Morgunblaðið - 29.04.1998, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ
Frumvarp um gagnagrunna á heilbrigðissviði
STÓRPÓLITÍSKASTA
MÁL í TÆPA HÁLFA ÖLD
FRUMVARP um
gagnagrunna á heil-
brigðissviði er stórpóli-
Íískasta mál sem komið
hefur upp á Islandi í
tæpa hálfa öld og varð-
ar persónuvernd, heil-
brigðispólitík og vís-
indapólitík. Nokkur
meginatriði, sem nauð-
synlegt er að fjalla ítar-
lega um og skoða vel og
lengi áður en slíkt laga-
frumvarp verður af-
greitt, eru: 1) A að
koma upp miðlægum
gagnagrunni eða hafa
samhæfða, dreifða
gagnagrunna? 2) A að
semja um starfsleyfi við einkaaðila?
»i) Eiga lögin að vera afturvirk,
þannig að leyft verði að safna heil-
brigðisupplýsingum sem fólk hefur
gefið í góðri trú og tausti þess að
ekki verði notaðar nema vegna
heilsu þess sjálfs, og 4) Á að veita
einkafyrirtæki einkaleyfí til starf-
rækslu allsherjar gagnagrunns á
heilbrigðissviði?
Persónuvernd
1) Gagnagrunnar eru skv. skil-
greiningu frumvarpsins safn sjálf-
^stæðra verka eða annars efnis, sem
hefur að geyma heilsufarsupplýs-
ingar og aðrar upplýsingar þeim
tengdar. Upplýsingar tengdar
heilsufarsupplýsingum eru hvers
kyns persónuupplýsingar, upplýs-
ingar sem varða heilsuhagi, lyfja-
notkun, bætur almannatrygginga,
erfðafræði- og ættfræðiupplýsing-
ar. Aðrar upplýsingar, sem varða
heilsuhagi, eru upplýsingar um
fjárhag fólks svo sem skattskrá og
fasteignaskrá, sakaskrá, upplýsing-
ar um félagslega aðstoð, sem fólk
hefur þegið, o.s.frv.
2) Heilsufarsupplýsingum hefur
verið safnað vegna
greiningar og meðferð-
ar sjúkdóma einstak-
linga, en ekki til þess
að skapa auðlind, sem
einkafyrirtæki gætu
ausið af. I sambandi við
notkun heilsufarsupp-
lýsinga er hagur ein-
staklingsins alltaf sett-
ur ofar hag heildarinn-
ar, nema um sé að
ræða bráða hættu.
3) Nauðsynlegt er að
gera greinarmun á
gagnagrunnum sem
fólk veitir sjálft upp-
lýsingar í af fúsum
vilja til rannsókna, eins
og t.d. hjá Hjartavernd, og gagna-
grunnum sem búnir eru til að fólk-
inu forspurðu löngu eftir að það gaf
upplýsingarnar í góðri trú um að
þær yrðu eingöngu notaðar vegna
þess sjálfs.
4) I greinargerð með frumvarp-
inu eru nefndar, sem dæmi um
hvernig gagnagrunnur geti nýst,
kannanir á því hvernig nota megi
upplýsingar um erfðir til að sníða
aðgerðir í heilsuvemd og fyrir-
byggjandi læknisfræði að þörfum
einstaklinga. Nákvæmlega þetta,
hvernig nota mætti upplýsingar um
erfðir til aðgerða í heilsuvernd og
fyrirbyggjandi læknisfræði, er ein
af ástæðunum fyrir tilurð siða-
reglna um vísindalegar rannsóknir
og tilraunir í læknisfræði eftir
heimsstyrjöldina síðari eins og t.d.
Helsinki-yfirlýsingarinnar, vegna
þess hvernig slíkar upplýsingar
höfðu verið misnotaðar áður.
5) Þetta lagafrumvarp gengur al-
gjörlega gegn lögunum um skrán-
ingu og meðferð persónupplýsinga
(tölvulögum).
6) Frumvarpið gengur einnig
gegn lögunum um réttindi sjúk-
Dulkóðun er persónu-
númer, segir Tómas
Helgason, en það
verður í raun ný
kennitala viðkomandi
einstaklings
linga, enda beinlínis tekið fram í
greinargerð, að þau lög standi í
vegi fyrir því að unnt sé að veita að-
gang að upplýsingum úr sjúkra-
skrám til skráningar í gagnagrunna
nema vegna einstakra vísindarann-
sókna. Og ekki er heldur unnt, skv.
gildandi lögum, að veita tímabundin
sérleyfi til aðgangs að áður skráð-
um heilsufarsupplýsingum.
7) í frumvarpinu segir, að upp-
lýsingar séu ekki persónugreinan-
legar ef persónugreining getur ein-
ungis átt sér stað með notkun
greiningarlykils. Hér er um algera
sýndarleynd að ræða þegar nota á
sama dulkóðunarnúmerið í jafn um-
fangsmiklum gagnagrunni sem
varðar heilsufar og ættfræði eins
og hér er stefnt að. Dulkóðunin er
persónunúmer, sem verður í raun
ný kennitala viðkomandi einstak-
lings. Dulkóðun er líka meiningar-
leysa ef ætlunin er að nota gagna-
grunninn til að sníða aðgerðir í
heilsuvernd að þörfum einstak-
linga.
Heilbrigðispólitík
1) Ráðherra getur veitt stofnun
eða einkaaðila heimild til gerðar og
starfrækslu gagnagrunna. Nú er
ætlunin að stofna allsherjar mið-
lægan gagriabanka á heilbrigðis-
sviði, en það er alger kúvending frá
stefnumótun í íslenska heilbrigðis-
kerfinu, sem gefin var út í lok síð-
Tómas
Helgason
Innlausnarverð árgreiðslumiða
verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs
Hinn 2. maí 1998 er 2. fasti gjalddagi árgreiðslumiða verðtryggðra
spariskírteina ríkissjóðs í 1. fl. B 1995.
Gegn framvísun árgreiðslumiða nr. 2 verður frá og með 4. maí nk. greitt sem hér segir:
Árgreiðslumiði að nafnverði: 50.000 kr. = 52.584,70 kr.
100.000 kr. = 105.169,40 kr.
1.000.000 kr. = 1.051.694,40 kr.
Ofangreind fjárhæð er afborgun af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið
1. október 1995 til 2. maí 1998 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun
sem orðið hefur á visitölu neysluverðs.
Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð árgreiðslumiða
breytist aldrei eftir gjalddaga.
Innlausn árgreiðslumiða fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík og hefst hinn 4. maí 1998.
Reykjavík, 29. apríl 1998
SEÐLABANKIÍSLANDS
_________________________
asta árs. Þar var beinlínis tekið
fram að ekki væri áformað að setja
upp miðlægan gagnabanka, upplýs-
ingar skyldu varðveitast þar sem
þær yrðu til.
2) Starfsleyfishafi á að vera ís-
lenskur lögaðili, en það er skýrt í
greinargerð svo, að hann skuli vera
skráður hér á landi eða telja heimili
sitt vera hér á landi skv. samþykkt-
um sínum án tillits til þess hvenig
rekstrarform eða eignaraðild er
háttað, þ.e.a.s. hér getur verið um
að ræða einkafyrirtæki, sem er
skráð hér á landi, en alfarið í eigu
útlendinga, t.d. lyfjafyrirtækja eða
tryggingarfélaga.
3) Sagt er að gagnagrunnurinn
eigi að vera staðsettur hér á landi
en með beinlínutengingu til ann-
arra landa, sem gerir staðsetning-
una hér á landi að meiningarleysu.
4) Rætt er um að nota megi
gagnagrunninn til líkanasmíðar
fyrir áætlunargerð í heilbrigðis-
þjónustu. Engin þörf er fyi-ir aftur-
virka skráningu í þessu skyni og er
raunar fræðilegur misskilningur að
gera ráð fyrir slíku.
5) Heimilt er að veita starfsleyf-
ishafa aðgang að upplýsingum úr
sjúkraskrám og öðrum heilsufars-
upplýsingum í 20-30 ár, eins og seg-
ir í greinargerð og sjálfsagt lengra
aftur í tímann ef verkast vill án eft-
irlits siðanefnda. Hér er komið aft-
an að fólki.
6) Gert er ráð fyrir að jafnframt
leyfi ráðherra sé aðgangur að
sjúkraskránum háður samþykki
viðkomandi heilbrigðisstofnana.
En inn í lögin er settur hvati til
stofnananna til að veita slík leyfi,
sem jaðrar við þvingun vegna þess
að tekið er fram, að sé hægt að
skilyrða leyfisveitinguna því að
leyfishafi veiti aðstoð við endur-
bætur á meðferð og vinnslu heilsu-
farsupplýsinga hjá viðkomandi
stofnun.
7) Ráðherra getur falið vísinda-
siðanefnd og tölvunefnd eftirlit með
lögunum, en þarf ekki að gera það,
þ.e.a.s. eftirlitið getur verið alfarið í
höndum ráðherra á hverjum tíma.
8) I greinargerð er sagt, að ýmsir
telji að viðamiklir gagnagrunnar
kunni að auðvelda lausnir á þeim
vanda sem blasir við heilbrigðis-
kerfum. Þetta er algerlega óvíst
enda mjög losaralega tekið tO orða.
Ekki er tekið fram eða skýrt hverj-
ir þessir ýmsir séu, hvort það séu
frumvarpshöfundar eða einhverjir
aðrir, sem gefið er í skyn.
9) Bent er á, að hér séu sérstakar
aðstæður til að koma upp vönduð-
um gagnagrunni á heilbrigðissviði,
en talin óvissa um arðsemi hans.
Engin óvissa er um arðsemi slíks
gagnagrunns. Arðsemin er mjög
mikil, enda sækjast ýmsir, lyfjafyr-
irtæki og aðrir mjög eftir að kom-
ast í gögn um heilsufar fólks, til
þess að geta grætt meira fé. Síðar í
greinargerðinni er líka bent á, að
erlend fyrirtæki muni hafa áhuga á
áskrift að gagnagrunninum og
beinlínutengingu til notkunar við
þróunarstarfsemi sína. Hér getur
verið um að ræða lyfjafyrirtæki og
tryggingafélög.
10) Frumvarpið gengur út frá
óvissu um eignarétt upplýsinganna
og þar af leiðandi geti ráðherra
ráðstafað þeim að vild. Þó að upp-
lýsingum hafi verið safnað og þær
skráðar að einhverju leyti fyrir op-
inbert fé, er fráleitt að ætla að þær
Mörkinni 3 * simi 588 0640
E-mail: casa@islandia.i$ •www.cassina.it
• www.roset.de • www.zanotta.it
• www.artemide.com • www.flos.it
• www.ritzenhoff.de •www.alessi.it
• www.kartell.it • www.fiam.it
• www.fontanaarte.it
séu almannaeign fremur en óbirtar
ævisögur manna.
Vísindapólitík
1) Alvarlegasta atriðið sem varð-
ar vísindapólitíkina er það, að sam-
kvæmt frumvarpinu getur ráðherra
veitt einum aðila einkaleyfi á að
starfrækja og nýta gagnagrunninn
í allt að 12 ár. Að vísu hefur verið
sagt í umræðunni að flestir vísinda-
menn geti fengið aðgang að honum,
en að sjálfsögðu með samþykki
einkaleyfishafa, þannig að rann-
sóknir viðkomandi bijóti ekki í
bága við hagsmuni hans, og vænt-
anlega fyrir greiðslu til einkaleyfis-
hafans. Samkvæmt þessu er greini-
legt að sumir muni ekki fá leyfi til
að nota gagnagrunninn.
2) Faraldsfræðilegar rannsóknir,
sem byggjast á notkun gagna-
grunns meðal þjóðarinnar allrar,
verða heftar og háðar samþykki
einkaleyfishafa. Enginn mun reyna
að fást við slíkar rannsóknir þegar
vitað er um tilvist gagnagrunnsins.
Þetta má þegar sjá af því, að eng-
inn fæst við faraldsfræðilegar rann-
sóknir á krabbameinum á íslandi
nema með notkun á krabbameins-
skrá og samþykki Krabbameinsfé-
lagsins og enginn fæst við faralds-
fræðilegar rannsóknir á hjartasjúk-
dómum nema með aðgangi að
gagnagrunni Hjartavemdar.
3) Einkaleyfíð heftir einnig rann-
sóknir á heilbrigðisþjónustunni
nema þær sem unnar eru á vegum
heilbrigðisráðuneytis. Aðrir sem
kynnu að vilja fást við slíkar rann-
sóknir geta ekki komist að nema
með samþykki einkaleyfishafa.
Rannsóknir á árangri meðferðar og
afdrifúm sjúklinganna verða heftar
og háðar samþykki einkaleyfishafa.
4) Einkaleyfið heftir rannsóknar-
samvinnu við erlenda aðila aðra en
þá sem einkaleyfishafi hefur vel-
þóknun á.
5) Þess er að vísu getið, að hægt
verði að vinna að vísindarannsókn-
um eins og hingað til á einstökum
stofnunum eða af einstökum hóp-
um, en slíkt er auðvitað mun tak-
markaðra en hægt væri að gera ef
til væru samhæfðir, dreifðir gagna-
grunnar, sem hægt væri að nota við
einstök vísindaleg verkefni með
samþykki þar til bærra aðila,
þ.e.a.s. vísindasiðanefndar og tölvu-
nefndar.
6) Erlendir vísindamenn, sem
heyrt hafa um þetta lagafrumvarp,
hafa látið í ljós undrun á því, að
menn skuli láta sér detta í hug að
koma upp slíkum allsherjar mið-
lægum gagnagrunni með svo við-
kvæmum upplýsingum. Þá vekur
það undrun, að mönnum skuli detta
í hug að veita einkafyrirtæki einka-
leyfi á rekstri og notkun gagna-
grunnsins, sem ekki sé 15 eða 20
milljarða virði heldur mörg hund-
ruð milljarða virði, eins og sjá megi
af ásókn lyfjafyrirtækja í gögn eins
og þau sem þarna yrðu saman kom-
in. Miklu alvarlegast er þó, að ein-
okun sem fylgdi einkaleyfinu mundi
leiða til stöðnunar vegna þeirra
hafta sem yrðu á rannsóknarfrelsi
vísindamanna og möguleikum
þeirra á að auka þekkinguna svo að
hægt verði að bæta heilsufar alls al-
mennings og þar með að gera heil-
brigðisþjónustuna ódýrari.
Niðurstöður:
1) Ekki á að koma upp miðlæg-
um gagnagrunni.
2) Ekki á að semja um starfsleyfi
við einkaaðila.
3) Lög eiga ekki að vera aftur-
virk.
4) Alls ekki má veita einkafyrir-
tæki einkaleyfi til starfrækslu og
notkunar á miðlægum gagnagrunni
með upplýsingum um heilsuhagi og
ættartengsl. Einokun leiðir til
stöðnunar.
5) Núgildandi lög vernda upplýs-
ingar um einkahagi borgaranna og
eru fullnægjandi til að unnt sé að
skrá þær upplýsingar, sem heil-
brigðisyfirvöld þurfa á að halda og
til þess að unnt sé að stunda vís-
indarannsóknir eðlilega.
Höfundur er dr. med., prófessor
emeritus.