Morgunblaðið - 09.05.1998, Side 21

Morgunblaðið - 09.05.1998, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998 21 ( 1. grein laga um stjórn fiskveiða segir að fiskimiðin í efnahagslögsögu íslands séu sameign þjóðarinnar. Þrátt fyrir það hefur nokkrum fyrirtækjum og einstaklingum verið gefinn einkaréttur til þess að nýta sameign okkar, Auðlindin gengur nú kaupum og sölum örfáum einstaklingum tii ævintýralegs ábata. Hvaða rétt átt þú? á Alþingi er nú tekist á um auðlindir landsins. ( orði kveðnu á miðhálendi landsins að teljast sameign okkar allra. En það á samt að skipta hálendinu upp á miðja jökla í ræmur milli 42 sveitarfélaga þar sem búa um 4% þjóðarinnar og fá þeim í hendur vald til að skipuleggja nýtingu á landi og landgæðum á miðhálendinu sem telur 40% af öllu flatarmáli íslands. Hvaða rétt átt þú? Útivistarsamtök, fólk og fyrirtæki í ferðaiðnaði, náttúruverndarsamtök, áhugafólk um gróðurvernd og 96 af hverjum 100 (slendingum eiga engan rétt að hafa tii aðildar að ákvörðunum um skipulag og nýtingu miðhálendisins og auðlinda þess. Og meira stendur til... í skjóli öflugs þingmeirihluta hyggjast Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur ákveða að öll verðmæti í jörðu á hvaða dýpi sem þau liggja - djúphiti, málmar, önnur jarðefni, olía - skuli teljast ævarandi eign hvers jarðeiganda og skuli þjóðin greiða þeim fullar bætur fyrir ef hún nýtir slík verðmæti í sína þágu. Hvaða rétt átt þú? Jafnaðarmenn berjast fyrir því að miðhálendið sé eitt stjórnsýslusvæði þar sem allir landsmenn hafi sama rétt til áhrifa og fyrir því að auðlindir í iðrum jarðar séu sameign okkar allra. Hver og einn verður nú að skoða hug sinn og spyrja: Hafi sérhagsmunaöflin sigur - hvar er þá landið mitt? Eiga þeir stuðning skilið sem vilja halda áfram að afhenda hinum fáu forræði á auðlindum íslands fyrir ekkert? Jafnaðarmenn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.