el Torfason, Þorvaldur Þorsteins-
son.
Tímaritið kemur út 3-5 sinnum
á ári og er árgjald krónur 1998 í
ár og hækkar um eina krónu ár
hvert.
Finnst þér ílagi að...
la n gt ím aatvin n u ley s i
kvenna hefur
fjórfaldast íReykjavík?
R-listinn lofaði að standa og falla með
atvinnumálum. Nú er langti'maatvinnuleysi
a landinu hvergi meira en i Reykjavik.
I tíð R-listans hefur langtimaatvinnuleysi
kvenna fjórfaldast.
i ii^Tnnnjt)
ík