Morgunblaðið - 09.05.1998, Page 18

Morgunblaðið - 09.05.1998, Page 18
18 LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ aÉ| BPl mest seldu fólksbíla- lc » j tegundirnar í á jan.-april 1998 fyrra ári Fjöldi % % 1- Toyota 660 17,5 +36,4 2. Volkswaqen 365 9,7 +8,3 3. Subaru 357 9,5 -1,4 4. Nissan 333 8,8 +69,0 5. Mitsubishi 315 8,3 -0,9 6. Opel 261 6,9 +46,6 7. Suzuki 216 5,7 +39,4 8. Hyundai 192 5,1 -23,8 9. Honda 182 4,8 +160,0 10. Ssanqyonq 132 3,5 +109,5 11. Renauit 132 3,5 +8,2 12. Ford 130 3,4 -13,3 13. Peuqeot 122 3,2 +130,2 14. Daihatsu 82 2,2 +154,0 15. Volvo 59 1,6 +20,4 Aðrar teg. 238 6,3 +16,7 Samtals 3.776 100,0 +28,8 3.776 Bifreiða- I Nýskráðum ökutækjum fjölgar INNFLUTNINGUR á nýjum bílum jókst um 26% á fyrstu fjórum mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Alls voru fluttir inn 3.776 bílar á tímabilinu en I apríllok á síðasta ári höfðu 2.999 nýjar bifreiðar verið skráðar til landsins. Honda umboðið var með mestu söluaukninguna á milli ára eða 160%, Daihatsu bætti sig um 154% og Peugeot um 130,2%. Innflutningur á stærri atvinnubifreiðum á umræddu tímabili þessa árs var 346 eintök á móti 285 bílum í fyrra, sem er 21,4% aukning á milli ára. BMW getur misst af góðu tækifæri Frankfurt. Reuters. BMW AG bifreiðafyrirtækið í Bæj- aralandi getur misst af þróun í átt til samþjöppunar og uppstokkunar í bílaiðnaði, ef það kemur ekki fram með hærra tilboð í slag þess og Volkswagen AG um Rolls-Royce að áliti sérfræðinga. Skömmu eftir þá ákvörðun Daim- ler-Benz AG og Chrysler Corp að sameinast virðist flest benda til þess að Volkswagen kaupi brezka lúxusbílaíyrirtækið Rolls Royce Motor Cai-s. Ef bæverska bifreiðafyrirtækið gerir ekki nýtt tilboð í Rolls-Royce kann það að dragast aftur úr þýzk- um keppinautum sínum, sem reyna að víkka út starfsemi sína í heimin- um. Heimildir í fyrirtækinu herma að BMW hafi ekki í hyggju að gera móðurfyrirtæki Rolls, Vickers Plc, nýtt tilboð eftir þá ákvörðun brezka fyrirtækisins að taka boði Volkswagens. Öllum á óvart samþykkti Vickers að selja brezka lúxusbílafyrirtækið VW fyrir 430 milljónir punda og breytti þar með fyrri ákvörðun um að taka 340 milljóna punda boði BMW. Piech býst við tilboði VW-forstjórinn Ferdinand Piech sagði í viðtali við Braunschweiger Zeitung að hugsanlegt væri að BMW kæmi aftur fram með hærra tilboð. Sumir sérfræðingar eru á sama máli. „Geri þeir það ekki virðast þeir bíða ósigur. Eg held að þeir muni ekki halda að sér höndum," sagði sérfræðingur BHF Bank. Séfræðingar og fjárfestar bíða eftir næsta leik BMW, en lítill tími er til stefnu. Hluthafar Vickers eiga að ræða tilboðin á sérstökum fundi 4. júní. Verð hlutabréfa í BMW hækkaði um 19,5 mörk í 1985,50 í gærmorg- un. Verð bréfa í Volkswagen lækkaði um 23 mörk í 1.425 mörk. Bréf í Daimler-Benz lækkuðu, eftir hækk- un daginn áður, um 30 pfenninga í 199,70 mörk. Aðalfundur Handsals hf. KANIÐSAL M... hiluthaíar í mfiíaií 199E Nýtt hlutafé 115 milljónir Hlutfafi Hlutafé Hlutur 1. Trygging hf. kr. 39.408.000 25,81% 2. Lífeyrissj. Austurlands 38.602.118 25,28% 3. Sparisjóður Vélstjóra 12.760.830 4. Skeifan 15 sf. 9.469.398 5. Saxhóll hf. 5.695.830 6. Sigurður M. Magnússon 4.554.159 7. Eignarhaldsf. Alþýðub. 4.400.000 8. Byggingamiðstöðin sf. 4.160.000 9. Guðmundur Sigurðsson 3.000.000 10. Jón I. Júlíusson 2.366.813 Samtals 124.417.148 81,47% Aðrir 28.268.586 18,51% 8,36% 6,20% 3,73% 2,98% 2,88% 2,72% M 1,96% I 1,55% 1 l'IVSCINVH SEXTÁN nýir aðilar hafa fjárfest í hlutafé að andvirði 115 milljónir króna að nafnverði í Handsali hf. Þar með eru hluthafar í félaginu orðnir 62 og nafnverð hlutafjár rúmlega 152 miiljónir. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins í gær. Þorsteinn Ólafsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að án tilkomu hlutafjáraukningarinnar, þá hefði reksturinn á þessu ári orðið þung- ur: „Markaðssetningu félagsins hafa verið settar þröngar skorður vegna þungrar lausafjárstöðu og mikilla eigna í verðbréfum. Félagið hefði því að óbreyttu ekki átt nokkra vaxtamöguleika í framtíð- inni. Með nýju hlutafé fæst aukið rekstrarfjármagn og mögulegt verður að ná í lánsfé á góðum kjör- um sem skapar okkur aukin tæki- færi á markaðnum." Juku hlut sinn um 35 milljónir Stærstu hluthafarnir eru nú Trygging hf. með 25,81% eignar- hlut að nafnverði kr. 39.408.000 og Lífeyrissjóður Austuriands sem á 25,28% hlut að nafnverði kr. 38.602.118 en félögin tvö keyptu hvort um sig 35 m.kr. hlut í útboð- inu. Eins og fram hefur komið tapaði félagið 69,7 m.kr. á síðasta ári, þrátt fyrir að 8,4 m.kr. hagnaður hafi orðið af reglulegri starfsemi þess. Rekstrargjöld á síðasta ári námu samtals 117,4 m.kr. sem er 14,6% hækkun frá fyrra ári. Að sögn Þor- steins, er sú aukning fyrst og fremst tilkomin vegna meiri vinnu lögmanna og endurskoðenda í þágu félagsins við úrvinnslu ýmissa for- tíðarmála. Hann sagði rekstrar- horfur þessa árs betri með tilkomu hlutafjáraukningarinnar og að menn eigi von á að Handsal hf. skili góðum hagnaði á árinu. Ein breyting var gerð á stjórn félagsins frá síðasta ári. Einar Baldvinsson kemur nýr inn fyrir Agúst Karlsson sem lætur af störfum. Jón Guðmundsson er formaður félagsins og Ragnar S. Halldórsson varaformaður. Aðrir stjórnarmenn eru Sigurður M. Magnússon og Sveinn Val- fells. Endanlega töpuð útlán ríkisviðskiptabankanna 14 milljarðar á fímm árum Landsbankinn stefnir að lækkun útlánatapa í V2 % BANKASTJÓRI Landsbanka ís- lands hf. hefur sett þau markmið fyrir starfsemi bankans að minnka útlánatöp hans úr 1% niður í hálft prósent af heildareignum. Síðustu fimm ár hafa verið endanlega af- skrifuð útlán sem að meðaltali nema 2% af eignum. Mest tryggð með veðum Landsbanki íslands afskrifaði endanlega töpuð útlán að fjárhæð 10,6 milljarðar króna á árunum 1993 til 1997 og Búnaðarbankinn afskrifaði endanlega 3,1 milljarð á sama tíma. Kemur þetta fram í skriflegu svari viðskiptaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðar- dóttur. Utlánatöp Landsbankans skiptast þannig að 9,4 milljarðar eru vegna lögaðila og 1,2 milljarðar vegna einstaklinga. Sama skipting hjá Búnaðarbankanum er 2,9 millj- arðar vegna lögaðila og 250 milljón- ir vegna einstaklinga. Afskriftir þeirra tíu lögaðila sem mest var afskrifað hjá á hverju hinna tilgreindu ára voru samtals á þessu fimm ára tímabili 4,2 millj- arðar kr. hjá Landsbankanum. Stærstur hluti þess hafði verið tryggður með fasteigna- eða skipa- veði, eða 2 milljarðar kr., en einn milljarður hafði verið með trygg- ingar í afurðum eða kröfum. Mestu afskriftirnar voru vegna lána sem flokkuð voru til sjávarútvegs, 1,3 milljarðar kr., og iðnaðar, 1,2 millj- arðar kr. Búnaðarbankinn tapaði endan- lega 2 milljörðum vegna þeirra tíu lögaðila sem mest var afskrifað hjá á umræddum árum. Meginhluti þeirra útlána hafði verið lánaður gegn veðum, eða 1,6 milljarðar kr. Mestu afskriftirnar voru vegna út- lána sem flokkuð voru sem þjón- usta, 840 milljónir kr., en 590 millj- ónir voru vegna iðnaðar og 490 milljónir vegna verslunar, að því er fram kemur í svari viðsldptaráð- herra. Ný markmið Landsbanka Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbanka Islands hf., segir að afskriftir útlána séu hluti af starfsemi viðskiptabanka. Yfirleitt sé reiknað með að afskriftir geti numið um 1% af útlánum en fram- lög Landsbankans í afskriftasjóð útlána voru einmitt nálægt því marki á síðasta ári. Hins vegar lýsi tölur um að töpuð útlán nemi 2% að meðaltali á ári því að bankinn hafi tekið nokkra áhættu í starfi sínu. Honum hafi verið ætlað að gera það og hafi tapað verulegum fjármun- um í niðursveiflu efnahagslífsins á árunum eftir 1990. Halldór leggur á það áherslu að búið hafi verið að áætla fyrir þess- um útlánatöpum á sínum tíma og þrátt fyrir þau hafi bankinn verið rekinn með hagnaði flest árin. Og ríkissjóður hafi ekki tapað pening- um vegna starfsemi hans. Bankastjórinn segir að búið hafi verið að vinna bug á meginhluta umræddra vandamála áður en hann kom í bankann og leggja grunn að auknum árangri á þessu sviði. Hann segir stjómendur bankans hafa sett sér það markmið að minnka afskriftir útlána úr 1% í 'A% á næstu 5-7 árum. Það sé í samræmi við það sem best gerist við samruna banka í Norður-Evr- ópu. Þetta segir hann að verði gert með auknu aðhaldi í útlánum og með því að stýra betur áhættu bankans. Verið sé að setja upp nýtt ferli við ákvarðanir um útlán, meðal annars með því að stofna lána- nefndir. „Innlend verð- bólga“ 4% INNLENDI þáttur vísitölu neysluverðs, það er að segja þjónusta, húsnæði og innlend- ar vörur, hefur hækkað um 1,3% frá áramótum sem svarar til þess að „innlend verðbólga" hafi verið um 4% á ársgrund- velli. I Vikutíðindum Búnaðar- bankans verðbréfa kemui' fram að sú 0,94% hækkun vísitölu neysluverðs sem orðið hafi frá áramótum og sýni 2,8% verð- bólguhraða sé samsett annars vegar úr innlendri verðbólgu og erlendri verðhjöðnun. Bent er á að innlendi þáttur vísitölunnar mæli 4% verðbólgu en erlendi þáttur hennar mæli 1,2% verð- hjöðnun. Fram kemur að krónan hafi styrkst um tæp 0,7% frá ára- mótum og það hafi leitt til lægra innflutningsverðs. Telja megi að þar liggi hluti skýring- ar á lækkun hins erlenda þátt- ar vísitölu neysluverðs en einnig sé gert ráð fyrir að áhrif kreppunnar í Asíu kunni að leiða til frekari lækkunar á innflutningsverði á árinu. Niðurstaða hugleiðinganna er sú að ef krónan hættir að styrkjast sé líklegt að verð- bólga aukist, þar sem erlendi þáttur hennar hafi haldið aftur af verðbólgunni framan af ári. I þessu sambandi er á það bent að frá síðustu verðbólgumæl- ingu hafi krónan nánast staðið í stað. Pepsi í mál gegn Coke New York. Reuters. PEPSICO Inc. hefur höfðað mál gegn Coca-Cola Co. á grundvelli löggjafar gegn hringamyndun og sakar fyrir- tækið um að birgja matvæla- dreifendur upp af Coke með því skilyrði að þeir dreifi ekki Pepsi. Staðhæft er að Coca-Cola reyni að ná einokunaraðstöðu á markaði fyrir gosdrykki, sem sjálfstæð fyrirtæki dreifa til veitingahúsakeðja, kvikmynda- húsa og annarra viðskiptavina um öll Bandarikin. PepsiCo krefst skaðabóta og að komið verði í veg fyrir að Coca-Cola leiti eftir samkomu- lagi við matvæladreifendur um að þeir skipti ekki við PepsiCo, eða framfylgi slíku samkomu- lagi. Um leið er farið fram á að komið verði í veg fyrir að Coca-Cola grípi tO aðgerða, eða hóti aðgerðum, gegn mat- væladreifendum, sem dreifa framleiðslu PepsiCo. Dow Jones hækkar um riíma 100 punkta New York. Reuters. DOW JONES vísitalan hækk- aði um rúmlega 100 punkta í gærmorgun, einkum vegna frétta um að atvinnuleysi hefði ekki verið minna í 20 ár í síð- asta mánuði. Klukkan 11 að staðartíma hafði Dow hækkað um 100,39 punkta í 9077,07. Evrópsk hlutabréf náðu sér aftur á strik eftir hækkun Dow, en staða dollars versnaði nokk- uð eftir skammvinna hækkun. Að sögn bandarískra stjórn- valda minnkaði atvinnuleysi í apríl í 4,3% úr 4,7% í marz.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.