Morgunblaðið - 29.04.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.04.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 11 FRETTIR Brotlegur nemandi búinn að fá viðvörun Margmiðlunar Intís íhugar frekari aðgerðir INTÍS, söluaðili internetsambanda á Islandi, hefur í sérstakri athugun mál notanda sem staðinn var að því að senda öllum háskólanemendum 1,8 Mb skjal sem tölvupóstkerfi HÍ kiknaði undir. Maríus Olafsson, netstjóri Intís, segir að ákvörðun um framhald liggi fyrir á næstum dögum og of snemmt sé að segja til hvaða ráð- stafana verði gripið. Hins vegar sé almenna reglan í sambærilegum málum sú að netfangi þess sem brjóti reglurnar sé lokað til fram- búðar. „Við höfum ákveðnar reglur sem við fylgjum í málum sem þessum. Hafi hinn brotlegi fleiri netföng er þeim einnig lokað. Hafi fjöldasend- ing verið notuð til að auglýsa t.d. heimasíðu sé heimasíðunni lokað o.s.frv. Áður en við tökum ákvörð- un í þessu máli er hins vegar ótímabært að lýsa því yfir til hvaða ráða við grípum,“ segir Maríus. Viðkomandi einstaklingur notaði ekld netfang sitt hjá HI til að senda skjalið heldur aðgang sem hann hafði hjá Margmiðlun hf., en virðist hins vegar ekki hafa falið notkun sína þar. Hann sendi skjal- ið á miðvikudagskvöld þegar engin starfsemi var hjá Reiknistofnun HI, auk þess sem starfsmenn þar áttu að vera í leyfi á sumardaginn fyrsta. Maríus segir umræddan nem- SÉRLEYFISHAFAR eru ósáttir við að þm’fa að bera kostnað vegna virðisaukaskatts af veggjaldinu í Hvalfjarðargöngum á sama tíma og eigendur vörubifreiða fá vh-ðisauka- MEIRIHLUTI efnahags- og við- skiptanefndar Alþingis hefur ákveðið að leggja til að lög um olíugjald verði afnumin. Lögin áttu að taka gildi um næstu áramót. Vilhjálmur Egilsson, formaður nefndarinnar, segir að meginástæðan sé sú að það hefði þurft að viðhalda kílómetragjaldi samhliða olíugjaldi og kostnaðurinn við eftirlit og innheimtu kílómetra- gjalds hefði orðið svipaður og í þungaskattskerfinu. Kostnaður við innheimtu olíugjalds, litun olíunnar og reksturs dreifíkerfisins hefði auk þess orðið 140-150 miltj. á ári, sam- kvæmt útreikningum olíufélaganna. Vilhjálmur sagði að nefndin hefði ekki séð ástæðu til að vefengja tölur olíufélaganna. „Það skiptir ekki öllu máli hvort þessi kostnaður er 100, 150 eða 200 milljónir kr. á ári. Það sem skiptir máli er að olíugjaldið átti að gefa 2,3-2,4 milljarða kr. á ári og þegar innheimtan ein og sér nemur 150 milljónum kr. á ári er betra að nota þá fjármuni í eitthvað annað,“ sagði Vilhjálmur. Efnahags- og viðskiptanefnd mæl- ir því með því að þungaskattskerfið verði áfram við lýði. Vilhjálmur segir anda hafa brotið notkunarreglur þær sem hann gekkst undir bæði sem notandi hjá HI og Margmiðlun hf., sem kaupa alnetssamband sitt af Intís og undimta um leið skuld- bindingar um að hlíta notkunar- reglum. „Við höfum fylgst með þessu máli og munum gera það áfram,“ segir Maríus. „Þegar ljóst er hvað Háskólinn og Margmiðlun gera munum við hafa afskipti af málinu, ef ástæða þykir til.“ Augljóst brot á reglum Bjarni R. Einarsson kerfisstjóri Margmiðlunar hf. segir að viðkom- andi notandi hafi fengið viðvörun vegna þessa brots og verði lokað fyrir aðgang hans ef hann brjóti aftur af sér. „Þama er um augljóst brot á reglum að ræða en kannski vissi viðkomandi ekki fyrirfram að þetta mætti ekki. Haldi hann hins vegar uppteknum hætti mun hann missa aðganginn," segir Bjarni. Hann kveðst telja afar auðvelt að komast yfir lista með öllum nemendum háskólans, samskonar þeim og umræddur aðili virðist hafa notað. „Listinn gengur milli manna eða menn kunna að nálgast hann með öðrum hætti. Það hefur gerst áður að listinn hefur verið notaður til fjöldasendinga en þetta tilvik er hins vegar sérstætt því um var að ræða gríðarlega stóra send- skattinn endurgreiddan. Þeir telja einnig eðlilegt að veittur yrði meiri afsláttur til þeirra sem koma til með að nota göngin mest. Eyrún Inga- dóttir, framkvæmdastjóri Trausta, að meirihluti nefndarinnar muni hins vegar leggja til breytingar á þunga- skattskerfinu. Ein aðalröksemdin fyrir upptöku olíugjalds voru undan- skot í þungaskattskerfinu. Vilhjálm- ur segir að innheimta þungaskatts hafi lagast verulega og menn séu sammála um að hefði þungaskatts- kerfið virkað á sínum tíma eins og það gerir í dag hefði aldrei orðið um- ræða um að taka upp olíugjald. Snorri Bjamason, formaður Sam- taka landflutningamanna, sagði að samtökin væru alls ekki sátt við þessa niðurstöðu. Hann sagði að samtökin hefðu lagt til breytingar á olíugjaldinu í þá veru að kílómetra- gjald yrði lagt á öll vélarlaus aft- anítæki til vöruflutninga 6 tonn og þyngri, öll vélbúin ökutæki sem stunda vöruflutninga í atvinnuskyni 4 tonn og þyngri, almennt kílómetra- gjald yrði í staðinn lækkað um 18%, vörugjöld yrðu felld niður af leigubif- reiðum og fólksbifreiðum til öku- kennslu og lögð niður eða lækkuð verulega á hópbifreiðum sem eru skráðar fyrir 17 farþega eða færri og vörugjöld yrðu felld niður í þrepum af vöru- og sendibifreiðum. ingu og áróður frá stjórnmála- flokki," segir Bjarni. Bjarni segir að miðað við að skráðir nemendur HI með netfang séu ríflega 5.000 talsins megi margfalda þá tölu með 1,8 Mb til að fá út hversu mikið geymslurými í tölvukerfi háskólans hefði fyllst. „Hafi hann vandað sig við gerð list- ans má búast við að maðurinn hafi komist talsvert næiri því marki. Tölvupóstsprengjur sem þessar eru vaxandi vandamál og það þarf að koma skýrt fram að það er bannað á Islandi að senda út hverskyns auglýsingar með tölvu- pósti,“ segir hann. Alvarlegt mál „Ef um fyrsta brot er að ræða og það talið stafa af fáfræði eða vangá fara söluaðilar víða um heim oftast þá leið að láta viðkomandi einstak- ling fá annað netfang. En ef brotið er endurtekið fær viðkomandi hvergi aðgang. I heiminum eru í gangi svartir listar yfir aðila sem leyfa mönnum að fremja slík brot ítrekað án þess að bregðast við með viðeigandi hætti og þar með eru þeir búnir að missa aðgang að stórum hluta netsins. Þetta er mjög alvarlegt og við leggjum mikla áherslu á að viðskiptavinir okkar geri sér grein fyrir afleiðing- um slíkrar hegðunar," segir Marí- félags sendibifreiðastjóra, segir að málið hafi ekki verið rætt innan fé- lagsins en hún segir að gjöldin komi sér ekki á óvart. Snorri Bjarnason, formaður Sam- taka landflutningamanna, sagði að sér sýndist að veggjaldið kæmi illa niður á rekstri stærri bílanna. „Ég hafði heldur aldrei trú á því að gjald fyrir fólksbíla yrði hærra en 800 kr. svo mér þykir þetta í hærri kantin- um. Það er hins vegar greinilegt að það á að gera eitthvað fyrir þá sem fara þama í gegn tO vinnu á hverjum degi. 40% afsláttur er talsvert mikill afsláttur,“ segir Snom. Gunnar Sveinsson, framkvæmda- stjóri BSÍ og Félags sérleyfishafa, segir að á veggjaldinu sé virðisauka- skattur sem þeir sem stunda fólks- flutninga þurfi að taka á sig sem kostnað. „Við munum ekki standa jafnfætis vöruflutningamönnum, sem fá að draga virðisaukaskattinn frá, og þurfum við því að greiða hærra gjald. Það þykir okkur mjög erfiður kostur. Við þurftum ekki að greiða virðisaukaskatt þegar við ókum fyrir Hvalfjörð og heldur ekki þegar við fluttum bíla okkar með Akraborginni," segir Gunnar. Hann segir kostnað af virðisauka- skatti munu skipta milljónum kr. á ári. „Það er ekki á það bætandi því við erum í harðri samkeppni við flug- rekstur sem fær að draga innskatt frá við kaup á flugvélum og rekstrar- vörum án þess að leggja á nokkurn útskatt,“ segir Gunnar. Hann segir að reynt verði á það hvort einhver lagfæring fáist. Án hennar verði menn að velta fyrir sér hvort þeh noti göngin eða ekki. „Við vildum einnig sjá að fleiri af- Söngnám í sólinni SIBYLLE Köll frá Austurrfki dvel- ur nú á Islandi við söngnám. Hún sat í gær við Vesturgötuna og lærði í sólinni. slætth væru í gildi því ákveðin fyrh- tæki munu keyra um göngin allt að 40 sinnum í viku,“ sagði Gunnar. Rekstrarstofan og Rekstrarstoð ehf. unnu greinargerð fyrh Spöl ehf. þar sem tekinn er saman kostnaður við akstur ökutækja 42, 49,2 eða 60 km sem eru þær vegalengdh sem sparast við að aka um Hvalfjarðar- göng í stað þess að aka fyrh Hval- fjörð norður eða til Akraness og grenndarsvæða. I niðurstöðunum kemur fram að veggjaldið er yfhleitt lægra en sem svarar til kostnaðar við að aka fyrir Hvalfjörð. Við bætist að menn eru fljótari í ferðum og njóta að jafnaði meha öryggis, ekki síst að vetrarlagi. Meðalstytting fyrh þá sem fara um göngin, samkvæmt umferðar- könnun, er 49,2 km. Hér fara út- reikningar Rekstrarstofunnar og Rekstrarstoðar ehf. um kostnað við að aka 49,2 km og veggjald fyrh sömu bíla til samanburðar. Aksturstengdur kostnaður fyrh fólksbíla, jeppa og litla sendibíla er 787 kr. til 1.671 kr. Veggjald er 600- 1.000 kr. Aksturstengdur kostnaður fyrh stærri sendibíla er 2.467 kr. Veg- gjald er 2.250-3.000 kr. Aksturstengdur kostnaður fyrh minni flutningabíla er 4.216 kr. Veg- gjald er 2.250-3.000 kr. Aksturstengdur kostnaður fyrh stærri flutningabíla er 5.397 kr. Veg- gjald er 2.850-3.800 kr. Aksturstengdur kostnaður fyrh minni fólksflutningabíla er 3.272 kr. Veggjald er 2.250-3.000 kr. Aksturstengdur kostnaður fyrh stærri fólksflutningabíla er 4.038 kr. Veggjald er 2.850-3.800 kr. Sinueldur stofnaði mannvirkj- um í hættu BYGGINGAR og mannvirki voru í hættu að mati slökkvi- liðsins í Reykjavík eftir að unglingar kveiktu sinuelda skammt frá langbylgjustöð- inni á Vatnsenda skömmu eft- ir miðnætti aðfaranótt mánu- dags. Þama eru bæði örbylgju- stöðvar fyrir Landssímann og endurvarpsstöðvar fyrir út- varpssendingar á FM og lang- bylgju. Svæðið er girt en veru- leg sina var innan girðingar, bæði kringum möstrin og byggingarnar, og hafði eldur verið borinn að henni á nokkrum stöðum. Veruleg hætta á ferð Slökkviliðið fór á staðinn og barðist við eldinn sem logaði þá á gríðarlega stóru svæði samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði og var um verulega hættu að ræða. Slökkviliðs- menn sem komu fyrstir á vett- vang, fjórtán talsins, töldu vandséð að þeir gætu ráðið niðurlögum eldsins án full- tingis félaga sinna og var aukalið kallað út. Þegar mest var börðust á milli 25 og 30 manns við eldinn á þremur slökkviliðsbílum, en þegar barist er við sinubruna eru að- allega notaðar klöppur og eld- urinn kæfður með þeim. Þurrt og hvasst var í veðri og stóð vindáttin beint á bygg- ingamar. Myndaðist mikið kóf auk neistaflugs sem gekk yfir menn og mannvirki og vom aðstæður talsvert erfiðar sam- kvæmt upplýsingum frá slökkviliði. Þegar nokkuð var liðið á slökkvistarf breyttist hins vegar vindátt sem auð- veldaði það til muna. Vitni sáu til unglinga hlaupa frá þeim stað sem eldurinn kom upp og leikur sterkm- granur á að eldur hafi verið borinn að sinunni. Sérleyfíshafar ósáttir við veggjald um Hvalfjarðargöng Virðisauki af fólks- flutningum um göngin Þungaskattskerfið áfram við lýði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.