Morgunblaðið - 29.04.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 29.04.1998, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Áskirkja. Opið hús fyrir foreldra ' ungra bama kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17. Bústaðakirlga. Félagsstarf aldr- aðra: Opið hús í dag kl. 13.30-17. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á kirkjuloftinu á eftir. Grensáskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14. Biblíulestur, bæna- stund og veitingar. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir for- eldra ungra barna kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17. Háteigskirkja. Mömmumorgunn kl. 10. Foreldrar og böm þeirra hjart- anlega velkomin. Sr. María Ágústs- dóttir. Kvöldbænir og fyrirbænir kl. 18. Langholtskirkja. Starf fyrir eldri borgara í dag kl. 13-17. Laugarneskirkja. Lokafundur í æskulýðsheimilinu í kvöld. Húsið opnað kl. 19.30. Neskirkja. Litli kórinn (kór eldri borgara) æfir kl. 11.30-13. Umsjón Inga J. Backman. Fótsnyrting kl. 13-16, uppl. í síma 551 6783. Bæna- messa kl. 18.05. Sr. Halldór Reynis- son. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrir- » bænir. Léttur hádegisverður í safn- aðarheimilinu. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnað- arheimilinu á eftir. TTT-starf fyrir 10-12 ára í dag kl. 17.15. Æskulýðs- fundur kl. 20. Digraneskirkja. KFUM & K 10-12 ára bama kl. 16.30. Æskulýðsstarf KFUM & K kl. 20 fyrir 13 ára og eldri. Fella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30. Grafarvogskirkja. KFUK kl. 17.30 fyrir 9-12 ára stúlkur. Hjallakirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 16. Kópavogskirkja. Starf með 8-9 ára bömum í dag kl. 16.30-17.30 í safn- aðarheimilinu Borgum. Starf á sama stað með 10-12 ára (TTT) ára börnum kl. 17.30-18.30. Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugun kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir vel- komnir. Tekið á móti fyrirbænaefn- um í kirkjunni og í síma 567 0110. Léttur kvöldverður að bænastund lokinni. Fundur Æskulýðsfélagsins Sela kl. 20. \ Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, fyrirbænir og altarisganga. Léttur hádegisverður á eftir. Opið hús kl. 20-22 æskulýðs- fél. 13-15 ára. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri borgara milli kl. 14.00 og 16.30. Helgistund, spil og kaffi. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 20 KFUM- & K-húsið opið ungling- um. Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Kl. 18.30 er fjölskyldusamvera sem hefst með léttu borðhaldi á vægu verði. Kl. 19.30 er fræðsla og bæn. Allir hjartanlega velkomnir. INNLENT Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfírði Stefnuskrá- in kynnt í kvöld SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN í Hafnai-firði heldur fund til kynn- ingar á stefnuskrá sinni fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í kvöld, miðvikudagskvöldið 29. apríl nk. í húsi Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, Strandgötu 32. Fundurinn, sem er öllum opinn, hefst kl. 20.30. ,Á fundinum verður kosninga- stefnuskrá flokksins kynnt, en hún er víðtækt yfirlit yfir baráttumál flokksins í bænum. í stefnuskránni er tekið á fjölmörgum málaflokk- um. Þeir varða atvinnumál í bæn- um, hafnarmál, skólamál, dagvisL armál, skipulags- og byggingar- mál, umhverfismál, íþróttamál, æskulýðs- og tómstundamál, fé- lags- og húsnæðismál, ferðamál, menningarmál, heilbrigði- og öld- unarmál, ásamt áherslum flokksins varðandi fjármál bæjarins og stjómun hans,“ segir í frétt frá Sjálfstæðisflokksins. Gefinn verður út sérstakur bæklingur með stefnu flokksins og honum dreift á fundinum en einnig verður stefnuskránni dreift í öll hús í bænum. Glúntasöngur á Valborgar- messuhátíð Á VALBORGARMESSUHÁTÍÐ Islensk-sænska félagsins fimmtu- daginn 30. apríl í Kiwanishúsinu við Mosfellsbæ verður glúnta- söngur hafinn til vegs og virðing- ar á ný. Tveir jarðfræðingar, þeir Oddur Sigurðsson og Þóroddur F. Þóroddsson, sem lært hafa í Upp- sölum, syngja Glúnta við undirleik Bjarna Jónatanssonar. „Þriðji Uppsalafræðingurinn, Halldór Torfason, bætist svo í hóp þeirra félaga er þeir syngja aka- pella De tre, tríó Gunnars Wenn- erbergs fyrir tenór, baritón og bassa. Jarðfræðingarnir þrír taka hér upp merki Sigurðar heitins Þórarinssonar jarðfræðings og fleiri góðra félaga í íslensk- sænska félaginu fyrr og síðar sem glatt hafa félagsmenn og raunar landsmenn alla með túlkun sænskrar vísna- og söngvahefðar. Á dagskrá Valborgarmessuhá- tíðar eru m.a. hylling Toms Söderman, sendiherra Finnlands, til vorsins og hátíðarræða Antons Helga Jónssonar rithöfundar. Kveikt verður í bálkesti kl. 24. Dregið verður í happdrætti þar sem aðalvinningur er ferð fyrir tvo til Stokkhólms eða Helsing- fors með Flugleiðum," yegir í fréttatilkynningu frá Islensk- sænska félaginu. Sumarfagn- aður hjá Hrafnistu SUMARFAGNAÐUR vistfólks- ins á Hrafnistu í Hafnarfirði verð- ur haldinn miðvikudaginn 29. apríl kl. 20. Barnakór Kársnesskóla syngur. Stjórnandi er Þórunn Bjömsdótt- ir. Róbert Arnfinnsson leikari les úr íslandsklukku Halldórs Lax- ness, Kvennakór Reykjavíkur syngur undir stjóm Jóhönnu Þór- hallsdóttur og ungmenni frá Dansskóla Auðar Haralds sýna samkvæmisdansa. í lokin verður stiginn dans og annast Félag harmonikuunnenda tónlistina. Stjómun á hljómgæð- um annast Hljóðverið Stöðin. Reyklausir bekkir fá viðurkenningu 63 BEKKIR á unglingastigi hafa sótt um og fengið viðurkenningu fyrir reykleysi frá Krabbameins- félaginu á þessu ári. „Félagið hef- ur veitt þessar viðurkenningar síðastliðinn áratug og hafa þær verið mikill hvati til þess að bekk- ir sýni samstöðu um reykleysi," segir í fréttatilkynningu frá Krabbameinsfélaginu. I DAG VELVAKAADI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Er að leita að Öddu/ Aðalbjörgu AÐALBJÖRG Jóhann- esdóttir hafði samband við Velvakanda og er hún að leita að nöfnu sinni. Aðalbjörg hafði fengið bréf frá tyrk- neskri konu að nafni Meli og segist Meli hafa verið með Aðal- björgu/Öddu í miðskóla (high school) í Banda- ríkjunum fyrir 30 ámm. Ef rétta Aðalbjörg- in/Adda kannast við þetta er hún beðin að hafa samband við Aðal- heiði Jóhannesdóttur í síma 557 7895. Fjölgum þeim í 13 GUÐRÚN Jónsdóttir hafði samband við Vel- vakanda og sagðist hún hafa verið að lesa grein eftir Jóhann Ársælsson þar sem hann skrifar um innri endurskoðun í Landsbankanum, að hún telji 9 manns. Guðrúnu finnst það auðsætt að þetta em auðvitað svein- amir 1 og 8 sem allir þekkja. En þar sem ver- ið er að tala um að styrkja og endurskoða innri endurskoðun bank- ans, finnst henni sjálf- sagt að þeim verði fjölg- að í 13. Tapað/fundið Kvengleraugu týndust á Rósenberg KVENGLERAUGU týndust á Rósenberg sl. miðvikudagskvöld. Skil- vís finnandi hafi sam- band í síma 553 2559. Fundarlaun. Hjól týndist SVART, grænt og fjólu- blátt 28“ Mountain Track hjól týndist fyrir utan hús í Vesturási sl. helgi. Viti einhver hvar hjólið er niðurkomið er hann beðinn að hringja í síma 567 8084, því eig- andinn, fjórtán ára ung- lingur, saknar þess sárt. Buffalo skór týndust í Árbæjarlaug BUFFALO skór nr. 37, svartir með glimmeri, týndust frá Árbæjarlaug föstudaginn 24. apríl milli kl. 19-22. Þetta em mjög sérstakir skór og þeirra er sárt saknað. Skilvís finnandi hafi samband í síma 557 1680. Fundarlaun. Morgunblaðið/Ámi Sæberg. Ungviðið bregður á leik í vorsólinni. SKAK Umsjón Margeir Pétursson móti í Dos Hermanas á Spáni, sem lauk á laugar- daginn var. Roberto Ci- feuentes-Parada (2.535), Hollandi, hafði hvítt og átti leik gegn M. Pena Dieguez, Spáni. 34. Bxg6! - hxg6 og svart- ur gafst upp án þess að bíða eftir 35. Dh8+ - Ke7 36. Hc7+ en þá verður hann að gefa drottninguna til að forða máti. Úrslit mótsins urðu: 1. Hamdouchi, Marokkó 7(4 v. af 9 mögulegum, 2.- 5. Campora, Ar- gentínu, Episín, Rússlandi, Ubilava, Georg- íu, og Franco, Spáni 7, v. Fjórtán stór- meistarar kepptu á mótinu og er þessi sigur Hamdouchi líklega besti árangur Afríkubúa frá upphafi. Hann er stór- meistari með 2.535 Elo- stig. HVÍTUR leikur og vinnur. STAÐAN kom upp á opnu HOGNI HREKKVISI huegu tlÍL/aum V/fsu%t/rft/rir veiun/ví? Cs &ií Víkveiji skrifar... ENN ein stöðin var í síðasta sinn á dagskrá á þessu vori síðastlið- ið laugardagskvöld. Víkverja finnst það dapurlegt að það sé í fyrsta lagi aftur í haust sem þeir Spaugstofu- menn skemmta landanum á ný. Grín Spaugstofumanna og skörp þjóðfélagsádeila er fyrir löngu orð- inn ómissandi þáttur í íslensku þjóðlífi. Raunar fylltist Víkverji skelfingu við tilhugsunina um að þeir Spaugstofumenn hætti með öllu á skjánum, því honum fannst sem þeir gæfu það til kynna á laug- ardagskvöldið, að þeir ætluðu ekk- ert endilega að koma aftur í haust. Víkverji vonar þó einlæglega að hann hafi misskilið þetta og það hafi einungis verið sumarið sem fimm- menningarnir hafi átt við, í sam- bandi við hvfld frá þættinum. Auð- vitað þurfa Spaugstofumenn á sínu fríi að halda og eru ugglaust þreytt- ir eftir veturinn. Það er náttúrlega ótrúlegt hvemig þeim tekst vetur eftir vetur að halda úti þessum vikulegu þáttum, þar sem þeir setja samtímann og atburði líðandi stundar í spéspegil oftast á óborg- anlegan hátt. XXX EGAR Víkverji ók til vinnu snemma á föstudagsmorgun hlýddi hann á Ríkisútvarpið Rás 2, þar sem rætt var við unga konu sem nemur bókmenntafræði við Háskóla íslands. Unga konan var ekki sátt við þann sess sem ástarsögur skipa í virðingarstiga bókmennta og sagði máli sínu til rökstuðnings að á mán- uði hverjum væru seldar tuttugu þúsund ástarsögur í bókaverslunum landsins, en bókin sem næði því að vera metsölubók á Islandi fyrir jólin næði því með því að skríða yfir tíu þúsund eintök í sölu. Þetta fannst Víkverja nokkuð athyglisvert inn- legg í bókmenntaumræðuna, svona morguninn eftir alþjóðadag bókar- innar, sem var haldinn hátíðlegur sumardaginn fyrsta. Hitt fannst Víkverja öllu verra, þegar unga konan sagði að því væri oft haldið fram að lesendur slíkra bókmennta væru konur sem „ekki geta feisað raunveruleikann". Hér heldur Vík- verji að konan hafi átt við konur sem ekki geta horfst í augu við raunveruleikann og hún hafi gripið til enskrar tungu, þar sem sagt er „to face reality". Þetta er auðvitað óboðlegt mál og ætti síst að heyrast í útvarpi frá konu sem nemur bók- menntafræði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.