Morgunblaðið - 29.04.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.04.1998, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ✓ Langar umræður á Alþinffl um stjórnsýslu á miðhálendi Islands Hálendið verði sjálf- stæð sljórnsýslueining Margir þingmenn tóku til máls í gær um hálendismál og einnig var rætt um vinnu- brögð á þinginu sem sumir voru ekki alls kostar ánægðir með. Jóhannes Tómasson hlýddi á umræður en búist var við að þær stæðu fram undir miðnætti. STJÓRNSÝSLA á miðhálendi ís- lands var rædd á Alþingi í gær í umfjöllun þingmanna um frumvarp til sveitarstjómarlaga sem gera m.a. ráð fyrir að landið allt skiptist milli sveitarfélaganna sem ráði sjálf öllum málum. Minnihluti félags- málanefndar leggur til að miðhá- lendið verði undanskilið og gert að sjálfstæðri stjómsýslueiningu. Á dagskrá Alþingis í gær var m.a. umræða um þrjú stjórnarfrumvörp: Um þjóðlendur, sveitarstjórnarlög og um eignarhald og nýtingu á auð- lindum í jörðu. Rætt var fyrst um frumvarpið til sveitarstjómarlaga og kynnti Magnús Stefánsson, þing- maður Framsóknarflokksins, álit meirihluta félagsmálanefndar sem mælir með samþykkt frumvarpsins að áorðnum nokki-um breytingum. Að álitinu standa ásamt honum Kri- stján Pálsson, Einar K. Guðfinns- son og Ambjörg Sveinsdóttir, þing- menn Sjálfstæðisflokks en fjórir aðrir þingmenn skrifa undir með fyrirvara og er það einkum vegna andstöðu þeirra við að 42 sveitarfé- lög skipti með sér hálendinu. Rangt að skipta hálendinu Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks og Siv Friðleifs- dóttir Framsóknarflokki segja í íyr- irvara sínum að þau vilji að fram komi að þau telji rangt að skipta skipulags- og byggingarmálum mið- hálendisins upp milli 42 sveitarfé- laga sem í mörgum tilvikum ganga þvert á landslagsheildir, svo sem jökla, hraunbreiður, sanda og gróð- urbelti. „Réttara væri að miðhá- lendið, svæði innan línu dreginnar milli heimalanda og afrétta, væri ávallt skipulagt sem ein heild og að fulltrúar allra lands- manna taki þátt í ákvörð- un um það skipulag." í íýrirvara Rristínar Ástgeirsdóttur, þing- manns utan flokka, og Ögmundar Jónassonar, Alþýðu- bandalaginu og óháðum, segir að gera þurfí breytingu á skipulags- og byggingarlögum samhliða af- greiðslu þessa frumvarps eigi skipulag hálendis íslands að vera viðunandi. „Pær breytingar fela 1 sér á afdráttarlausan hátt að miðhá- lendið verði skipulagt sem heild og að fleiri komi að þeirri vinnu og ákvarðanatöku en aðliggjandi sveit- arfélög. Er þar átt við fulltrúa til- nefnda af ríkinu og Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga fyrir hönd þjóðarinnar allrar," segir í áliti þeirra. Mesta atlaga að almannarétti frá landnámsöld Rannveig Guðmundsdóttir, þing- flokki jafnaðarmanna, kynnti álit minnihluta félagsmálanefndar, sem hún stendur ein að, og sagði hún í ræðu sinni að frumvarp ríkisstjórn- ar Davíðs Oddssonar til sveitar- stjórnarlaga væri ein mesta atlaga að almannaréttinum frá landnáms- öld og vísaði til þess að hálendið allt skiptist milli sveitarfélaganna. Hún sagði hroka einkenna þrýsting rík- isstjórnarinnar í þessu máli og sagði að sér kæmu auk þess í hug orðin valdníðsla og fyrirlitning, sagði há- lendið auðlind sem tryggja yrði þjóðarsátt um. Sagði hún ríkis- stjórnarflokkana með frumvarpinu enn vera að afhenda þröngum hópi auðlindir eins og gert hefði verið með fiskveiðistjórnarlögunum. Þingmaðurinn gagnrýndi að félags- málanefnd skyldi afgreiða frum- varpið frá sér áður en álit allsherj- arnefndar lá fyrir. í breytingartillögu Rannveigar á fyrstu grein frumvarpsins segir meðal annars: „Landið skiptist í staðbundin sveitarfélög sem ráða sjálf málefnum sínum á eigin ábyrgð utan miðhálendis Islands sem verður sjálfstæð stjómsýslu- eining sem lýtur sérstakri stjórn. Forsætisráðherra skipar níu manna stjórn miðhálendis til fjöguira ára að fengnum tilnefningum. Umhverf- is-, iðnaðar-, samgöngu- og félags- málaráðherra tilnefna einn fulltrúa hver og Samband íslenskra sveitar- félaga tilnefnir fjóra fulltrúa. For- sætisráðherra skipar einn fulltrúa og er hann jafnframt formaður stjómarinnar.“ Þá segir að miðhálendið markist af línu sem dregin verði milli heimalanda og afrétta sem miðað var við í tillögum svæðis- nefndar að skipulagi hálendisins frá síðasta ári. Þingmaðurinn telur að með þessu sé þeim meirihluta þjóðarinnar sem býr á suðvesturhorni landsins tryggð áhrif og sjálfsagður umsagn- arréttur að hálendinu. Kveðst þing- maðurinn alls ekki með þessu lýsa vantrausti á sveitarfélögin í hefð- bundinni umsýslu sinni í eigin mál- um. Rannveig benti á að íslending- Nýtt frumvarp til að liðka fyrir málum VANTAR STRAX FYRIR FJÁRSTERKA KAVPENDUR • Óskum eftir einbýli — staðgreiðsla. Verðbil 14-20 millj. Háskólahverfi eða Þingholtin. • Fossvogur-Háaleiti: 2ja—4ra herbergja • Ártúnsholt-Selás: 4ra—6 herb. • Vesturbær-Austurbær: Sérhæð • 2ja herb. — staðgreiðsla: Vantar strax fyrir fjársterka kaupendur. Valhöll, fasteignasala, sími 588 4477, fax 588 4479. Morgunblaðið/Ásdís ÞINGMENNIRNIR Magnús Stefánsson og Einar K. Guðfinnsson tóku þátt í umræðunum á Alþingi í gær. ar ættu hér stærsta víðerni í Evrópu sem ætti að vera auðlind allrar þjóðarinnar og minnti á áskor- un 90 Islendinga til þingmanna um að afgreiða ekki málið eins og frumvarpið gerði ráð fyrir. Hún sagði að með þessum breytingartil- lögum væri alls ekki verið að hrófla rið eignar- eða almannarétti há- lendisins. Nokkrir þingmenn gerðu harða hríð að Rannveigu og töldu hana hafa misskilið málið og urðu nokkur orðaskipti milli þingmannanna um vinnubrögð rið afgreiðslu frum- varpsins. Nýtt frumvarp kynnt Þegar hér var komið var dreift til þingmanna frumvarpi um breytingu á skipulags- og byggingarlögum sem Guðmundur Bjarnason um- hverfisráðherra fór nokkrum orðum um en mælti þó ekki fyrir _______ enda var frumvarpið ekki lagt formlega fram. Er því frumvarpi ætlað að greiða fyrir afgreiðslu frumvarpsins til sveitar- stjórnarlaga varðandi hálendismál- ið. Þar er gert ráð fyrir að ný máls- grein bætist rið 12. grein skipulags- laganna um svæðisskipulag miðhá- lendisins og segir þar meðal annars: „Miðhálendið, sem markast af línu sem dregin er milli heimalanda og afrétta, skal svæðisskipulagt sem ein heild. Umhverfísráðherra skipar samvinnunefnd um skipulag miðhálendisins til fjögurra ára í senn að afloknum sveitarstjórnar- kosningum. Sveitarfélög, sem liggja að miðhálendinu, tilnefna samtals tólf fulltrúa, Samband íslenskra sveitarfélaga tilnefnh- fjóra fulltrúa og skulu tveir þeirra eiga búsetu í Reykjavík, einn á Reykjanesi og einn á Vestfjörðum, félagsmálaráð- herra tilnefnir einn og umhverfis- ráðherra skipar einn án tilnefninar og skal hann vera formaður. Sam- vinnunefndin fjallar um svæðis- skipulag miðhálendisins og gefur Skipulagsstofnun umsögn um til- lögu að aðalskipulagi sveitarfélaga á svæðinu og breytingar á þeim.“ Umhverfisráðherra sagði skipu- lagsmál samkvæmt þessu áfram í höndum sveitarfélaganna þar sem þau ættu heima en samrinnunefnd- \ • I* .r: '•** ,. U Silií i ALÞINGI Fleiri en sveit arfélögin taki ákvarðanir in fjalli um skipulag hálend- isins. Gert er ráð fyrir að sam- vinnunefnd um svæðisskipulag miðhálendisins sem nú situr að störfum skili til- lögum að svæðis- skipulagi fyrir miðhálendið fyrir 1. desember næstkomandi til Skipu- lagsstofnunar og að hún leiti síðan álits þeirrar samrinnunefndar sem frumvarpið gerir ráð fyrir að skipuð verði. Lagt er til að lögin öðlist gildi 1. janúar á næsta ári. Óvissa um málsmeðferð Þingmenn urðu nokkuð forriða rið þessa tillögu og spurði Svavar Gestsson, þingmaður Álþýðubanda- lagsins, hvort hér væri komið stjórnarfrumvarp og hvers vegna ekki mætti afgreiða það á þessu þingi. Bað hann þingforseta að gangast fyrir fundi með þingflokks- formönnum vegna þessa máls og _________ sagði undarlegt ef stjórn- arflokkarnir rildu ekki afgreiða eigið frumvarp. Taldi þingmaðurinn eðli- legast að leggja frum- varpið fram, ræða það í nefnd þannig að það fengi formlega afgi-eiðslu. Umhverfisráðherra sagði þingflokka ríkisstjórnarflokk- anna hafa samþykkt frumvarpið en það væri einungis lagt fram til kynningar til að liðka fyrir fram- gangi hinna frumvarpanna, það yrði síðan lagt fyrir þing á hausti kom- anda. Þótti nokkrum þingmönnum það undarleg málsmeðferð og spurðu hvort það yrði lagt fram óbreytt eða hvort því yrði breytt næsta haust eftir að séð yrði að það hefði liðkað fyrir afgreiðslu sveitar- stjórnarfrumvarpsins. Árni M. Mathiesen, Sjálfstæðis- flokki, taldi frumvarp umhverfisráð- herra ekki alls kostar gott og Ólafur Örn Haraldsson, þingmaður Fram- sóknarflokks, sagði það ekki ganga nógu langt og kvaðst ekki mundu styðja það. En umræðan hélt áfram og fóru nokkrir þingmenn yfir ýmsar grein- ar í frumvarpinu og var henni fram haldið eftir kvöldmat. Búist var við að hún stæði jafnvel til miðnættis en margir voru á mælendaskrá. Var eingöngu rætt um sveitarstjórnar- frumvarpið en í dag á að ræða hin frumvörpin tvö. Þingmenn gagnrýna ráð- stefnuhald STEINGRÍMUR J. Sigfússon, þing- maður Alþýðubandalags, gerði vinnubrögð Alþingis að umtalsefni í gær og sagði ráðherra rirðast ætla að drífa af skrifborðum sínum frum- vörp í tugatali, misvel undirbúin, á síðustu dögum þingsins. Taldi hann þess vegna því undarlegra að þing- menn skyldu boðaðir á ráðstefnu síð- degis næstkomandi fimmtudag sem ekki fæn'i en fjögur ráðuneyti stæðu að. Þingmaðurinn sagði ráðstefnuna íjalla um frjálsa fór fólks innan Evr- ópska efnahagssvæðisins og hún væri þri áhugaverð. Kvaðst hann mótmæla þessum vinnubrögðum og bað ráðherra annaðhvort að fella niður umrædda ráðstefnu eða semja rið þingforseta um að fella niður þingfundi þennan dag. Kristín Ástgeirsdóttir, þingmaður utan flokka, tók undir að téð ráð- stefna um vinnumarkaðsmál væri áhugaverð þingmönnum og lýsti hún furðu sinni á tímasetningunni. Harmaði hún að þingmenn gætu ekki sótt hana vegna þingstarfa og hvatti til að eitthvert uppihald yrði á fundum meðan ráðstefnan stæði. Svavar Gestsson, þingmaður Al- þýðubandalags, spurði hvað forseti myndi ráðleggja þingmönnum í þessum efnum. Hann minnti og á að þennan dag væri haldinn aðalfundur Landsrirkjunar sem þingflokkarnh' tilnefndu fulltrúa sína á. Ólafur G. Einarsson, forseti Al- þingis, kvað ekki þurfa að minna þingmenn á þá skyldu sína að sitja þingfundi og sagðist ekki geta ráð- lagt þeim annað en það. Sagði hann ekki hafa verið haft samband rið sig vegna umræddrar ráðstefnu en það væri honum útlátalaust að ræða mál- ið við ráðherra. Fyrirlitning á störfum þingsins Steingrímur kvaðst forseta þakk- látur fyrir ábendinguna og spurði hvort hann yrði ekki að eiga orða- stað við ráðherra um þingskyldur þeirra. „Mér finnst taka steininn úr að ekki færri en fjögur ráðuneyti, fjórir hæstvirtir ráðherrar, sem bera ábyrgð á stjórnarathöfnun í sínum ráðuneytum, hvað sem hæst- virtur forsætisráðherra heldur, þeir skuli sýna slíka fyi'irlitningu á þeim störfum sem hér fara fram undir lokin á þingtímanum að boða sam- eiginlega til ráðstefnu og bjóða háttvirtum þingmönnum á þá ráð- stefnu sem hefst klukkan 13.00 á fímmtudaginn kemur. Þetta er auð- vitað neðan rið allar hellur, hæst- virtur forseti," sagði þingmaðurinn meðal annars og kvað forseti ekki þurfa að brýna sig til þess að ræða við ráðherra. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra kom þá í pontu og sagði hér hafa greinilega orðið mistök. Sagði hann ráðstefnuna ekki þurfa að trufla störf Alþingis, enginn þing- maður væri bundinn sem frummæl- andi eða þátttakandi. Kvaðst hann gera sér grein fyrir þingskyldum sínum og svo væri áreiðanlega um aðra ráðhen-a og sagði starfsmenn ráðuneyta geta sinnt ráðstefnunni. títilokað að binda þingmenn Svavar Gestsson ræddi gagna- grunnsfrumvarpið sem hann sagði að mörgu leyti spennandi verkefni og að skynsamlegt hefði verið að taka meiri tíma til að fjalla um það. Vildi hann láta það koma fram að enginn aðili, hvorki innan þings né utan gæti tekið um það ákvörðun að eitthvert eitt frumvarp yrði að lög- um fyrir tiltekna dagsetningu í haust. Útilokað væri að binda þingið þannig, slíkt yrði að ráðast af þeim tíma sem umfjöllunin þyrfti. Hjörleifur Guttormsson, þingmað- ur Álþýðubandalags, tók undir þetta og sagði það ekki hafa góðan srip ef jafnframt þri sem frumvarpinu hefði verið frestað fylgdi að þingið fengi aðeins nokkra daga til umfjöllunar málsins á næsta þingi. Kvað hann þingmenn ekki geta verið bundna í þessum efnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.