Morgunblaðið - 09.05.1998, Side 22
22 LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Verkamaimaflokkurimi hélt sínu í sveitarstjórnarkosningum
Áhugaleysi kjós-
enda einkennandi
London. Reuters.
BRESKI Verkamannaflokkurinn
gekk í fyrradag í gegnum sína
fyrstu prófraun frá því hann komst
til valda fyrir ári þegar fram fóru
sveitar- og bæjarstjómarkosning-
ar á Bretlandi. Ahugaleysi ein-
kenndi kosningamar og er talið að
tveir af hverjum þremur kjósend-
um hafi setið heima. íhaldsflokkur-
inn vann nokkuð á, um 250 sæti, á
meðan Verkamannaflokkurinn tap-
aði tæplega 100 sætum. Frjáls-
lyndir demókratar töpuðu sömu-
leiðis um 100 sætum.
Alls var kosið um rúmlega 4.000
sæti í bæjar- og sveitarstjómum
víðsvegar á Bretlandi og þrátt fyrir
nokkra breytingu á sætaskipan
hafði það ekki mikil áhrif á það
hver fer með völdin. Nánast und-
antekningarlaust hélt núverandi
meirihluti. Þótt Ihaldsflokkurinn
ynni nokkur sæti af hinum flokkun-
um telja stjómmálaskýrendur
Tony Blair forsætisráðherra og
flokk hans hafa staðist eldskírnina.
Hann hlaut nú 38% greiddra at-
kvæða í staðinn fyrir 44% í þing-
kosningunum fyrir ári þegar hann
komst til valda. Ihaldsflokkurinn
stóð nokkuð í stað, hlaut 32%, en
Frjálslyndir unnu á, hlutu 25%
fylgi í kosningunum.
Stjómmálaskýrendur benda á að
það sé einmitt vaninn að ríkjandi
stjómvöld tapi fylgi í sveitarstjórn-
arkosningum og árangur Ihalds-
manna sé því ekki hægt að túlka
sem sigur, mikiu fremur sé hægt
að segja að flokkurinn standi al-
mennt í stað sem hljóti að vera
nokkur vonbrigði. Helsta áhyggju-
efni Blairs er þess vegna ekki
slæm útkoma heldur frekar hversu
lítinn áhuga kjósendur sýndu kosn-
ingunum, sem og sérstakri at-
kvæðagreiðslu í London þar sem
kosið var um þá hugmynd Blairs að
taka á nýjan leik upp embætti
borgarstjóra.
Áhugaleysi kom niður á
V erkamannaflokknu m
Áhugaleysi kjósenda er talið
hafa komið niður á fylgi Verka-
mannaflokksins. John Prescott að-
stoðarforsætisráðherra taldi stuðn-
ingsmenn flokksins hafa sofið á
verðinum, verið of sigurvissa til að
hafa fyrir því að mæta á kjörstað.
Reuters
TONY Blair og kona hans
Cherie á kjörstað að morgni
fimmtudags.
Það væri vissulega áhyggjuefni. í
Salford, þar sem Verkamanna-
flokkurinn hefur jafnan getað
treyst á sigur, var kosningaþátt-
taka einungis 10% og sagði Blair
við blaðamenn að slíkar tölur
sýndu nauðsyn þess að breyta fyr-
irkomulagi sveitarstjóma og færa í
nútímalegra horf.
William Hague, leiðtogi íhalds-
flokksins, teldi úrslitin skref í rétta
átt fyrir íhaldsflokkinn, en kosn-
ingamar voru einnig frumraun
hans sem flokksleiðtoga. Tony Bla-
ir fagnaði hins vegar stuðningi
kjósenda við tillögu sína um að
stofna til 25 manna borgarráðs og
borgarstjóraembættis í London.
Mikill meirihluti, eða um 72%,
samþykkti tillöguna og er nú stefnt
að því að efna til svipaðra kosninga
í öðrum stærri borgum Bretlands.
Sem fyrr er þó áhyggjuefni fyrir
Blair hversu fáir sáu ástæðu til að
mæta á kjörstað, einungis 34%
kjósenda tóku þátt í atkvæða-
greiðslunni.
Vandasamt verður fyrir Verka-
mannaflokkinn að útnefna fram-
bjóðanda í hlutverk borgarstjóra
þvi talið er að Ken Livingstone,
einn af helstu gagnrýnendum Bla-
irs innan flokksins, hafi mikinn
stuðning í embættið. Livingstone
sagðist í gær telja ólíklegt að Blair
myndi beita sér gegn útnefningu
sinni en ekki verður ákveðið fyrr
en seinna í sumar hvernig að valinu
verður staðið. Aðrir sem nefndir
hafa verið sem mögulegir fram-
bjóðendur eru t.d. Oskarsverð-
launaleikkonan Glenda Jackson,
sem nú situr á þingi, og hinn um-
deildi ráðherra íþróttamála, Tony
Banks. Þá hefur nafn Richard
Bransons, forstjóra Virgin-sam-
steypunnar, oft heyrst nefnt í
þessu sambandi en hann hefur
sjálfur lítið vilja gefa út á þann
möjguleika að hann fari í framboð.
Ihaldsmenn hafa hins vegar lof-
að prófkjöri meðal félagsmanna
sinna um hver verður frambjóð-
andi þeirra. Sem stendur er talið
að rithöfundurinn og fyrrverandi
flokksformaðurinn Jeffrey Archer
lávarður standi fremstur meðal
jafningja, en flokksforystan er tal-
in hafa ýmislegt við hann að at-
huga. Rætt er um að langhlaupar-
inn og ólympíumeistarinn fyrrver-
andi Sebastian Coe komi einnig til
greina, en hann tapaði þingsæti
sínu í fyrra.
Eitt ár síðan Blair
tók við völdum
Eitt ár er nú liðið frá stórsigri
Verkamannaflokksins í þingkosn-
ingum sem batt enda á 18 ára
valdatíð íhaldsmanna á Bretlandi.
Flokkurinn stendur í flestum til-
fellum vel á þessum tímamótum og
leiðarahöfundar The Economist
sögðu t.d. í vikunni að þótt ýmis-
legt gagnrýnivert hefði gerst í
valdatíð Tonys Blairs væri engin
ástæða til annars en hrósa honum
fyrir vel unnin störf. Þar ber hæst
þann árangur sem náðst hefur á N-
Irlandi, en kosið verður um friðar-
samkomulag þar 22. maí næstkom-
andi. Hvað efnahagsstjómun varð-
ar telur The Economist Blair hafa
staðið sig bærilega, hann hefði ekki
tekið upp stjómarhætti „gamla“
Verkamannaflokksins heldur hald-
ið á loft sérstakri útgáfu sinni af
„Thatcherisma". „Bretlandi líkar
vel við „nýja“ Verkamannaflokldnn
og þar sem hér er komið sögu er
ekki margt sem hægt er að láta sér
mislíka“ era lokaorð leiðarans.
Reuters
ANNAN og Nane eiginkona hans heimsóttu þorpið Mwurire í ná-
grenni Kígalí, höfuðborgar Rúanda, þar sem komið hefur verið fyrir
safni til minningar um þá er féllu í þjóðarmorðunum 1994.
Kofí Annan á ferð um átta Afríkuríki
Fékk óblíðar við-
tökur í Rúanda
Kígalí. Reuters.
KOFI Annan, aðalritari Samein-
uðu þjóðanna, sagðist í gær hafa
vitað fyrirfram að ferð sín til Rú-
anda yrði ekki auðveld en að hann
hefði ávallt verið vinveittur íbúum
Rúanda og að hann yrði það
áfram.
Annan, sem nú er á átta landa
ferðalagi um Afríku, var gagnrýnd-
ur á fimmtudag af utanríkisráð-
herra Rúanda fyrir að hafa ekki
gert nægilega mikið til að koma í
veg fyrir þjóðarmorðið í landinu
árið 1994 þegar talið er að um
800.000 Tútsímenn hafi verið myrt-
ir af þáverandi stjórnarherram.
Annan var þá yfírmaður friðar-
sveita Sameinuðu þjóðanna.
Jafnframt telur Pasteur Bizim-
ungu, forseti Rúanda, Annan hafa
sýnt hroka í ræðu sem hann hélt
fyrir þingmenn í Kígalí, höfuðborg
Rúanda, en þar hvatti hann stjóm-
völd til að gera yfirbót og sýna
mildi gagnvart þeim er nú bíða
dóms vegna þjóðarmorðanna.
Stjómvöld í Rúanda telja að
Annan hefði sjálfur átt að gera yf-
irbót vegna aðgerðarleysis SÞ og
til að mótmæla ummælum Annans
hunsuðu Bizimungu og aðrir helstu
stjórnarherrar í Rúanda því kvöld-
verðarboð sem haldið var til heið-
urs Annan. Áður en hann yfirgaf
Rúanda átti Annan þó fundi með
forsetanum og sagði eftir hann að
samtal þeirra hefði verið gott og að
hann væri sannfærður um vilja
stjómvalda til að stýra landinu á
sanngjarnan hátt.
Dole hrifinn af Viagra
Washington. Reuters.
BOB Dole, fyrrverandi forseta-
frambjóðandi í Bandaríkjunum,
sagði á fimmtudag að hann
hefði tekið þátt í tilraunum
með nýja getuleysistöfralyfíð
Viagra, eftir að hann hafði
sigrast á krabbameini í blöðru-
hálskirtli.
„Þetta er frábært lyf, ég vildi
að ég hefði keypt hlut fyrr,“
sagði hann í viðtali við Larry
King á sjónvarpsstöðinni CNN,
og skírskotaði þar til þess, að
verð hlutabréfa í lyfjafyrirtæk-
inu Pfizer snarhækkaði eftir að
bandaríska matvæla- og lyíjaeft-
irlitið (FDA) samþykkti sölu á
lyfinu.
Tilraunir voru gerðar með
virkan lyfsins á rúmlega 3.000
karlmönnum og leiddu í ljós að
Iyfið vann gegn getuleysi af
völdum sykursýki, mænuskaða
og aðgerð á blöðruhálskirtli.
Dole sagði að lyfið virkaði vel.
„Milljónir manna þjást af getu-
leysi, og þetta gæti verið fyrsta
skrefíð,“ sagði hann.
I / / I Verð frá
Syngur pu i bil? Mazda 323 f 1.595.000
Nú fylgir geislaspilari
ásamt geislaplötu að eigin vali.
°P»ð laugardag
fra 12 til 16 y
Umboðsmenn: Akranes: Bílás sf. • ísafjörður: Bílatangi ehf. • Akureyri: BSA hf. • Egilsstaðir: Bilasalan Fell • Selfoss: Betri bílasalan • Vestmannaeyjar: Bifreiðaverkstæði Muggs