Morgunblaðið - 09.05.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.05.1998, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Félagsmálaráðherra eftir afgreiðslu sveit- arstjórnarfrumvarpsins tii þriðju umræðu Lagasetningar um hálendið mikil framför í.-fJSjjpS*. - T y ■ --7 -- r i TILMAN Bartsch og móðir hans voru þakklát fyrir þau skjótu við- brögð sem íslendingar sýndu ákalli þeirra, en drengurinn, sem er ell- efu ára, er haldinn sjaldgæfum sjúkdómi sem gerir vart við sig þegar hitinn fer yfir 20°C. Skjót viðbrögð Islendinga FRUMVARP félagsmálaráðherra til sveitarstjórnarlaga var afgreitt til þriðju umræðu á Alþingi í gær með 30 atkvæðum stjómarþing- manna en 19 þingmenn greiddu ekki atkvæði. Fjarverandi voru 14 þingmenn. Aður hafði verið felld til- laga þingmanna Alþýðubandalags- ins og óháðra um að vísa frumvarp- inu frá. Páll Pétursson félagsmála- ráðherra kvað þessi úrslit ekki koma sér á óvart og telur lagasetn- ingar um hálendismálin mikla framfór. Fjölmargir þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu og í fram- haldi af því að felld var tillaga al- þýðubandalagsmanna lýsti Svavar Gestsson því yfir að þingmenn flokksins myndu ekki greiða at- kvæði við afgreiðslu frumvarpsins. Andstaða á misskilningi byggð Félagsmálaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að önnur um- ræða um frumvarpið hefði tekið óþarflega langan tíma. Hann sagði það sorglega við hana vera það að andstaða við frumvarpið væri á miklum misskilningi byggð. Ástæð- an væri sú að í tengslum við þetta frumvarp ætti að afgreiða frum- varp um þjóðlendur og nýtingu auðlinda í jörð og ákveðið væri einnig að breyta skipulags- og byggingarlögum. í þeim væru ákvæði um að hálendið skuli skipu- leggja sem eina heild og þess gætt að aðalskipulagstillögur einstakra sveitarfélaga væru í samræmi inn- byrðis og við heildina. Páll Pétursson sagði land allt nú innan marka sveitarfélaga sem tryggði þar með eðlilega stjóm- sýslu á hálendinu, t.d. á jöklum sem hefði vantað. A þeim færi nú fram hvers kyns og vaxandi ferða- þjónusta sem væri í raun utan við lög og rétt. Taldi félagsmálaráð- herra þessa lagasetningu mikla framför. Þá sagði Páll Pétursson að þjóð- lendufrumvarpið kvæði á um að allt land sem hvorki sveitarfélög né einstaklingar gætu sannað eignar- rétt sinn á skyldi verða þjóðareign og bæri forsætisráðherra að fara með forræði þess. Ráðherrann sagði lögin eiga að tryggja að sam- ræmi væri í skipulagi hálendisins, að það væri ein heild og að aðal- skipulag sveitarfélaga væri í sam- ræmi við það. ÞÝSKI drengurinn og móðir hans, sem Morgunblaðið greindi frá í gær að leitaði sumarheimilis í Reykjavík eða nágrenni, hefur fundið dvalarstað á fslandi. Drengurinn er ellefu ára gamall og haldinn mjög sjaldgæfum sjúk- dómi sem gerir vart við sig þegar hitastig fer yfir 20°C. Þónokkrir Islendingar höfðu samband við þau strax í gær og hafa þau fund- ið heimili frá miðjum maí til loka ágústmánaðar, en vantar ennþá heimili í september, þar sem enn er of heitt fyrir drenginn í heima- bæ hans á þeim árstíma. Petra Bartsch, móðir drengs- ins, kvaðst hafa orðið undrandi þegar boð fóru að berast frá ís- Iandi um að hýsa þau í sumar: „Ég varð ákaflega hissa og jafn- framt ótrúlega glöð þegar ég fékk hringingar og símbréf frá ís- landi í morgun [í gær] af því að ég vissi ekki að bréfið hefði birst í blaðinu," sagði Petra Bartsch þegar Morgunblaðið talaði við hana í gær. Hún sagði að þau kæmu til landsins á næstunni enda væri nú tuttugu og fimm stiga hiti í Þýskalandi og Tiiman þyrfti að vera inni allan daginn til að forðast að einkenni sjúkdóms- ins kæmu fram. Petra sagði að hún og eigin- maður hennar myndu ákveða um helgina hvaða boð væru ákjósan- legust fyrir Tilman og þarfir hans, en hann gæti ekki verið öllu lengur í Þýskalandi vegna hitans. Yínlands- fundar minnst með mynt- sláttu ÞÚSUND ára afmælis ferða Leifs Eiríkssonar til Vesturheims og Vín- landsfundar hans verður minnst í Bandaríkjunum árið 2000 með myntsláttu og farandsýningum, að því er talsmaður Hvíta hússins hef- ur tilkynnt. I frétt Reuters um málið segir að bandarísk og íslensk stjómvöld hafí myndað samstarfshóp sem ber nafn Leifs er hafi það verkefni að undir- búa hátíðahöld í tilefni landafunda hans, „sem sigldi til Ameríku næst- um því 500 árum á undan Kristófer Kólumbusi," eins og segir í fréttinni. Talsmaður Hvíta hússins sagði að Bandaríkjamenn og íslendingar myndu minnast tímamótanna sam- eiginlega með útgáfu minnispenings, tveggja ára farandsýningu á vegum Smithsonian-stofnunarinnar um arf- leifð víkingahna og sérstökum vef um fomsögur Islendinga á Netinu. I frétt Reuters er klykkt út með frásögn af því að Leifur Eiríksson hafi siglt 3.000 kílómetra vegalengd frá Grænlandi til L’Anse aux Mea- dows á Nýfundnalandi árið 1.000 á opnu skipi sem knúið hafi verið áfram fyrir aðeins einu segli eða sex mönnum undir árum. Mun fleiri ferðamenn en á sama tíma í fyrra SEX ÞÚSUND og þrjú hundruð fleiri erlendir ferðamenn hafa lagt leið sína til landsins fyrstu fjóra mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra og nemur aukningin um 17%. í fréttatilkynningu frá Ferðamála- ráði íslands segir að í aprílmánuði sl. hafi 15.581 erlendur ferðamaður komið til landsins, sem er 30% aukn- ing miðað við aprílmánuð 1997, en þá komu alls 12.503. í aprílmánuði sl. hafa því að meðaltali komið 500 er- lendir ferðamenn til landins á dag. Flestir hinna erlendu gesta komu frá Bretlandi eða 3.697, 2.550 komu frá Bandaríkjunum, 1.980 frá Dan- mörku og 1.693 frá Svíþjóð. 90% fleiri en fyrir sex árum lO N N K ® 8 § 8 S 8 | 5 1 i 1 I | | j I ð é5 ð •S 173 17,4 11,4 9,9 113 y Yí Si J§3 36 o 23,3 18,4 17,317,4 17,4 Alþýðuflokkur Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur Fylgi stjórnmálaflokka í kosningum 1995 og í skoðanakönnunum síðan Spurt í apríl-maí 1998 Hvað myndu menn kjósa í alþingiskosningum nú? Apríl- Kosn. Feb. Maí Nóv. maí 1995 1997 1997 1997 1998 Annað 1,9 0,8 0,0 0,3 0,4 ;*k .uíjimjiijj 7,2 43 4,8 m 0ÖDS&B 1. 10,9 33 3,7 Alþýðubandalag Kvennalisti ' 1? 1 w w wdffJI Þjóðvaki Jafnaðarmannaflokkur 5,5 ri [f! Litlar breytingar á fylgi flokkanna til Alþingis samkvæmt könnun Félagsvísindastofmmar Sjálfstæðisflokkur fengi 44,7% SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN fengi mest fylgi flokkanna, eða 44,7% atkvæða, ef gengið yrði til alþingiskosninga nú. Þetta er nið- urstaða skoðanakönnunar, sem Fé- lagsvísindastofnun Háskóla ís- lands gerði fyrir Morgunblaðið 16. apríl til 5. maí síðastliðinn. Fylgi flokksins er nánast það sama og í síðustu könnun stofnunarinnar í nóvember á síðasta ári, en þá mældist það 44,5%. Framsóknarflokkurinn er sömu- leiðis á sama róli og í nóvember, fékk bæði þá og nú 17,4% fylgi. Fylgi Alþýðubandalagsins er nú 15%, en var 14,2% í nóvember. Al- þýðuflokkurinn fær nú 11,8% en hafði 9,9% í nóvember. Kvennalist- inn fékk 2,2% í nóvember en hefur nú 3,1% fylgi. Engin þessara fylgis- breytinga er tölfræðilega marktæk. Einu marktæku breytingamar eru annars vegar fylgisaukning Þjóðvaka, sem fékk 0,8% fylgi í nóvember en nýtur nú stuðnings 2,1% svarenda, og samdráttur í fylgi „Jafnaðarmannaflokks“ eða sameiginlegs framboðs vinstri manna, sem ýmsir svarendur hafa nefnt að fyrra bragði í könnunum undanfarið. I nóvember nefndu 10,9% þennan möguleika en helm- ingi færri nú, eða 5,5%. Sjálfstæðisflokkur með 52,7% í Reykjavík Þegar svarendahópnum er skipt niður í smærri hópa vekur athygli að fylgi Sjálfstæðisflokksins til Al- þingis er 52,7% í Reykjavík, en fylgi flokksins fyrir komandi borgar- stjómarkosningar hefur mælzt um 40% í könnunum að undanfomu. Þegar úrtakinu er skipt eftir kyni kemur í Ijós að mestur munur er á fylgi kynjanna við Sjálfstæðis- flokk og Kvennalista. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur 49,4% fylgi hjá körlum en 39,5% hjá konum. Kvennalistinn nýtur hins vegar stuðnings 5,9% kvenna en 0,8% karla. Svipaður stuðningur við stjórnina Spurt var um stuðning við ríkis- stjómina og reynist bæði stuðnings- Hvort mundir þú segja að þú værir stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar eða andstæðingur? Hljtfall þeirra sem svara Nóv’97 Apríl/Maf ’98 mönnum hennar og andstæðingum hafa fækkað lítillega, en hlutlausum fjölgað. Af þeim, sem svara spum- ingunni, segjast 45,2% stuðnings- menn stjómarinnar (46,9% í nóvem- ber), 24,9% andstæðingar (28,9% í nóvember) og 29,9% hlutlausir (24,2% í síðustu könnun). í könnun Félagsvísindastofnun- ar var stuðzt við slembiúrtak úr þjóðskrá, sem náði til 1.800 manns á aldrinum 18 til 80 ára, af öllu landinu. Nettósvarhlutfall er 72,5%, sem telst ágætt í könnun af þessu tagi. Félagsvísindastofnun telur að úrtakið endurspegli þenn- an aldurshóp meðal þjóðarinnar allvel. Spurt var hvað menn myndu kjósa ef alþingiskosningar yrðu á morgun. Þeir, sem sögðust ekki vita það, voru spurðir aftur hvað þeir teldu líklegast að þeir kysu. Segðust menn enn ekki vita, vom þeir spurðir hvort líklegra væri að þeir kysu Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern vinstri flokkanna og þeim, sem sögðust myndu kjósa vinstri flokka, deilt niður á þá í hlutfalli við svörin við fyrri spurningum. Með þessu fer hlutfall óákveðinna úr 32,9% eftir fyrstu spurninguna niður í 7,5%. Alls segjast 8,1% myndu skila auðu eða kjósa ekki og 14,2% neita að svara. Heildarfjöldi erlendra ferðamanna sem komið hafa til landsins frá janú- ar til apríl í ár er 43.660 en voru þeir 37.381 á sama tímabili í fyrra. Mest hefur fjölgunin á milli ára orðið á ferðamönnum frá Danmörku, eða 26% og frá Bretlandi um 25%. I fréttatilkynningunni segir að verulegur árangur hafi náðst í auknum umsvifum ferðaþjónustu utan hins hefðbundna ferðamanna- tíma á undanfömum árum. Til sam- anburðar er bent á að fyrir sex ár- um komu hingað til lands 23.000 gestir fyrstu fjóra mánuði ársins, en nú eru þeir um 90% fleiri. Sfld til Eski- fjarðar NÓTASKIPIÐ Guðrún Þorkels- dóttir frá Eskifirði landar 900 tonn- um af sfld á Eskifirði í dag. Sfldin er „stór en horuð" að sögn Emils Thorarensen, útgerðarstjóra Hrað- frystihúss Eskifjarðar. Sfldin veiddist djúpt úti af Reyðar- firði og að sögn Emils lýstu sjómenn því þannig að „smápeðrur“ af sfld væru á svæðinu. Hún stæði djúpt á daginn en grynnkaði á kvöldin og þá næðu menn dálitlum afla. í . ; s ( <
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.