Morgunblaðið - 29.04.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.04.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ l MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 23 LISTIR KARLAKÓRINN Þrestir. Morgunblaðið/Rúnar Þór LYSTHÚSKVÆÐI eftir Eggert Ólafsson hljómar vel í meðförum kórsins.. Norður-Atlantshafskórar með sam- S eiginlega tónleika í Oðinsvéum SAMSTARF íslendingafélagsins og Færeyingafélagsins í Óðinsvé- um hefur verið með besta móti síðan félögin tóku sig saman um leigu á húsnæði á sl. ári. Eftir áramótin hófúst sameiginlegar kóræfingar félaganna og eru æfð lög á báðum tungumálum. Að sögn kórfélaga beggja þjóða er framburðurinn aðalvandamálið enda ekki auðvelt bæði að læra ný lög og framburðinn á sama tima, því þótt málin séu skyld er mun- urinn talsverður. Sljórnandi kórsins er færeyski organistinn Jan Djurhus og eru kórfélagar allt að 30. Hugmyndin að þessu sameigin- lega kóramóti kemur frá Færey- ingum en þeir hafa verið með kóramót víða í Danmörku. Þar sem kórinn í Óðinsvéum var nú í ár blandaður með fslendingum var ákveðið að bjóða einnig kór- um frá öðrum félögum Islendinga og Grænlendinga í Danmörku, á eins konar Norður-Atlantshafs- mót. Kóramótið verður haldið dag- ana 8. og 9. maí nk. og hefst með sameiginlegum æfingum báða dagana kl 9.00 og eru tónleikar bæði kvöldin. Þess skal getið, að öllum þeim sem gaman hafa af að syngja, en eru ekki í neinum kór, er velkomið að taka þátt í mótinu. Fyrir þá sem áhuga og aðstöðu hafa hefjast tónleikarnir kl. 19.30 báða daga og verða haldnir í Sohusskolen í Óðinsvéum. Reikn- að er með um 200 þátttakendum víðsvegar að úr Danmörku. Einsöng’stónleikar í Norræna húsinu GUÐBJÖRG Ragnhildur Tryggva- dóttir sópransöngkona og Iwona Jagla píanóleikari halda einsöngs- tónleika í Norræna húsinu fimmtu- dagskvöldið 30. apríl kl. 20.30. Tón- leikamir eru lokaáfangi burtfarar- prófs Guðbjargar frá Söngskólan- um í Reykjavik. A efnisskránni eru íslensk sönglög eftir Pál Isólfsson, erlendir ljóðasöngvar, þar á meðal Sígauna- ljóð op. 55 eftir Dvorák og stök ljóð eftir Grieg, Poulenc og Fauré. Ennfremur aríur úr óperum, m.a. vals Júlíu úr Rómeó og Júlíu eftir Gounod. Guðbjörg er fædd á Akureyri en hefur verið búsett í Reykjavík und- anfarin 12 ár. Hún lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Akur- eyri og námi í tækniteiknun frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hún hóf nám við Söngskólann í Reykjavík 1991 hjá Magnúsi Jónssyni og Hólmfríði Sigurðardóttur og lauk 8. stigi vorið 1996. Síðastliðin tvö Guðbjörg Ragnhildur Tryggvadóttir ár hefur hún verið nemandi Þuríðar Pálsdóttur og tók sl. vor burtfarar- próf (Advaneed Certificate). Eru tónleikamir nú lokaáfangi prófs- ins. Guðbjörg hefur komið fram sem einsöngvari við ýmis tækifæri. Hún er félagi í Kór Islensku ópemnnar þar sem hún tók m.a. þátt í konsertuppfærslu á Otello eftir Verdi og uppfærslu á Kátu ekkjunni eftir Lehár hjá Nemendaóperu Söngskólans hefur hún m.a. sungið í Oklahoma eftir Rodgers og Hammerstein. Guðbjörg stundar nú nám við söngkennaradeild SÖngskólans í Reyjavík og stefnir að lokaprófi vorið 1999. Iwona Jagla píanóleik- ari er einn af kennumm hennar þar. Þrestir halda þrenna tónleika Steypa og strigi KARLAKÓRINN Þrestir í Hafnar- firði lýkur áttugasta og sjötta starfs- ári sínu með því að halda þrenna tónleika. Fyrstu tónleikamir verða í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði fimmtudaginn 30. apríl og hefjast kl. 20.30. Aðrir tónleikar verða í Víði- staðakirkju föstudaginn 1. maí en þeir hefjast kl. 17. Þriðju tónleikam- ir verða svo í Bústaðakirkju laugar- daginn 2. maí og hefjast kl. 17. Leyndar- mál á Selfossi NEMENDAFÉLAG Fjöl- brautaskóla Suðurlands á Sel- fossi framsýnir Leyndarmál í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20. Leyndarmál er nýlegt verk eftir Jónínu Leósdóttur blaða- mann og rithöfund. Leikstjórn er í höndum Selfyssingsins Guðmundar Karls Sigurdórs- sonar sem hefur leikstýrt og leikið í verkum sem Nemenda- félag Fjölbrautaskóla Suður- lands hefur sett upp. Nú sein- ast leikstýrði hann söngleikn- um Kostum hins villta lífernis. „I verkinu er fjallað um ungt fólk sem er að uppgötva sjálft sig. Þetta er viðkvæmur tími og því eiga allir sín leyndarmál. Þegar þeim er síðan Ijóstrað upp er spennandi að sjá hvern- ig vinir og fjölskylda taka á málunum," segir í kynningu. Um 30 manns koma að sýn- ingunni. Sýnt verður í hátíðar- sal Fjölbrautaskóla Suður- lands, en þetta er í fyrsta skipti sem leikið er í þessum sal. Önnur sýning verður fóstu- daginn 1. maí, þriðja sýning sunnudaginn 3. maí og fjórða sýning þriðjudaginn 5. maí. All- ar sýningar hefjast kl. 20. Miðaverð 1.000 kr. Kórinn flytur fjölbreytta efnis- skrá íslenskra sönglaga og erlendra tónverka við íslenska texta, allt frá þjóðlögum til atriða úr Þrymskviðu Jóns Asgeirssonar. Að þessu sinni er Bergþór Páls- son ópemsöngvari gestur kórsins og flytur hann nokkur lög ásamt kórnum. Auk þess flytja þau Berg- þór og Lára S. Rafnsdóttir píanó- leikari íslenska söngtónlist. Stjóm- andi Karlakórsins Þrasta er Jón Kristinn Cortes og er þetta fyrsta starfsár hans með Þröstum. Miðasala er við innganginn og kostar miðinn 1.000 kr. Styrktarfé- lagar kórsins geta valið um hverja tónleika kórsins þeir sækja. slegið á ft-est nú þegar Lars Nittve, forstöðumaður Louisiana-safnsins, hverfur þaðan til að taka við stjóm Tate Gallery of Modem Art, nútíma- deildar hins virta Tate Gallery, nokkmm mánuðum áður en Louis- iana fagnar 40 ára afmæli sínu. Nú þarf safnið að hugsa sinn gang, því Nittve hefur aðeins verið við safnið í þrjú ár og það verður líka gert, því nýr framkvæmdastjóri verður ekki ráðinn á næstunni, heldur tekur fyrri forstöðumaður, Steingrim Laursen, sem reyndar er af íslenskum ættum, aftur við stjóm ásamt ýmsum öðmm yfirmönnum safnsins. Knud W. Jen- sen, stofnandi Louisiana, sem á sín- um tíma réð Nittve, mun vera stjóm- inni til ráðuneytis, en hann kemur ekki lengur nálægt daglegum rekstri. Nittve ætlaði sér ekki annað en að vera við Louisiana fram á elliárin, en eins og hann segir sjálfur þá var til- boðið eins og þeir segja í Ameríku: „Of gott til að hafna.“ Hinn 44 ára gamli Nittve á að baki glæstan feril. Fyrst kenndi hann listasögu við Stokkhólmshá- skóla, síðan varð hann yfirsafnvörð- ur við Moderna Museet í Stokk- hólmi, en 1990 réðst hann sem for- stöðumaður að nýlistasafninu Roos- eum í Málmey, sem ásamt Konsthal- len þar í borg, er Bera Nordal veitir forstöðu, hefur rækilega komið Málmey á evrópska listakortið. Það- MYNDLIST 20 fermetrar, Vestur- götu lOa, kjallara HÖGGMYND/MALVERK HELGI ÁSMUNDSSON Til 3. maí. Opið miðvikudaga til sunnudaga frá kl. 15 til 18. HIÐ agnarsmáa Gallerí 20m2, við tröppurnar niður með Vesturgötu lOa, hefur þann kost að þar geta listamenn sett upp verk með litlum fyrirvara án þess að þvi fylgi dýr- keyptur lúðrablástur. Vandinn er hins vegar sá að slíkir smástaðir verða fljótt að gömlum vana sem listamennirnir hætta að bera virð- ingu fyrir og þá er stutt í tækifæris- an var hann svo fenginn að Louis- iana 1995, eftir að hann hafði látið vera að sækja aftur um Modema Museet, þegar þar var leitað að for- stöðumanni. Sjálfur segist Nittve hafa tekið boðinu með tilliti til þeirra möguleika er liggi í starfinu en einnig þar sem Bretland sjóði og bulli af skapandi kröftum þessi árin. Nittve þekkti Louisiana fyrir er hann kom þangað, því þar hafði hann tekið þátt í skipulagningu ný- listasýninga og hélt áfram á þeirri braut. Síðastliðið ár einkenndist af nýlist, en þá vildi svo til að aðsóknin að safninu var hin minnsta síðan 1986, var 410 þúsund manns, hafði verið 525 þúsund 1995 en 640 þús- und metárið 1994. í dönskum fjöl- miðlum hefur því verið fleygt að safnstjómin megi því kannski vera feginn að Nittve leiti nú annað, en því hafnar stjórnin alfarið. Sjálfur sagði Nittve á blaðamannafundi í listina, þennan endalausa dragbít ís- lenskrar menningar þar sem lista- menn spila sig niður á lágnóturnar af því þeir ímynda sér að meiningar- leysið sé pottþéttasta vörnin við gagnrýni. Nú er Helgi Asmundsson engin slík mús sem læðist af ótta við að floppa, en samstillingu hans í 20 fer- metmm skortir samt eilítið ákveðn- ara markmið en það að vera bara. Vel slípaðir þríhyrningarnir sem mynda miðverkið á gólfinu bera vissulega vott um mikla tilfinningu fyrir efnislegri úrvinnslu, en mál- verkið á veggnum fylgir ekki eftir þeim áherslum. Það er einfaldlega of handgert og viðvaningslegt. Ef Helgi er að hugsa um að koma fram síðbúinni hefnd fyrir Michelangelo af því að Júlíus páfi II gær að það væri ekki auðvelt að sigla milli skers og bám, því fastir gestir safnsins væm kannski svolítið íhaldssamir, um leið og hann sagði að safnið hefði hugsanlega ekki stað- ið sig nógu vel í að kynna sýningar sínar og ná til fólks. Það er einnig ætlunin að skipta á milli nútíma klassíkur og hins framúrstefnulega og þannig stendur nú yfir glæsileg sýning á verkum breska málarans Francis Bacon, þar sem ekki hefur skort áhugasama gesti. Safnstjórnin getur líka fagnað því að Nittve skuli sóttur í jafn eftir- sóknarvert starf og nýja starfið við Tate er. Nútímadeildin verður opn- uð árið 2000 í gamalli rafstöð við Thames, sem nú er verið að gera upp - og ef rafstöðin við Elliðaár verður einhvem tímann laus við raf- magnið þá yrði hún ekki síður stór- brotin safnbygging en sú við Thames, þó á minni mælikvarða píndi hann til að taka niður fyrir sig og mála í staðinn fyrir að höggva þá staðfestir sýningin vissulega veik- leika málverksins frammi fyrir styrk höggmyndarinnar. En málverk er ekki bara litur á striga. Þríhymingar Helga em ekki síður sprottnir af þróun tvívíðrar listar en höggmyndalist fyrri tíðar. Það hefði hann getað undirstrikað á miklu snarpai-i hátt með því að nota fislétt efni - helst gerviefni - í mynd- ina á veggnum, mögulega í skæram, eitraðum og æpandi lit. Þá hefði skapast verðug togstreita milli þung- lamalegs grámans á gólfinu og svíf- andi glampans á veggnum. í staðinn kýs Helgi algjörlega hlutlausa leið allegoríunnar: „Hérna höggmynd, þama málverk; gessovel góurinn...“ Halldór Björn Runólfsson væri. Nýja safnið er hugsað sem breska svarið við Pompidou-mið- stöðinni í París og Museum of Modem Art í New York. Það er ein af þremur undirdeildum Tate Gall- ery og mun þegar það verður opnað hafa verið í undirbúningi í sex ár og dregið til sín ríflega 130 milljónir punda. Staðsetningin er heldur ekki af lakara taginu, því safnið er rétt við Globe Theater, nýja Shakespe- are-leikhúsið, þarna sigla útsýnis- bátar framhjá og eftir nýrri brú yfir Thames verður aðeins örskotsleið yfir í St. Pauls Cathedral. A hinum 34 þúsund fermetram safnsins verð- ur alþjóðleg nútímalist tíl sýnis eftir listamenn á borð við Warhol, Picasso og Matisse. Nánari útfærslu mun svo Nittve standa fyrir. A Louisiana verða menn hins veg- ar að leggjast undir feld og hugleiða hvort haldið verði áfram á hinni of- urnútímalegu leið Nittves, þar sem sýningar er gagnrýnendur meta áhugaverðar vinna ekki alltaf hylli almennings, hvort áfram verður gert út á stórsýningar vinsælla lista- manna eða þess freistað að finna jafnvægi þama á milli eins og Nittve stefndi vafalaust að. Safnið er alltaf að stækka, nú síðast er verið að byggja enn voldugri búð þar en áð- ur, enda hefur Louisiana fundið fyr- ir því eins og önnur söfn að velbúin safnbúð er besta leiðin til að lokka fé upp úr vasa glaðra safngesta. Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. KYNSLÓÐASKIPTUNUM verður Louisiana miss- ir safnstjóra sinn til London
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.