Morgunblaðið - 29.04.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.04.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVTKUDAGUR 29. APRÍL 1998 13 FRÉTTIR Einn yfírmanna í fastaflota NATO Heim- sóknin mjög áhrifarík LAUTINANT Annies á þýska herskipinu Bayern, einu af átta skipa fastaflota Atlantshafs- bandalagsins, sem hér var um helgina Iét vel af dvölinni í Reykjavík. Á skipunum átta, sem eru frá sjö ríkjum, voru alls 1.600 sjóliðar og notuðu margir þeirra tækifærið til að skoða sig um í Reykjavík, fara í skipulagðar skoðunarferðir um Suðurland eða leigja sér bfla og fara út fyr- ir bæinn á eigin vegum. Annies sagði að hann hefði, stöðu sinnar vegna, þurft að vera um borð í skipinu og taka þátt í opinberri dagskrá, sem skipulögð var af íslenskum yfir- völdum, utanrfldsráðuneytinu og Landhelgisgæslunni. Á laug- ardag voru viðkomandi yfirvöld heimsótt og starfsemi fastafiota NATO kynnt fyrir þeim. Síðan var hádegisverður um borð í einu skipanna og um kvöldið var móttaka fyrir ís- lenska boðsgesti. Annies sagðist þó aðeins hafa getað skoðað Reykjavík. „Mér fannst heimsóknin mjög áhrifa- rík. Borgin er falleg, umhverfið er hrífandi og raunar hef ég Morgunblaðið/Ásdís TVÖ herskipanna átta sem hér voru um helgina í Reykjavíkur- höfn. Myndin er tekin úr því þriðja. aldrei séð neitt því um líkt. Þá finnst mér fólkið mjög vingjarn- legt,“ sagði hann. Að sögn Annies er næsti við- komustaður fastaflota NATO St. John á Nýfundnalandi. Þá hafa yfirgefið hópinn spænska skipið Baleares, sem raunar kvaddi í Reykjavíkurhöfn, hitt þýska skipið í hópnum heldur til Þýska- lands en í staðinn kemur portú- gölsk freigáta rétt áður en siglt verður inn í höfnina í St. John. Annies segir að dagskráin í St. John verði með svipuðu sniði og hún var hér í Reykjavík og að heimsókninni þar lokinni verður haldið til Bandarikjanna. ERU ÞEIR AÐ FA’ANN? Menn vona að rætist úr sjóbirt- ingsveiðinni VEIÐIMENN velta fyrir sér hver framvinda vorveiðanna verður úr því sem komið er. Sjóbirtingsveiði byrj- aði yfirleitt afar vel fyrstu daga ver- tíðarinnar, en síðan breyttust skil- yrði mjög til hins verra þannig að varla hefur ræst úr. Veiðin í heild er í engu samræmi við hversu mikill fiskur var í ánum í fyrrahaust, en sem kunnugt er, byggist vorveiðin á fiski, hrygningarfiski og geldfiski, sem er á niðurleið úr ánum eftir vet- ursetu. Stutt er í að veiði hefjist í ám í Landbroti, t.d. Flóðinu í Grenilæk og ef að líkum lætur fara þá að ber- ast líflegri aflatölur að austan. í veiðiþætti í blaðinu í gær var greint frá reytingi í Eldvatni og Hörgsá. Nánar tilgreint höfðu veiðst um 40 fiskar í Eldvatni, langflestir í ármótum árinnar við Hverfisfljót. Sá veiðistaður er þó algerlega háður dyntum jökulvatnsins og er stundum h'tt veiðilegur. Birtingarnir hafa flestir verið 2-4 pund, en nokkrir 5- 6,5 punda hafa einnig veiðst. Svo og þrjár bleikjur. I Hörgsá var veiðin um helgina að- eins 21 birtingur sem eru vonbrigði. Á móti verður að segja að frá fyrstu dögum vertíðarinnar hefur áin verið af ýmsum ástæðum svo að segja óveiðandi. Fyrst voru harðir frostakaflar. Síðan algert vatnsleysi, því næst hret með snjókomu um páskana og flóð upp úr því. Að und- ÞÓRARINN Kristinsson fékk þennan fallega þriggja punda sjóbirting í Tungulæk um síð- ustu helgi. anfómu hefur áin síðan verið kol- mórauð vegna leysinga í hlýindun- um. Kunnugir telja að verði ekki all- ur fiskur á bak og burt er skilyrði loks skána, gætu einhverjir heppnir veiðimenn lent í veislu. Viðunandi veiði hefur hins vegar Fjármálaráðuneyti um Borgartún 6 hf. og Landsbanka Islands Líta svo á að málinu sé lokið RÍKISENDURSKOÐUN hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekk- ert hafi komið fram, sem bendi til þess að reglur um kaup á áfengi á verði til ráðuneyta hafi verið brotnar í sambandi við milligöngu Borgar- túns 6 hf. um áfengiskaup fyrir Landsbanka Islands hf., en ráðu- neyti geta keypt áfengi á sérstökum kjörum. Magnús Pétursson, ráðuneytis- stjóri í fjármálaráðuneytinu, sagði að ekki hefði verið um auðgun að ræða hjá veitingamanninum og hann liti svo á að þessum þætti málsins væri lokið. Innkaupsverð eðlilegt Fjármálaráðuneytið sendi Elíasi Einarssyni, veitingamanni í Borgar- túni 6 hf., bréf á fóstudag þar sem segir að ekkert bendi til þess að reglur um kaup á áfengi hafi verið brotnar. Hins vegar hafi komið í ljós að eyðublöð, sem eingöngu bæri að nota við kaup ráðuneyta á áfengi hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, hefðu verið notuð í viðskiptum Borg- artúns 6 hf. og bankans: „Þrátt íyrir að þessi eyðublöð hafi verið notuð, metur Rfldsendurskoðun ekki annað af gögnum málsins en að innkaups- verð á áfengi því sem um er að ræða, hafi verið eðlilegt. Óviðunandi er að starfsemi Borgartúns 6 hf. fyrir ráðuneytin sé á nokkurn hátt bland- verið í Geirlandsá og Vatnamótum og á annað hundrað fiskar verið dregnir úr hvorum veiðistað. Sækja bleikjuna djúpt í Soginu Enn reyta menn úr Soginu. Einn sem var í Bíldsfelli fyrir stuttu fékk þrjá fiska, alla væna, missti nokkra og sá bleikjutorfur um allt. Annar sem var í Ásgarði, á silungasvæðinu, fékk sex stykki. Allt er þetta mjög væn bleikja, 2-4 punda. Brögð hafa verið að því að menn hafi dregið hop- laxa. Einn veiðimaður sem rætt var við sagði að tiltölulega auðvelt væri að fá veiði og hann vissi að sumir hefðu ekki náð fiski vegna þess að þeir veiddu „of hefðbundið“ eins og hann sagði. Sagðist þessi kappi hafa verið í Ásgarði og notað spón. Hann varð ekki var fyrr en honum hug- kvæmdist að kasta spæninum vel upp fyrir sig og draga hann hægar. Þetta hafði í för með sér nokkrar miserfiðar botnfestur, en hann fékk líka fjórar vænar bleikjur á stuttum tíma. að saman við aðra starfsemi fyrir- tækisins, þ.m.t. notkun eyðublaða," segir í bréfinu og síðan er bætt við að umrædd eyðublöð hafi ekki verið notuð eftir árið 1996. Einnig kemur fram að skýrsla Rflrisendurskoðunar og reikningar staðfesti að áfengi hafi verið selt til aðila utan veitingasalar, þótt það stangist á við 11. og 20. gr. áfengis- laga nr. 82/1969. í bréfinu er rakið að fjármálaráðu- neytið hafi gert húsaleigusamning við Ek'as árið 1988 um rekstur veislu- og ráðstefnusala ríkisins í Borgartúni 6 og í framhaldi af grein- argerð Ríkisendurskoðanda um lax- veiðiferðir og risnu á vegum Lands- bankans nú í aprfl hefði ráðuneytið óskað eftir upplýsingum um það hvort staðið hefði verið að veitinga- rekstri Borgartúns 6 í samræmi við samninginn. Engin áhrif á leigusamning I samningnum kveður á um að áfengi veitt á vegum ráðuneyta í Borgartúni 6 eigi leigutaki að panta hjá ÁTVR. Viðkomandi ráðuneyti staðfesti pöntun með undirskrift og ÁTVR gjaldfæri að því búnu úttekt- ina á ráðuneytin. Magnús sagði að þetta mál myndi engin áhrif hafa á leigusamninginn um Borgartún 6 og viðskipti ráðu- neyta við fyrirtækið. Sjálfstæðisfélagið á Kjaiarnesi Ohlutbundin kosning til samstarfsráðs KOSIÐ verður til samstarfsráðs Kjalarness samhliða sveitarstjórnar- kosningunum 23. maí næstkomandi, og ákvað Sjálfstæðisfélagið á Kjalar- nesi á fundi síðastliðið mánudags- kvöld að bjóða ekki fram lista í kosn- ingunum bjóði R-listinn ekki fram lista heldur verða með óhlutbundna kosningu. Það þýðir að einstaklingar verða í kjöri til samstarfsráðsins og geta þá allir í sveitinni gefið kost á sér allt fram að kjördegi. Samstarfsráð Kjalarness verður ráðgefandi borgarstjórninni í Reykjavík um málefni borgarhlutans Kjalarness og sérhagsmuni hans í hinum ýmsu málefnum. Finnst þér í lagi að... ...skuldir borgarinnar hafa aukist? R-listinn lofaði að greiða niður skuldir en undir hans stjorn hafa skuldir borgarinnar aukist um 4,5 milljarða krona. Þetta gerist þrátt fyrir gódæri og auknar tekjur borgarinnar. í) i&ftfkjfii ík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.