Morgunblaðið - 29.04.1998, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 29.04.1998, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ I DAG MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 53 ( í i i i í i i í i i i i í i i i i i i i i 4 i i 4 4 -I Árnað heilla BRUÐKAUP. Gefin voru saman 27. desember sl. í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Hrafnhildur Björnsdóttir og Ragnar Sverrisson. Heimili þeirra er í Kópa- vogi. BRIDS llinsjón liuAiniindur l’iíll Arnarsnn MARGIR virtust hafa sögu að segja af eftirfar- andi spili úr lokaumferð sveitakeppninnar í afmæl- ismóti BSI um síðustu helgi: Vestur gefur; NS á hættu. Vestur ♦ DG843 VKD654 ♦ - *D102 Norður *K7 VG109832 ♦ G *Á964 Austur ♦ 96 V7 ♦ D98764 ♦8753 Suður AÁ1052 VÁ ♦ ÁK10532 *KG Þröstur Árnason, einn hinna íimm fræknu í sigur- liði Selfyssinga, varð sagn- hafi í þremur gröndum í suður, eftir að vestur (Sig- fús Þórðarson) hafði opnað á veikri sögn sem sýndi hálitina. Þröstur fékk út spaða frá litlu hjónunum, sem hann ákvað að taka með kóng í blindum til að spila út tígulgosa. Austur (Garðar Garðarsson) lagði drottninguna á, Þröstur drap og staldraði við þegar vestur henti hjarta. Hvar átti nú að fá níundna slag- inn? Þröstur sá að hann yrði að fá einhverja hjálp frá vörninni. Hann tók tvo slagi á tígul í viðbót og spilaði meiri tígli til aust- urs. Garðar fékk þannig þrjá slagi á tígul, en það reyndist Sigfúsi ofraun að finna afköst í sex tígla (!) með valdið á öllum hinum litunum. Þar sem vestur hafði hægt um sig í sögnum, varð norður yfirleitt sagn- hafi í fjórum hjörtum. Sævar Þorbjörnsson var í þeim hópi. Hann fékk út spaðaníu, sem hann tók með ás í borði, lagði niður hjartaás, fór heim á spaða- kóng og spilaði hjartagosa. Ef trompið liggur ekki verr en 4-2 vinnst spilið auðveldlega á þennan hátt. En við fimmlitinn ræður sagnhafi ekki, því nú getur vörnin spilað spaða og stytt norður í trompinu. Sævar sá þó möguleika í stöðunni ef vestur átti 2-1 í láglitunum og austur báð- ar drottningarnar. Þá get- ur hann svínað báðum gos- unum og spilað hátígli. En sú von var úti þegar vestur trompaði tígulgosann og spilaði spaða. Einn niður. r»/\ÁRA AFMÆLI. í Ov/dag, miðvikudaginn 29. apríl, verður sextugur Jón Olafsson, innanhúss- arkitekt og kennari, Sel- brekku 19, Kópavogi. Eiginkona Jóns er Birna Sigutjónsdóttir, aðstoðar- skólastjóri við Snælands- skóla. I tilefni afmælisins verður opið hús fyrir vini og vandamenn á heimili þeirra hjóna föstudaginn 1. maí kl. 16-19. Það eru tilmæli afmælisbarnsins að þeir sem hyggjast heiðra hann með gjöfum eða blómum láti andvirði þess renna til Gigtarfé- lags Islands. fT/\ÁRA afmæli. Á tJ V/ morgun, fimmtu- daginn 30. apríl, verður fimmtugur Karl Magnús Kristjánsson, viðskipta- fræðingur, Daltúni 33, Kópavogi. Karl og eigin- kona hans, Helga Einars- dóttir, efna til fagnaðar í Félagsheimili Kópavogs kl. 20.30. Með morgunkaffinu VERTU rólegur, það er verra að hlusta á geltið f lionum en að láta hann bíta sig. VIÐ þurfum að láta brúna falla aftur, mér heyrðist ég heyra í einhverjum. ÞAÐ er rétt hjá þér, það vantar smáslettu af vermút. ÉG ER hættur að reykja, en er í staðinn búinn að taka upp annan og miklu skenuntilegri ávana. COSPER EF FORELDRAR mínir spyrja hvað ég sjái við þig, hverju á ég þá að svara? STJÖRNUSPA eflir Franecs Ilrake NAUT Afmælisbarn dagsins: Þú hefur ákveðnar skoðanir og ert fastur fyrir. Þú þarft að taka meira tillit til annarra. Hrútur (21. mars -19. aprfl) Þótt þú sért á alvarlegu nótunum í dag skaltu ekki láta gleði annarra trufla þig. Hresstu þig við. Naut (20. apríl - 20. maí) Leitaðu ekki langt yfir skammt, því svörin við spurningum þínum, er að finna innra með þér. Skoð- aðu málið. Tvíburar . (21.maí-20.júní) nA Þú færist allur í aukana við góðar fréttir, sem þér ber- ast. Þú ert hrókur alls fagn- aðar í vinahópi þínum. Krabbi (21. júní-22. júlO Hlý orð yfirmanns þíns hvetja þig til frekari dáða í starfí. Þú ættir að undirbúa breytingar heima fyrir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Græddur er geymdur eyrir. Forðastu allar fjárfestingar og eyddu engu í óþarfa. Gerðu áætlun sem þú getur fylgt eftir. Meyja (23. ágúst - 22. september) ÍL Eitthvert hópstarf mun bera ríkulegan ávöxt. Það ríkir samstaða meðal ást- vina og nú þarf að skipu- leggja fríið. Vog (23. sept. - 22. október) Þú þarft að taka þér tak bæði hvað varðar útlit þitt og framkomu. Sýndu vinnu- félögum þínum tillitssemi. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Það getur verið vandi að bregðast rétt við óvæntum tíðindum. Vertu óeigingjarn og sýndu ástúð og um- h.Vggju. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Nú verður áríðandi verk- efni ekki lengur slegið á frest. Taktu til hendinni og stattu upp frá hreinu borði. Steingeit (22. des. -19. janúar) -a» Þú átt auðvelt með að tjá þig um tilfinningar þínar en gættu þess vandlega að ekki eru allir viðhlæjendur vinir. vatnsoen f (20. janúar -18. febrúar) W Þú færist allur í aukana 4 að koma fyrirætlunum þ: um í framkvæmd veg hvatningar þinna nánustn Fiskar ____ (19. febniar - 20. mars) Þó þér takist yfirleitt vel í samskiptum við fólk, muntu þurfa að beita þig aga til að missa ekki stjórn á þér. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár a f þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni \isindalegra staðreynda. INNLENT Heimspekin og mannlífíð SAMNORRÆN ráðstefna á sviði heimspeki verður haldin hér á landi helgina 2.-3. maí. Er þetta í 12. sinn síðan 1979 sem slík ráðstefna er haldin og eru Islendingar í hlutverki gestgjafa að þessu sinni. Leiðarstef ráðstefnunnar nú er „Philosophy with a Human Face“ eða Heimspek- in og mannlífið. Meðal þess sem verður rætt á ráð- stefnunni er hvert sé hlutverk heim- spekinnar í samfélaginu og hvernig þetta hlutverk tengist eðli heim- spekilegrar iðkunar. Þá verður spurt hvað heimspekin hafi fram að færa varðandi pólitísk og félagsleg mál- efni í samtímanum og að hve miklu leyti heimspekin eigi erindi við hinn venjulega mann. Átta aðalræðumenn flytja erindi, einn frá hverju Norður- landanna auk þriggja annan-a. Einnig munu aðrir norrænir heim- spekingar flytja styttri framsögur. Aðalræðumenn verða: Prof. Sis- sela Bok, Hai'vard University: „Partical Ethics: A Century’s Per- speetive, Prof. Jon Hellesnes, Tromsp University: „Can Philosophy be Practically Important?“, Prof. Petra von Morstein, University of Calgary: „A Philosopicial In- vestigation of Anxiety and Depression", Pro. Jeff Bai'ker, Al- bright College: „Fascism Melodrama and Kitsch: The Dilemmas of Politically Engaged Art“, Prof. Sami Pihlstrom, Uni- versity of Helsinki: „Naturalism Transcendental Conditions and the Self-Discipline of Philosophical Rea- son“, Pro. Páll Skúlason, Háskóli ís- lands, „The Roles of the Philosopher in Public Life“, Prof. Jan Österberg, Uppsala University: „Does Morality Have a Human Face? Ráðstefnan fer fram við Háskóla Islands og hefst í Odda kl. 9 laugar- daginn 2. maí með ávarpi rektors Há- skóla Islands. Ráðstefnan er öllum opin og er skráningargjald 1.000 kr. STEINAR WMGE SKÓVERSLUN Sumarskór í miklu úrvali Teg. Venice Verð kr. 2.995 Stærðir: 36—42 Litir: Hvítir, bláir, beige, gulir og grænir Þessi tegund fæst einnig í barnastærðum 28—35 Verð kr. 2.495 5% Staðgreiðsluafsláttur - Póstsendum samdægurs STEINAR WAAGE ^^Yoppskórinn STEINAR WAAGE ^ skóverslun J. v/lngólfstorq skóverslun SIMI 551 8519^? sÍMI 5521212 SÍMI 568 9212 4^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.