Morgunblaðið - 09.05.1998, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Listin í hálendinu -
hálendið í listinni
Mótmæla-
fundur á
Kjarvals-
stöðum
HÓPUR lista- og vísindamanna
ásamt félögum náttúruvemdar- og
útivistarfólks, stendur að táknrænum
mótmælum á Kjarvalsstöðum í dag,
til að berjast fyrir sjónarmiðum sín-
um varðandi hálendið. „Menn eru
mjög ósáttir við það sem er að gerast
á Alþingi og era að hugsa sinn gang,“
sagði Haukur Jóhannesson, forseti
Ferðafélags Islands.
Haukur sagði að fundurinn á Kjar-
valsstöðum væri haldinn í framhaldi
af fundinum á Hótel Borg.
Að sögn Steinunnar Sigurðardótt-
ur rithöfundar hefst fundurinn á
Kjarvalsstöðum kl. 15.30. Fjallað
verður um listina í hálendinu - há-
lendið í listinni. „Þeir sem koma fram
eru Ólafur Gíslason sem flytur erindi
um hálendið í málverkinu," sagði
hún. „Síðan kemur fólk og velur sér
eitthvert efni til að lesa upp eins og
stutta kafla úr bókmenntunum okkar
eða jafnvel úr ritgerðum eða talar frá
eigin brjósti. Þetta verður blanda af
lista- og vísindamönnum."
Þeir sem koma fram era Hilmir
Snær Guðnason leikari, Bryndís
Brandsdóttir jarðeðlisfræðingur, Er-
lingur Gíslason leikari, Pétur Gunn-
arsson rithöfundur, Ásta Óiafsdóttir
myndlistarkona, Ari Trausti Guð-
mundsson jarðeðlisfræðingur og
Trausti Valsson skipulagsfræðingur.
Egill Hreinsson prófessor leikur á pí-
anó í hléi.
Morgunbiaðið/Ásdís
Vel miðar á Laugaveginum
FRAMKVÆMDIR við endurbygg-
ingu Laugavegar milli Barónsstígs
og Frakkastígs eru hálfnaðar. Á
gatnamótum Bardnsstígs og Lauga-
vegar er verið að Ieggja skdlprör og
skipta um jarðveg og á öðrum stöð-
um eru lagðar njrjar hitaveitulagn-
ir. Á mdtum Frakkastígs og Lauga-
vegar verður á mánudag byijað að
malbika akbrautina 40-50 metra inn
á Laugaveg og síðan verður farið
að leggja gangstéttarsteina.
I Sálumessu syndara var brotið gegn persónufriði og einkalífí
Esra og Ingólfur greiði
350 og 450 þús. kr. sekt
ESRA S. Pétursson og Ingólfur
Margeirsson voru í gær dæmdir til
að greiða sektir í ríkissjóð, Esra 350
þús. kr. fyrir brot gegn friðhelgi
einkalífs og þagnarskyldu lækna og
Ingólfur 450 þús. kr. fyrir brot gegn
friðhelgi einkalífs. Þeir voru og
dæmdir til greiðslu málsvamarlauna
og sakarkostnaðar.
Esra var gefíð að sök að hafa
skýrt frá sjúkdómum, sjúkrasögu og
öðrum einkamálum fyrrverandi
sjúklings síns, sem hann hafði kom-
ist að sem læknir og látið birta opin-
berlega í bókinni Sálumessu synd-
ara sem gefin var út í október á síð-
asta ári af útgáfufélaginu Hrísey
ehf. I bókinni skráði Ingólfur Mar-
geirsson æviminningar Esra. Ingólfi
er gefið að sök að hafa i samvinnu
við Esra birt frásögn hans af einka-
málefnum fyrrverandi sjúklings
hans í bókinni. Ingólfur er einn aðal-
maður í stjórn og framkvæmdastjóri
Hríseyjar ehf.
Umfjöllunin hluti
af ævisögu Esra
I dóminum kemur fram að Esra
hafi ekki litið svo á að hann hafi birt
frásögn af sjúkdómi konunnar eða
sjúkraskrá hennar heldur væri um-
fjöllun um hana og ástarævintýri
þeima hluti af ævisögu hans sem
gæti haft gildi fyrir aðra sem hana
lesa.
Þá kvaðst hann ekki líta svo á að
hann hefði brotið trúnað við hana
með því að birta frásögnina. í bók-
inni kemur fram beram orðum að
Esra leit á sig sem geðlækni konunn-
ar og á hana sem sjúkling sinn.
Af hálfu Esra og Ingólfs var því
haldið fram að birting þeirra upplýs-
ínga sem málið snýst um njóti vernd-
ar stjórnarskrárinnar, með því að
öllum sé þar tryggður réttur til að
láta í ljósi hugsanir sínar, svo og
lagaverndar Mannréttindasáttmála
Evrópu þar sem mönnum sé einnig
tryggður réttur til tjáningarfrelsis.
Ríkir almennir hagsmunir standi til
þess að menn geti birt upplýsingar
sem þessar opinberlega án þess að
eiga á hættu lögsókn.
Dómurinn féllst ekki á þessa máls-
ástæðu. Einkalíf manna njóti frið-
helgi sem ekki verði skert nema með
lögum. Menn vei'ði að ábyrgjast fyrir
dómi hugsanir sínar sem þeir birta
og að Mannréttindasáttmálinn geri
ráð fyrir því að með lögum sé heimilt
að setja tjáningarfrelsinu þær skorð-
ur sem nauðsynlegar séu í lýðræðis-
legu þjóðfélagi, m.a. til að vernda
mannorð manna og til að koma í veg
fyrir uppljóstrun trúnaðarmála. I
ljósi þessa var Esra sakfelldur fyrir
brot gegn læknalögum og almennum
hegningarlögum.
Ingólfur sagði fyrir dómi að hann
hefði haft nokkrar áhyggjur af því
hvort birting umrædds efnis myndi á
einhvem hátt raska lífi tveggja sona
konunnar, fæddra 1982 og 1986, og
hefði hann ætlað að hafa samband
við konuna sem fer með forræði yfir
þeim vegna þess. Hún hafði þó sam-
band við hann áður en til þess kom,
fékk að lesa yfir próförk og gerði at-
hugasemdir við nokkur atriði.
Ingólfur sagðist hafa breytt þeim og
gætt þess um leið að það kæmi ekki
niður á frásögn Esra. Hins vegar
hefði konan sagt að hún efaðist um
að þeim Esra væri heimilt að birta
frásögnina.
Ætluðu að hafa fjárhagslegan
ávinning af bókinni
í niðurstöðu dómsins segir að brot
Ingólfs og Esra gegn persónufriði og
einkalífi konunnar sé stórfellt og sið-
ferðislega mjög ámælisvert. „Þá er á
það að líta að brotið er framið í
tengslum við útgáfu bókar sem ætla
verður að varðveitist lengi, bæði á
söfnum og í eigu margra, andstætt
því sem gegnir um blöð og tímarit.
Þá verður og að taka tillit til þess að
ákærðu ætluðu að hafa fjárhagsleg-
an ávinning af bókinni. Þegar
ákærða Esra er gerð refsing ber að
hafa hliðsjón af því að honum gat
ekki dulist að uppljóstrun hans var
alvarlegt trúnaðarbrot gagnvart
[...] heitinni. Á hinn bóginn ber að
líta til þess að hann er maður aldrað-
ur og eins þess að hann hefur verið
sviptur lækningaleyfi.“
„Að því er varðar refsingu ákærða
Ingólfs Amar er það til þyngingar
henni að hann gerði sér grein fyi'ir
því að brot hans gæti raskað tilfinn-
ingum bama [...].“
Dóminn kváðu upp Pétur Guð-
geirsson héraðsdómari og meðdóms-
mennirnir Auður Þorbergsdóttfr og
Steingrímur Gautur Kristjánsson
héraðsdómarar.
Athugasemd
frá dómsmála-
ráðuneytinu
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd:
Vegna greinar Guðmundar G.
Þórarinssonai' verkfræðings í
Morgunblaðinu 8. maí 1998 vill
dóms- og kirkjumálaráðuneytið
koma á framfæri eftirfarandi at-
hugasemdum og leiðréttingum við
rangfærslum:
I grein sinni gerir Guðmundur að
umtalsefni meðferð sýslumannsins
á Akranesi á máli vegna innheimtu
dómsektar og opinberra gjalda hjá
Þórði Þ. Þórðarsyni, (ÞÞÞ) sem bú-
settur er á Akranesi.
Hinn 21. janúar 1998 gerði sýslu-
maðurinn á Akranesi samning við
ÞÞÞ um greiðslu á eftirstöðvum
sektar að upphaflegri fjárhæð 50
milljónir króna og sakarkostnaðar,
samkvæmt dómi Hæstaréttar frá
12. júní 1996. Samkomulagið hljóð-
aði upp á greiðslu fimm milljóna
króna af 42,5 milljóna króna eftir-
stöðvum á árinu 1998. Þá segir í
samkomulaginu að samið verði um
framhald greiðslna í síðasta lagi í
janúar 1999.
Dómsmálaráðuneytið fékk vit-
neskju um samkomulagið 29. janú-
ar 1998, og sendi sýslumanninum á
Akranesi bréf þann sama dag, þar
sem ráðuneytið lýsti þeirri skoðun
sinni að samkomulagið væri ský-
laust brot á 2. mgr. 52. gr. al-
mennra hegningarlaga um
greiðslufrest sekta, sbr. lög nr.
57/1997, og að ráðuneytið liti málið
alvarlegum augum. Þar sem sektin
hefði komið tO innheimtu hjá sýslu-
manninum á Akranesi 11. júlí 1997
hefði ekki verið heimilt að veita
lengri greiðslufrest á sektinni með
samkomulagi en eitt ár.
I umræddu samkomulagi er hins
vegar enginn greiðslufrestur af-
markaður þar sem ákveðið er að
semja eigi um eftirstöðvar skuldar-
innar í síðasta lagi í janúar 1999,
allt að hálfu ári eftir að heimill há-
marksgreiðslufrestur samkvæmt
lögum rynni út. Sagði jafnframt í
bréfinu að þar sem farið hefði verið
út fyrir lögbundnar heimildir til
þess að semja um greiðslufrest liti
ráðuneytið svo á að samkomulagið
væri ógilt. Með bréfi ráðuneytisins,
dags. 30. janúar 1998, var sýslu-
manninum á Akranesi gefinn kost-
ur á að tala máli sínu, en í bréfinu
var lýst þeirri fyrirætlan ráðuneyt-
isins að veita sýslumanni áminn-
ingu á grundvelli 21. gr. laga um
réttindi og skyldur starfsmanna
ríkisins, nr. 70/1996. Taldi ráðu-
neytið að gerð samkomulagsins af
hálfu sýslumanns væri ámælisverð.
í kjölfar ítarlegra andmæla
sýslumannsins á Akranesi tók
ráðuneytið þá ákvörðun 2. mars
1998, að veita sýslumanninum á
Akranesi áminningu. Kemur m.a.
fram í áminningu ráðuneytisins að
jafnvel þótt ekki væri tekið tillit til
Athugasemd frá
forstjóra VIS
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi frá Axeli Gíslasyni, for-
stjóra Vátryggingafélags íslands hf.
,Að gefnu tilefni og vegna opin-
berrar umfjöllunar um störf Helga
S. Guðmundssonar fyrir Vátrygg-
ingafélag íslands hf. vill undirritaður
upplýsa eftirfarandi:
Helgi S. Guðmundsson hefur starf-
að hjá Vátryggingafélagi Islands hf.
frá stofnun þess árið 1989. Hann
starfaði áður hjá Samvinnutrygging-
um gt. og hefur samtals 16 ára
starfsferil að baki í vátryggingum.
Helgi hefur um margra ára skeið
gegnt starfi sölustjóra atvinnutrygg-
inga hjá VÍS. í því starfi ber hann
ábyrgð á sölu vátrygginga til fyrir-
tækja og stofnana og stýrir hópi
sölumanna er starfa á því sviði.
Launakjör Helga í þessu starfi eru
föst mánaðarlaun, en ekki sölu- eða
umboðslaun af viðskiptum.
Það hefur því aldrei staðið til að
Helgi S. Guðmundsson fengi um-
boðs- eða sölulaun í neinu formi af
tryggingasölu til Landsbanka ís-
lands hf.
ákvæða 52. gr. almennra hegning-
arlaga þá stæðust skilmálar sam-
komulagsins ekki þær ólögfestu
reglur sem myndast höfðu um af-
borgunarsamninga á sektum lyrir
1. júlí 1997. Framangreindir samn-
ingsskilmálar væra því ámælis-
verðir, hvernig svo sem litið væri á
málið, og óyggjandi væri að sýslu-
maðurinn hefði með undirritun
þessa samkomulags sýnt af sér
vankunnáttu og óvandvirkni í
starfi.
I áminningu þessari var ekki tek-
ið á öðrum atriðum en umræddu
samkomulagi. Á það má hins vegar
benda að við skoðun fjármálaráðu-
neytisins á innheimtu sýslumanns-
ins á opinberam gjöldum í máli
ÞÞÞ var tekin sú ákvörðun að taka
úr þans höndum innheimtu þeirra.
I grein sinni víkur Guðmundur
G. Þórarinsson að þeim fullyrðing-
um sýslumannsins á Akranesi, að
dómsmálaráðuneytið hafi á undan-
fómum árum samið við nokkra að-
ila um greiðslu sekta. Hér er um
rangfærslu að ræða. Hið rétta í
málinu er að í fáeinum tilvikum
hafa lögi-eglustjórar leitað eftir að-
stoð ráðuneytisins við gerð samn-
inga um greiðslu hærri sekta.
Dæmi eru um frá gamalli tíð að
ráðuneytið hafi gert beint samn-
inga um greiðslu sekta, en á síðustu
áratugum hefur ráðuneytið einung-
is haft milligöngu um samnings-
gerð eftir málaleitan lögreglu-
stjóra, síðast árið 1991. Tilgangur-
inn með þeirri milligöngu var að
tryggja að samkomulag væri í sam-
ræmi við lög og venjubundna fram-
kvæmd. Sýslumaðurinn á Akranesi
bar samkomulag það sem hann
gerði við ÞÞÞ 21. janúar sl. ekki
undir ráðuneytið, svo sem telja
hefði mátt eðlilegt vegna þeirra
hagsmuna sem í húfi voru, svo og í
ljósi þeirrar gríðarlegu umfjöllunar
sem málið hafði fengið.
í greininni gerir Guðmundur því
skóna, að dómsmálaráðuneytinu
hafi borið að mæta á uppboð á
skuldabréfum sem tekin voru fjár-
námi í málinu og gæta hagsmuna
ríkissjóðs, og fá fordæmi séu um
slíka vanrækslu. Vegna þessa vill
dómsmálaráðuneytið taka fram, að
það er ekki hlutverk ráðuneytisins
að gæta hagsmuna ríkissjóðs hvað
þetta varðar, og hefur ráðuneytið
aldrei mætt á uppboð í þeim til-
gangi. Fulltrúi ríkissjóðs á uppboð-
inu og sá sem gæta á hagsmuna
hans hvað þetta varðar er hins veg-
ar sýslumaður, sem innheimtumað-
ur opinberra gjalda.
Sýslumaður tilkynnti fjármála-
ráðuneytinu um fyrirhugað uppboð,
sem ákvað að bjóða ekki í bréfin, af
ástæðum sem áður hafa verið ítar-
lega raktar í fjölmiðlum. Var það
meðal annars byggt á því að fyrir
uppboðið hafði sýslumaður sett
skuldabréfin til tryggingar sektar-
greiðslu í stað opinberra gjalda,
ráðstöfun sem ríkisendurskoðun
gagm-ýndi harkalega í skýrslu sinni
um málið frá því í janúar sl.
í grein sinni fjallar Guðmundui'
ennfremur um, að samkomulag það
sem sýslumaðurinn gerði hafi ekki
verið við dómþola, heldur ættingja
hans. Vekur þessi fullyrðing undr-
un, þar sem samkomulagið frá 21.
janúar sl. er augljóslega milli ÞÞÞ,
sem undirritar það sjálfur, og
sýslumannsins á Ákranesi.
Að síðustu er rétt að taka fram,
að hagsmunir ríkissjóðs af inn-
heimtu og greiðslu sekta era ekki
fjárhagslegir. Sektir eru refsing
sem ber að fullnægja samkvæmt
aðalefni sínu. Greiðist sekt ekki, í
samræmi við ákvæði laga, er unnt
að grípa til vararefsingar, og ná
þannig fram fullnustu refsingar.