Morgunblaðið - 09.05.1998, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 09.05.1998, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ HÚS Langeverslunarinnar undir Búðarklettum um aldamót. Ljósmynd/Sigfús Eymundsson. Þjóðminjasafn Verslunarreksturs Langes í Borgarnesi minnst Minninga- skjöldur settur á Pakkhúsið Borgarnesi - Hópur fólks frá Bergen í Noregi kom laugardaginn 2. maí til Borgarness til að afhjúpa minningarskjöld á eitt elsta hús bæjarins sem gengur undir heitinu Pakkhúsið. Fólkið kom frá stofnun sem kennd er við kaupmanninn Jó- hann Caspar Lange en hún er í ná- grenni Bergen. Athöfnin hófst með því að Anders Kvam stjórnarformaður Langestofnunarinnar bauð gesti velkomna í Pakkhúsinu og af- hjúpaði síðan skjöld utan á húsinu. Þar er þess minnst að Jóhann Lange hafi rekið þar verslun. Guð- mundur Guðmarsson safnahússtjóri flutti stutt ávarp og Kristín P. Hall- dórsdóttir leiðsögumaður sagði frá húsunum er Lange lét byggja. Þór Magnússon þjóðminjavörður var viðstaddur afhjúpunina og eftir hana undirritaði hann friðlýsingar- skjöl um bryggjuna sem er við Suð- umes og var byggð í tíð Langes og fiskreiti sem eru þar einnig. Langestofnunin bauð gestum til hádegisverðar og einnig var athöfn í Safnahúsi Borgarfjarðar þar sem Gerd Laastad, framkvæmdastjóri Langestofnunarinnar, tilkynnti að afhent yrðu Ijósrit af öllum bréfum sem bárust Lange vegna viðskipta hans við ísland. Edgar Hovland, prófessor við háskólann í Bergen, flutti erindi um verslunarrekstur Langes í Borgamesi. Námsstyrkur Að því loknu tilkynnti Anders Kvam að Langestofnunin í samráði við háskólann í Bergen myndi veita íslenskum nemanda við Háskóla Is- lands styrk að upphæð 32 þús. norskar krónur til að kynna sér þau gögn sem em í héraðsskjalasafninu í Borgarnesi og hjá Langestofnun- inni í Noregi og fjalla um verslunar- umsvif Langes og skila því í ritgerð- arformi sem væri hæft til útgáfu. Stuðlaði að verslunar- rekstri í Borgarnesi Jóhann Kasper Lange studdi Jón Jónsson frá Okrum eða Akra-Jón til að hefja verslunarrekstur í Borgarnesi. Lange lánaði Jóni fé til að byggja verslunarhús og íbúðar- hús á ámnum 1877-78. Hann versl- aði síðan við Jóhann Lange frá Noregi allt til ársins 1886. Þá yfir- tók Lange reksturinn vegna þess að hann gekk ekki nægilega vel hjá Akra-Jóni. Eftir það rak Jóhann Morgunblaðið/Ingimundur ÞÓR Magnússon þjóðminjavörður undirritar frið- lýsingarskjöl vegna bryggju við Brákarsund. ANDERS Kvam, stjórnarformaður Langestofnun- arinnar, afhjúpar skjöld til minningar um Jóhann Caskar Lange kaupmann í Pakkhúsinu Brákar- braut 15 Borgarnesi. Lange verslunina til ársins 1907 þar til hann seldi hana Jóni Björns- syni frá Bæ. Á þeim tíma var hann með versl- unarstjóra í Borgamesi. Þeirra kunnastur var Thor Jensen og það var í hans tíð sem „Pakkhúsið" var byggt árið 1889. Einnig var byggð bryggja úti við Brákarsund af Lange. Annar kunnur verslunar- stjóri var Bjering sem tók við af Thor Jensen. Jóhann Lange átti ekki erfingja en hann notaði það fé sem hann hafði eignast til að kaupa land skammt fyrir utan Bergen og stofna tvo sjóði. Á þessu landi ætlaðist hann til að fólk gæti notið útivistar sér til ánægju. Áhugi fyrir Borgarnesi Fyrir fjórum ámm komu fulltrú- ar frá Langestofnuninni til Borgar- ness til að forvitnast um hvað hér væri að finna af minjum um veru Jóhanns Langes. Það kom þeim á óvart hvað til er heillegt safn í Hér- aðsskjalasafni Borgarfjarðar af verslunarskjölum frá þessum tíma. Þar er að finna fjölda verslunar- bóka og bréfabóka. Þetta fólk hefur haft samband við Héraðsskjalasafnið síðan og sýnt mikinn áhuga á þeim húsum sem em hér en þau eru heillegustu minj- ar frá umsvifum Jóhanns Lange á íslandi, en hann verslaði víðar á Is- landi t.d. á Borðeyri og á Akranesi. Stofnun Jóhanns Langes í Noregi gaf út árið 1995 bók um æviferil Jó- hanns Langes. Nefnist hún: „Til en artig forlystelse for det spaserende publikum“, Johann Lange og Fjpsanger Hovedgárd. Með heim- sókn sinni til íslands nú hefur stofn- unin sýnt áhuga sinn í verki fyrir því að umsvif Langes á Islandi séu gerð ýtarleg skil. ATHUGID Frá og með 9. maí hefur Ölgerðin Egill Skallagrímsson fengið nýtt símanúmer. ATH!! NÝTT SÍMANÚMER Skiptiborð Faxnúmer Pöntunarsímsvari allan sólarhringinn Morgunblaðið/Egill Egilsson ' V pmœmmm L-AiíSÍÉ' & Varnar- garður ris- inn við Sól- bakka Flateyri - Lokið er við varnar- garðana fyrir ofan Flateyri fyrir nokkru. Aðeins þurfti að leggja lokahönd á varnargarð fyrir of- an Sólbakka en hann er iægri og ekki eins fyrirferðarmikill og varnargarðarnir sem fyrir eru. Þeirri vinnu lauk nokkrum dög- um eftir að lokið var vinnu við varnargarðana. Á Sólbakka stóð á sinum tíma Ráðherrabústaðurinn sem nú er við Tjarnargötuna í Reykjavík. Á Sólbakka búa hjónin Einar Odd- ur Kristjánsson alþm. og Sigrún Gerða Gísladóttur hjúkrunar- fræðingur. Framundan hjá Klæðnings- mönnum eru framkvæmdir við lokafrágang svæðisins þaðan sem jarðvegurinn í garðana var tekinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.