Morgunblaðið - 29.04.1998, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Háskólinn á Akureyri
Kristján Krist-
jánsson prófess-
or í heimspeki
DOKTOR Kristján
Kristjánsson hefur
nýverið verið ráðinn
prófessor í heimspeki
við Háskólann á Akur-
eyri.
Kristján er fæddur
árið 1959. Hann lauk
stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á
Akureyri árið 1979,
BA-prófi í heimspeki
og þýsku frá Háskóla
íslands árið 1983 og
prófi í uppeldis- og
kennslufræði frá
Kennaraháskóla Is-
lands 1986. Hann lauk
M.PhiI. námi í siðfræði
og stjórnmálaheimspeki frá Há-
skólanum í St. Andrews árið 1988
og doktorsprófi þaðan tveimur ár-
um síðar.
Kristján starfaði sem kennari
við Gagnfræðaskólann á Akureyri
skólaárið 1979-80 og við Mennta-
skólann á Akureyri 1983-’87 og
1990-’91. Hann hefur starfað við
Háskólann á Akureyri frá 1991,
sem sérfræðingur, lektor og dós-
ent og nú prófessor. Hann var um
árabil formaður stjórnar Rann-
sóknarstofnunar háskólans.
Kristján hefur ritað margt um
fræði sín, þ.á m. fjölmargar grein-
ar um siðfræði, mennt-
ir og menningu í ís-
lensk blöð og tímarit.
Auk þess hefur hann
flutt opinbera fyrir-
lestra víða um land.
Bókin Þroskakostir
kom út hjá Siðfræði-
stofnun Háskóla Is-
lands 1992 og var til-
nefnd til fslensku bók-
menntaverðlaunanna
það ár. Annað rit-
gerðasafn hans, Af
tvennu illu, kom út hjá
Heimskringlu fyrir síð-
ustu jól. Þá hefur
Kristján birt greinar í
ýmsum alþjóðlegum
heimspekitímaritum, breskum og
bandan'skum. Hann hefur hlotið
styrki til heimspekirannsókna
sinna úr innlendum og erlendum
rannsóknarsjóðum. Bók hans um
frelsishugtakið, Social Freedom:
The Responsibility View, kom út
hjá Cambridge University Press
árið 1996. Kristján hlaut árið 1997
Hvatningarverðlaun Rannsóknar-
ráðs íslands fyrir framúrskarandi
árangur og afköst á sviði heim-
spekirannsókna.
Hann er kvæntur Nóru Chia-
jung Tsai, MA í listfræði, og eiga
þau einn son.
Kristján
Kristjánsson
Háskólinn á Akureyri
Auglýsing um
innritun nýnema
Heilbrigðisdeild: Hjúkrunarfræði
Iðjuþjálfun
Kennaradeild: Grunnskólakennaranám
Leikskólakennaranám
Viðbótarnám til B.Ed. gráðu fyrir
leikskólakennara
Rekstrardeild: Rekstrarfræði
Iðnrekstrarfræði
Framhaldsnám í gæðastjórnun
Tölvu- og upplýsingatækni
Ferðaþjónusta
Sjávarútvegsdeild: Sjávarútvegsfræði
Matvælaframleiðsla
Reglulegri innritun nýnema lýkur 1. júní nk.
Með umsókn á að fylgja staðfest afrit af prófskírteinum. Ef próf-
um er ekki lokið, skal senda skírteini um leið og þau liggja fyrir.
Við innritun ber að greiða staðfestingargjald, kr. 6.000, sem er
óafturkræft fyrir þá nemendur sem veitt er skólavist. Bent er á
að auðveldast er að leggja þessa upphaeð inn á ávísanareikn-
ing Háskólans á Akureyri, í Landsbanka íslands, reiknings-
númer 0162-26-610 og láta kvittun fyrir greiðslunni fylgja um-
sókn. Gjalddagi eftirstöðva skrásetningargjalds er 1. ágúst.
Skilyrði fyrir innritun í háskólann er stúdentspróf eða annað
nám, sem stjórn háskólans metur jafngilt. í framhaldsnám í
gæðastjórnun gilda þó sérstök inntökuskilyrði um B.Sc. gráðu í
rekstrarfræði eða annað nám, sem stjórn háskólans metur jafn-
gilt. Á fyrsta ári í heilbrigðisdeild er gert ráð fyrir að fjöldatak-
mörkunum verði beitt.
Ath.: Nýtt námsframboð haustið 1998.
Kennaradeild: Viðbótamám til B.Ed. gráðu fyrir
leikskólakennara
Rekstrardeild: 90 eininga B.Sc. nám f tölvu- og
upplýsingatækni
90 eininga í B.Sc. nám í ferðaþjónustu
Umsóknarfrestur um húsnæði á vegum Félagsstofnunar
stúdenta á Akureyri er til 20. júní 1998.
Umsóknareyöublöð og upplýsingar eru veittar á skrifstofu
háskólans, Sólborg, 600 Akureyri, sími 463 0900 frá kl. 8 til 16.
Upplýsingar um húsnæði á vegum Félagsstofnunar stúdenta á
Akureyri veitir Jónas Steingrfmsson í símum 894 0787 og 463
0968.
Háskólinn á Akureyri.
£_
hAskóunn
Aakureyri
Búnaðarsamband Eyjafjarðar veitir hvatningarverðlaun
1
L
Korn-
rækt og
kjötiðnaður
Morgunblaðið/Benjamín
EyjaQarðarsveit.
BÚNAÐARSAMBAND Eyja-
fjarðar, BSE hélt aðalfund sinn
í gær en þá voru í fyrsta sinn
afhent svonefnd Hvatningar-
verðlaun BSE. Hugmyndin er
að veita slíka viðurkenningu
árlega fyrir sérstakt framtak í
landbúnaði og/eða úrvinnslu
landbúnaðarafurða. Viður-
kenningin getur verið fyrir vel
unnin störf, athyglisverða nýj-
ung eða einstakan árangur og
geta einstaklingar, félög eða
stofnanir hlotið viðurkenning-
una.
Þeir sem fengu Hvatningar-
verðlaunin nú eru annars vegar
kombændur sem standa fyrir
kornrækt í Miðgerði í Eyja-
fjarðarsveit og hins vegar Kjöt-
iðnaður KEA. Hjónin í Grænu-
hlíð, Óskar Kristjánsson og
María Tryggvadóttir, sem em
lengst til hægri á myndinni,
tóku við viðurkenningunni fyrir
hönd kornbænda í Miðgerði og
Helgi Jóhannesson, forstöðu-
maður, fyrir Kjötiðnað KEA, en
við hlið hans, lengst til vinstri,
er Óli yaldimarsson sláturhús-
stjóri. I miðjunni er Sigurgeir
Hreinsson, formaður Búnaðar-
sambands Eyjafjarðar.
Bygging III-áfanga við Dalvíkurskóla
Sex tilboð bár-
ust í verkið
■
SEX tilboð bárust í byggingu III-
áfanga við Dalvíkurskóla, þar af tvö
frávikstilboð frá sama fyrirtækinu.
Tilboðin eru á bilinu 90-100% af
kostnaðaráætlun hönnuða. Fyrir ut-
an frávikstilboðin átti Árfell hf. á
Dalvík lægsta tilboðið, sem hljóðaði
upp á rúmar 144,8 milljónir króna,
eða 91,5% af kostnaðaráætlun.
Tréverk hf. á Dalvík bauð rúmar
145.3 milljónir króna, eða 91,9%,
Tréver hf. í Ólafsfírði bauð 145,6
milljónir króna, eða 92,0% og SS
Byggir hf. á Akureyri bauð rúmar
159.3 milljónir króna eða 100,7%.
Tréverk hf. sendi einnig inn tvö
frávikstilboð, annars vegar upp á
rúmar 142 milljónir króna, eða
90,1% og hins vegar upp á 150,5
milljónir króna, eða 95,2%. Kostn-
aðaráætlun hljóðaði upp á tæpar
158,2 milljónir króna. Tilboðin eru
nú til frekari skoðunar og yfirferð-
Stefnt að einsjetningu
A undanfórnum misserum hefur
www.mbl l.is
staðið yfir hönnun á nýbyggingu við
Dalvíkurskóla vegna áætlana um
frekari uppbyggingu skólans og ein-
setningu hans. Nýbyggingin verður
tæpir 1500 fermetrar og að mestum
hluta á einni hæð. Gert er ráð fyrir
að vinna við nýbyggingu skólans
hefjist um leið og skóla lýkur í vor.
Verður verkþáttum skipt þannig að
skólastarf verði ekki fyrir truflun á
næsta skólaári og að þeim verði lokið
haustið 1999.
Dalvíkurbær gerði heUdarsamning
um hönnun við Arkitekta- og verk-
fræðistofu Hauks á Akureyri og er
Fanney Hauksdóttir arkitekt nýja
hússins. Núverandi skólabygging við
Mímisveg, sem fyrst var tekin í notk-
un 1980 er um 1560 fermetrar að
stærð og að hluta til á tveimur hæð-
um.
I
■
♦ ♦♦
JMJ Norður-
landsmót í
knattspyrnu
JMJ Norðurlandsmót í knattspyrnu
hefst á morgun, fimmtudaginn 30.
aprfl, en það stendur til 14. maí
næstkomandi. Keppt er um titilinn
besta lið Norðurlands 1998.
Leikið verður í tveimur fimm liða
riðlum og eru þátttakendur nánast
öll þau norðlensku lið sem taka þátt í
defldarkeppni á vegum Knatt-
spyrnusambands íslands í ár.
JMJ Norðurlandsmótið fer aðal-
lega fram á völlum KA og Þórs á
Akureyri með nokkrum undantekn-
ingum, en liðum er frjálst að semja
um það sín í milli hvar leikið skuli,
gæti því orðið breyting á leikjaniður-
röðun. Mótinu lýkur með úrslitaleik
á milli þeirra liða sem efst verða í
hvorum riðli fyrir sig. Úrslitaleikur-
inn mun að öllum líkindum fara fram
14. maí kl. 20, en vallaraðstæður
munu ráða mestu um hvar leikurinn
fer fram.
I
f
E
f
!
♦ ♦♦
Skákþing
Norðlendinga
1
1
Rúnar skák-
til sveitarstjórnarkosninga í Eyjafjarðarsveit 23. maí
rennur út laugardaginn 2. maí nk. kl. 12.00.
Yfirkjörstjórn tekur á móti framboðslistum þann dag
frá kl. 11 til 12 á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar á Syðra-
Laugalandi.
Berist aðeins einn listi, framlengist framboðsfrestur til
kl. 12 mánudaginn 4. maí nk.
Tekið skal fram að fjöldi meðmælenda með hverjum
lista skal vera að lágmarki 20 og að hámarki 40.
Syðra-Laugalandi 27. apríl 1998.
Yfirkjörstjórn Eyjafjarðarsveitar,
Auður Eiríksdóttir,
Emelía Baldursdóttir,
Níels Helgason.
meistari
RÚNAR Sigurpálsson varð skák-
meistari Norðlendinga, en Skákþing i
Norðlendinga fór fram á Akureyri
og lauk á sunnudag. Rúnar fékk 5‘A
vinning og vann farandbikar til I
eignar.
I öðru sæti varð Jón Árni Jóns-
son, Gylfi Þórhallsson varð í þriðja
sæti, Olafur Kristjánsson í fjórða
sæti og Halldór B. Halldórsson í því
fimmta.
Á hraðskákþingi Norðlendinga
varð Rúnar Sigurpálsson einnig í
fyrsta sæti, fékk 1214 vinning af 14,
Gylfi Þórhallsson varð í öðru sæti
með 12 vinninga og Ólafur Krist-
jánsson í því þriðja með 11 vinn-
inga.