Morgunblaðið - 29.04.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.04.1998, Blaðsíða 44
■^44 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ OLAFUR L. BJARNASON + Ólafur L. Bjarnason fædd- ist í Skálakoti í V- Eyjafjöllum 14. ágúst 1952. Hann lést á Landspítalan- um 18. apríl síðast- liðinn og fór minn- ingarathöfn um hann fram í Iþrótta- húsinu á Hvolsvelli. Jarðsett var að Ás- . ólfsskála í V-Eyja- fjöllum. Nú er ég hvorki heill né hálfur maður. (Vilhjálmur Vilhj.) Þessar ljóðlínur koma mér í hug þegar ég fylgi vini mínum og frænda, Ola í Hildisey, til grafar. A mili okkar er tæpt ár í aldri og þar sem stutt var á milli bæja í æsku hittumst við oft. Þegar pabbi fór að Skálakoti að láta Kötu systur sína klippa sig sótti ég í að fá að fara með til að hitta Ola. Stundum fórum við öll systkinin, til að spila. Strax í æsku höfðum við báðir mikinn áhuga á spilum. Yerst þótti mér þegar Oli og Elín drógust saman, því það voru svo mikil ærsl í þeim, en við Guðlaug vorum svo miklu yfii-vegaðri í þá daga. Ekki vorum við sam- an í bamaskóla, en vorum síðan samtíða í Skógaskóla í þrjá vet- ur. Oft var gaman að rifja upp atvik þaðan með félögum okkar. Eftir veruna þar skildi leiðir í bili, nema fyrir kom að við fórum saman á böll, þá var gjarnan farið á Willy’s. Haustið 1977 skipti ég á hrút og kú við fullorðinn bónda hér í sveit. Þessi skipti áttu eftir að verða ör- lagaríkari en ég átti von á, því þeg- ar ég fór fyrri part vetrar að borga millimuninn, spurði hann mig hvort t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug, við andlát og útför elskulegrarar móður minnar, tengdamóður og ömmu, ELÍSABETAR VILBORGAR HALLDÓRSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Suðurnesja. Kristjana Vilborg Jónatansdóttir, Stefán Þormar Elísabet Tanía Smáradóttir, Þuríður Dagný Þormar, Katla Margrét Þormar. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar hug við andlát og útför móður okkar, tengda móður, ömmu og langömmu, GUÐNÝJAR GUÐMUNDSDÓTTUR. Björk Aðalsteinsdóttir, Kristinn Jónsson, Sveinn Aðalsteinsson, Sigrún Hermannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð vegna fráfalls ástkærs eigin- manns míns, JÓNS ÁRNASONAR, Bala, Þykkvabæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalarheimil- inu Lundi fyrir umönnun í veikindum hans. Fyrir hönd barna okkar og annarra vandamanna, Svava Þuríður Árnadóttir. t Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför föður míns, KRISTINS JÓNSSONAR frá Laufási. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahússins á Hvammstanga. Guð blessi ykkur öll. Halldóra Kristinsdóttir og aðrir vandamenn. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskiingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokaliaðra ASGII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- feet eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbi.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem piðhengí. Nánari upplýsingar má iesa á heimasíðum. Pað eru vinsamleg tilmæli að lengd %reina fari ekki yfir eina örk A-4 míðað víð meðailínubil og hæfilega línuíengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ég vissi ekki um ungt fólk sem vildi kaupa af sér jörðina. Eg sagði svo vera, og þegar ég hafði sagt honum deili á fólkinu, vildi hann hafa tal af því. Og vorið 1978 flytja Óli og Birna að Hildisey. Þar með vorum við frændur orðnir sveitungar. Þá kynntumst _við nánar en nokkru sinni fyrr. í Hildisey voru gamlar byggingar. Meðal annars var sér- stakur kálfakofi með grunnum kjallara. Eg hafði það fasta starf að hjálpa honum að moka út undan kálfunum einu sinni að vetri. í hvert skipti sem þessu var lokið var farið í bæinn og fengið sér kaffi. Alltaf var kaffið hjá Birnu rosalega heitt. Þá kunni bóndinn ráð til að kæla það. Hjónin í Hildisey voru ákaflega samhent í að byggja upp jörðina og er nú svo komið að þetta bú er eitt hið glæsilegasta hér í sveit og þó víðar væri leitað. Fljótlega eftir að þau komu var spilastokkurinn tekinn fram aftur. Við spiluðum þá „kana“ við konurn- ar okkar nokkrum sinnum á vetri. Síðan þroskuðumst við enn meira að eigin áliti og fórum að spila „brids“, fyrst hér í Landeyjum en síðan með Bridsfélagi Eyfellinga. Óla er sárt saknað úr þeim hópi. Hann var búinn að vera minn makker undangengin ár. Þegar ég sest við spilaborðið í framtíðinni og búinn að „opna“ á ég örugglega oft eftir að hugsa: Hverju hefði Óli svarað nú. Elsku Birna, Kata, börn, tengda- börn, söknuður ykkar er mikill. En minningin um góðan dreng á oft eftir að ylja um hjartaræturnar. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Bergur Pálsson. Það er sárt að þurfa að kveðja samferðamann og vin svo alltof fljótt að manni finnst. Lífið er stutt segir einhvers staðar og svo varð hjá Óla, en ég held að hann hafi verið mjög sáttur við lífshlaup sitt. Hann undi vel hag sínum í Stóru- Hildisey, sinnti um bú sitt og tók mikinn þátt í uppeldi sona sinna. Hann hafði ekki mikinn áhuga á því að láta fara fyrir sér hið ytra, en hugsaði þess í stað enn betur um það sem hann hafði heima. Þannig náði hann því sem svo fáir geta nú til dags að vera oftast í góðu jafn- vægi og laus við spennu. Verklag hans var og þannig að hann gat beðið rólegur komandi tíma því allt sem þurfti að gera var gert tíman- lega og þannig að á það mátti treysta. Arangurinn varð sá að bú þeirra Óla og Birnu er svo vel upp byggt að hvar sem á það er litið stenst það samanburð við það besta. Þannig varð samtakamáttur þeirra á öllum sviðum og dugnaður til þess að hámarksárangur hlaut að verða. Þessi einkenni fjölskyld- unnar komu líka vel í ljós í vetur þegar erfiðleikarnir dundu yfir. Það sem Óli tók að sér utan bús leysti hann ætíð vel af hendi, hvort sem var í félagsmálum eða sem kennari í Gunnarshólma á fyrstu búskaparárunum. Hann var að mörgu leyti framsýnn og skoðanir hans fóru ekki alltaf saman við skoðanir fjöldans og kærði hann sig kollóttan um það. Þær voru enda vel ígrundaðar og gat hann alltaf fylgt þeim eftir með góðum rökum. Ég held að hann sé sá fyrsti sem nefndi það í mín eyru að rétt væri að sameina sveitarfélögin hér á svæðinu og eru áreiðanlega 10-15 ár síðan. Ekki féll þetta í frjóa jörð á sínum tíma þó að nú séu flestir að átta sig á þessu. Það er margs að minnast og þótt Óli væri skapríkur og ætti það til að ýfast ef svo bar undir var hann miklu fremur næmur á hið skop- lega í mannlífinu og má muna margar góðar stundir við eldhús- borðið í Hildisey þar sem gleðin ein ríkti. Við minnumst einnig helgar- ferðar til Reykjavíkur fyrir rúmu ári með þakklæti. Það er mikill missir fyrir litla sveit að sjá á bak dugmiklum bónda á besta aldri. En mestur er missir fjölskyldunnar sem á minningu um góðan dreng, fóður og félaga. Við sendum þeim okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Elvar og Jóna, Skíðbakka. 0, vef mig vængjum þínum til verndar Jesú hér og ljúfa hvíld mér ljáðu þótt lánið breyti sér. Vert þú mér allt í öllu mín æðsta speki og ráð og lát um lífs míns daga miglifaafhreinnináð. (M. Runólfsson.) Vorið 1973 stóðum við með hvíta kolla og kvöddumst eftir fjögur ár við leik og nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Leiðir lágu til allra átta. Þú, kæri vinur, fórst að gera það sem hugur þinn stóð svo ákveð- ið og greinilega til, þegar á mennta- skólaárunum. Saman byggðuð þið Birna upp glæsilegt býli, þar sem svo sannarlega eiga við orðin „bóndi er bústólpi". Það var alltaf jafngaman að heimsækja ykkur í sveitina, fara í fjósið og finna þá alúð sem ríkti á heimili ykkar gagnvart dýrum og landi. Sérlega eru minnisstæðar heimsóknir til ykkar með bömin og að fylgjast með ykkar börnum, sem greinilega vissu hvernig átti að bera sig að við bústörfin. Þegar þú útskýrðir hinn líffræðilega hluta mjólkurframleiðslunnar fyrir borg- arbörnunum kom svo vel í ljós þol- inmæði þín, nærgætni og hæfíleiki til að leiðbeina öðrum. Þó samverustundir hafi ekki ver- ið margar á síðustu árum voru þær ávallt góðar og vorum við farin að hlakka til að hitta þig á 25 ára stúd- entsafmælinu í maí. Við skólafélagarnir kveðjum þig með söknuði, þakklátir fyrir sam- fylgdina þó hún væri alltof stutt. Birnu og synina biðjum við guð að styrkja á erfiðum tímum. Elías Gunnarsson, Ólafur Sveinsson, Páll Kr. Pálsson og íjölskyldur. ANNA MARIA VALDIMARSDÓTTIR + Anna María Valdimarsdóttir, fyrrverandi húsfreyja í Landamótsseli í Ljósavatns- hreppi, fæddist á Hóli í Köldu- kinn 16. mars 1917. Hún lést á Sjúkrahúsi Þingeyinga á Húsa- vík 18. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Ljósavatni 28. mars. Elsku amma mín. Þá ertu loksins komin þangað sem þú hefðir senni- leg viljað vera komin fyrir mörgum árum og ósköp hefur nú verið tekið vel á móti þér, amma mín. Það er mikil huggun að vita að loksins líð- ur þér vel eftir mörg erfið ár og gerir söknuðinn aðeins léttbærari fyrir okkur hin sem verðum að halda áfram lífinu án þín. Ég frétti fyrst á sunnudaginn fyr- ir tveimur vikum að þú værir orðin veik, þegar mamma hringdi í mig og sagði mér að Klara væri komin heim og bömin þín sætu yfír þér til skiptis. Mikið var ég ein í heiminum þá, hér var ég stödd í annarri heimsálfu á meðan allir reyndu að vera sem mest hjá þér síðustu stundirnar. Ég sárvorkenndi sjálfri mér og fann einnig til sektarkennd- ar yfir því að vera svona langt í burtu að ég gæti ekki einu sinni set- ið hjá þér stundarkorn áður en þú færir á brott, eins og þú varst nú búin að gera margt fyrir mig í gegn- um árin. Þegar ég fór í vinnuna hjá gamla fólkinu mínu daginn eftir tók það strax eftir því að ég var ekki eins og ég átti að mér að vera. Það varð alveg miður sín þegar það frétti að amma mín á Islandi væri mjög veik. Þennan dag var messudagur og átti að biðja til einhvers dýr- lingsins eins og gert er ráð fyrir að kaþólskum sið, en gamla fólkið mitt neitaði því algjörlega og sagði að „senorita Anna María“ væri döpur í dag og að það ætlaði að bið.ja fyrir ömmu hennar heima á Islandi. Þetta þótti mér ósköp vænt um, að það vildi biðja fyrir þér sem það hefur aldrei séð og hefur ekki hug- mynd um hvar ísland er á jarðar- kringlunni. Það var svo á miðvikudagskvöld- ið í síðustu viku sem pabbi hringdi í mig og sagði mér að þú værir dáin. Auðvitað er það sennilega best, amma mín, en mér finnst bara svo skrítið að þú sért farin og komir aldrei aftur, að við eigum aldrei eft- ir að spila saman, syngja saman, baka saman, tala saman og síðast en ekki síst hlæja saman að öllu því skondna sem við sáum við lífið og tilveruna og það var nú ekki lítið. Manstu þegar ég var lítil í dvöl í sveitinni og við gerðum grín að afa alveg linnulaust þangað til hann sagði að við nöfnur værum alveg snarruglaðar. Já, ég á margar góðar minningar um okkur tvær og þær mun ég varðveita allt mitt líf, auk alls þess góða sem ég lærði af þér. Þú varst ein besta, gáfaðasta og fyndnasta manneskja sem ég hef þekkt. Mikið er ég þakklát fyrir að þú varst amma mín og mikið er ég stolt af því að fá að bera nafnið þitt. Ég get ekki hætt að hugsa um þegar við hittumst í síðasta skipti í júlí í fyrra, þegar ég kom sérstaka ferð til að kveðja þig áður en ég hélt til þessarar ársdvalar hér í Kólumbíu. Ég held að við höfum báðar gert okkur grein fyrir því að þetta væri í síðasta skipti sem við myndum sjást, þó að það hafi ekki verið rætt. Ég man hvernig þú horfðir á mig eins og þú vildir segja mér eitthvað en fyndir ekki réttu orðin. Allt í einu greipstu í höndina á mér og sagðir: „Passaðu þig vel, Mímí mín, passaðu þig vel.“ Þetta er eitt það fallegasta sem hefur verið sagt við mig, því að ég veit hvað það var mikið þrekvirki fyrir þig- Nú ertu farin í enn lengra ferða- lag en ég fór í og áfangastaðurinn enn fjarlægari og furðulegri en þar sem ég er, svo að nú vil ég bara segja: „Passaðu þig vel, amma mín, passaðu þig vel.“ Þín Anna María. JONAS EGILSSON + Jónas Egilsson fæddist í Hraunkoti í Aðaldal 17. ágúst 1923. Hann lést á heimili sínu Ár- holti á Húsavík hinn 13. apríl síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Ilúsavíkurkirkju 22. apríl. Dapraðist hugur þá dagur rann, drungi yfir bænum þínum. Nú vantaði drottin verkamann til voryrkju í garðinum sínum. Hann vissi að traust var þín haga hönd og háttvísi í sérhverju starfi. Langvinnra þjáninga leysti bönd, hlaut laun verka sonurinn þarfi. Ég vona að ég hitti þig léttan í lund er lífsker mitt jarðneska hrynur, því nú ertu horfinn á frelsarans fund, fermingarbróðir og vinur. Guðmundur G. Halldórsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.