Morgunblaðið - 09.05.1998, Side 4
4 LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998
MORGUNB LAÐIÐ
FRETTIR
Tveg&ja daga ferð forsetahiónanna um Vestur-Skaftafellssýslu
Heimsókn í
ævintýraheima
VESTUR-Skaftafellssýsla heils-
aði Ólafí Rag-nari Grímssyni, for-
seta íslands, og frú Guðrúnu
Katrínu Þorbergsdúttur, í björtu
og fallegu veðri á sýslumörkun-
um í gærmorgun. Eftir að Sig-
urður Gunnarsson sýslumaður
hafði boðið forsetahjónin vel-
komin færði Margrét Liija Sig-
urgeirsdóttir, 11 ára, Guðrúnu
Katrínu fallegan blómvönd í Ijós-
um litum. Forsetjahjónin voru
því næst kynnt fyrir sveitar-
stjórnarmönnum og hlýddu á
Lúðrasveit Tónskólans í Vík
flytja tvö lög undir stjóm
Zoltáns Szklenár.
Á leið að Kirlqubæjarklaustri
var komið við í Hrífunesi, en for-
setafrúin var í sex ár í sveit þar.
Hún tók fram að í minningunni
hefði hún upplifað sannkallaðan
ævintýraheim þar. Með aðstoð
Vals Oddsteinssonar, bónda í Út-
hlíð og sveitarstjórnarmanns í
Skaftárhreppi, rifjaði Guðrún
Katrín upp staðhætti og hafði
gaman af. Guðrún Katrín sagðist
alla tíð hafa haldið því fram að
engin sveit jafnaðist á við Hrífu-
nes og nefndi sérstaklega gróð-
urlendið í kring. Hríslur við
íbúðarhúsið hefðu orðið að
stæðilegum tijám á meðan hún
óx upp. Annað virtist heldur
hafa skroppið saman með árun-
um. Enn sagði hún í fersku
minni myndarbraginn á heimil-
inu, öll rúmtepppi, handklæði og
þurrkur, heimaofín.
Ólafur Ragnar sagðist með
heimsókninni skilja betur lýsing-
ar Guðrúnar Katrínar og systur
liennar á ævintýraheiminum í
Hrífunesi. Hann minntist sér-
staklega á lýsingar systranna á
því þegar þær vom fluttar yfír
fljótið í kláfí. Kláfurinn hefði eft-
ir lýsingunni að dæma ekki verið
sérstaklega traustur og í gegn-
um kassann hefði mátt sjá belj-
andi flauminn fyrir neðan. Guð-
rún Katrín sagðist aldrei hafa
hræðst að fara yfir ána. Ferða-
lagið hefði verið hluti af ævin-
týraheiminum í sveitinni.
Eftir hádegisverð á Kirkjubæj-
arkalustri var forsetjahjónunum
fært að gjöf listaverk úr hrauni
frá Eldgjá og er hraunið talið
hafa rannið um Álftaver til sjáv-
ar á landnámsöld. Frá hótelinu
var gengið í Kirkjubæjarskóla
og tóku nemendur í gmnn- og
leikskóla á móti forsetahjónun-
um með skólasöng eftir Guð-
mund Óla Sigurgeirsson, tónlist-
arkennara við skólann. Inn-
andyra fór fram kynning á skól-
anum, tónlistarskólanum og hér-
aðs- og skólabókasafninu. Böm
fluttu tónlistaratriði og Ólöf Rún
Benediktsdóttir, 7 ára, færði
Ólafi Ragnari fmmsamda sögu
um lítinn prins. Ólöf sagði að
sagan hefði uppliaflega verið
verkefni í skólanum. Eftir að því
var lokið hefði hana langaði til
að gleðja forsetann með henni.
Hún sagði öraggt að sagan end-
aði vel.
I Klausturhólum, dvalar- og
hjúkrunarheimili aldraðra vora
kaffiveitingar framreiddar og
Óskar M. Hallgrímsson færði
hjónunum myndband um rafvæð-
ingu sveitanna. Hann þakkaði
Eiríki Bjömssyni, 98 ára, frá
Svínadal, frumkvöðli f orkumál-
um, sérstaklega fyrir hans fram-
lag við gerð myndarinnar. Guð-
rún Katrín riljaði upp gömul
kynni sín og Eiríks. Hann hefði
verið manna fyrstur til að eign-
ast svokallað drossfu og hefði
hún einhverju sinni orðið þeirrar
gæfú aðnjótandi að fá að ferðast
með honum f henni.
Eftir að Hanna Hjartardóttir,
skólastjóri grannskólans, hafði
flutt stutta tölu í minningarka-
pellu eldklerksins Jóns Stein-
grímssonar var haldið í Kirkju-
bæjarstofu, rannsóknar- og
menningarsetur Kirkjubæjar-
klausturs. Gestir hlýddu á tölu
Helgu Guðmundsdóttur fram-
kvæmdastjóra og virtu fyrir sér
sýningu f tengslum við hlaupið á
Skeiðarársandi árið 1996 og
Skaftárelda. Héraðsnefnd bauð
forsetahjónunum til hátíðar-
kvöldverðar á hótelinu. Að því
loknu var efnt til almennrar
samkomu f Kirkjuhvoli. Ólafur
Ragnar veitti þar 8 ungmennum
úr Vestur-Skaftafellssýslu viður-
kenningaskjölin „Hvatningu for-
seta íslands til ungra fslend-
inga“ og hélt stutta tölu þar sem
hann fjallaði um fortíð, nútfð og
framtíð svæðisins.
Morgunblaðið/Kristinn
HÓPUR barna, sem veifuðu fslenska fánanum, tók á móti forsetahjón-
unum með skólasöng er gengið var að Kirkjubæjarskóla.
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti íslands, og frú Guðrún Katrín Þor-
bergsdóttir heimsóttu m.a. Klausturhóla, dvalar- og hjúkrunarheimili
aldraðra, og sjást hér ræða við Eirík Björasson frá Svínadal.
FORSETAHJÓNIN komu við í Hrífunesi en þar var Guðrún Katrín í
sveit í sex ár. Rifjaði hún upp staðhætti í Hrífunesi í fylgd Vals Odd-
steinssonar, bónda í títhlíð og sveitarsfjórnarmanns í Skaftárhreppi.
Danadrottn-
ing í messu
í Dómkirkj-
unni
MARGRÉT Danadrottning verður
viðstödd dansk-íslenska guðsþjón-
ustu í Dómkirkjunni í Reykjavík
sunnudaginn 17. maí nk. kl. 10.30
ásamt fylgdarliði sínu, forseta ís-
lands og frú. Þar mun hún opna
sýningu á kirkjuskrúða sem hún
hefur hannað.
Dómprófasturinn í Kaupmanna-
höfn, sr. Ame Bugge, predikar við
guðsþjónustuna og biskup íslands
þjónar fyrir altari ásamt Dóm-
kirkjuprestum. Dómorganisti er
Marteinn H. Friðriksson og stjórn-
ar hann einnig söng Dómkórsins.
Með þessari dansk-íslensku
guðsþjónustu vill kirkjan minna á
hið aldalanga samband kirknanna í
Danmörku og á Islandi, votta þjóð-
höfðingja Dana virðingu og treysta
tengsl systurkirkna og þjóða, segir
í fréttatilkynningu.
--------------
Sinubruni á
Þingvöllum
TÆPLEGA hálfur hektari lands fór
illa í sinubruna í Gjábakkalandi á
Þingvöllum í gær. Slökkviliðið á Sel-
fossi var kallað út vegna brunans
um klukkan 16 í gær og tók um
klukkustund að slökkva eldinn.
Eldsupptök eru ókunn en grunur
leikur á að um íkveikju hafi verið að
ræða.
Eldurinn komst töluvert nálægt
einum sumarbústaðanna sem standa
í landinu og kjarr og mosi fóru illa,
að sögn slökkviliðsins á Selfossi sem
brýnir fyrir fólki að fara varlega
með eld á þessum slóðum.
♦ ♦♦-----
Mikill munur
á tilboðum
KLÆÐNING ehf. bauð lægst í
jarðvinnu vegna Smáralindar í
Kópavogi en tilboð voru opnuð á
fimmtudaginn. Bauð fyrirtækið
tæpar 110 milljónir kr., en alls buðu
þrettán aðilar í framkvæmdina.
Tilboð JVJ ehf. var litlu hærra
eða 110,6 milljónir. Þá bauð Borgar-
tak ásamt fleirum tæpar 128,2 millj-
ónir, ístak 135,2 milljónir og Hér-
aðsverk bauð 136,5 milljónir.
Aðrir buðu hærra. Hæsta tilboðið
var frá Borgarverki ehf. upp á 278,3
milljónir kr.
16.900 manns mega kjósa í fyrsta sinn í sveitarstjórnarkosningrmum eftir tvær vikur
Kjósendum í
Kópavogi fjölgar
um fímmtung
KJÓSENDUR í sveitarstjórnar-
kosningunum sem framundan eru
verða sjö þúsund fleiri en í síðustu
sveitarstjómarkosningum fyrir fjór-
um árum. Kjósendum fjölgar á höf-
uðborgarsvæði, Suðumesjum og
Norðurlandi eystra, en fækkar á öðr-
um landsvæðum, mest á Vestfjörð-
um, um 11,4%. Kjósendum fjölgar
hins vegar mest í Kópavogi eða um
18,9%. Þeir sem kjósa nú í fyrsta
sinn em 16.900 talsins eða tæplega
9% af öllum kjósendum.
Kjósendur í sveitarstjórnarkosn-
ingunum í vor eru 193.698 talsins,
samkvæmt kjörskrárstofni sem
Hagstofan hefur gert vegna kosning-
anna, en á grundvelli hans em kjör-
skrár einstakra sveitarfélaga útbún-
ar. Konur em heldur fleiri en karlar
eða 97.268, en karlar 96.430. Sam-
kvæmt upplýsingum Hagstofunnar
eiga óvemlegar breytingar eftir að
verða á þessum tölum vegna athuga-
semda út af kjörskrá. Hver maður á
kosningarétt í því sveitarfélagi sem
hann á lögheimili í þremur vikum
fyrir kjördag, þ.e.a.s. 2. maí.
Fram kemur í upplýsingum Hag-
stofunnar að meðal þeirra sem eigi
kosningarétt nú f maí sé 1.701 ís-
lenskur ríkisborgari með lögheimili
annars staðar á Norðurlöndum og
840 ríkisborgarar annarra Norður-
landa búsettir hér á landi.
Sveitarfélögum fækkar um 38
Á nokkrum stöðum á landinu verð-
ur kosið til sveitarstjórna í nýjum
sameinuðum sveitarfélögum. Sveit-
arfélög eru nú 162 en verða 124 eftir
kosningar og fækkar þannig um 38.
Sveitarfélög sem verða sameinuð eftir kosningarnar
í'i'NyStáðarhreppur
'ÁireWjTdrtJstaðahr.
Skefilsstaðahr. Lýtingsstaðahr.
Skarðshr. Seyluhr. Hólahr. <
Sauðárkrókur Rípurhr. Hofshr.
Hjaltastaðahr.
Eiðahreppur
Hálsahreppur
Reykhottsdalshr.
Lundareykjadalshr.
Andakílshreppur
Kjalarneshr.
Reykjavík
Grímsneshr. i
Grafningshr.l
Stokkseyrarhr.
Eyrarbakkahr.
Sandvíkurhr.
Selfoss
Bæjarhreppur
Hornafjarðarbær
Borgarhafnarhr.
Hofshreppur