Morgunblaðið - 09.05.1998, Síða 29

Morgunblaðið - 09.05.1998, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1997 29 Draumsins Harpa DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns Harpa vekur von og kæti vingjarnleg og kvik á fæti. ÞESSI gamli húsgangur talar fyrir hönd tímans sem nú fer í hönd, tímans þegar jörðin vaknar af svefni vetrar og ltfið opnar augu sín í spum um gróanda og gnótt daga til fegrunar og skrúðs. 11817)3 draumsins er einnig komin á stjá og boðar dreymendum betri tíð, fyllri svefhtíma þar sem fyrr- um ókunn lönd draumsins verða nú könnuð á draumtíma til aukins skilnings á þeim inm-a veraleik sem maðurinn er. Þessar sjálf- ræktar ferðir draumsins inn til dulvitundar og út til meðvitundar gera dreymandann smám saman að fróðum manni um innri málefni jafnt sem ytri, líkt og ferðamaður um Island verður fróðari með hverri ferð um landið og engin ein er annarri lík. A ferðum sínum um Draumalandið verður dreymandinn vísari um gildi þess að rýna í svörðinn jafnt sem að horfa vítt og safna í sarp sinn sjaldséðum draumtáknum en skoða þau algengu. Litbrigði táknanna og form veita honum inn- sýn í þá miklu bók draumanna sem hann skapar með ferðum sínum um innlönd draumsins. Hann fær- ir í bókina og skráir ferðir sínar og fundi, safhar tákn- um, litrófi, meiningum, áferð og efni margs konar ásamt ýmsum öðrum tilbrigðum draumsins í registur landsins, því hóll er ekki bara hóU, hann er Harpa þín og gæfa. Draumar „Öldu“ I. Ég var á leiðinni í Bónus í Holtagörðum að gera innkaup. Þetta var heillöng vegalengd að ganga (rösklega) eins og ég er vön. Leiðin lá öll eftir prömmum (flotbrúm) úr tré úti á sjó, ég gekk og gekk en alltaf á sjó. Loks þyk- ist ég sjá tvær ungar léttklæddar stúlkur spöl á undan mér, þær voru fallegar, ljóshærðai- í faUeg- um kjólum. Sól skein á heiði á þessum faUega sumardegi. Ég herti gönguna tU að ná þeim en þær komu að einhvers konar vindubrú sem mér sýndist snar- brött brekka upp á annan veginn og jafnbrött niður hinn. Þær hlupu niður bröttu brekkuna en ég nálgaðist þær meii- og meir. Þegai- ég kem að brúnni, steðja ég upp og húrrast niður hinumegin á rassinum. Fannst mér snerpan og krafturinn geisla af mér. Þegar ég stend upp sé ég gamlan mann sem var í útsýnistumi úr gleri, hann leit á mig aðdáunaraugum og mér fannst svipurinn segja „sko þetta getur hún enn sú gamla“. Skömmu síðar varð lítið ljóshært grátandi stúlkubam á vegi mín- um, ég tók það í fangið og fann að ég ætlaði ekki að sleppa því aftur. II. Mér og mínu fylgdarliði hafði verið boðið í mat í húsi í Hafnarfirði. Sú sem bauð hét Erla og hafi verið yfirmaður minn um skeið. Að máltíð lokinni var ég ein frammi í forstofu með tveim svörtum hundum og nokkram börnum. Allir vildu út að leika sér svo ég opnaði hurð- ina, en þá fann ég til mikils ótta vegna hugsanlegrar reiði Erlu. Að heimboðinu loknu eram við staddar úti í garði Erlu sem hún sýnir mér. Hún er stolt af garðin- um sem er listaverk vegna forms- ins sem jarðvegurinn er látinn mynda. Hún leiðir litinn dreng og við göngum eftir þessum óvenju- legu formum og komum þar sem garðurinn er lægri, þar vaxa nokkur nýgróðursett tré í röð. Fyrsta tréð var fallegt afbrigði af dýrmætu japönsku tré. „Þú mátt eiga tréð,“ segir Erla. III. Ég var í vinnusal í húsi, þetta var lítill salm- málaður fól- grænn í hólf og gólf. Vélar og túrbínur era á víð og dreif og ein er biluð, sú lítur út eins og stór suðupottur og úr henni hafði lekið dökkm- vökvi sem hylur gólfið. Undirmaður minn hefur gert mis- tök og ég er reið, læt skammirnar dynja á honum þó ég viti að ég eigi að stilla mig og það geti reynst mér dýrkeypt því þessi vera sem er ekki maður en í mannslíki með hulið andlit er hættuleg og valdamikil. Ég skipa honum að þrífa gólfið, hann lætur sem ekkert sé og byrjar að þrífa. IV. Ég stend fyrir utan bygg- ingu á mörgum hæðum. Það er kvöld og hryssingslegt veður, til vinstri handan við breiða umferð- argötu era lögreglumenn að reka áfram hóp af nöktu fólki, það er skelft og skjálfandi. Sjórinn gutlar þama við ströndina meðfram göt- unni. Fólkið hafði verið nakið á bát úti á flóanum við ósæmilegt athæfi. V. Guðrún vinkona mín bað mig að baka köku eða skreyta rjóma- tertu. Ég sé enga tertubotna á eldhúsborðinu en þar er gömul hrærivél og skálin full af þeyttum rjóma. Meira er ekki að sjá í eld- húsinu sem er gamalt og þröngt en Guðrún var í vinnunni. Ráðning Draumamir fimm snúast um þig, persónu þína og innviði. I. Draumurinn sýnir kraft þinn, áræði og langanir (gekkst rösk- lega/húrrast niður/stúlkumar létt- klæddu) sem þú virðist ekki hafa notið sem skyldi til þessa eða ekki (geng eftfr prömmum) fengið að framkvæma. Maðurinn í glertum- inum gefur vísbendingu um orsök hömlunar þinnar og bai-nið er barnið í þér sem þú ert nú að ná aftur til þín. H. Erla (nafnið þýðir smáó- happ) vísar til samviskubits eða trega vegna íyrram framkvæmda- leysis (í Hafnarfu-ði) þíns. Garður- inn er þinn innri veruleiki og seinni hluti draumsins bendfr á breytingar til góðs (japanska tréð og orðErlu). III. í þriðja drauminum ertu að vinna úr þínum málum og undir- maður þinn, sá hættulegi ert þú sjálf eða þættir í þér sem þú hefur vanrækt. Þú hreinsar út hvað sem tautar og raular (dökki vökvinn). IV. Breytingunum sem fyrstu draumamir þrír tala um fylgir uggur og innri ótti um hvort þú sért að gera rétt eða eitthvað ósæmilegt með hegðun þinni og það kemur fram í fjórða draumn- um. V. Og Guðrún (nafnið merkir lukka) segii- með fjaivera sinni að þú ein getir farið leiðina gegnum di-aumana fimm og uppskorið gósentíð (þeytti rjóminn í skálinni) í gleði/lukku. • Þeir lesendur sem vilja fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæð- ingardegi og ári ásamt heimilis- fangi og dulnefni til birtingar til: Draumstafir Morgunblaðið Kringlunni I 103 Reykjavík Mynd/Kri.stján Kristjánsson VIÐ draumsins lind hjá Hörpu hugans. Líföndun Að anda er að lifa GuBrún Arnalds verfiur mefi kvöldnámskeifi I líföndun dagana 20., 21., 27. og 28. mal og helgamámskeiö 30. og 31. mal. Langar þig til aö fá aukna starfsorku og ItfsgleÖi og sjá líf þitt í skýrara Ijósi? Langar þig til aö opna fyrir nýja möguleika og ftnna gleðina í líðandi stundu? Ef viö lærum aö anda léttar veröur líf okkar ósjálfrátt léttara Nýturþú andartaksins? Hildur Jónsdóttir s: 895 9447 / 551 9447 Bókanir og allar nánari upplýsingar. OSRAM DULUX EL CLASSIC ...sem lifir í 12.000 klukkutíma VEISLA Eldhústæki á ótrúlegagóðu verði Uppþvottavélar Verð frá 45.885.- Bakarofnar Verð frá 29.90a- Örbylgjuofnar Helluborð Verð frá 14.900.- Verð frá 17.000.- Kæliskápar Verð frá 19W#' Auk þess viftur, háfar, þurrkarar og þvottavélar í miklu úrvali. PFA F ‘Heimilistœkjaverslun Grensásvegur 13 -108 Reykjavík - Sími 333 2222

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.