Morgunblaðið - 29.04.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.04.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 25 LISTIR Ungverskt upp- eldi í Arnesþingi Morgunblaðið/Anna Ingólfs NEMENDUR ME túlka boðskap söngleiksins „Hárið“. Leikfélag ME sýnir Hárið Egilsstaðir. Morgunblaðið. TONLIST FélagsheimiliA F1 á ð u m KÓRTÓNLEIKAR Kirkjukór Hrunaprestakalls, Barnakór Flúðaskóla, Samkór Sel- foss, Karlakór Hreppamanna. Unnur María Ingólfsdóttir, fiðla, Miklós Dalmay, píanó. Stjórnandi Edit Molnár. Sumardaginn fyrsta kl. 20.30. Á SÍÐUSTU árum hafa erlendir tónlistannenn víða komið af stað öfl- ugu tónlistarlífi hérlendis, bæði í þéttbýli og til sveita. Dæmi um slíkt ævintýri var þriðja sönghátíð Hruna- manna sem haldin var sumardaginn fyrsta sl. í Félagsheimilinu Flúðum. Þar komu fram fjórir kórar undir stjórn ungverska kórstjórans Edit Molnár: Kirkjukór Hmnapresta- kalls, Barnakór Flúðaskóla, Samkór Selfoss og Karlakór Hreppamanna. Undirleikari var eiginmaður Editar, Miklós Dalmay, handhafi Tónvaka- verðlaunanna. Hátíðin hófst með söng sameinaðs kórs Hranaprestakalls; kórinn söng fjögur lög sem tengdust vori og sumrij þar á meðal var Sumarkvöld eftir Árnesinginn Sigurð Ágústsson. Næstur tók Barnakór Flúðaskóla við og söng sex lög. Mörg barnanna stigu fram og sungu einsöng með kórnum; kom þar helst á óvart hversu mörgum afbragðs drengja- röddum kórinn hafði á að skipa. Sex drengir vora forsöngvarar og þrjár stúlkur. Á meðal laga sem kórinn söng voru Smávinir fagrir eftir Atla Heimi Sveinsson við ljóð Jónasar Hallgrímssonar, Hve margt er það líf sem í moldinni býr, eftir Hjálmar H. Ragnarsson við ljóð Kristjáns Vals Ingólfssonar og lag Sigursveins D. Kristinssonar Fylgd við ljóð Guð- mundar Böðvarssonar. Gestur Hranamanna að þessu sinni var Samkór Selfoss. Hann söng lög af erlendum upprana, þ.á m. Dýravísur eða Contrapunto bestiale alla mente eftir ítalska endun-eisn- arstónskáldið Banchieri þar sem raddirnar kallast á með ýmsum dýra- hljóðum. Kórinn lauk söng sínum með ungverska laginu Dana-dana eftir Lajos Bárdos; lagið er fjöragt þjóðlag við texta frá Transylvaníu. Kórinn söng lagið utanbókar á kjam- yrtri ungversku og fær þrjú prik fyr- ir það. Tónleikunum lauk með söng árs- gamals Karlakórs Hranamanna. Kórinn söng nokkui’ alkunn karla- kórslög, svo sem Sveinar káth- syngið eftir Spohr, Kvöldið er fagurt við LEIKLIST Lei kfélag Hafnarfjarðar KRÚNAN, HÓTEL OG VEITINGASTAÐUR Leikhópurinn vann og útfærði eftir einþáttungum Alans Ayckbourn. Leikstjóri: Björk Jakobsdóttir Píanó: Freyr G. Gunnarsson Söngkona: Ólöf Halla Bjarnadóttir Ljós: Kjartan Þór- isson Hljóð: Gísli Árnason og Björn Viktorsson Leikendur: Bjarki Heiðar Steinarsson, Huld Óskarsdóttir, Finnbogi Þorkell Jónsson, Gfsii Pétur Ilinriksson, Alexía Björg Jóhannes- dóttir, Kristín Svava Helgadóttir, Smári Johnsen, Ingibjörg Hrefna Jónsdóttir, Þorkell Emil Kær- bo, Laufey Elíasdóttir Frumsýning í bráðabirgðahúsnæði leikfélagsins að Strandgötu 30 í Hafnarfírði 22.04. ÞETTA leikrit gerist á veitinga- húsi, við borðin og barinn. Áhorf- endur sitja í matsalnum innan um leikendur, því sem næst á leiksvið- enskt lag, Veiðimannakórinn úr Töfraskyttunni eftir Weber og í lokin framflutti kórinn lagið Ljúfa hljóma eftir undh-leikarann Miklós Dalmay, en það var samið sérstaklega af þessu tilefni. Textinn var eftir Hrein Þorkelsson kórfélaga, en hann átti þrjá aðra texta á tónleikunum. Sérstakur gestur Sönghátíðar Hranamanna var Unnur María Ing- ólfsdóttir fiðluleikari. Hún lék ásamt Miklósi fyrsta þáttinn úr sónötu í c- moll op. 30 efth’ Beethoven og Róm- önsu fyrir fiðlu og píanó eftir norska tónskáldið Johan Svendsen. Þau Unnur María og Miklós munu í næstu viku flytja verkin í heild á tón- leikum í Digraneskirkju í Kópavogi og er óhætt að lofa áheyrendum spennandi tónleikum takist þeim jafn vel upp og á Flúðum. Leik þehTa piýddi einkum tvennt: glæsilegur samleikur og sérlega hrein og skýr tónhugsun. Edit Molnár kórstjóri hefur unnið aðdáunai-vert starf í Árnesþingi. Hún er mikill fagmaðm- í grein sinni; stjórnar kóram sínum bæði af þekk- ingu og skörangsskap. Kórarnir fjór- ir eru allir um þrjátíu manna og það er til marks um góð vinnubrögð að þeh’ sungu efnisskrá sína utanbókar, raddbeiting er óþvinguð og flutning- m- agaður. Kirkjukór Hranapresta- kalls söng Iög sín með ágætum og Karlakór Hreppamanna ekki síður; Edit á öragglega efth’ að móta hljóm þessa yngsta karlakórs landsins enn frekar á næstu misseram og víst er að hún hefm’ úr góðum efnivið að moða. Samkór Selfoss glímdi við þyngstu lögin á efnisskránni og skil- aði þeim mæta vel: kórinn ber ótví- rætt vitni um handbragð kórstjórans þrátt fyrir skamma samvinnu og á örugglega eftir að eflast enn frekar. Barnakór Flúðaskóla var þó sá söng- flokkur sem kom mest á óvart; börn- in sungu margradda af miklu öryggi, geislandi af ánægju. Hljómur kórsins er sérlega fallegur; drengjaraddh’ era hlutfallslega margar þannig að hljómur kórsins fær á sig dekkri lit en almennt heyrist í barnakóram á Islandi og aldursdreifing kórsins er óvenjulega mikil;J)ar eiga allh’ bekk- ir sína fulltrúa. Ometanlegt er fyrir böm að mega taka þátt í svo þrosk- andi tónlistarstarfi því sú reynsla mótar tónlistai-smekk þeiraa alla ævi. Þeim hjónum, Edit og Miklósi, var færð sérstök viðurkenning í lok söng- hátíðarinnar fyrir framlag þeirra til menningar í sveitinni. Þá rann að- gangseyrir tónleikanna í sjóð til kaupa á nýjum flygli svo skjóta megi frekari stoðum undir tónlistarlíf í héraðinu. inu sjálfu, og verða vitni að fram- vindu leiksins og taka um leið þátt í að móta heildarhughrif verksins. Hver hefur ekki lagt við hlustir til að heyra hvað hjónin á næsta borði eru að kýta um? Hver hefur ekki sýnt vanþóknun sína þegar allt fer úr böndunum vegna ölvunar á skemmtistað? A.m.k. stóð ég sjálf- an mig að því að horfa á aðra gesti á þessum veitingastað horfa á aðra þarna inni. Höfundur þessa ein- þáttungs er Bretinn Álan Ayck- bourn og eitt megineinkenna hans sem leikhúsmanns er mikil hug- kvæmni í umhverfis- og sviðsvali. Hér verður leikhúsferðin nýstárleg af því hún verður til í kunnuglegu umhverfi sem verður framandi við óvæntar aðstæður. Alan hefur í leikritun sinni löng- um fengist við örðugleika í sam- skiptum kynjanna og ekki síst það hvernig ósætti biýst út. Hér bregð- ur hann ekki út af þeirri venju. Það sem kemur í veg fyrir að þetta verði eins drepleiðinlegt og ætla mætti af efninu er það að Alan er SONGLEIKURINN Hárið er það verkefni sem Leikfélag Mennta- skólans á Egilsstöðum valdi sem viðfangsefni þetta árið. Verkið gerist í kringum 1970 og fjallar um ungt fólk sem lifir á götunni í sljórnleysi. Boðskapurinn er að boða frjálsar ástir, reykja hass og bjóða LSD. Þetta er saga nokkurra einstaklinga sem hitt- ast. Einn þeirra er nýbúinn að Iáta skrá sig í herinn en hinir reyna að telja hann frá því. Leikarar eru 15 talsins auk fjögurra manna hljómsveitar og 10 annarra sem koma að sýning- 32x40 cm málverk frá 1812 eftir danska gullaldarmálarann C.W. Eckersberg vai- fyrir helgina slegið á 4,1 milljón danskra króna á uppboði í Kunsthallen og varð þar með dýrasta danska málverkið. Kaupand- inn er svissneskur, en ekki hefur verið gefið upp hvort hann keypti málverkið fyi-ir sjálfan sig eða í um- boði annars. Óljóst er hins vegar hvort myndin fer úr landi, því vegna banns við að flytja menningarverð- mæti úr landi mun opinber nefnd úr- skurða hvort útflutningsleyfi fáist. Dönsk gullaldarlist, list frá síðustu öld, er í vaxandi metum í Danmörku og víðar og sá áhugi skilar sér einnig í verði mynda eftir Eckersberg og aðra starfsbræður hans fi’á hans tíma. Myndin hans af sólai’degi við vatnsból í Frakklandi frá 1812 var metin á milljón, en gerði gott betur en að fjór- falda matið við hamarshöggið. Ofan á slegið verð bætast um 25 prósent í sölulaun, svo alls þarf kaupandinn að greiða rúmlega fimm milljónir, ríflega með allra fyndnustu mönnum. Hann er svo fyndinn, að Bretar sáu ástæðu til þess að aðla hann fyrr á árinu. Leikstjórinn, Björg Jakobsdótt- ir, og leikendurnir hafa líka tekið þann pól í hæðina að hafa glensið óbeislað og túlkunina stílfærða út á ystu nöf. Það er til marks um list- rænan þroska þeirra að glensið verður aldrei glórulaust, heldur oft flott í útfærslunni og ögrandi og þess vegna glastast ekki grunntónn verksins, sem er grafalvarlegur eins og í öllu gríni: Hvað telst til réttrar breytni milli kynja, milli fólks? Kenndu mér að kyssa rétt og ég mun verða frjáls eins og fuglinn fljúgandi. Þessi leikhópur Leikfélags Hafn- arfjarðar er eingöngu skipaður ungu fólki. Þau standa sig öll af- bragðs vel og skapa heildstæða, fjöruga og fumlausa sýningu, sem er hin besta skemmtun. Ekki síst fer Gísli Pétur Hinriks- son á kostum sem drykkfelldur sláni sem ætlar sér að komast á unni á einn eða annan hátt. Leikstjóri er Gunnar Gunn- steinsson en hann setti upp fyrir LME á síðasta ári leikritið „Þetta snýst ekki um ykkur“. Hann útskrifaðist frá Leiklistar- skóla íslands árið 1993 og hefur unnið við leikstjórn síðan. Hann segir Hárið vera fyrst og fremst skemmtun, lögin í verkinu séu bæði grípandi og skemmtileg og boðskapur ekki alvarlegur þó að þar leynist vissulega undirtónn. Sýningar á Hárinu verða alls sjö talsins og er þegar uppselt á fjórar þeirra. fimmtíu milljónir íslenskra króna fyr- ir myndina. Dýrasta myndin áður var eftir Jens Juel frá 1800 með dönsku mótívi, slegin á 3,5 milljónir króna á uppboði hjá Braun Rasmussen 1994, en þá mynd keypti Ríkislistasafnið. Það hafði hins vegar ekki jarðneska möguleika á að bjóða í myndina nú, þai’ sem heildarfjárveiting til lista- verkakaupa á árinu er þrjár milljónh’, en umfangsmikil endm’bygging fer nú fram á safninu. Sökum danskra laga um bann við útflutningi menningarverðmæta get- ur hinn nýbakaði eigandi ekki bara gengið út með myndina undh- hend- inni, heldur þarf til þess leyfi. Ef leyfið fæst ekki verður hið opinbera að kaupa myndina fyrir það verð, sem myndin var slegin á. Alþjóðleg uppboðshús eins og Sotheby’s og Christie’s senda oft myndir frá Dan- mörku á uppboð í stórborgum eins og London og New York, því þau álita að þar fáist betra verð. í þeim tilfellum þarf einnig að fá leyfi fyrst. kvennafar á barnum. Söngur og hljóðfæraleikur gefa sýningunni fyllingu og skapa rétta andrámið, og lýsing og búningar einnig. Á undanförnum árum hafa bæj- arstjórnir víðsvegar um landið stutt starfsemi áhugaleikhúsa með ráð- um og dáð. í Keflavík og Mosfells- bæ hafa leikhúsin eignast þak yfir höfuðið með samstilltu átaki bæjar- yfirvalda, fyrirtækja og áhugafé- laganna sjálfra. Nú þegar Leikfélag Hafnarfjarð- ar er á hrakhólum er hollt að minn- ast þess að á síðari áram eru það oftast fréttir úr leikhúslífinu í Firð- inum sem eru bestu fréttirnar það- an. Gróskan sem gerir Hermóð og Háðvöru mögulega á uppsprettu sína í Leikfélagi Hafnarfjarðar. Einmitt sú gróska hefur vakið at- hygli um land allt og út fyrir land- steinana. Með því að rækta skipu- lega þá hæfileika sem búa meðal borgaranna skapar samfélagið sér hefð sem auðgar mannlífið og gerir það betra. Þetta þekkja Hafnfírð- ingar úr íþróttunum. Nú hafa þeir tækifæri til að sýna það í leiklist- inni. Guðbrandur Gíslason Gunnsteinn Ólafsson Kenndu mér að kyssa rétt Metverð fyrir danskt málverk Kaupmannahöfn. Morgnnblaöið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.