Morgunblaðið - 29.04.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.04.1998, Blaðsíða 42
•*i2 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, fóstri, tengdafaðir, afi og langafi, MARKÚSJÓNSSON frá Ármóti, Vestmannaeyjum, Háaleitisbraut 37, Reykjavik, lést á St. Jósefsspítala mánudaginn 27. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Anna Friðbjarnardóttir, Þórunn Markúsdóttir, Björgvin Magnússon, Eiríka Markúsdóttir, Anna Bragadóttir, Birgir Jóhannesson, Atli Ásmundsson, Þrúður Helgadóttir, Kjartan Ásmundsson, Sigrún Ásmundsdóttir, Gísli Ásmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Systir okkar og frænka, ELSA TÓMASDÓTTIR frá Hólmavík, Melhaga 13, Reykjavík, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur mánu- daginn 27. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Kristín Tómasdóttir, Valgerður Tómasdóttir, Guðný Jónsdóttir. + Systir okkar, ÓLÖF ERLA GUÐMUNDSDÓTTIR HOFFMAN, lést þriðjudaginn 28. apríl á Sjúkrahúsi Omaha, Nebraska. Pálhildur Guðmundsdóttir, Engilráð Guðmundsdóttir, Jóhann Guðmundsson, Anton Guðmundsson, Sigurður Guðmundsson. + Bróðir okkar, HAUKUR HERMÓÐSSON, Mánagötu 16, Reyðarfirði, lést á Landspítalanum 27. apríl. Systkinin. + Ástkær eiginkona mín, dóttir okkar, móðir og amma, KATRÍN SVERRISDÓTTIR, Aðalstræti 38, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtu- daginn 30. apríl kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hennar er bent á Minningarsjóð Heimahlynning- ar á Akureyri. Jón Ásmundsson, Sverrir Hermannsson, Auður Jónsdóttir, Auður Elva Jónsdóttir, Guðrún Lilja Jónsdóttir, Sverrir Már Jónsson, Birkir Már Viðarsson. + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, INGVARS G. ODDSSONAR, Kirkjuvegi 1, Keflavfk, Sérstakar þakkir til Krabbameinsdeildar Landspítalans. Sofffa Axelsdóttir, og fjölskylda. GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON + Guðmundur Guðmundsson fæddist í Bolungar- vík 22. nóvember 1908. Hann lést í hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 20. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 28. apríl. Kæri vinur, nú ert þú farinn yfir móðuna miklu. Orð verða fá- tækleg þegar maður minnist ykkar hjóna. Það var svo að sjaldnast varst þú nefndur, Guðmundur minn, svo að nafn Sig- ríðar konu þinnar fylgdi ekki með, Guðmundur og Sigríður eða Sig- ríður og Guðmundur í Kópavogi. Þegar við hittumst fyrst var það á hreinsunardegi við Meðalfellsvatn. Þar tók ég eftir fullorðnum hjón- um og það sem vakti sérstaka at- hygli mína var þátttaka þín, Guð- mundur, í leik barna. Þar sem þú varst á fullu í að hlaupa í skarðið með börnunum og hafðir mikið gaman af og Sigríður hvatti þig á fullu. Þegar hlé varð á leikjum fór- um við að spjalla saman og sem varð upphaf að okkar kunnings- skap og vináttu. Við spjallið komumst við að því að við vorum nágrannar, þar sem við vorum með sumarbústaði við Hjarðarholtsveg. Það sem ég sá til ykkar hjóna í fyrsta sinn að vera með í leik og starfi og blanda geði við samborg- arana var ykkar aðalsmerki. Því til sönnunar og í samtölum við ykkur tókuð þið þátt í ýmissi starfsemi í upphafi í ykkar byggðalagi Kópa- vogi þar sem þið voruð í hópi stofnenda ýmissa félaga Iþróttafé- lagsins Breiðabliks, Sparisjóðs Kógavogs og svo má ekki gleyma þátttöku ykkar í Leikfélagi Kópa- vogs. Og skal þar helst nefna þátt- töku ykkar í leikritinu Línu Langsokk. En þar var leikari sem þið sáuð um og er öllum minnis- stæður en það var apinn vinur Línu. Ekki kann ég þá sögu hvern- ig hann varð heimilismaður hjá ykkur en þið voruð alltaf til í það ókunna. Það sem ég nefni hér að framan er það sem var rætt yfir kaffibolla og ég heyrði í samtölum við ykkur en þið gerðuð alltaf lítið úr en rædduð sem gamanmál og töluðuð um að það hefðu verið góð- ir en erfiðir tímar. Það má líka sjá þær minjar á lóðinni á Kópavogs- braut 10 við hvað menn urðu að fást við til að bjarga sér en þar er brunnur sem Guðmundur gerði fyrir sig í byrjun byggðar Kópa- vogs til að hafa vatn. Guðmundur var málarameistari, góður fagmað- ur og starfaði síðustu árin hjá Raf- magnsveitu Reykja- víkur. Hann var alltaf tilbúinn að segja manni til en eitt sinn þegar ég var að leita ráða við að lakka tré- gólf þá var svarið, ég skal lakka gólfið fyrir þig, alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd. Svo að ég horfði bara á hvernig fagmaðurinn stóð að verki og man enn í dag hvernig hann vann. Það voru margar góðar stundir sem Erla og ég feng- um að njóta með ykkur, bæði í Kjósinni og á Kópavogsbraut 10. Og ekki má gleyma þegar við urð- um samferða til Ameríku 1982, það var dásamlegt að vera samtíða ykkur og finna hvað þið voruð áræðin, það voru ekki margir á ykkar aldri sem ferðuðust til Am- eríku á þessum árum. Þetta er brot af þeim minningum sem koma upp í huga minn við fráfall þitt, Guðmundur minn, og set ég þessi brot á blað til að minnast hjóna sem byggðu upp okkar fagra land og þið unnuð heitt og skiluðuð bet- ur frá ykkur en þegar þið byrjuðuð ykkar lífsferil. Við Erla vottum þér Samúel og öllum öðrum ætt- ingjum innilegustu samúð. En minningin um þessi hjón mun ætíð lifa þótt þau séu horfin yfir móð- una miklu. Sigurður Már Helgason. Með örfáum orðum langar mig til að minnast samstarfsmanns og vinar til margra ára sem kvaddur er í dag. Guðmundur málari, eins og við vinir hans nefndum hann, kom til starfa hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur árið 1951 og hafði starfað þar í tæpa þrjá áratugi er hann lét af störfum fyrir aldurs- sakir. Guðmundur hóf störf í spennistöðvardeild sem var til húsa að Barónsstíg 4 og heyrði sú deild undir Ama Magnússon verk- stjóra en þar bar fundum okkar nafna fyrst saman. Starfsemi spennistöðvardeildar bjó við þröngan húsakost í áratugi ásamt fleiri deildum RR sem voru með starfsemi sína í þessu fyrsta stein- steypuhúsi í Reykjavík er áður hýsti nautpening á bás. Þó spenni- stöðvardeildinni bættist heil máln- ingardeild sem fylgdi málningar- vagn, bíll og fleiri tæki, var aldrei kvartað um þrengsli. Málin voru til að leysa þau og þessi gömlu brýni sem þar störfuðu létu það ekki trufla störf sín. Guðmundur var glaðsinna og hafði góða nærveru. Hann var fljótur að kynnast mönn- um, var hjálpfús og vinmargur. Á þessum árum fékk Guðmundur það erfiða verkefni að sjá um við- hald útispennistöðva en svo nefnd- um við starfsmenn spennistöðvar- hús sem komu til landsins eftir seinni heimsstyrjöldina. Þessi hús voru úr járni og voru ryðsækin. En með mikilli eljusemi tókst Guð- mundi og mönnum hans að halda ryðinu í skefjum þar til varanlegri hús komu í staðinn. I fjölda ára var starfsemi málningardeildar um- fangsmikil því um tíma hafði Guð- mundur einnig á hendi málningu á ljósastaurum auk eftirlitsstarfa og annarrar vinnu. Þetta var vinna sem var unnin yfir sumartímann að hluta. Það voru því margir skólapiltar sem Guðmundur leið- beindi í starfi á þessum árum. Nokkra af þessum ungu mönnum hef ég hitt sem nú eru orðnir full- tíða menn og minnast þessara ára með hlýju og bera húsbónda sínum vel söguna. Guðmundur og Sigríður Einars- dóttir, eiginkona hans, voru ein af frumbyggjum í Kópavogi. Þau byggðu sér snoturt hús að Kópa- vogsbraut 10 sem var heimili þeirra og þar ólst Samúel einka- sonur þeirra upp. Þau hjón voru mikið fyrir rækt- un og var húsið umvafið trjám og blómaskrúð sem þau sáðu sjálf til og tóku úr vermireitum sem þau höfðu komið sér upp. Þau voru höfðingar heim að sækja og alltaf virtist Sigríður vera nýbúin að baka þegar maður sótti þau heim. í hvert sldpti sem ég átti erindi við Guðmund að Kópavogsbraut 10 settist ég að veisluborði. Eitt er mér sérstaklega minnisstætt og lýsir greiðvikni þeirra hjóna en þau tóku að sér að fóstra apann „Ní- els“, sem var þjálfaður við leiksýn- ingu á því vinsæla leikriti um Línu langsokk sem sýnt var við mikla aðsókn hjá leikfélagi Kópavogs. Þau störfuðu bæði við þá leiksýn- ingu, Sigríður var leikkona í leik- ritinu og Guðmundur var sviðs- stjóri. Þau hjón voru félagslynd og höfðu mikla ánægju af þessu starfi sem var gefandi. Þau lögðu því dijúgan skerf til leiklistarstarfsemi í Kópavogi á þessum árum. Guð- mundur var annar tveggja aðal- stofnenda ungmennafélagsins Breiðabliks og var hann heiðursfé- lagi þess. Þá var hann einn af stofnendum skátafélagsins Hraun- búar í Hafnarfirði. Sigríður kona hans féll frá fyrir nokkrum árum og síðustu árin var Guðmundur á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi þar sem hann lést. Eg kveð þennan aldna vin minn með þökk og virðingu. Við samstarfs- menn hans hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur þökkum samfylgdina á liðnum árum og vottum Samúel, öðrum ættingjum og vinum samúð okkar. Guðmundur Egilsson. RAGNHEIÐUR Stefánsblóm Laugavegi 178 S: 561 0771 Sorgar og samúðarmerki Borið við minningarathafnir og jarðariarir. Allur ágóði rennur til Ifknarmála. Fæst á bensínstöðvum, í Kirkjuhúsinu og í blómaverslunum. || KRABBAMEINSSJÚK BÖRN <St' hiAlparstofnun fyfý KIRKJUNNAR JÓNSDÓTTIR + Ragnheiður Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 25. des- ember 1924. Hún lóst á heimili sínu 6. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey. Kæra vinkona, það er komið að kveðjustund eftir 50-60 ára kynni. Það fer ekki hjá því að margs er að minnast, allt frá unglingsárunum í Laugamesinu til þessa dags. Við héldum alltaf hópinn í sauma- klúbbnum en nú ert þú sú þriðja sem fellur frá. I gegnum árin höfum við átt margar gleðistundir, farið til út- landa, í sumarbústaðinn og á öll skemmtilegu þorrablótin. Alltaf varst þú hrókur alls fagnaðar hvert sem við fórum. Glæsileg og alltaf vel klædd og með húmorinn í lagi. Það var aldrei nein lognmolla í kringum þig. Jafnvel síðustu vik- umar varst það þú sem hvattir okkur til að hittast þótt sjúk værir. Við minnumst síðasta afmælis- boðs, allir mættir kátir og hressir, það var okkar síðasti fundur með fjölskyldunni. Það var ævintýri að koma í blómaskálann í Sæviðar- sundi, blómin fylgdu þér hvert sem þú fluttir. Þú hefur notið gleði og ham- ingju, átt yndisleg börn sem við gátum fylgst með frá fæðingu og elskulegan eiginmann. Það er að bera í bakkafullan lækinn að lýsa einstakri mann- eskju, tryggri vinkonu með ríka réttlætiskennd. Við kveðjum þig með söknuði og þökkum fyrir sam- fylgdina en vitum að ekkert verður aftur eins. Jakobi og fjölskyldu vottum við innilega samúð. í guðs friði, Dadda mín. Þínar vinkonur Helga, Svanhildur og Ólöf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.