Morgunblaðið - 29.04.1998, Síða 53

Morgunblaðið - 29.04.1998, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ I DAG MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 53 ( í i i i í i i í i i i i í i i i i i i i i 4 i i 4 4 -I Árnað heilla BRUÐKAUP. Gefin voru saman 27. desember sl. í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Hrafnhildur Björnsdóttir og Ragnar Sverrisson. Heimili þeirra er í Kópa- vogi. BRIDS llinsjón liuAiniindur l’iíll Arnarsnn MARGIR virtust hafa sögu að segja af eftirfar- andi spili úr lokaumferð sveitakeppninnar í afmæl- ismóti BSI um síðustu helgi: Vestur gefur; NS á hættu. Vestur ♦ DG843 VKD654 ♦ - *D102 Norður *K7 VG109832 ♦ G *Á964 Austur ♦ 96 V7 ♦ D98764 ♦8753 Suður AÁ1052 VÁ ♦ ÁK10532 *KG Þröstur Árnason, einn hinna íimm fræknu í sigur- liði Selfyssinga, varð sagn- hafi í þremur gröndum í suður, eftir að vestur (Sig- fús Þórðarson) hafði opnað á veikri sögn sem sýndi hálitina. Þröstur fékk út spaða frá litlu hjónunum, sem hann ákvað að taka með kóng í blindum til að spila út tígulgosa. Austur (Garðar Garðarsson) lagði drottninguna á, Þröstur drap og staldraði við þegar vestur henti hjarta. Hvar átti nú að fá níundna slag- inn? Þröstur sá að hann yrði að fá einhverja hjálp frá vörninni. Hann tók tvo slagi á tígul í viðbót og spilaði meiri tígli til aust- urs. Garðar fékk þannig þrjá slagi á tígul, en það reyndist Sigfúsi ofraun að finna afköst í sex tígla (!) með valdið á öllum hinum litunum. Þar sem vestur hafði hægt um sig í sögnum, varð norður yfirleitt sagn- hafi í fjórum hjörtum. Sævar Þorbjörnsson var í þeim hópi. Hann fékk út spaðaníu, sem hann tók með ás í borði, lagði niður hjartaás, fór heim á spaða- kóng og spilaði hjartagosa. Ef trompið liggur ekki verr en 4-2 vinnst spilið auðveldlega á þennan hátt. En við fimmlitinn ræður sagnhafi ekki, því nú getur vörnin spilað spaða og stytt norður í trompinu. Sævar sá þó möguleika í stöðunni ef vestur átti 2-1 í láglitunum og austur báð- ar drottningarnar. Þá get- ur hann svínað báðum gos- unum og spilað hátígli. En sú von var úti þegar vestur trompaði tígulgosann og spilaði spaða. Einn niður. r»/\ÁRA AFMÆLI. í Ov/dag, miðvikudaginn 29. apríl, verður sextugur Jón Olafsson, innanhúss- arkitekt og kennari, Sel- brekku 19, Kópavogi. Eiginkona Jóns er Birna Sigutjónsdóttir, aðstoðar- skólastjóri við Snælands- skóla. I tilefni afmælisins verður opið hús fyrir vini og vandamenn á heimili þeirra hjóna föstudaginn 1. maí kl. 16-19. Það eru tilmæli afmælisbarnsins að þeir sem hyggjast heiðra hann með gjöfum eða blómum láti andvirði þess renna til Gigtarfé- lags Islands. fT/\ÁRA afmæli. Á tJ V/ morgun, fimmtu- daginn 30. apríl, verður fimmtugur Karl Magnús Kristjánsson, viðskipta- fræðingur, Daltúni 33, Kópavogi. Karl og eigin- kona hans, Helga Einars- dóttir, efna til fagnaðar í Félagsheimili Kópavogs kl. 20.30. Með morgunkaffinu VERTU rólegur, það er verra að hlusta á geltið f lionum en að láta hann bíta sig. VIÐ þurfum að láta brúna falla aftur, mér heyrðist ég heyra í einhverjum. ÞAÐ er rétt hjá þér, það vantar smáslettu af vermút. ÉG ER hættur að reykja, en er í staðinn búinn að taka upp annan og miklu skenuntilegri ávana. COSPER EF FORELDRAR mínir spyrja hvað ég sjái við þig, hverju á ég þá að svara? STJÖRNUSPA eflir Franecs Ilrake NAUT Afmælisbarn dagsins: Þú hefur ákveðnar skoðanir og ert fastur fyrir. Þú þarft að taka meira tillit til annarra. Hrútur (21. mars -19. aprfl) Þótt þú sért á alvarlegu nótunum í dag skaltu ekki láta gleði annarra trufla þig. Hresstu þig við. Naut (20. apríl - 20. maí) Leitaðu ekki langt yfir skammt, því svörin við spurningum þínum, er að finna innra með þér. Skoð- aðu málið. Tvíburar . (21.maí-20.júní) nA Þú færist allur í aukana við góðar fréttir, sem þér ber- ast. Þú ert hrókur alls fagn- aðar í vinahópi þínum. Krabbi (21. júní-22. júlO Hlý orð yfirmanns þíns hvetja þig til frekari dáða í starfí. Þú ættir að undirbúa breytingar heima fyrir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Græddur er geymdur eyrir. Forðastu allar fjárfestingar og eyddu engu í óþarfa. Gerðu áætlun sem þú getur fylgt eftir. Meyja (23. ágúst - 22. september) ÍL Eitthvert hópstarf mun bera ríkulegan ávöxt. Það ríkir samstaða meðal ást- vina og nú þarf að skipu- leggja fríið. Vog (23. sept. - 22. október) Þú þarft að taka þér tak bæði hvað varðar útlit þitt og framkomu. Sýndu vinnu- félögum þínum tillitssemi. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Það getur verið vandi að bregðast rétt við óvæntum tíðindum. Vertu óeigingjarn og sýndu ástúð og um- h.Vggju. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Nú verður áríðandi verk- efni ekki lengur slegið á frest. Taktu til hendinni og stattu upp frá hreinu borði. Steingeit (22. des. -19. janúar) -a» Þú átt auðvelt með að tjá þig um tilfinningar þínar en gættu þess vandlega að ekki eru allir viðhlæjendur vinir. vatnsoen f (20. janúar -18. febrúar) W Þú færist allur í aukana 4 að koma fyrirætlunum þ: um í framkvæmd veg hvatningar þinna nánustn Fiskar ____ (19. febniar - 20. mars) Þó þér takist yfirleitt vel í samskiptum við fólk, muntu þurfa að beita þig aga til að missa ekki stjórn á þér. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár a f þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni \isindalegra staðreynda. INNLENT Heimspekin og mannlífíð SAMNORRÆN ráðstefna á sviði heimspeki verður haldin hér á landi helgina 2.-3. maí. Er þetta í 12. sinn síðan 1979 sem slík ráðstefna er haldin og eru Islendingar í hlutverki gestgjafa að þessu sinni. Leiðarstef ráðstefnunnar nú er „Philosophy with a Human Face“ eða Heimspek- in og mannlífið. Meðal þess sem verður rætt á ráð- stefnunni er hvert sé hlutverk heim- spekinnar í samfélaginu og hvernig þetta hlutverk tengist eðli heim- spekilegrar iðkunar. Þá verður spurt hvað heimspekin hafi fram að færa varðandi pólitísk og félagsleg mál- efni í samtímanum og að hve miklu leyti heimspekin eigi erindi við hinn venjulega mann. Átta aðalræðumenn flytja erindi, einn frá hverju Norður- landanna auk þriggja annan-a. Einnig munu aðrir norrænir heim- spekingar flytja styttri framsögur. Aðalræðumenn verða: Prof. Sis- sela Bok, Hai'vard University: „Partical Ethics: A Century’s Per- speetive, Prof. Jon Hellesnes, Tromsp University: „Can Philosophy be Practically Important?“, Prof. Petra von Morstein, University of Calgary: „A Philosopicial In- vestigation of Anxiety and Depression", Pro. Jeff Bai'ker, Al- bright College: „Fascism Melodrama and Kitsch: The Dilemmas of Politically Engaged Art“, Prof. Sami Pihlstrom, Uni- versity of Helsinki: „Naturalism Transcendental Conditions and the Self-Discipline of Philosophical Rea- son“, Pro. Páll Skúlason, Háskóli ís- lands, „The Roles of the Philosopher in Public Life“, Prof. Jan Österberg, Uppsala University: „Does Morality Have a Human Face? Ráðstefnan fer fram við Háskóla Islands og hefst í Odda kl. 9 laugar- daginn 2. maí með ávarpi rektors Há- skóla Islands. Ráðstefnan er öllum opin og er skráningargjald 1.000 kr. STEINAR WMGE SKÓVERSLUN Sumarskór í miklu úrvali Teg. Venice Verð kr. 2.995 Stærðir: 36—42 Litir: Hvítir, bláir, beige, gulir og grænir Þessi tegund fæst einnig í barnastærðum 28—35 Verð kr. 2.495 5% Staðgreiðsluafsláttur - Póstsendum samdægurs STEINAR WAAGE ^^Yoppskórinn STEINAR WAAGE ^ skóverslun J. v/lngólfstorq skóverslun SIMI 551 8519^? sÍMI 5521212 SÍMI 568 9212 4^

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.