Morgunblaðið - 29.04.1998, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 29.04.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS MIÐVIKIIDAGUR 29. APRÍL 1998 5Í ( I .< ( ( ( ( 1 ( ( ( ? ( ( ( ( ( ( ( ( i ( ( ( Fyrirtækið Reykjavík tapar í samkeppni Frá Guðjóhi Valdimarssyni: í MORGUNBLAÐINU fóstudag- inn 17. apríl sl. og sunnudaginn 19. apríl sl. eru tvær athyglisverðar fréttir. Sú fyrri er um að glæsilegt tónlistarhús er að rísa í Kópavogi sem mun kosta um 300 milljónir og stendur Kópavogsbær undir því að mestu leyti sjálfur. í Reykjavík hefur lengi margt verið ritað og skrifað um nauðsyn þess að byggja tónlistai'hús. R-listinn lýsti því yfir fyrir síðustu kosningar að hann myndi sjá til þess að hér í Reykja- vík risi tónlistarhús og að verkefn- ið færi af stað á kjörtímabilinu. Þótt loforðin væru mikil og stór og menn færu hátt með þau hefur ekkert bólað á efndum. Bæjaryfir- völd í Kópavogi lofuðu ekkert sér- staklega að þar myndi rísa tónlist- arhús en framkvæmdu það án fyr- irgangs, orðaflaums og fagurra lof- orða. Það hljóta flestir að vera samþykkir leiðara Morgunblaðsins hinn 21. apríl að enn standi upp á höfuðborgina að reisa tónlistarhús, þar hefur enda ekki verið stjómað af sama metnaði og í Kópavogi síð- ustu ár. Fólkið flytur í Kópavog en ekki í Reykjavík Sunnudaginn 19. apríl er frétt um að á fyrsta fjórðungi þessa árs hafi 379 manns flutt til höfuðborgar- svæðisins og þar af 252 til Kópa- vogs. Önnur bæjarfélög á höfuð- borgarsvæðinu skipta afganginum á milli sín og er hlutur Reykjavíkur sýnilega ekki sá sem vera skyldi. Fólkið sjálft, launþegamir sem borga útsvarið, sem er mikilvægasti tekjustofn sveitarfélaganna, er því ekki að flytja til Reykjavíkur heldur í Kópavoginn. Víkverji Morgun- blaðsins fjallar um þetta 21. apríl sl. og segir: „Skoðanakönnun sjálfs veruleikans færir okkur þannig heim sanninn um vinsældir þessa sveitarfélags, sem um margt hefur skákað sjálfri höfuðborginni á líð- andi kjörtímabili." Enn um leikskóla við Seljaveg Frá Guðmundi Kr. Oddssyni: BORGARFULLTRÚINN, og for- maður Dagvistar barna, Arni Þór Sigurðsson, lét svo lítið að svara greinarkorni mínu um leikskóla- og umferðarmál við Seljaveg. Það ber að þakka og em þetta meiri við- brögð og betri en fengist hafa við erindi og undirskriftum íbúa við Seljaveg til Reykjavíkurborgar. En borgarfulltrúanum virðist hafa tek- ist að misskilja megininntak grein- arinnar. Hann virðist telja að ég væri á móti byggingu leikskóla við Seljaveg svona yfirleitt. En því fer fjarri. Það er löngu tímabært að fjölga leikskólaplássum í vesturbæ borgarinnar og gegn því leggjast íbúar við Seljaveg ekki. En þeir leggjast hinsvegar gegn því hvernig staðið er að framkvæmdunum, og þá sérstaklega hvað varðar umferð og bflastæði. Það má vera víst að umferðaröngþveitið og bflastæða- vandræðin aukist til muna ef staðið er að framkvæmdunum með þess- um hætti, þó næg séu umferðar- vandræðin fyrir. Eg hélt því fram að hugmyndin um hina fyrirhuguðu leikskólabygg- ingu væri illa ígrunduð og tilkomin vegna kosningaskjálfta innan R-list- ans. Því held ég enn fram. Enda er fumið og fátið slíkt við að koma þessum bráðabirgðaleikskóla upp að ekki hefur gefist tími til að huga að öllum þeim vandræðum sem þessi færanlegi (og kannski fáránlegi) leikskóli skapar. Árni Þór skellir skuldinni á ríkið. Það er ekkert nýtt hjá R-listanum. Árinni kennir illur ræðari. En sökin er ekki ríkisins nema að hluta, lappadrátturinn hef- ur allt eins legið hjá R-listanum sem að því er mínar heimildir herma hafa lítið aðhafst til þess að komast yfir hluta af lóð ríkisins svo að bfla- aðkoman og byggingin yrði sóma- samleg. Eftirfarandi atriðum virðist t.d. ekki hafa verið gefinn gaumur: * Hvað á að gera við hinn færanlega leikskóla, og ekki síður börnin, með- an verið er að byggja varanlegt hús? Á að leggja leikskólann niður á með- an? * Hvernig á að leysa úr þeim um- ferðarhnút sem mun skapast hvern morgun og hvert síðdegi? * Hvernig eiga foreldrar að bera sig að í vondum veðrum þegar ekkert stæði fæst nálægt leikskólanum? Eiga þeir að ösla langar leiðir í gegnum illviðri með smábörn? * Hvenær og hvernig á að leysa úr vandanum ef ekki nást samningar við ííkið um lóðakaup? Þessi atriði sýna svo ekki verður um villst að ekld er hugað að öllum atriðum áður en hafist er handa. Þegar svona er staðið að málum tel ég þau vera illa ígrunduð. Ekki bætir úr skák að með því að standa að framkvæmdum á þennan hátt er verið að tvíbyggja leikskóla á sama stað! Slíkt kallar á algerlega óþörf útgjöld af hálfu borgarinnar. Ég legg til að fyrst verði leitað af alvöru eftir samningum við ríkið varðandi lóðina. Síðan verði aðkoma og umhverfi leikskólans skipulagt í samráði við íbúana. Og að síðustu hafist handa við að byggja varanleg- an, alvöru leikskóla. Þetta tel ég vera rétta röð framkvæmda og á þann hátt væri hægt að komast hjá ofangreindum vandamálum. GUÐMUNDUR KR. ODDSSON, Seljavegi 9, Reykjavík. Sveitarfélag.er fyrirtæki Það er deginum ljósara að sveit- arfélag verður að reka sem fyrir- tæki. Menn verða að gera sér grein fyrir hvaðan tekjurnar koma og hlúa að þeim tekjustofni. Reykja- víkurborg bregst á engan máta við samkeppninni um fólkið, sem er tekjustofn sveitarfélagsins. Reykjavík er að tapa í þessari sam- keppni og í öllum venjulegum fyr- irtækjum væru slíkir stjórnendur látnir fara. Stjórnendur sem ekki reyna hið minnsta að glíma við þann raunveruleika sem við þeim blasir eru slæmir stjórnendur, sama þótt þeir kunni að vera per- sónulega vinsælir. GUÐJÓN VALDIMARSSON, Álakvísl 28, Reykjavík. HAGKAUP j 4 Finnst þér í lagi að „ ...f ólk og fyrirtæki f lytja f rá Reykjavík? I Folkaf landsbyggðinni sem flyturtit hofuó- ■ borgarsvæðisins streymir framhja Reykjavtk. ■ Mikill meirihluti aófluttra til Kopavogs árió B (997 kom fra Revkjavik. Skortur er a atvinnu- K loðum t Res kja\ tk og mörg f\ rirtæki hafa flutt starfsemi stna I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.