Morgunblaðið - 29.04.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.04.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 31 AÐSENDAR GREINAR EF LITIÐ er yfir sögu skólamála á ís- landi frá því fyrir stríð er athyglisvert að Reykjavíkurborg hefur lengstaf verið í farar- broddi. Flestar nýjung- ar í kennslu barna má rekja til hugmynda sem fyrst sáu dagsins ljós í grunnskólum borgar- innar. Fjölmörg dæmi eru um það, að Reykja- víkurborg var á undan ríkisvaldinu við að koma á fót hinum ýmsu umbótum í kennslumál- um hér á landi. Það hefur lengstaf verið styrkur borgar- stjómar Reykjavíkur hve sterkur meirihlutinn hefur verið. Yfirgnæf- andi meirihluti Reykvíkinga hefur kosið Sjálfstæðisflokkinn til að stjóma borginni. Og það er í krafti þessa pólitíska styrks sem flokkur- inn hefur borið gæfu til að velja til forystu afburðamenn, sem hafa tryggt borgarbúum það besta sem völ var á. Það er ekki fyrr en minnihluta- flokkamir, fjórir taisins, buðu fram undir einum hatti, að sá stjómmáia- flokkur sem naut trausts langflestra borgarbúa (um og yfir 50%) var settur til hliðar. Það er mikill og alvarlegur mis- skilningur, að kosningabandalag fjögurra stjórnmálaflokka, eins og það sem R-listinn stendur fyrir, sé ein- hvers konar samnefn- ari fyrir þessa fjóra flokka - því fer víðs fjarri. Á yfirstandandi kjörtímabili hefur Al- þýðubandalagið ráðið ferðinni í skólamálum. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur verið sér- staklega farsæll í því að byggja upp gott skólastarf í borginni. En því má heldur ekki gleyma, að fulltrúar Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins stóðu mjög oft með meirihluta Sjálfstæðis- flokks, þegar kom að framkvæmd- um á sviði skólamála. Þessu var öf- ugt farið með Alþýðubandalagið. Afstaða þess hefur áram saman ein- kennst af ótrúlegri þvermóðsku og pólitískum hroka. I þeim efnum er óhætt að fullyrða, að bæði Fram- sóknarflokkur og Alþýðuflokkur hafa átt mun meiri samstöðu með Sjálfstæðisflokknum heldur en AJ- þýðubandalagið. Árið 1984 var samstaða um það milli fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Ai- þýðuflokks og Framsóknarflokks í borgarstjóm Reykjavíkur, að sett yrði á laggirnar starfsemi íyrir nemendur með óvenju mikla náms- hæfileika. Námsefnisráðgjöfín var fyrsta starfsemi sinnar tegundar Sj álfstæðisflokkurinn hefur verið sérstaklega farsæll í því, segir Bragi Jósepsson, að byggja upp gott skóla- starf í borginni. hér á landi og starfaði í rúman ára- tug. Þetta framtak vakti strax at- hygli og foreldrar og kennarar úr öðrum sveitarfélögum leituðu eftir aðstoð og upplýsingum. Allt frá því fyrst var farið að ræða sérkennsluúrræði fyrir af- burðagreind börn snerast fulltrúar Alþýðubandalagsins gegn málinu og börðust gegn því með oddi og egg. Og eftir að starfsemin hófst héldu þeir uppteknum hætti. Eftir síðustu borgarstjórnarkosn- ingar náði Alþýðubandalagið undir- tökunum í skólamálum Reykjavík- ur. Frá þeim tíma má segja að yfir- stjóm skólamála í höfuðborginni hafi heyrt beint undir pólitíska ráð- gjafa Alþýðubandalagsins. Þetta vita allir, sem eitthvað þekkja til þessara mála, en til þess að halda frið við óbreytta framsóknarmenn og krata er farið með slíkar upplýs- ingar sem mannsmorð. Eitt af íyrstu verkum Alþýðu- bandalagsins var að loka skrifstofu Námsefnisráðgjafarinnar og stöðva alla starfsemi og þjónustu við þá nemendur sem þar höfðu fengið að- stoð. Á sama tíma sem R-listinn var að loka skrifstofum Námsefnisráðgjaf- arinnar, boðoði einn af fulltrúum fjórflokkanna þá „nýbreytni" í skólastarfi, að nú ætti að fara að sinna afburðagreindum börnum og veita þeim sérstaka athygli. Borg- arfulltrúinn flutti mál sitt, eins og slík starfsemi hefði aldrei áður þekkst á Islandi. Síðan kom í ljós, að þessar hug- myndir voru ekki í samræmi við hugmyndafræði Alþýðubandalags- ins. Flokkurinn taldi þetta nefnilega villukenningar; þar með var málið tekið út af dagskrá. Barátta Alþýðubandalagsins gegn einkaskólum er alger kapítuli í íslenskri skólasögu. í þeim málum hefur Alþýðubandalagið ekki farið með veggjum. Það var Alþýðubandalaginu því mikið kappsmál að koma Miðskól- anum fyrir kattarnef. Skólinn var búinn að starfa með góðum árangri í fjögur ár. Þar var verið að vinna að tilraunastarfi með heilsdagsskóla og margvíslegar nýjungar í skólastarfi, s.s. enskukennslu strax í 4. bekk, kennslu í framsögn og formteiknun, svo nokkuð sé nefnt. En auðvitað var þetta ekki eftir pólitískum upp- skriftum Alþýðubandalagsins, og þess vegna var nauðsynlegt að hrinda honum úr vegi. Fyrrverandi menntamálaráð- herra Alþýðubandalagsins, Svavar Gestsson, skrifaði á sínum tíma langa greinargerð, þar sem svo var komist að orði um Miðskólann, að hann væri, „ógnun við þá þjóðarsátt sem ríkti um íslenska grunnskól- ann“. Hverjir skyldu þá hafa verið hinir pólitísku ráðgjafar í mennta- málaráðuneytinu, þegar slík yfirlýs- ing var sett á blað? Jú, einmitt! Þeir hinir sömu og ráða ferðinni í skóla- Hættuástand í skóla- málum Reykjavíkur Bragi Jósepsson Á að rústa félagslega húsnæðiskerfið? Guðmundur Vignir Kristján Óskarsson Gunnarsson ASÍ og BSRB telja að með húsnæðisfrum- varpi félagsmálaráð- herra sé stefnt mar- visst að því að færri fjölskyldum láglauna- fólks sé gert kleift að eignast eigið íbúðar- húsnæði á sanngjörn- um og viðráðanlegum kjörum. Þetta er gert án þess að settar séu tryggingar íyrir nægi- legu framboði leigu- húsnæðis og án þess að réttarstaða og ör- yggi leigjenda sé bætt. Með frumvarpi félags- málaráðherra er fyrst og fremst verið að taka á vanda húsnæðiskerfisins sjálfs og nokkurra sveitarfélaga en ekki á vanda þess fólks sem kerfið á að þjóna. Húsnæðismál eru órjúfanlegur hluti af lífskjöram launafólks. ASÍ og BSRB benda á að verkalýðs- hreyfingin hefur ítrekað sett fram hugmyndir um hvemig bæta megi félagslega húsnæðiskerfið til þess að það þjóni sem best hagsmunum fólksins og óskað eftir því að vera höfð með í ráðum. Stefna ASÍ og BSRB Til grundvallar stefnu ASÍ og BSRB liggja m.a. ályktun sam- bandsstjómar ASÍ frá 20.11. 1996 og ályktun 38. þings BSRB 24.-27.4. 1997. Aðalatriði þeirra og þau úr- ræði sem á er bent eru: Vandinn í húsnæðismálum er vandi þess fólks, sem ekki býr við öryggi í húsnæðismálum; þeirra sem ekki geta staðið undir greiðslu- byrði vegna félagslegra eignaríbúða og ekki eiga kost á leiguíbúðum á viðráðanlegum kjöram. Vandi þessa hóps verður að leysa með fjölgun fé- lagslegra leiguíbúða. Veitt verði „félagsleg lán“ til kaupa á íbúðum á almennum mark- aði. Lánað verði til allt að 43 ára og allt að 90% af kaupverði. Lánin Fyrst og fremst er verið að taka á vanda húsnæðiskerfisins sjálfs og nokkurra sveitarfélaga, segja Guðmundur Vignir Oskarsson og Kristján Gunnarsson en ekki á vanda þess fólks sem kerfið á að þjóna. verði með breytilegum lágum vöxt- um, sem taki mið af tekjum. Þau verði flytjanleg milli viðurkenndra íbúða við íbúðaskipti og greiðslu- skilmálar að öðru leyti hagkvæmir. Viðfangsefni Byggingarsjóðs verkamanna verði ekki fjármögnun nýbygginga heldur að leysa sértæk- an vanda efnalítilla einstaklinga. Vandi þeirra sveitarfélaga, sem sitja uppi með innleystar félagsleg- ar eignaríbúðir verði leystur með því að breyta auðum íbúðum og íbúðum sem koma til innlausnar og ekki er hægt að endurúthluta í fé- lagslegar leiguíbúðir. Komið verði á samtímagreiðslu vaxtabóta en fyrir því era loforð tveggja rikisstjórna. Húsaleigubætur verði hækkaðar veralega og ekld skattlagðar. Kjaminn í stefnu ASI og BSRB er því sá, að þeim, sem era innan fé- lagslega eignaríbúðakerfisins verði veitt aðstoð til að eignast eigið hús- næði á viðráðanlegum kjöram og að þörf þeirra, sem utan kerfisins standa verði mætt með fjölgun fé; lagslegra leiguíbúða. Stefna ASÍ var ítrekuð með yfirlýsingu þann 27. febrúar 1998 og samtakanna beggja með sameiginlegri yfirlýs- ingu 11. mars 1998. Meiri og betri undirbúning Þau markmið sem sett eru fram í frumvarpinu, fara í mörgum atrið- um saman við markmið ASÍ og BSRB í húsnæðismálum. Hins veg- ar skortir mikið á að þessum mark- miðum verði náð án verulegra breytinga á frumvarpinu. Til þeirra breytinga þarf meiri og betri undir- búning. Samtökin telja að sá tími, sem ætlaður er til afgreiðslu fram- varpsins sé allt of skammur. Sé raunveralegur vilji til þess að hefja sameiginlega vinnu við upp- byggingu félagslegs húsnæðiskerfis til framtíðar er verkalýðshreyfingin reiðubúin til þátttöku, enda gefist eðlilegur tími til vandaðs undirbún- ings. Frumkvæði verkalýðshreyfingarinnar Verkalýðshreyfingin hafði frum- kvæði að því að koma á fót félags- legu húsnæðiskerfi og stóram hópi fólks í samfélaginu hefur verið tryggt öraggt og gott íbúðarhús- næði með félagslegu átaki. Á und- anfornum árum hafa stjórnvöld dregið úr möguleikum hreyfingar- innar til að hafa áhrif á félagslega húsnæðiskerfið. Á sama tíma hafa margvísleg vandamál hrannast þar upp m.a. vegna breyttra þjóðfélags- aðstæðna og rangra ákvarðana. Á þetta hefur verkalýðshreyfmgin bent og ítrekað krafist þess að gerð- ar verði nauðsynlegar breytingar svo kerfið standi undir upphafleg- um markmiðum sínum um öruggt, ódýrt og gott húsnæði fyrir alla án tillits til efnahags. ASÍ og BSRB telja að núverandi félagslegt íbúðakerfí Hafi tryggt fjölda fólks gott, öraggt og viðunandi íbúðarhúsnæði. Hafi skapað lágtekjufjölskyldum möguleika til eignamyndunar í eigin íbúðarhúsnæði, sem ekki hefði verið möguleg hefðu þær verið upp á leiguhúsnæði komnar. Þarfnist endurnýjunar og breyt- inga þannig, að félagsleg aðstoð við húsnæðisöflun nái til þeirra, sem á henni þurfa að halda, hvort heldur þeir era innan eða utan við núver- andi kerfi. Þjóni árlega allt að 800 lágtekju- fjölskyldum með endursölu innan kerfisins og með endursölu til þeirra sem eru á biðlistum. Frumvarp félagsmálaráðherra tekur fyrst og fremst á vanda hús- næðiskerfisins sjálfs og nokkurra sveitarfélaga en leysir ekki vanda þeirra sem húsnæðiskerfinu er ætl- að að þjóna. Það er ekki í anda stefnu ASÍ og BSRB og ekkert samráð haft við þau um samningu þess. Að óbreyttu leggur framvarp- ið í rúst félagslega íbúðakerfið án þess að komið sé á fót félagslegu lána- eða leiguíbúðakerfi eða annarri félagslegri húsnæðisfyrir- greiðslu til þeirra sem þörf hafa á. Guðmundur Vignir er formaður hiísnæðisnefndar BSRB. Kristján er fornmður húsnæðisnefndar ASÍ. málum Reykjavíkurborgar í dag; þeir sömu, sem ákváðu, þrátt fyrir mótmæli 2000 reykvískra foreldra, að reka Miðskólann á dyr, út úr Miðbæjarskólanum, sem síðan skyldi breytt í áróðursmiðstöð Al- þýðubandalagsins. Þegar R-listinn tók við stjórn borgarinnar eftir síðustu kosningar vora sjálfstæðismenn búnir að leggja drög að heilsdagsskóla sem markaði ákveðin tímamót. Nú er R- listinn búinn að vera með „heils- dagsskólann" í undirbúningi í heilt kjörtímabil. Og hver er staðan? Svarið er einfalt: R-listinn hefur gefíst upp á heilsdagsskólanum og treystir sér ekki til að hrinda mál- inu í framkvæmd. Það er því ljóst að hér verður enginn heilsdagsskóli meðan R-listinn ræður ferðinni. Hvað með tölvuvæðingu í grann- skólum Reykjavíkur? I þessum málaflokki vora sjálfstæðismenn búnir að leggja grunn að góðu tölvuprógrammi. Hver er svo stað- an í dag? Svarið er einfalt: Tölvumál grunnskólanna og tölvukennslan eru ein rjúkandi rúst. Hvað með þjónustu við böm sem eiga við félagsleg og sálræn vanda- mál að stríða? Hvað með raunhæfar úrlausnir fyrir böm með námsörð- ugleika? Þar er sama sagan - mikið talað - lítið gert. Nú er búið að flytja gi-unnskól- ann yfir til sveitarfélaganna. Það merkir, að rúmlega 30% af rekstr- arútgjöldum borgarinnar fara til grunnskólans. Reykvíkingar eiga kröfu á því, að stjórn skólamála séu í höndum traustra stjórnenda. Þess vegna hvet ég reykviska for- eldra til þess að hafna núverandi meirihluta og endurheimta sterka stjómarforystu Sjálfstæðisflokks- ins. Höfundur er prófessor i uppeldis- fræði við Kennaraháskóla Islands. MEG fráABET UTANÁHÚS FYRIRLIGGJANDI Rcroprint. Tímaskráningarstöðvar með rafrænni skráningu Stimpilklukkur með vélrænni skráningu Otto B. Arnar ehf. Ármúla 29 > 108 Reykjavík, sími 588 4699, fox 588 4696
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.