Morgunblaðið - 09.05.1998, Síða 2

Morgunblaðið - 09.05.1998, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BERGLJÓT Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Listahátíðarinnar í Björgvin. Hefðarbrot Bergljótar veldur urg í Björgvin Böðvar Bragason í hálfs árs veikindaleyfí Georg Lárusson settur lögreglustjóri í Reykjavík „ÞAÐ er engin hætta á því að ég þurfi að segja upp,“ sagði Bergljót Jónsdóttir, fram- kvæmdasfjóri Listahátíðarinnar í Björgvin, í samtali við Morgun- blaðið í gær en borgarstjórn og íbúar Björgvinjar eru æfir vegna þess að hún hefur ákveðið að lag sem flutt hefur verið við opnun hátíðarinnar undanfarin 40 ár verði ekki flutt að þessu sinni. „Ég er með alla sljórn Lista- hátíðarinnar í Björgvin á bak við mig í þessu máli og á þess vegna ekki von á því að hún segi mér upp. Þetta er stórmál hér í borginni þótt öllum utan borgar- markanna þyki þetta einungis dæmigert fyrir íhaldssemi Björgvinjarbúa og þjóðemis- hyggju en í þessu máli hefur nokkuð borið á andstöðu við mig sem útlending." Norski þjóð- söngurinn sunginn Málið snýst um lag eftir Jo- hann Nordal Brun sem kallað er Björgvinjarsöngurinn en Bergljót segir að ekki sé nægur tími til að flytja það á opnunar- hátíðinni. „Við tengjum hátíðina að þessu sinni við tónlistarvöku sem Edvard Grieg hélt fyrir réttum 100 árum í Björgvin og litið er á sem eins konar kveikju eða upphaf að núverandi hátíð. Til að undirstrika þessa teng- ingu ætlum við að hefja opnun- ardagskrána á sama lagi og Gri- eg hóf sína tónlistarvöku á; í lok þessa lags er norski þjóðsöngur- inn sunginn og þess vegna er ekki hægt að koma Björgviiyar- söngnum fyrir í dagskránni lfka.“ í norskum fjölrniðluin í gær var þess krafist að Bergljótu yrði sagt upp störfum en jafn- framt haft eftir henni að hún myndi ekki breyta ákvörðun sinni. í Bergens Tidende segir að Björgvin sé lömuð af sorg, jafnvel veitingahús muni hafa lokað á upphafsdegi hátíðarinn- ar og borgarbúar muni snið- ganga viðburði hennar. Viðtöl eru við ijölda frammá- manna í norskum menningar- heimi og segjast flestir harmi slegnir yfir þessari ákvörðun Bergljótar. Menningarfulltrúi borgarinnar, Bjorn Holmvik, segir það spumingu um að Björgvin haldi sjálfsímynd sinni að Björgviiyarsöngurinn verði sunginn við opnunarhátfðina. Sumir líta hins vegar á þetta sem skondna uppákomu. Hér er hefðum aldrei breytt í samtali við Morgunblaðið sagði Frode Gryten, blaðamaður á Bergens Tidende, að Björg- vinjarbúum væri fúlasta alvara með mótmælum sfnum. „Þú get- ur allt eins bergt á eiturbikar og reynt að breyta út af hefðum hér í Bergen. Bergljót er mjög huguð að ætla að reyna þetta en hér í Björgvin er fólk ny'ög fast- heldið á hefðir, hér er hefðum aldrei breytt. Ef hún skiptir ekki um skoðun verður hún að segja af sér.“ Bergljót sagði að Stórþingið hefði ákveðið að láta þetta mál ekki til sín taka en skýrt var frá því í norskum dagblöðum í gær að þingið myndi fjalla um um- deilda ákvörðun hennar. „Menn- ingarmálaráðherra og Stórþing- ið hafa komist að þeirri niður- stöðu að þetta sé ekki þeirra mál, heldur mitt.“ DÓMSMÁLARÁÐHERRA setti í gær Georg Kr. Lárusson varalög- reglustjóra til þess að gegna störfum lögreglustjórans í Reykjavík í veik- indaleyfi Böðvars Bragasonar til 15. nóvember nk. Georg gegndi embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum til 1. maí sl. þegar hann tók við embætti varalögreglustjóra í Reykjavík. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra sagði í gærkvöldi að Böðvar hefði óskað eftir því að fá veikinda- leyfi og tekin hefði verið ákvörðun um það í dómsmálaráðuneytinu að veita honum sex mánaða leyfi af þeim sökum. í beiðni Böðvars hefði ekki verið óskað eftir leyfi í ákveð- inn tíma, en niðurstaðan hefði orðið þessi í „góðu samkomulagi milli hans og ráðuneytisins“. Vill bæta ímynd lögreglunnar í Reykjavík Georg sagði þegar náðist í hann í Vestmannaeyjum í gærkvöldi að framundan væri spennandi og ögrandi verkefni. „Ég hef mikinn hug á að gera það, sem í mínu valdi stendur, til þess að bæta ímynd Lögreglunnar í Reykja- vík og koma því til betri vegar, sem kann að hafa farið aflaga,“ sagði hann. „Ég hef nú verið þarna eina viku og þekki ekki mikið til starf- semi stofnunarinnar, en geri mér hins vegar grein fyrir því að þama eru mikil verkefni framundan.“ Kosningavefur Morgunblaðsins Spurt og svarað á Netinu NOTENDUM Kosningavefjar Morgunblaðsins á Netinu gefst kostur á að senda umsjónarmanni vefjarins í tölvupósti spumingar til framboðslista í einstökum sveitarfé- lögum um allt land. Spumingunum er komið áfram tU framboðanna og svörin birt á Kosningavefnum jafn- skjótt og þau berast. Forsenda þess að hægt sé að veita þessa þjónustu er að viðkomandi framboð hafi búnað tU að taka við spumingunum og svara þeim í tölvupósti. Forsvarsmenn framboðs- lista em hvattir til að senda Kosn- ingavefnum upplýsingar um netfang sitt. Netfang Kosningavefjarins er kosning@mbl.is. Netnotendur, sem senda vUja framboðslistum fyrirspurn, velja síðuna „Spurt og svarað“ á Kosn- ingavefnum, smella á hnappinn „Ert þú með spurningu?" og fylla út fyr- irspumarform, sem þá birtist á tölvuskjánum. Kosningavefnum má tengjast frá Fréttavef Morgunblaðs- ins eða með því að slá inn slóðina http://www.mbl.is/kosningar. Fyrir skömmu skilaði Ragnar Hall, settur ríkislögreglustjóri, skýrslu þar sem fundið var að starfsháttum lögreglunnar í Reykja- vík við vörslu fíkniefna. Þá stendur yfir rannsókn dómsmálaráðuneytis- ins á fjárreiðum lögreglustjóraemb- ættisins í Reykjavík, sem fyrst og fremst beinist að innheimtu sekta hjá embættinu og er von á skýrslu um hana í næstu viku. „Ég geri ráð fyrir því að ráðu- neytið geti tekið afstöðu til þessara tveggja skýrslna í næstu viku,“ sagði Þorsteinn þegar hann var spurður hvort leyfi Böðvars tengdist þessum málum lögreglunnar á nokkurn hátt. Að auki er verið að vinna þriðju skýrsluna um Lögregluna í Reykja- vík hjá Rfldsendurskoðun. Þar er á ferð fjárhagsendurskoðun á emb- ætti lögreglustjóra í Reykjavík. Morgunblaðið spvuði Böðvar Bragason hvort veikindaleyfið tengd- ist framangreindum málum á ein- hvern hátt. „Veikindi og uppskurður tengjast ekki þeim málum sem eru í gangi hjá lögreglunni hverju sinni. Það er alveg ljóst,“ svaraði Böðvar. Aðspurður hvort hann kæmi aftur til starfa hjá Lögreglunni í Reykjavík sagðist Böðvar hafa leyfi frá störfum til 15. nóvember. Erfið mál fyrir lögregluna Georg kvaðst ekki eiga von á því SJÓNVARPSSTÖÐIN BBC 1 ætl- ar að gera sjónvarpsþátt um ferð hljómsveitarinnar Spice Girls á hvalaslóðir. I þættinum verður fylgst með Kryddstúlkunum skoða hvali og stóð upphaflega til að þátturinn yrði að hluta til tekinn upp hér á landi. Nú virðist sem áætlanir BBC hafi breyst. Joe Sarsby, framleiðandi þátt- arins, segir allt útlit fyrir að þátturinn verði tekinn upp í Karíbahafinu. Sarsby hefur m.a. framleitt náttúrulífsþætti Davids Attenborough. að þessi mál myndu gera sér sér- staklega erfitt fyrir. „En auðvitað eru þetta erfið mál fyrír lögregluna," sagði hann. „Það er hins vegar okkar verkefni að horfa til framtíðar og byggja upp. Væntanlega má ætla að þetta hafi skaðað lögregluna með einhverjum hætti, en það er þá mitt hlutverk að bæta úr því eftir því sem mögulegt er.“ Georg sagði að sitt stutta sam- starf við Böðvar Bragason hefði lof- að góðu og hann ætti von á því að eiga samstarf við hann meðan á veikindaleyfinu stæði. „Ég reikna með því að ég fái að leita til hans með þau mál, sem á þarf að halda,“ sagði hann. Setti engin skilyrði Georg vísaði á bug að hann hefði lagt fram þá kröfu við dómsmála- ráðuneytið að Böðvar færi frá og gert það að skilyrði fyrir því að hann kæmi til starfa. „Það er alrangt,“ sagði hann. „Ég hef hvorki formlega né óformlega sett fram þá kröfu á neinum vettvangi. Ég hef engin skil- yrði sett fram um samskipti mín við lögreglustjórann." Þorsteinn Pálsson sagði að það væri úr lausu lofti gripið að Georg hefði sett fram kröfur um að þurfa ekki að starfa með Böðvari enda hefði hann tekið við embætti vara- lögreglustjóra frá og með 1. maí. „Við erum mjög leið yfír þessu þótt það sé reyndar ekki alveg frágengið. Upphaflega var ein- göngu gengið út frá því að taka þáttinn upp þar sem aðstæður til hvalaskoðunar væru bestar á til- teknum túna. Ráðgert er að tök- ur verði í janúar og febrúar á næsta ári og á þessum tíma virð- ist sem það henti best að taka upp í Karíbahafinu. ísland er þó ennþá inni í myndinni og það ræðst endanlega innan eins mán- aðar hvort það verður fyrir val- inu,“ sagði Sarsby. BBC myndar Spice Girls á hvalaslóðum MORGUNBLAÐSINS ÞEGAR VIÐ VILJUM Á FLYTJUM VIÐ FJÖI EINSAGAN - ÓSKRIFUÐ SAGA Sérblöð í dag Fylgstu með nýjustu fréttuni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.