Morgunblaðið - 09.05.1998, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 09.05.1998, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998 MORGUNB LAÐIÐ FRETTIR Tveg&ja daga ferð forsetahiónanna um Vestur-Skaftafellssýslu Heimsókn í ævintýraheima VESTUR-Skaftafellssýsla heils- aði Ólafí Rag-nari Grímssyni, for- seta íslands, og frú Guðrúnu Katrínu Þorbergsdúttur, í björtu og fallegu veðri á sýslumörkun- um í gærmorgun. Eftir að Sig- urður Gunnarsson sýslumaður hafði boðið forsetahjónin vel- komin færði Margrét Liija Sig- urgeirsdóttir, 11 ára, Guðrúnu Katrínu fallegan blómvönd í Ijós- um litum. Forsetjahjónin voru því næst kynnt fyrir sveitar- stjórnarmönnum og hlýddu á Lúðrasveit Tónskólans í Vík flytja tvö lög undir stjóm Zoltáns Szklenár. Á leið að Kirlqubæjarklaustri var komið við í Hrífunesi, en for- setafrúin var í sex ár í sveit þar. Hún tók fram að í minningunni hefði hún upplifað sannkallaðan ævintýraheim þar. Með aðstoð Vals Oddsteinssonar, bónda í Út- hlíð og sveitarstjórnarmanns í Skaftárhreppi, rifjaði Guðrún Katrín upp staðhætti og hafði gaman af. Guðrún Katrín sagðist alla tíð hafa haldið því fram að engin sveit jafnaðist á við Hrífu- nes og nefndi sérstaklega gróð- urlendið í kring. Hríslur við íbúðarhúsið hefðu orðið að stæðilegum tijám á meðan hún óx upp. Annað virtist heldur hafa skroppið saman með árun- um. Enn sagði hún í fersku minni myndarbraginn á heimil- inu, öll rúmtepppi, handklæði og þurrkur, heimaofín. Ólafur Ragnar sagðist með heimsókninni skilja betur lýsing- ar Guðrúnar Katrínar og systur liennar á ævintýraheiminum í Hrífunesi. Hann minntist sér- staklega á lýsingar systranna á því þegar þær vom fluttar yfír fljótið í kláfí. Kláfurinn hefði eft- ir lýsingunni að dæma ekki verið sérstaklega traustur og í gegn- um kassann hefði mátt sjá belj- andi flauminn fyrir neðan. Guð- rún Katrín sagðist aldrei hafa hræðst að fara yfir ána. Ferða- lagið hefði verið hluti af ævin- týraheiminum í sveitinni. Eftir hádegisverð á Kirkjubæj- arkalustri var forsetjahjónunum fært að gjöf listaverk úr hrauni frá Eldgjá og er hraunið talið hafa rannið um Álftaver til sjáv- ar á landnámsöld. Frá hótelinu var gengið í Kirkjubæjarskóla og tóku nemendur í gmnn- og leikskóla á móti forsetahjónun- um með skólasöng eftir Guð- mund Óla Sigurgeirsson, tónlist- arkennara við skólann. Inn- andyra fór fram kynning á skól- anum, tónlistarskólanum og hér- aðs- og skólabókasafninu. Böm fluttu tónlistaratriði og Ólöf Rún Benediktsdóttir, 7 ára, færði Ólafi Ragnari fmmsamda sögu um lítinn prins. Ólöf sagði að sagan hefði uppliaflega verið verkefni í skólanum. Eftir að því var lokið hefði hana langaði til að gleðja forsetann með henni. Hún sagði öraggt að sagan end- aði vel. I Klausturhólum, dvalar- og hjúkrunarheimili aldraðra vora kaffiveitingar framreiddar og Óskar M. Hallgrímsson færði hjónunum myndband um rafvæð- ingu sveitanna. Hann þakkaði Eiríki Bjömssyni, 98 ára, frá Svínadal, frumkvöðli f orkumál- um, sérstaklega fyrir hans fram- lag við gerð myndarinnar. Guð- rún Katrín riljaði upp gömul kynni sín og Eiríks. Hann hefði verið manna fyrstur til að eign- ast svokallað drossfu og hefði hún einhverju sinni orðið þeirrar gæfú aðnjótandi að fá að ferðast með honum f henni. Eftir að Hanna Hjartardóttir, skólastjóri grannskólans, hafði flutt stutta tölu í minningarka- pellu eldklerksins Jóns Stein- grímssonar var haldið í Kirkju- bæjarstofu, rannsóknar- og menningarsetur Kirkjubæjar- klausturs. Gestir hlýddu á tölu Helgu Guðmundsdóttur fram- kvæmdastjóra og virtu fyrir sér sýningu f tengslum við hlaupið á Skeiðarársandi árið 1996 og Skaftárelda. Héraðsnefnd bauð forsetahjónunum til hátíðar- kvöldverðar á hótelinu. Að því loknu var efnt til almennrar samkomu f Kirkjuhvoli. Ólafur Ragnar veitti þar 8 ungmennum úr Vestur-Skaftafellssýslu viður- kenningaskjölin „Hvatningu for- seta íslands til ungra fslend- inga“ og hélt stutta tölu þar sem hann fjallaði um fortíð, nútfð og framtíð svæðisins. Morgunblaðið/Kristinn HÓPUR barna, sem veifuðu fslenska fánanum, tók á móti forsetahjón- unum með skólasöng er gengið var að Kirkjubæjarskóla. ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti íslands, og frú Guðrún Katrín Þor- bergsdóttir heimsóttu m.a. Klausturhóla, dvalar- og hjúkrunarheimili aldraðra, og sjást hér ræða við Eirík Björasson frá Svínadal. FORSETAHJÓNIN komu við í Hrífunesi en þar var Guðrún Katrín í sveit í sex ár. Rifjaði hún upp staðhætti í Hrífunesi í fylgd Vals Odd- steinssonar, bónda í títhlíð og sveitarsfjórnarmanns í Skaftárhreppi. Danadrottn- ing í messu í Dómkirkj- unni MARGRÉT Danadrottning verður viðstödd dansk-íslenska guðsþjón- ustu í Dómkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 17. maí nk. kl. 10.30 ásamt fylgdarliði sínu, forseta ís- lands og frú. Þar mun hún opna sýningu á kirkjuskrúða sem hún hefur hannað. Dómprófasturinn í Kaupmanna- höfn, sr. Ame Bugge, predikar við guðsþjónustuna og biskup íslands þjónar fyrir altari ásamt Dóm- kirkjuprestum. Dómorganisti er Marteinn H. Friðriksson og stjórn- ar hann einnig söng Dómkórsins. Með þessari dansk-íslensku guðsþjónustu vill kirkjan minna á hið aldalanga samband kirknanna í Danmörku og á Islandi, votta þjóð- höfðingja Dana virðingu og treysta tengsl systurkirkna og þjóða, segir í fréttatilkynningu. -------------- Sinubruni á Þingvöllum TÆPLEGA hálfur hektari lands fór illa í sinubruna í Gjábakkalandi á Þingvöllum í gær. Slökkviliðið á Sel- fossi var kallað út vegna brunans um klukkan 16 í gær og tók um klukkustund að slökkva eldinn. Eldsupptök eru ókunn en grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða. Eldurinn komst töluvert nálægt einum sumarbústaðanna sem standa í landinu og kjarr og mosi fóru illa, að sögn slökkviliðsins á Selfossi sem brýnir fyrir fólki að fara varlega með eld á þessum slóðum. ♦ ♦♦----- Mikill munur á tilboðum KLÆÐNING ehf. bauð lægst í jarðvinnu vegna Smáralindar í Kópavogi en tilboð voru opnuð á fimmtudaginn. Bauð fyrirtækið tæpar 110 milljónir kr., en alls buðu þrettán aðilar í framkvæmdina. Tilboð JVJ ehf. var litlu hærra eða 110,6 milljónir. Þá bauð Borgar- tak ásamt fleirum tæpar 128,2 millj- ónir, ístak 135,2 milljónir og Hér- aðsverk bauð 136,5 milljónir. Aðrir buðu hærra. Hæsta tilboðið var frá Borgarverki ehf. upp á 278,3 milljónir kr. 16.900 manns mega kjósa í fyrsta sinn í sveitarstjórnarkosningrmum eftir tvær vikur Kjósendum í Kópavogi fjölgar um fímmtung KJÓSENDUR í sveitarstjórnar- kosningunum sem framundan eru verða sjö þúsund fleiri en í síðustu sveitarstjómarkosningum fyrir fjór- um árum. Kjósendum fjölgar á höf- uðborgarsvæði, Suðumesjum og Norðurlandi eystra, en fækkar á öðr- um landsvæðum, mest á Vestfjörð- um, um 11,4%. Kjósendum fjölgar hins vegar mest í Kópavogi eða um 18,9%. Þeir sem kjósa nú í fyrsta sinn em 16.900 talsins eða tæplega 9% af öllum kjósendum. Kjósendur í sveitarstjórnarkosn- ingunum í vor eru 193.698 talsins, samkvæmt kjörskrárstofni sem Hagstofan hefur gert vegna kosning- anna, en á grundvelli hans em kjör- skrár einstakra sveitarfélaga útbún- ar. Konur em heldur fleiri en karlar eða 97.268, en karlar 96.430. Sam- kvæmt upplýsingum Hagstofunnar eiga óvemlegar breytingar eftir að verða á þessum tölum vegna athuga- semda út af kjörskrá. Hver maður á kosningarétt í því sveitarfélagi sem hann á lögheimili í þremur vikum fyrir kjördag, þ.e.a.s. 2. maí. Fram kemur í upplýsingum Hag- stofunnar að meðal þeirra sem eigi kosningarétt nú f maí sé 1.701 ís- lenskur ríkisborgari með lögheimili annars staðar á Norðurlöndum og 840 ríkisborgarar annarra Norður- landa búsettir hér á landi. Sveitarfélögum fækkar um 38 Á nokkrum stöðum á landinu verð- ur kosið til sveitarstjórna í nýjum sameinuðum sveitarfélögum. Sveit- arfélög eru nú 162 en verða 124 eftir kosningar og fækkar þannig um 38. Sveitarfélög sem verða sameinuð eftir kosningarnar í'i'NyStáðarhreppur 'ÁireWjTdrtJstaðahr. Skefilsstaðahr. Lýtingsstaðahr. Skarðshr. Seyluhr. Hólahr. < Sauðárkrókur Rípurhr. Hofshr. Hjaltastaðahr. Eiðahreppur Hálsahreppur Reykhottsdalshr. Lundareykjadalshr. Andakílshreppur Kjalarneshr. Reykjavík Grímsneshr. i Grafningshr.l Stokkseyrarhr. Eyrarbakkahr. Sandvíkurhr. Selfoss Bæjarhreppur Hornafjarðarbær Borgarhafnarhr. Hofshreppur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.