Morgunblaðið - 29.04.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.04.1998, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 95. TBL. 86. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Prímakov vill loka landamær- um Kosovo Tirana, Róm, Moskvu. Reuters. UTANRÍKISRÁÐHERRA Rúss- Iands, Jevgení Prímakov, sagði í gær að loka þyrfti landamærum Serbíu að Albaníu til að koma í veg fyrir ferðir skæruliða inn í hið stríðshrjáða Kosovo-hérað. Príma- kov sagði rússnesk stjómvöld afar mótfallin hugmyndum um sjálfstæði Kosovo og sagðist telja slíkt auka hættu á að átökin í héraðinu breidd- ust út á Balkanskaga. I dag fer fram í Róm fundur svo- kallaðs Tengslahóps, Ban'daríkj- anna, Rússlands, Frakklands, Bret- lands, Italíu og Pýskalands, og verður m.a. rætt um hvort beita eigi stjórnvöld í Belgrad auknum þrýst- ingi vegna ástandsins í Kosovo. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar lögðu áherslu á það í gærdag að Tengslahópurinn yrði að vera reiðu- búinn til að sýna tennurnar í þessu máli til að ná mætti árangri. Banda- ríkjastjóm íhugar nú að beita sér ein og sér ef ekki næst sátt um að- gerðir á fundinum í Róm. Reuters Kennarí syrgður TÆPLEGA 4.000 manns fylgdu kennaranum Johu Gillette til grafar í Edinboro í Pennsylvan- íuríki í gær en Gillette lét lífið er Qórtán ára nemandi hans hóf skothríð á skóladansleik um helgina. Þrír slösuðust ennfrem- ur en ekki er vitað hvað drengn- um gekk til en hann tók byssu föður síns með á dansleikinn. Kosið í Færeyjum á morgun Þj óð veldisflokkn- um spáð sigri Þórshöfn. Morgunblaðiö. ÞJOÐVELDISFLOKKNUM, sem berst fyrir sjálfstæði Færeyja, er spáð sigri í þingkosningum, sem fram fara í Færeyjum á morgun, fimmtudag. Er flokknum spáð 22% fylgi og sjö þingmönnum af þeim 32 sem sæti eiga á Lögþinginu en það er 8% fylgisaukning. Þetta er niður- staða skoðanakönnunar sem birt var í Sósmlurín í gær. A hæla Þjóðveldisflokksins koma þrír flokkar, Sambandsflokkurinn, sem styður ríkjasambandið við Dani, hinn borgaralegi Fólkaflokk- ur og Jafnaðarmannaflokkurinn. Sambandsflokknum, flokki Edmund Joensens lögmanns, er spáð 21,5% fylgi, sem er 2% fylgistap, og sjö þingmönnum. Fólkaflokkinum, þar sem Anfinn Kallsberg er í forystu, er spáð um 20% fylgi sem er 4% aukning, og sex þingmönnum, og jafnaðarmönnum, flokki Joannesar Eidesgaard, sem valdið hefur usla á danska þinginu, er spáð 5% fylgis- aukningu, upp í um 20% fylgi, og sjö þingmönnum. Verkamannafylkingin tapar mestu fylgi, um 7%. Henni er spáð tæplega 2% og kemst hún því varla inn á þing, þar sem 4% þarf til þess. Þá er búist við þvi að Kristilegi þjóðarflokkurinn fái heldur engan þingmann kjörinn. Ahrif allsherjarverkfallsiiis aukast í Danmörku Atvinnurekendur bjóða til viðræðna Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. SAMTÖK atvinnurekenda ákváðu í gærkvöldi að bjóða danska alþýðu- sambandinu til undirbúningsvið- ræðna sem hefjast í dag en það hafði áður boðið atvinnurekendum að setjast aftur að samningaborð- inu. Vilja atvinnurekendur ræða til- boð alþýðusambandsins áður en eig- inlegar samningaviðræður hefjist. Áhrif allsherjarverkfallsins, sem hófst á miðnætti á mánudag, verða æ víðtækari og í gær lagði Poul Nyrup Rasmussen forsætisráð- herra enn og aftur áherslu á að aðil- ar vinnumarkaðarins yrðu að leysa vinnudeiluna sjálfir. Ríkisstjórnin hygðist ekki skipta sér af deilunni. Undir rauðum fánum og mót- mælaspjöldum á fyrsta útifundi al- þýðusambandsins fyrir framan Iðn- aðarhúsið við Ráðhústorgið sagði Hans Jensen forseti sambandsins þau fimmtán verkalýðsfélög, sem eru í verkfalli, hafa boðið atvinnu- rekendum að semja aftur. Félögin væru bæði tilbúin til að semja hvert fyrir sig og láta sambandið um það, en atvinnurekendur skyldu gera sér grein fyrir að semja ætti við alla í einu. Ekkert félag yrði skilið eftir í lausu lofti og vinnuveitendur fengju ekki að spá í hver kæmi fyrst og hver síðast. Nú þegar viðræður hefjast aftur, þykir líklegast að tilboð um nokkra frídaga í viðbót muni leysa hnút- inn, því allt bendir til að launþegar sækist eftir lengra fríi í viðbót við þær fimm frívikur, sem þeir hafa þegar. Verkfallið setur svip sinn á þjóð- lífið en jafnvel þó svo ólíklega fari að skjótt verði samið verður verk- fallinu ekki aflýst fyrr en samning- arnir hafa verið samþykktir í at- kvæðagreiðslu launþega. Ferlið er því þungt í vöfum og mun vísast eiga sinn þátt í að draga verkfallið á langinn. ■ Lyfjaskortur og lamaðar/20 Reuters NÆR engin umferð var um Kastrup-flugvöll og tómir gangar í stað hinnar venjulegu mannmergðar. SBSBÍ3I6 Nemtsov og Khristenko skipaðir aðstoðarforsætisráðherrar í Rússlandi Moskvu. Reuters. Nemtsov segir völd sín aukin Bóluefni gegn tann- skemmdum London. Reuters. VÍSINDAMENN við Guys- sjúkrahúsið í London sögðust í gær hafa þróað bóluefni gegn tannskemmdum. Efnið er unn- ið úr erfðabreyttri tóbaksjurt. Sagt var frá þessu í nýjasta hefti Nature. Tilraunir voru gerðar á hópi fólks sem skolaði tennurnar ýmist með bóluefninu eða lyf- leysu. í fyrrnefnda hópnum var komið í veg fyrir að strept- ókokkar, sem valda um 95% tannskemmda, næðu bólfestu í munninum. Reyndist bóluefnið verja tennurnar í allt að fjóra mánuði. UMBÓTASINNINN Borís Nemtsov var í gær skipaður að- stoðarforsætisráðheiTa Rússlands, ásamt Viktor Khristenko, sem var áður aðstoðarfjármálaráðherra. Talsmaður rússnesku ríkisstjórn- arinnar tilkynnti í gær um skipan nokkurra ráðherra í ríkisstjórn Sergeis Kíríjenkos, eftir fund sem hann átti með Borís Jeltsín Rúss- landsforseta í gær. Nemtsov, sem gegndi sömu stöðu og nú í fyrri stjórn, sagði í samtali við Interfax- fréttastofuna að völd þeirra Khristenkos ykjust frá því sem verið hefði, þar sem nú yrðu aðeins þrír aðstoðarforsætisráðherrar. Hann sagði hins vegar ekki hver sá þriðji yrði. Jevgení Prímakov utanríkisráð- herra, Sergei Stephasín innanríkis- ráðherra, Míkaíl Zadornov fjár- málaráðherra og Igor Sergejev vamarmálaráðherra halda emb- ættum sínum. Tilkynnt verður um frekari skipan ráðherra í nýrri stjórn Kíríjenkos á morgun. Þingið samþykkti skipan hins 36 ára gamla Kíríjenkos sl. fóstudag í þriðju atkvæðagreiðslunni um mál- ið. Nemtsov og Khristenko eru litlu eldri, 38 og 40 ára. Khristenko er lítt þekktur en hann er umbótasinnaður hagfræð- ingur sem þykir hafa staðið sig vel í fjármálaráðuneytinu á því eina ári sem hann hefur starfað í ríkis- stjórninni. Það var umbótasinninn Anatólí Tsjúbajs, fyrrverandi fyrsti aðstoð- arforsætisráðherra, sem réð Khristenko til starfa en Tsjúbajs var gert ljóst að hann ætti ekki von á að fá sæti í nýrri ríkisstjórn er Jeltsín leysti þá fyrri upp fyrir rúmum mánuði og skipaði Kíríjenko forsætisráðherra. Rauðvínsglas með morgunverðinum Talsmenn Jeltsíns vísuðu í gær á bug fréttum um að forsetanum hefði verið skipað að hætta að drekka, vegna þess að lifrin væri að gefa sig. Sagði Sergei Jastrzhembskí að forsetinn tæki nú rauðvín fram yfir vodka og hefði t.d. fengið sér rauðvínsglas er hann snæddi morgunverð með embættismönnum. I gærmorgun hafði Yasuhiro Nakasone, fyrrver- andi forsætisráðherra Japans, eft- ir Jacques Chirac Frakklandsfor- seta að Jeltsín væri nú bannað að drekka þar sem lifrin væri farin að valda honum vandræðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.