Morgunblaðið - 29.04.1998, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Gen gegn
krabba-
meini
London. Reuters, Daily Telegraph.
VÍSINDAMENN hafa greint
frá því að uppgötvast hafi gen,
eða arfberi, sem eigi mikilvæg-
an þátt í að vemda fólk gegn
krabbameini. Nokkrar gerðir
gensins finnast í mannslíkam-
anum og virðist það stuðla að
því að líkaminn geti gert
krabbameinsvaldandi efni skað-
laus, að því er prófessor Roland
Wolf við Imperial krabbameins-
rannsóknarsjóðinn í Bretlandi
sagði í yfirlýsingu.
Wolf kvað þetta merldlega
uppgötvun. „Nú hefur í fyrsta
sinn verið sýnt fram á að eitt
einasta gen gæti ráðið úrslitum
og vemdað okkur gegn krabba-
meini.“ Wolf sagði að áður hefði
verið vitað að í mannslíkaman-
um væm efni sem hefðu áhrif á
það hversu hætt tilteknum ein-
staklingi væri við krabbameini.
Greint er frá uppgötvuninni í
nýjasta hefti Proceedings of the
National Academy ofSciences.
Dr. Ken Brown, krabba-
meinslæknir, sagði uppgötvun-
ina geta þýtt að í framtíðinni
verði unnt að beita erfðatækni
til þess að koma í veg fyrir til-
teldn krabbamein. Pað vora vís-
indamenn í Dundee, Glasgow
og Edinborg sem einangruðu
genið. Það framleiðir lífhvatann
(ensímið) glútaþíon S-trans-
ferasa, sem reyndist vemda
mýs gegn krabbameinsvaldandi
efnum. Svipað gen er að finna í
mönnum.
Of snemmt að fagna
fyrir reykingamenn
Wolf lagði áherslu á að þessi
uppgötvun þýddi ekki að hægt
yrði að prófa hvaða reykinga-
menn eigi á hættu að fá lungna-
krabba. „Besta leiðin til þess að
forðast þann sjúkdóm er að
reykja ekki. Sígarettur valda
ekki eingöngu lungnakrabba."
Hoffmeyer
aðalvitni
Færeyinga
VITNISBURÐUR Eriks Hofimeyer,
sem er fyrrverandi Seðlabankastjóri
Danmerkur, verður eitt af helstu
trompum færeysku landsstjómarinn-
ar í máli hennar gegn dönsku stjóm-
inni vegna Færeyjabankamálsins svo-
kallaða, að því er kemur fram í
Jyllands-Posten í gær. Landstjómin
hyggst leggja fram myndbandsupp-
töku af viðtali við Hoffmeyer sem
birtist í færeyska sjónvarpinu en þar
fór hann afar gagnrýnum orðum um
frammistöðu dönsku stjómarinnar.
Landstjóm Færeyja lagði í fyrra-
dag fram stefnu á hendur danska rík-
inu og Den Danske Bank vegna taps
Færeyinga á yfirtöku Færeyjabanka
árið 1993. Færeyingar ki-efjast 1.519
milljarða danskra kr. í bætur, eða um
15.8 milljarða ísl. kr. og hyggjast
byggja mál sitt á þeim rökum að
dönsk stjómvöld hafi gert sig sek um
alvarlega vanrækslu í starfi. Þessu til
stuðnings verða orð Hoffmeyers, eins
virtasta bankamanns í Danmörku,
notuð en viðtalið var sýnt í færeyska
sjónvarpinu í janúar.
Eftir að flett var ofan af Færeyja-
bankamálinu í janúar var Hoffmeyer
gagnrýndm- fyrir að hafa ekki gert þá
afstöðu Seðlabankans ljósa að hann
væri ekki ýkja hrifinn af þeirri hug-
mynd að losa Den Danske Bank und:
an ábyrgðum vegna Færeyjabanka. í
viðtalinu bendir Hoffmeyer hins veg-
ar á að dönsk stjómvöld leita iðulega
ráðgjafar danska Seðlabankans þegar
tekist er á við snúin bankamál. Þetta
hefði hins vegar ekki verið gert í
Færeyjabankamálinu.
Hátíðahöld í írak í tilefni af 61 árs afmæli Saddams Husseins forseta
Öryg'g'isráðið slakar ekki
á þvingunaraðgerðum
Sameinuðu þjóðunum, Bagdad. Reuters.
ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna ákvað í
fyrrakvöld að slaka ekki á refsiaðgerðunum gegn
Irak og frestaði því að taka ákvörðun um hvort
draga ætti smám saman úr leit að efnum og bún-
aði í kjarnavopn sem írakar kynnu að hafa fahð.
Ákvörðun öryggisráðsins spillti þó ekki hátíða-
höldum í írak í tilefni þess að Saddam Hussein
varð 61 árs í gær.
„Það var engin samstaða um að breyta refsiað-
gerðunum," sagði forseti öryggisráðsins, Japan-
inn Hisashi Owada.
Þetta er í fyrsta sinn í tæpt ár sem ráðið hefur
komið saman til að ræða hvort breyta eigi refsi-
aðgerðunum. Slíkir fundir eru venjulega haldnir
á tveggja mánaða fresti en endurskoðun refsiað-
gerðanna var frestað í júní á liðnu ári eftir að
Irakar hindruðu leit eftirlitsnefndar Sameinuðu
þjóðanna að gereyðingarvopnum.
,Alþjóðasamfélagið hefur sagt að engum refsi-
aðgerðum verði aflétt vegna þess að írakar hafa
ekki virt ályktanir öryggisráðsins,“ sagði Bill
Richardson, sendiherra Bandaríkjanna hjá
Sameinuðu þjóðunum. „írakar eiga enn margt
ógert.“
Kínverjar, Rússar og Frakkar hafa þó beitt
sér fyrir því að slakað verði á refsiaðgerðunum,
sem voru samþykktar í ágúst 1990 vegna innrás-
ar íraka í Kúveit. Ríkin þrjú og fleiri aðildarríki
öryggisráðsins studdu drög að ályktun um að
leitinni að kjamavopnum yrði hætt þar sem Irak-
ar hefðu haft fullt samstarf við eftirlitsneftidina
en hún yrði hafin á ný ef ástæða þætti til vegna
nýrra upplýsinga. Owada sagði að málið yrði
rætt á fundi ráðsins síðar í vikunni.
í nýlegri skýrslu Alþjóðakjarnorkumálastofn-
unarinnar (IAEA) segir að engar vísbendingar
hafi fundist um að írakar hafi falið efni eða bún-
að í kjarnavopn og að þeir hafi veitt fullnægjandi
svör við spumingum stofnunarinnar.
Eftirlitsnefnd Sameinuðu þjóðanna,
UNSCOM, sem hefur verið falið að leita að ger-
eyðingarvopnum í Irak, segir þó að hún eigi enn
langt í land með að ljúka leitinni.
Riehardson viðurkenndi að starf eftirlitsnefnd-
arinnar hefði borið árangur en bætti við að enn
væri of snemmt að hætta leitinni að kjamavopn-
um.
Hátíðahöld í írak
íraskir fjölmiðlar lofsömuðu Saddam Hussein
íraksforseta sem „blessun frá guði“ í tilefni 61
árs afmælis hans í gær. Dagblöðin birtu ljóð og
greinar um leiðtogann og Shabab-sjónvarpið,
sem elsti sonur Saddams stjómar, breytti nafni
sínu í ,Afmælissjónvarpið“ og sendi út sérstaka
þætti um Saddam í tilefni dagsins.
Hátíðahöld voru í öllum borgum og bæjum
Iraks. Embættismenn stjórnarflokksins tóku
þátt í afmælishátíðinni í helstu borgunum og
dreifðu ókeypis kökum, súkkulaði og drykkjum.
Reuters
ALVARO Arzu, forseti Guatemala (í miðju), og fleiri fulltrúar stjórnvalda votta hinum myrta biskup, Jose Ju-
an Gerardi, hinstu virðingu í dómkirkju Guatemalaborgar í gær.
Hlé á stækkun NATO?
Washing^on. Reuters.
STJÓRN Bills Clintons Bandaríkja-
forseta hefur hafnað tillögu um að
Atlantshafsbandalagið (NATO) verði
ekki stækkað í þrjú ár, verði aðild
Póllands, Ungverjalands og Tékk-
lands að bandalaginu samþykkt í
öldungadeild Bandaríkjaþings.
Öldungadeildin hóf umræðu um
stækkun bandalagsins á mánudag
og búist er við að gengið verði til at-
kvæða síðar í vikunni.
Þingmaðurinn John Wamer,
repúblikani frá Virginíu, hyggst
leggja til að aðildarríkjum NATO
verði ekki fjölgað í þrjú ár eftir að
Pólverjar, Ungverjar og Tékkar fái
aðild. Ennfremur er búist við tillögu
um að önnur ríki þurfi að fá aðild að
Evrópusambandinu áður en þau
geti gengið í NATO.
Bandarískur embættismaður
sagði að stjórnin hefði mestar
áhyggjur af tillögu Warners en
kvaðst vongóður um að stækkun
NATO yrði samþykkt í öldunga-
deildinni með tilskildum meiri-
hluta, eða tveimur þriðju atkvæð-
anna.
Þeir sem leggjast gegn stækkun-
inni segja að hún sé ekki nauðsyn-
leg, skaði samskiptin við Rússland
og sé vatn á myllu rússneskra þjóð-
ernissinna.
Mannrétt-
indafrömuð- 1
ur myrtur
Guatemalaborg;. Reuters.
72 ÁRA kaþólskur biskup og mann-
réttindafrömuður í Guatemala, Jose
Juan Gerardi, var myrtur með
hrottalegum hætti á mánudag. 1
Biskupinn hafði nýlokið skýrslu um )
mannréttindabrot og illvirki, sem .
framin vora í borgarastyrjöldinni í
Guatemala, og talið er að hann hafi
verið myrtur af pólitískum ástæð-
um.
Gerardi var barinn í höfuðið með
steinblökk þegar hann steig út úr
bifreið sinni við heimili sitt í San
Sebastian. Morðið olli miklum óhug
meðal þjóðarinnar og leiðtogar
kaþólsku kirkjunnar kröfðust þess
að lögreglan fyndi morðingjann i
innan þriggja daga. Jóhannes Páll j
páfi lýsti morðinu sem „viður-
styggilegum glæp“ og sagði að Ger-
ardi hefði helgað líf sitt baráttunni
fyrir friði.
Gerardi hafði stjórnað þriggja
ára rannsókn á mannréttindabrot-
um, morðtilræðum og fjöldamorð-
um sem framin vora í 36 ára stríði
stjómarhersins og vinstrisinnaðra
skæruliða sem lauk í desember
1996. Skýrsla um rannsóknina var
birt á föstudag og þar er hernum og
vopnuðum bandamönnum hans
kennt um 80% drápanna í stríðinu.
Fram kom að 150.000 manns hefðu
verið drepin og 50.000 manns horf-
ið. Stjórn Alvaros Arzus forseta
hvatti til þriggja daga þjóðarsorgar
og skipaði sex manna nefnd til að
rannsaka morðið.
Áform ESB um nýjan viðskiptasamning við Bandarrkin lögð til hliðar
Látið undan kröfu Frakka
Lúxemborg. Reuters, The Daily Telegraph.
EVRÓPUSAMBANDIÐ lét í fyrra-
dag undan kröfu Frakka um að
leggja tillögu framkvæmdastjómar
ESB um víðtæka viðsldptasamninga
við Bandaríkin á hilluna. Embættis-
menn og stjómarerindrekar í Brus-
sel álíta þessa ákvörðun vera lið í til-
raun til að mýkja frönsku stjómina í
öðru stóru deilumáli ESB-ríkjanna,
þ.e. um það hvern skuli skipa fyrsta
aðalbankastjóra Evrópska seðla-
bankans (ECB).
Ekki var endanlega fallið frá til-
lögu framkvæmdastjómarinnar, sem
Sir Leon Brittan, viðskiptamálastjóri
hennar, var aðalhvatamaðurinn að,
en utanríkisráðherramir 15 ákváðu
að hún skyldi ekki sett á dagskrá sér-
staks leiðtogafundar ESB og Banda-
ríkjanna í Lundúnum 18. maí nk.
Deilan um bankastjóra
ECB enn óleyst
Þess í stað á að ræða viðskipta-
tengnlsin yfir Atlantshafið án þess að
vísa til Brittan-áætlunarinnar.
Þessi ákvörðun fylgdi í kjölfar
gagnrýni frá Jacques Chirac og
franskra ráðherra á tillöguna, sem
gekk út á að allir tollar á iðnaðarvör-
ur skyldu afnumdir í skrefum fyrir
árið 2010 og fríverzlun yrði komið á á
sviði þjónustu. Öll hin ESB-löndin 14
auk Bandaríkjanna vora hlynnt til-
lögunni.
Trúverðugleiki ECB í húfi
Þegai- aðeins þrír dagar era til
stefnu fyrir leiðtogafund ESB um
*★★★*
EVRÓPA^
Efnahags- og myntbandalagið,
EMU, hafna Frakkar því enn að
draga frambjóðanda sinn í embætti
seðlabankastjóra Evrópska seðla-
bankans til baka. Þjóðverjar - og
reyndar svo til öll hin ESB-löndin -
vilja sjá Hollendinginn Wim Du-
isenberg taka við stöðunni, en hann
stýrir nú Peningamálastofnun Evr-
ópu í Frankfurt (EMI), fyrirrenn-
ara ECB.
Aðalbankastjóri hollenzka seðla-
bankans, Nout Wellink, sagðist í
gær trúa því staðfastlega að Duisen-
berg verði skipaður í embættið, sem j
verður eitt það áhrifamesta í Evr-
ópu eftir að EMU verður að veru-
leika.
Þjóðverjar hafa einkum áhyggjur
af því, að yrði látið undan Frökkum í
þessu máli kynni það að spilla trú-
verðugleika nýja Evrópuseðlabank-
ans, sem á að verða óháð stofnun eins
og þýzki seðlabankinn Bundesbank.
Það kynni að stefna trausti á evróið,
hina væntanlega nýja Evrópumynt, í
hættu áður en myntbandalagið •
kemst á koppinn.