Morgunblaðið - 09.05.1998, Page 40

Morgunblaðið - 09.05.1998, Page 40
MORGUNBLAÐIÐ . 40 LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998 bj órglasa tunga „Það er vandræðalegt að sjá hvernig við höldum áfram hernámi íslenska menningararfsinsþrátt fyrir harðorð mótmæli Islendinga. “ ANAMSSTEFNU á vegum Verslunarráðs, auglýsenda, auglýs- ingastofa og Reykja- víkurborgar sem ég sat nýlega í því skyni að fræðast af tveimur nafntoguðum markaðs- mönnum frá Noregi sem sérhæft hafa sig í markaðssetningu íþrótta og menningar, svokallaðri kostun, vakti það ekki athygli mína að Norðmennirnir mæltu á ensku. Pað sem kom mér á óvart var að þegar þeir gripu til norskunnar í eitt skipti voru menn í salnum sem virtust skilja þá og kunnu greinilega norskunni vel. Það stóð að vísu stutt. VIDHORF Eftir Jóhann Hjálmarsson Eftir fáeinar kunnuglegar norskar setn- ingar barst rödd úr salnum, einbeittur maður bað um að ensk- an yrði tekin upp aftur og hafði eftirfarandi skýringu um norsk- una: „Við þurfum tvö glös af öli til að skilja þetta.“ Það verður æ algengara að Norðurlandabúar tali saman á ensku, einkum á ráðstefnum og þingum. Enska er svo mikið við- skiptamál að varla verður spornað gegn því að hún sé notuð af versl- unarmönnum. Einkum eru það bókmenntaþing hvers konar og norrænir nefndai'fundir í bók- menntum og skyldum fræðum sem reyna að bregðast ekki hin- um norræna anda og tala saman á þeim afskekktu smálandamálum sem eru okkar. Þetta tekst yfir- leitt ágætlega þótt ýmislegt sé farið að minna á yfirráð stærri tungumála. Ekki síst fræðimenn- irnir sjálfir, t.d. bókmennta- og listfræðingar, eiga það tii að nota orð og setningar langt frá nor- rænum uppruna. Því skyldi ekki einungis ásaka viðskiptafólk þótt það líti á ensku sem sitt sam- skiptamál. Af því að ég er ekki vanur að sitja námsstefnur, allra síst um viðskiptamál eins og kostun og markaðssetningu, verð ég aftur á móti að segja að efth- fyrrnefndri samkomu að dæma eru þær prýðilega skipulagðar og um mai-gt lærdómsríkar. Að meðtöld- um ölglösunum voru fyrirspurnir og innskot þátttakenda með mál- efnalegum hætti og til þess falln- ar að glæða umræðuna og koma með ný sjónarhorn. Það er meh’a en hægt er að segja um margar menningarráðstefnur, ekki síst á íslandi, þar sem erfítt getur ' reynst að halda furðufuglum í skefjum og menn hallast að eintali sem er utan og ofan við dag- skrámar. I nýlegri grein í norska Aften- posten vítti Knut 0degárd skáld landa sína fyi’ir að eigna sér ís- lenska rithöfunda og landafunda- menn og mæltist vel. Okkur blöskrar þegar við sjáum nafn Snorra Sturlusonar í bókmennta- sögum um norska höfunda, Sturlu Sighvatssonar, Egils Skallagríms- sonai- og hinna ónefndu Eddu- kvæðaskálda svo að fáein dæmi séu tekin. Kannski skiljum við Knut Odegárd ekki heldur hvers vegna Norður- Ameríkumenn eigna sér ekki skáld eins og Stephan G. Steph- ansson og Guttorm J. Guttorms- son. Þetta er nú að breytast því að Kanadamenn eru óðum að taka Islendingana sér í faðm sem kanadísk skáld þótt verk þeirra flestra séu samin á íslensku. Við raulum stolt Þótt þú lang- fórull legðir og minnumst órjúf- andi heimalandsmóts hugar og hjarta Islendingsins. Svo gleym- um við því hversu sterk ítök Nor- egur átti á öldum áður í íslend- ingum, ekki síst íslenskum skáld- um sem störfuðu við hirðir og þáðu laun úr rithöfundasjóðum norskra konunga og jarla. Ég er viss um að þau voru betur launuð en þeir rithöfundar sem nú draga fram lífið á takmörkuðum og óvissum launum (margir fá ekkert ár eftir ár) og þurfa sífellt að vera að minna á sig með nýrri bók til að sýna að þeir séu ekki lagstir í leti á kostnað ríkisins. Á tímum þeirra Snorra, Sig- hvats og Egils þurfti ekki að halda enskar ráðstefnur því að þá töluðu menn saman á eigin máli, jafnvel noiræna tungu á Englandi. Egill neyddist ekki til að tala ensku við Eirík blóðöx í Jórvík. Báðh- voru þeir af norsk- um uppruna, annar íslendingur, hinn orðinn Englendingur. NoiTæn áhrif á Englandi eru vissulega enn sýnileg og heyran- leg, þar og annars staðar á Bret- landseyjum eru meira að segja skáld sem leggja metnað sinn í að yrkja eins og hin eina sanna ætt- jörð þeh’ra sé fornar norrænar bókmennth’. Vilji menn rifja þetta upp nægir að rýna í bókina Scott- ish Skalds and Sagamen eftir Julian D’Arcy eða fletta ljóðabók- um Nóbelsskáldsins Seamus Hea- ney. Það var fróðlegt að lesa drengi- lega gi-ein Knuts 0degárds. Sterklega er tekið til orða í grein hans að tala um „hernám íslenska menningararfsins" í tilefni nýrrar útgáfu yfirlitsverks um norska ljóðlist: „Það er vandræðalegt að sjá hvernig við höldum áfram her- námi íslenska menningararfsins þrátt fyrir harðorð mótmæli ís- lendinga. Þeir líta á það sem þjófnað þegar við Norðmenn kynnum t.d. Egil Skallagrímsson sem norskt skáld og ljóð á borð við Sonatorrek sem norskt !jóð.“ Enn fremur stendur þar að ít- rekaðar innrásh- í íslenskar bók- menntir ýti undir andúð gagnvart Norðmönnum. Skaðinn er vitanlega skeður. Umrædd bók verður notuð í norskum háskólum. En það er líka umhugsunarefni fyrir okkur að Norðmenn hafa stundum sýnt íslenskum bókmenntum meiri áhuga og virðingu en íslendingar sjálfir. Þannig eiga Norðmenn myndskreyttar viðhafnarútgáfur með íslenskum ljóðum eins og Lilju Eysteins, Geisla Einars Skúlasonar og Rósu Sigurðar blinds svo að fáein verk séu nefnd. Þýðendur þessara ljóða eru þeir Knut 0degárd og Ivar Orgland. AÐSENDAR GREINAR Hagkvæmara að aka undir Qörð en fyrir Qörð VEGGJALD, sem notendur Hvalfjarðar- ganga koma til með að greiða, er í flestum til- vikum lægra en svarar til kostnaðar við að aka fyrir fjörðinn. Þessi fullyrðing er byggð á umfangsmikilli könnun á rekstrarkostnaði öku- tækja og aksturstengd- um kostnaði sem fyrir- tækin Rekstrarstofan og Rekstrarstoð ehf. unnu að í vetur fyrir Spöl ehf. Könnunin sýnir að það er afar hagstætt fyrir flesta vegfarendur að aka um göngin þótt eingöngu sé horft á kostnaðarhliðina. Við bætist svo að menn eru fljótari í ferðum um göng- ir. en íyrir fjörð og njóta að jafnaði meira öryggis þar en á veginum fyr- ir fjörðinn, einkum að vetrarlagi. Mikilvægt er að minna á að akst- ursleiðin um Hvalfjörð styttist um 42 til 60 kílómetra eftir því hver áfangastaður vegfarenda er. í aksturskostnaðarkönnuninni var í veigamiklum þáttum stuðst við viðmiðunartölur Félags íslenskra bifreiðaeigenda um bifreiðakostnað. Gögn með ítarlegum upplýsingum um allar forsendur og niðurstöður voru aflient fréttamönnum um leið og gjaldskrá Hvalfjarðarganga var kynnt opinberlega 27. apríl sl. Þar kemur skýrt fram að vegfarendur spara fjármuni með því að nota göngin, ef undan eru skildir þeir sem aka í minnstu fólksbílunum. I flestum stærðai'flokkum bifreiða sparast fjármunir þótt miðað sé við gjald fyrir staka ferð (1.000 krónur fyrir heimilisbíl og sendibíl) en sparnaðurinn verður að sjálfsögðu enn meiri við það að gerast áskrif- andi, fá veglykil í bílinn og kaupa 20 eða 40 ferðir í einu með 20 eða 40% afslætti, sbr. meðfylgjandi töflu. Stjórn Spalar ehf. er bundin samningum við lánveitendur til Hvalfjarðarganga við ákvörðun gjaldskrár fyrir notkun mann- virkisins. í umræðu um nýbirta gjaldskrá er nokkuð áberandi að eingöngu sé talað um gjald fyrir stakar ferð- ir en horft fram hjá af- sláttarkjörum áskrif- enda. Slíkt er hvorki rétt né sanngjarnt. Það hefur líka verið fullyrt að veggjaldið sé hærra en menn hafi getað búist við eftir umræðu undanfarinna ára. Því er til að svara að veggjaldið er í góðu samræmi við það sem sagt hefur verið um málið af hálfu Spalar. í bæklingi um göngin, sem gefinn var út snemmsumars 1996, er t.d. talað um að áætlað gjald fyrir venjulegan heimilisbíl verði 700-800 krónur en 2.600 til 2.700 krónur fyrir flutn- ingabíl. I fjármögnunarsamningum gang- anna var á sínum tíma miðað við að gjald fyrir venjulegan heimilisbíl væri 700 krónur, auk virðisauka- skatts, á verðlagi ársins 1994. í nýj- ustu rekstrarspá fyrir göngin er stuðst við reynslu Norðmanna og gert ráð fyrir að níu bílar af hverj- um tíu bílum, sem um Hvalfjarðar- göng fara, séu í I. gjaldflokki og greiði þar af Ieiðandi Iægsta veg- gjald. Ennfremur er gert ráð fyrir að greitt sé fullt veggjald fyrir helming þessara bíla, hinn helming- urinn sé á afsláttarkjörum. Niðurstaðan er sú, samkvæmt nýbirtri gjaldskrá, að meðalgjald fyrir alla notendur ganganna í I. gjaldflokki er 760 krónur (704 krón- ur á verðlagi 1994, sem er nánast sama tala og miðað var við í samn- ingum við lánveitendur forðum). Meðalgjald fyrir öll ökutæki í öll- um gjaldflokkum í rekstrarspánni er tæplega 930 krónur (860 krónur á verðlagi ársins 1994, sem er fjór- Hvorki er rétt né sanngjarnt, segir Gísli Gíslason, að tala eingöngu um verð á stökum ferðum en horfa fram hjá afsláttarkj örum. um krónum hærra en gert var ráð fyrir í samningi við lánveitendur). Ríkið leggur síðan 14% virðis- aukaskatt á veggjöldin í öllum til- vikum. Stjórn Spalar lagði mikla vinnu í undirbúning gjaldskrár Hvalfjarð- arganga, ekki síst í útreikninga á aksturskostnaði sem fyrr er getið. Gjaldskrána má hafa með ýmsum hætti hvað varðar fast gjald og af- slætti. Verkefni stjórnarinnar var að stilla gjaldinu þannig upp að ákvæði samninga við lánveitendur væru haldin og að hagkvæmt yrði fyrir notendur ganganna að fara undir fjörðinn í stað þess að aka fyrir hann. Gjaldski’áin getur ekki byggst á óskhyggju og þegar niður- staðan er skoðuð þá teljum við að hún sé á þeim grunni sem áður hef- ur verið kynnt og treystum því að hún höfði til vegfarenda. Enn má nefna að metin var reynsla af hliðstæðum verkefnum erlendis, einkum í Noregi. Norð- menn lentu til dæmis í því að hafa gjaldskrár í nýlegum jarðgöngum of flóknar og ráðlögðu okkur eindregið að læra af þeirri reynslu og nota skýra og einfalda gjaldskrá. Akveð- ið var að fara að þessum ráðum og bjóðum við brátt landsmenn vel- komna í göng undir Hvalfjörð sem stytta leið, flýta fór, spara fjármuni og auka öryggi í umferð. Höfundur er formaður stjórnar Spalar ehf. Gísli Gíslason Samanburður á kostnaði við akstur fyrir Hvalfjörð og um Hvalfjarðargöng Ágóði m.v. Ágóði m.v. 42 Staögr. Afsl. I 20 ferðir Afsl II 40 feröir Aksturskostn. kr/km Staðgr. Afsl. 1 Afsl. II Staögr. Afsl. I Afsl. II Litlir fólksbílar 1000 800 600 16,00 -40 160 360 -328 -128 72 Stórir fólksbílar 1000 800 600 22.50 350 550 750 -55 145 345 Jeppar 1000 800 600 33.96 1038 1238 1438 426 626 826 Vöruflutn.bílar minni 3000 2550 2250 85.68 2141 2591 2891 599 1049 1349 Vðruflutn.bílar stórir 3800 3230 2850 109,70 2782 3252 3732 807 1377 1757 Fólksflutn.bílar miðlunqs 3000 2550 2250 66.51 991 1441 1741 -207 243 543 Fólksflutn.bílar stórir 3800 3230 2852 82 07 1124... 1684 £074 -353 217 522 Eru börn vandamál? ÚRRÆÐI, þetta orð hljómar óþyrmi- lega mikið í eyrum og áreitir augu borgar- búa nú þegar borgar- stj órnarkosningar fara í hönd. I mínum huga þarf að leita úr- ræða þegar vanda steðjar að og á honum þarf að finna lausn. Hver er svo þessi vandi sem steðjar að borgarbúum? Það eru börnin sem eru vandamálið. f Reykja- vík fæðast daglega börn og stjórnmála- menn virðast líta svo á að blessuð börnin séu vandamál sem þarf að fmna lausn á. Þær lausnir sem boðnar eru þessa dagana í litríkum bæklingum og greinaskrifum er fjölskyldugreiðslur til þeirra for- eldra sem kjósa það úrræði að vera heima með börnunum sínum, og svo er boðið upp á dagvistar- tryggingu eða dagvistarúrræði. Hvorugur þeirra stóru lista sem nú bjóða fram til kosninga í Reykjavík virðist gera sér grein fyrir að börn eru ekki vandamál. Böm hafa mannrétt- indi og það eru þeirra mannréttindi að vera með öðrum börnum í leik og starfi, böm í umhverfi sem horfir á mátt þeirra og megin og gerir þeim kleift að eflast og dafna. Hér- lendis er börnum að sex ára aldri tryggður sá einstæði réttur að eiga rétt á að vera í leikskóla ef foreldrar æskja þess. Þau eiga rétt á að vera í leik- Kristín skóla þar sem fer fram Dýrfjörð sértækt leikskólaupp- eldi. Leikskólauppeldi er viðbót og öðravísi uppeldi en það sem fer fram á heimilum, leikskólanum er ekki ætlað að koma í stað foreldra heldur er hlutverk þeirra að vera stuðningur við foreldrana. Sam- kvæmt lögum er rétturinn til að vera í leikskóla bamanna; þessi sýn á barnið sem einstakling og sú mikla framsýni sem birtist hjá lög- gjafanum ætti að verða sveitar- stjórnaimönnum til eftirbreytni. Það er óskandi að ýmsir stjórn- málamenn fari að gera sér grein Hvorugur þeirra stóru lista sem nú bjóða fram til kosninga í Reykjavík virðist, að mati Kristín- ar Dýrfjörð, gera sér grein fyrir að börn eru ekki vandamál. fyrir að börn em ekki vandamál, þau em ekki fjárútlát sveitarfélag- anna, þau era fjársjóðurinn okkar. I flestum fjölskyldum er barnsfæð- ing stóratburður sem hún fagnar. Fjölskyldan skilgreinir ekki börnin sem vandamál sem takast þarf á við. Börn eiga þá virðingu sldlið frá samfélaginu að það vandi þau hug- tök sem það notar í umfjöllun um þau. Ég skora hér með á stjórn- málamenn hvar í flokki sem þeir standa að skoða það sem þeir láta frá sér fara, bæði í ræðu og í riti. Þeir gæti þess sérstaklega að leyndir fordómar í garð barna skíni ekki í gegn. Höfundur er leikskólakennari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.