Morgunblaðið - 29.04.1998, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 29.04.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 55 Morgunblaðið/Ásdís „KVIKMYNDIN Christine er tilvalin fyrir fólk með bfladellu," segir Helgi Rúnar. Vídeó allan daginn „ÉG FÆ aldrei að ráða neinu,“ heldur Helgi Rúnar fram. „Ef ég fengi einhverju að ráða þá myndi ég horfa á vídeó allan daginn, og þá yrðu eftirfarandi myndir fyrir valinu; Spawn Mark A.Z. Dippé -1996 „í þessari mynd eru bestu tækni- brellur sem ég hef séð í lengri tíma, en reyndar enginn söguþráður af viti. Samt eru góðir leikarar í henni; John Leguizamo, Michael Jai White, Martin Sheen og Theresa Randle. Tónlistin í myndinni er frá- bær og er búið að gefa út geisladisk með tónlistinni sem ég mæli líka með.“ The Shining Stanley Kubrick -1980 „Þetta er besta mynd sem Jack Nichols hefur leikið í frá upphafi. Strákurinn er líka frábær í sínu hlutverki miðað við að hann er barn. Myndin heldur manni vel við efnið út allan sýningai-tímann. Ég mæli þó ekki með að við- kvæmir horfi einir á þessa mynd á dimmu vetrarkvöldi." Christine John Carpenter -1983 „Christine er góð mynd fyrir fólk með bíladellu eins og ég. Hún fjallar um strák á mínum aldri sem kaupir gamlan bíl og gerir hann upp. Þessi bíll er einstakur því hann hefur sinn eigin huga og notar hann til að drepa fólk. Þess vegna hugsa ég alltaf til myndarinnar ef ég sé gamla bíla.“ Speed 2 Jan De Bont -1996 „Mér finnst Speed 2 langtum betri mynd en sú fyrri. I þessari mynd gerist allt á skemmtisnekkju sem lendir illa í því út af einum hönnuðinum sem var rekinn og vill hefna sín á eigendum hennai-. Það eru ekki sömu leikarar og í þeirri fyrri, og þótt Sandra Bullock hafi staðið sig mjög vel þá eiginlega vantaði Keanu Reeves í þessa mynd.“ I HAVEGUM hjá Helga Rúnari Friðbjörnssyni verkamanni MYNDBÖND Fótboltabulla Funi (Fever Pitch)_________________ (■anianmyiid ★★★ Framleiðendur: Amanda Posey. Leik- stjóri: David Evans. Handritshöfund- ar: Nick Hornby byggt á skáldsögu hans. Kvikmyndataka: Chris Seager. Tónlist: Boo Hewerdine, Neil MacColl. Aðalhlutverk: Colin Firth, Ruth Gemmel, Neil Pearson, Lorraine Ashbourne. 105 mín. Eng- land. Háskólabíó 1998. Myndin er öll- um leyfð. ÞESSI rómantíska gamanmynd um mann, konu og knattspyrnulið er byggð á sjálfsævisögu Nick Hornby. Enskukennarinn Paul Ashworth (Colin Firth) er sann- færður um að lífið snúist um lítið annað en aðdáun á knattspymulið- inu Arsenal. En þegar hann byrjar í ástarsambandi viö Sönih, sem er nýbyrjuð að kenna í sama skóla og hann, verður hann að velja hvort sé mikilvægara hún eða fótboltinn. Samband þeirra þróast samhliða gengi Arsenal og nær hápunkti sín- um í einum mikilvægasta leik enskrar knattspyi-nu fyrr og síðar. Þrátt fyrir að fótbolti og sjúkleg- ur áhugi á íþróttinni spili stórt hlut- verk í Funa er megináherslan á niannlega þáttinn og stendur þar uppúr samband Söruh og Pauls. Colin Firth í hlut- verki Pauls sann- ar það enn og aft- ur að hann er einn af fremstu leikur- um Breta en hann er þekktastur fyr- ir túlkun sína á Darcy í sjón- varpsþáttunum Hroki og hleypidómar. Ruth Gemmel þarf að berjast við heilt knattspyrnulið til þess að ná í ástina sína og er túlkun hennar á Söruh einstaklega vel heppnuð. Samleikur Gemmel og Firth er það sem heldur þessari mynd uppi fyrir þá sem lít- inn áhuga hafa á knattspyrnu þó dramatíkin í kringum leik Arsenal og Liverpool ætti ekki að fara fram hjá neinum. Margar skemmtilegar persónur koma fram í myndinni og tengjast þær flestar Paul og áhuga hans á fótbolta. Handrit Nick Horn- by er vel skrifað og er innihaldi bókarinnar komið vel til skila. Öll tæknivinnsla er mjög góð og leik- stjórinn David Evans sér til þess að hér er á ferðinni frábær afþreying sem gleymir aldrei mannlega þætt- inum. FOLK I FRÉTTUM Hinum megin við Lagar- fljótsorminn EFNT var til veislu á Egilsstöð- um nú nýverið í tilefni af því að Pizza 67 í Fellabæ hefur flutt starfsemi sína yfir á Egilsstaði. Veitingastaðurinn er nú í björtu og rúmgóðu húsnæði að Lyngási 3. Haldið var upp á daginn með viðeigandi hætti og mættu fjöl- margir gestir til að samfagna eigendum staðarins, þeim Sigríði Sigmundsdóttur og Þór Ragnars- syni. , Morgunblaðið/Anna Ingólfs GISLI Helgason, Baldur Sigfússon og Hólmfríður Hallsdóttir ásamt eigendum Pizza 67, Sigríði Sigmundsdóttur og Þór Ragnarssyni. ÁSTA Björk Matthíasdóttir, Kristján B. Þórarinsson og Helga Sigurð- ardóttir mættu í ný salarkynni Pizza 67 á Egilsstöðum. iðnaði FYRIRSÆTAN á myndinni er í kjól sem indverski hönn- uðurinn Bobby Grover sýndi á tískusýningu í Bombay fyr- ir skömmu. Fataframleið- endur á Indlandi tóku ný- lega saman höndum um að mynda hagsmunahóp sem samhæfir viðskiptahætti, stuðlar að samvinnu við vefnaðarframleiðendur og gera hagstæðari samninga við verslunareigendur. Samvinna í tísku- www.mbl.is RISA- LAGERÚTSALA Framlengt í örfáa daga Vörur frá - 17 - DERES - SMASH - 4 YOU O.FL. O.FL. JT I KOLAPORTINU Algjört veröhrun: 100 - 300 - 500 - 700 - o.fl. Opið virka daga frá kl. 13-18, laugardaga frá kl. 11-17 sunnudaga frá kl. 11-17 Ottó Geir Borg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.