Morgunblaðið - 29.04.1998, Blaðsíða 8
GOTT FÓIK / SlA
8 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HVORT þetta verður vor- eða haustlínan í tískunni breytir ekki neinu. Skreðarasaumað skal
dressið verða hvað sem raular og tautar Kári minn...
Auglýsendur
athugið!
Fullunnum sérauglýsingum,
sem eiga jað birtast sunnudaginn 3. maí,
þarf að skila fyrir klukkan 16 fimmtudaginn 30. apríl.
Atvinnu-, rað- og smáauglýsingum,
sem eiga að birtast sunnudaginn 3. maí,
þarf að skila fyrir klukkan 12 fimmtudaginn 30. apríl.
IRtfgnailiIiifetfr
AUGLÝSINGADEI LD
Sími: 569 1111 • Bréfasími: 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is
Félag áhugafólks um grindarlos stofnað
Grindarlos er
bara kvenna-
sjúkdómur
STOFNFUNDUR Fé-
lags áhugafólks um
grindarlos var haldinn
hinn 18. apríl síðastliðinn.
Fimm konur hafa unnið að
undirbúningi stofnfundar-
ins en hann sóttu um 20
konur með langtímaverki
vegna grindarloss á með-
göngu. Rannveig Hallvarðs-
dóttir er formaður félags-
ins.
- Hvnð er grindarlos og
hversu margar konur þjást
af þess völdum?
„Það er ótrúlega lítið vit-
að um grindarlos en þegar
kona verður ófrísk verða
hormónabreytingar í líkam-
anum sem valda því að lið-
bönd mýkjast til þess að
undirbúa hann fyrir vænt>
anlega fæðingu. Mjaðma-
grindin er samsett úr þrem-
ur beinum sem eingöngu er haldið
saman af liðböndum og segja má
að grindarlos í meðgöngu sé eðli-
legt upp að vissu marki því grindin
þarf að gefa eftir í fæðingunni.
Hins vegar má tala um óeðlilegt
ástand þegar konan er farin að
fínna til sársauka við daglegar at-
hafnir eða getur ekki sinnt þeim
vegna verkja. Einkennin geta ver-
ið lítið gönguþol, meðal annars erf-
iðleikar við að ganga upp stiga,
eða það að eiga vont með að sitja
og verkimir geta komið frá lífbeini
eða spjaldliðum og leitt niður í
fætur og upp í háls.
Norskar rannsóknir sýna að um
30% kvenna fái grindarlos í með-
göngu. Flestar sem fá verki lagast
á fyrstu sex mánuðum eftir fæð-
ingu en þónokkrar eru með verki
árum saman.“
- Hvemig geta vanfærar konur
verið á varðbergi gegn grindar-
losi?
„Þessu get ég ekki svarað. For-
dómarnir eru talsvert miklir í um-
hverfínu því sagt er í dag að nú-
tímakonan hafi það svo gott og að
grindarios sé tískusjúkdómur,
sem hann er alls ekki. Við erum
oft spurðar að því hvort ekki sé
alltaf að aukast að konur kvarti
undan grindarlosi en staðreyndin
er sú að fyrsta umfjöllunin um það
í læknablöðum á Islandi er frá ár-
inu 1929. Hjúkrunarkonur sem
unnu á Fæðingardeildinni fyrir
20-30 árum og ég hef rætt við
muna vel eftir konum sem voru
ósjálfbjarga og illa haldnar. Þetta
er bara kvennasjúkdómur. I
fyrstu Mósebók stendur: „Með
þraut skalt þú börn þín ________
ala.“ Samkvæmt þessu
á konan að þjást á með-
göngunni og í fæðing-
unni. Síðan á hún bara
að lagast.“
- Hvaða konum er helst hætt
við grindarlosi?
„Algengt mynstur er að konan
fínni fyrir einhverjum verkjum
með fyrsta bami, sem síðan lag-
ast, þótt grindarlos þekkist hjá
frumbyrjum. Við annað bam em
verkirnir kannski aðeins meiri og
síðan enn verri við hið þriðja, ef
konan fær ekki sjúkraþjálfun og
réttar leiðbeiningar. Erfítt er að
segja að ein kona sé í meiri hættu
en önnur og sama er hvort hún er
stór, lítil, feitlagin eða grönn. Þeg-
ar kona fer að fá verki er mikil-
vægt að hún fái sjúkraþjálfun og
kennslu í líkamsbeitingu því það
getur hjálpað konum mikið. Sum-
ar komast varla úr sporunum en
halda samt uppteknum hætti við
að bogra, ryksuga og skúra. Gott
er að leggjast niður öðm hverju
með kodda undir hnjánum og
hlusta á líkamann því verkimir
segja oft ekki til sín fyrr en eftir á.
Rannveig Hallvarðsdóttir
► Rannveig Hallvarðsdóttir
fæddist í Reykjavík árið 1958.
Hún lauk prófi frá Verslunar-
skóla íslands árið 1980 og
stundaði síðar nám tímabundið,
bæði i öldungadeild Menntaskól-
ans við Iiamrahh'ð og í félags-
ráðgjöf við Háskóla Islands.
Rannveig rak innflutningsversl-
un um tíma og fékkst við ýmis
skrifstofustörf með hléum í ein
10 ár en er nú óvinnufær vegna
grindarloss. Hún á Qögur börn
og er formaður nýstofnaðs Fé-
lags áhugafólks um grindarlos.
Konur með
grindarlos eru
fastar heima
Það er til fjöldi hjálpartækja, svo
sem griptöng, snúningslak í rúm,
sokkaífæra, eggjabakkadýna eða
hrúgald til þess að liggja eða sitja
á. Einnig þarf konan meðferð hjá
sjúkraþjálfara sem þekkir til sjúk-
dómsins.“
- Er ekkert spáð í þetta við
skoðun á meðgöngunni?
„Ljósmæður eru að verða miklu
meðvitaðri og kona sem er slæm í
grind á að fá sérstaka aðstoð og
fæða í þannig stellingu að sem
minnstur þrýstingur sé á grind-
ina. Hún á í raun að liggja sem
minnst.“
- Hvernig ætlið þið að starfa
hjá félaginu?
„Við viljum ná til allra kvenna
áður en í óefni er komið og vinna
að kynningu meðal kvenna með
grindarlos og aðstandenda þeirra.
Einnig viljum við stuðla að
fræðslu um grindarlos og afleið-
ingar þess og vinna að ráðgjafar-
og upplýsingaþjónustu fyrir kon-
ur með grindarlos varð-
andi lifnaðarhætti og
velferð. Hópur sjúkra-
þjálfara vinnur nú að
því að útbúa bækling
um grindarlos sem gef-
inn verður út í haust og dreift á
heilsugæslustöðvar og í mæðra-
skoðun. Við ætlum að byrja á því
að fá okkur pósthólf og einnig má
hafa samband við konurnar sem
eru forsvari fyrir félagið. Starf-
semin hefst svo af fullum krafti í
haust.“
- Er þessi hópur sjúklinga mjög
einangraður að þínu mati?
„Já, það eru konur í þessari
stöðu út um allt land, sem sumar fá
þau skilaboð frá umhverfinu að
fara bara út að skokka. Þær konur
með grindarlos sem ég þekki hafa
mætt miklu skilningsleysi og verið
spurðar hvaða móðursýki þetta sé.
Verkimir eru hins vegar slíkir að
þær komast varla út í búð. Grind-
arlos er svokallað mjúkparta-
vandamál sem erfitt er að sjá á
röntgenmynd nema mjaðmagrind-
in sé nyög skökk. Konur sem eru
verst settar komast varla út úr
húsi og verða að fá heimilisaðstoð."